Suðurland


Suðurland - 10.01.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 10.01.1914, Blaðsíða 2
118 8uð;ur,ladn Eftirmæli. ekki annað en leigður vinnulýður, eða útgerðin væri rekin að mestu leyti aííjöldanum, sjómannastéttinni sjálfri, ýmist fjölda einstakra manna eða samvinnuíólaga þeirra. Það er með öllu óþarft að færa fram nokkur rök til að sýna hvílíkur geysi mismunur er á þessu tvennu. fað er svo aug- Ijóst hverjum þeim sem um það vill hugsa. Bátaútvegurinn hefir að mestu leyti haldið áfram að vera bjargræðisveg ur fjöldans. Yið það að vélarbátar hafa komið í stað róðrabáta hefir enginn veruleg breyting orðið á þessu frá því sem áður var. Bátaútveginn þarf að tryggja og vermda sem allra best, Á honum byggist enn megin- hlutinn af fiskiframleiðslu landsins. Annars skal ekki farið lengra útí þetta mál að sinni, en rétt er að minnast þess að landbúnaður og sjáv- arútvegur eru hjá oss að ýmsu leyti svo náið samtvinnaðir að hagsmunir beggja þessara atvinnuvega falla sam- an, og þótt þeir hljóti að togast á mn sumt, verða talsmenn beggja að gæta þess að óþarft og óholt er að venja ríg á milli þessara aðalatvinnu- vega vorra. —-------------— Hirðuleysi. Það hefir borið raeira á því í haust t n eg man eftir áður hvað lítið rnenn alinent hirða um að auðkenna fjár- rekstra glöggu rekstrarmarki, og þess vegna hafa orðið alt of mikil brögð að því hvað fé hefir lent í rekstrum, því þá er ekki hægtað sjá þó ómerkt,- ar kindur komi samanvið. Það er ekki nóg að auðkenna fóð þegar farið er af stað með rekstur- inn. farf að hafa litinn með sér og skira merkið þegar það fer að verða óglðgt. Ef kindur týnast úr rekstri ómerkt- ar og lenda saman við annað fé, er ekti auðvelt að finna þær, eða helga séi þegar þær ðeinna koma fyrir sem óskilakindur. f fjallskilareglugjörð fyrir Árness- Gullbringu- og Kjósarsýslur eru ákvæði i;m þetta sem mór virðist vera dauð- ur bókstafur, með því engir af þeim sem við veginn búa hefir skyldu né myndugleika til að stöðva rekstra og rannsaka þá, enda mundi eg ekki, \ æi i eg umsjónarmaður reksturs, vilja þola það bótalaust að hann væri stöðvaður um nokkurn tíma sem mundi þurfa til þess að rannsaka mörg hundruð fjár, ef þáfyndistekk ert athugavert, því tíminn er pening- ar fyrir rekstrarmenn, ekki síður en nðra. Það þyrfti valinn mann fyrir mikla borgun, og efamál að nokkur feugist til að standa í því vikunr og mánuðum saman að rannsaka rekstr- ana. En það eru fljótséðar kindur ómerktar innanum auðkent fé, þó margt sé. Fé sem rekið er til Sláturhússins í Reykjavík er þannig rannsakað frá hverjum einstökuin manni, að lítil hætta er á að kindur sem lent hafa í þeim rekstrum komi ekki til skila. Öðru máli er að gegna með fé sem slátrað er hjá kaupmönnum eða fs- húsinu sem keypt er um allar sveitir austan frá Skeiðarársandi. f>að er tilviljun ef þær kindur hitt- ast við slátrun í Reykjavík. Kaup maðurinn fær sína tölu og hefir enga ábyrgð þó ekki sé alt keypt sem hon um er fengið. Hvað margt hefir lent í rekstrum til íshússins eða til kaupmanna, veit eg ekki, en sennilega hefir' það verið eitthvað. Eg set hér nokkrar kind ur sem teknar hafa verið úr við Siáturhúsið, og sagði sá, sem gaf mér listann, að hann myndi ekki fleira, þó það vel gæti verið, því hann fór ekki að telja það straks í byrjun slát urtíðar. Eg læt vera að greina rekstr- armenn. 1 lamb frá Seli í Holtum, I kind — Sigtúni í Flóa, l lamb — Grænhól í Ölfusi, 1 lamb — Gljúfurholti í Ölfusi, 1 sauð — Hrauni í Ölfusi, 1 sauð — Leirvogsst. í Mosfellssveit ^ ær — Miðdal í Mosfellssveit, 1 — Árbæ i Mosfellssveit, 2 lömb Bústöðum Seltjarnarnesi, 1 lamb — Hátúni í Rvík, 1 lamb — Suunuhvoli Rvík. 1 lamb — Bergsstöðum Rvík, 2 kind — Tóftum Rvík, 1 lamb — Keldum Mosfellssveit, 1 lamb — Yorsabæ Ölfusi, 1 lamb — óvissum, 1 sauð Kálfakoti Mosfellssveit, 1 kind — Kotströnd Ölfusi, 1 sauð — Völlum Ölfusi, 1 lamb — Blikastöðum Mosfellssv., 1 sauð — Hjálmholtskoti Flóa. Auk þessara kinda hafa kindur verið teknar hér úr rekstrum, sem reyndust að vera austan úr Fióa. 2 sauðir voru teknir úr rekstri á Bústöðum frá Grafarholti og Geithálsi. Rekstur þessi lenti um nóttina á Lög- bergí, en þurfti svo að beita fénu hérna upp í heiðina á annað þúsund og borg- aði hagatoll með því að taka sinn sauðinn frá hvorum okkar, Birni í Grafarholti og mér. Rekslur sem fara átti til kaupmanns í Reykjavík var skilinn hér eftir nokkra daga, en sóttur í smáhópum og rek- til Reykjavíkur. Seinasti hópurínn, sem tekinn var, var rekinn hér í rétt og skoðaður af fleiri mönnum og voru þar margár kindur sem ekkert sýni- legt rekstrarmark var á. Umsjónarmann þessa reksturs hefi eg kært fyrir sýslumanni Árnesinga, ekki af neinum persónulegum kala til mannsins, heldur til þess að vita hvort ákvæðin í fjallskilareglugerðinni væri dauður bókstafur. Mór er ekki kunnugt, er eg skrifa þessar línur, hvort þessi maður hefir orðið sekur fyrir sýslumanni, en hafi hann orðið það, er auðsætt að margir fleiri hefðu mát.t sæta sekt fyrir hirðuleysi í því að auðkenna féð sem' rekið var. En tilgangur minn með þessuin athuga- semdum er ekki sá að fá menn sekt- aða, því sloppi og öllum mannanöfn- ura, heldur að vekja athygli á nauð syn á auðkenninu. Auðsætt er að það kemur ekki í veg fyrir að stolið verði kindum, því þeim sem það vildi gera mundi varlagleymastað auðkenna það einsog annað fó sem hann ræki. Guðmvndur Magnússon Geithálsi. Á gamlársdag síðastliðinn andaðist að heimili sínu Adolf bóndi Adolfsson á Stokkseyri. Hann var fæddur að Steinskoti á Eyrarbakka 18. april 1845. Var faðir hans Adolf Petersen, þá verslunarmaður á Eyrarbakka, en síðar bóndi á Stokkseyri; hann var aldanskur maður af jóskum ættum. Kona hans, en móðir Adolfs yngra, var Sigríður (yngsta) dóttir Jóns í Móhúsum hins ríka f>ói ðarsonar. Adolf ‘sál. fluttist ungur með for- eldrum sínum austur að Stokkseyri og ólst þar upp. Vorið 1870 reisti hann bú í Móhúsum og kvæntist um haustið Ingveldi Ásgrímsdóttur versl- unarmanns á Eyrarbakka Eyjólfsson ar. Bjuggu þau 5 ár í Móhúsum og fluttust síðan að Stokkseyri og misti Adolf sál. þar konu sína eftir rúrnt ár. Ári síðar gekk hann að riga Sigrúnu Gísladóttur prests Thoraren- sen á Asgautsstöðum. Misti hann hana vorið 1882. Af bórnum Adolfs eru á lífi Jón hreppsnefndaroddviti á Stokkseyri, Anna, kona Jóns Pálsson- ar fríkirkjuorganista í Reykjavík, Jón, Asgrímur, og af síðara hjónabandi Sigui ður; allir í Ameríku. Einn son- ur hans andaðist fyrir nokkrum árum í Reykjavík; hann var í stýrimanna- skólanum. Formensku byrjaði Adolf sál. um fermingaraldur og var formaður síðan alla tíð þar til núfyrir örfáum árum. Lætur nærri að hann væri formaður 45 vetrarvertíðir og nokkuð fleiri vor- og haustvertíðir. f>ótti hann af- bragðs formaður, heppinn og hygginn. Fjáður maður varð hann eigi, hann var eigi jafnspar á fé, eftir því sem hann aflaði, var haun rausnarmaður og hafði jafnan í mörg horn að líta. Adolf sál. var meðalmaður á hæð og þreklega vaxinn, enda karlmenni að burðum. Djarfur var hann og einarður og lét eigi hlut sinn er því var að skifta; óáleitinn var hann jafnan. Hann var vel greindur að náttúrufari, en hlaut eigi mentun í æsku fram yfir það er þá tíðkaðist um alþýðufólk. Margt mótdrægt fékk hann að reyoa um dagana, en sýndi jafnan hina mestu stillingu og þá mesta, er helst þurfti við. Nokkur síðustu árin varhannfarinn aðheilsuognú siðastliðið haust lá hann lengst af rúmfastur. Hans mun minst vel og lengi af öllum er hann þektu ; en þeir voru margir. 2. ----•<>*''>•«>-— Forðagæslulögin. Suðurland gat þess uin þessi lög er það birti þau í haust, að það mundi minnast nánar á þau síðar. Að það hefir ekki verið gert fyr en nú, stafar af því að réttast þótti að bíða þess að einhver léti til sín heyra um lög- in, svo svara mætti þá jafnframt mótbárum þeim gegn þeim eða að finslum, er fram kynnu að koma. En enginn hefir ennþá látið til sfn heyra í blöðunum um þes3i lög. F>eir sem Suðurland hefir átt tal við um þau, hafa látið vel yfir þeim. Forðagæslulögin eiga að bæta úr fyrirhyggjuleysinu í heyásetningnum, og miklu meiri líkur til þess að þau vinni gagn í þá átt en horfellislögin gömlu. Til þess að þetta gæslustarf sem fyrirskipað er í lögum þessum verði sem vandlegast og best af hendi leyst, þaif að setja allítarlegar reglur um framkvæmd þess framar en í lögun- um sjálfum stendur. Betta er ætlast til að gert sé rneð reglugerðum er sýslunefndir semja og stjórnarráðið staðfestir. Meðal annars er það nauð- synlegt að forðagæslumönnum sé gert að skyldu að mæla heyin, án þess er ómögulegt að ákveða hve miklar byrgðirnar eiu. Fyrningar þarf einn- ig að mæla, með því eina móti fæst ábyggileg sönnun þess hvernig fóður- eyðsluáætlun forðagæslumanna hefir staðist — og einmitt með því fæst smámsaman sú reynsla sem starfið grundvallast á framvegis. Vera má að sumum virðist svo eftir lögunum sjálfum, sem þetta staif verði allerfitt viðfangs. Pað verður það reyndar að sumu leyti, en ef reglugerðirnar eru skynsamlugar, gieiða þær mjög fyrir starfinu. Forðagæslumenn hafa þá fyrir sér glögt og greinilegt hvað það er sem þeim ber að gera og hvernig það skuli gert. Sjálfsagt er það að vanda verður sem best valið á forðagæslumönnum, og þegar hæfir menn og skyldurækn- ir eru valdir til starfsins, væri æski- legast að þeir heiðu starfið sem lengst á hendi, tíð umskifti eru óheppileg. Það er mjög mikill galli á lögunum að ekki er fast ákveðin sæmileg borg- un fyrir starfið. Hætt er við að snmar hreppsnefndir líti mest á það — einkum þær sem hafa litla trú á gagnsemi gæslustarfsins — hverjir gera vilja verkið fyrir minsta borgun, og væri það illa farið. — Nokkuð ætti reyudar að mega] tryggja góða framkvæmd forðagæslulaganna með samþyktum þeim er gera á í sýslu hverri samkvæmt lögunum um bjarg- ráðasjóð. í Þeim samþyktum á að skipa fyrir um alt Það, sem álíst nauðsynlegt til Þess að fé sjóðsins verði ekki illa varið, og þar til heyrir að gæslustarfið sem forðagæslulögin fyrirskipa, sé vandlega af hendi leyst. Og verði þessi forðagæslulög fram- kvæmd svo sem til er ætlast, og starf- ið vandlega unnið, hljóta þau að verða til hins mesta gagns. Sumum virðist reyndar svo að lítils árangurs sé að vænta af þessum lög- um, en þeir hinir sömu miða við reynsluna sem fengin er af einkisnýt- um kákskoðunum, sem framkvæmdar hafa verið létt til málamynda til þess að hlýðnast horfellislögunum. Slíkar fóðurskoðanir eru auðvitað til einkis gagns, og í hinum eldri lögum var ekkert gert til að tryggja það að staifið væri vandlega unnið, en nú er það einmitt gert bæði í forðagæslu- lögunum sjálfum og í bjargráðasjóðs- lögunum. Og af vandlega unnu gæslustarfi má vænta mikils og góðs árangurs. Pað er þegar sannað af reynslunni í einst.öku sveitum, þar sem fóður- skoðanir hafa verið framkvæmdar vandlega og á réttan hátt. Að lík- indum hefir þetta starf hvergi verið unnið með jafnmikilli vandvirkni og nákvæmni og í Fellshreppi í Stranda- sýslu. Guðjón Guðlaugsson alþrn-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.