Suðurland


Suðurland - 07.02.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 07.02.1914, Blaðsíða 2
132 SUÐURLAND E>að var samband íslenskra sam vinnufélaga og Sláturfélag Suðurlands sem upptökin áttu um þetta mál, með því að þau fóru fram á styrk- veitingu til manns er dveldi í útlönd um og ynni að þvi að greiða fyrir sölu kjöts og annara landbúnaðaraf- urða. Eins og rétt var og sjálfsagt var síðan á þinginu tekin upp sams konar fjárveiting fyrir sjávarútveginn, og hefir Fiskifélag íslands forgöngu í því að ráða mann í þá stöðu, en áðurnefnd félög í þá fyrri, en ráðn- ing og erindisbréf þessara manna verður að samþykkjast af stjórnar ráðinu. Fiskifélag íslands er nú að leita fyrir sér hjá félagsdeildum sinum út um land, kaupmönnum og kaupfélög- um um fjárframlög til þess að geta I igt fram það sem áskilið er á móti landssjóðsstyrknum, er vonandi að það gangi greiðlega. Fengist vel hæfur maður í þessa stöðu er ekki ólíklegt að talsvert gagn gæti að þessu orðið fyrir sjómannastéttina. Salan á afurðum þeirra fer nú sem stendur marga óþarfa krókavegi, frá einum ó|iörfum millilið til annars. Sjávar útvegsmenn hafa því mikið samvinnu verkefni fyrir höndum í þá átt að fækka þessum milliliðum og fá betri og beinni sölu á afurðum sínum. Og stai f erindrekans verður braut.ryðj- andastarf á þessu sviði, óhjákvæmi- legt starf til undirbúnings og fyrir- g'oiðslu ef nokkuð á að breytast til batnaðar í þessu efni. En best færi á því að það væri sem mest sjálfir framleiðendurnir, en ekki milliliðirnir sem legðu fram þetta fé sem áskilið er og neyta sem mest hagsmunanna af því sem ávinnst með þessu starfi. Með landbúnaðarerindrekann er lengra á veg komið. Félögin leggja fram féð og eru í þann veginn að ráða manninn. Það er vandaverk að velja menn í þessar stöður, og skiftir miklu hvernig tekst. Og varla verða tillógur sláturfélagsinsóblandið ánægju- t fni ef það er satt sem mælt er að það leggi til að ráða í þessa stöðu Thomsen konsúi, harðvítugasta mót- Muðumann þess félags áður fyrri og rnann sem reynslan hefir sýnt að hefir tekist margt ærið óhappalega í vurslunarmálum, þó ötull maður sé og mikilhæfur að ýmsu leyti. •Sagt er að Sláturfólagsstjórnin hafi með meiii hluta. atkvæða mælt moð Thomsen, en nú kemur tíl kasta Norðlendinga að bjarga þessu við ef þeir hafa bolmagn tii. Viljann vant- ar þá sjálfsagt ekki. Til þessa starfa þarf helst að fá ötulan mann og vel hæfan, sem er samgróinn stefnu samvinnufélagsskap aiins, er tryggur þeim hugsjónum og boitir sér með óskiftum kröftum að þessu starfi. Og ótrúiegt er að ekki ré unt að fá slíkan mann. Hollara mun og samvinnufélögum, að velja þennan útvörð sinn úr eigin liði, en að taka gamlan yfirunninn mótstöðu mann. Því var hreift í sumar á þingi að lítt væri undirbúið enn um þennan erindreka sjávarútvogsmanna, og vildu sumir fella þá fjárveitingu af þjirri ástæðu. Hinu treystu menn, að samvinnufélögin, sem upptökin áttu um þetta erindrekamái, hefðu haft undirbúning að sínu leyti, og jafnvel hefðu ákveðinn mann í huga. En miður vel fer sá undirbúningur úr hendi ef það verður ofaná að starf ið verður Thomsen falið, en viðvör- unardæmi mætti það verða fyrir sjáv- arútvegsmenn, úr því þeir koma á eft.ir. Minni Y estur-íslending’sins. Svo skal söng þylja syni stálvilja, frænda fosshylja, fósturlands kylja. Heiil til hálanda, Hekiu vébanda, laxár ijómanda lygnu og streymanda. Heill til hásala, heiða og fjalldala, allra óðaia okkar fjársmaia, þar sem þér gröru þrekmiklu og öru, íjalls milli og fjöru fjaðrir bráðgjöru. Sæll til sólrjóðu silungsár góðu, þar sem fyrr flóðu fjöll í ijósmóðu, — þar sem enn anda út til sæstranda, móti bil banda, blikur vorianda. Heill til heimkynna, hlíðanna þinna, þar sem börn brynna blómrósum kinna. Okkar ungviði undir fossniði, alt er á iði úti á vorsviði. Sjást með sólgyðju í silfursmiðju, ailar að iðju undir fossviðju ■Ijófts- og landvœttir, leika um dalgættir mjúkir, margþættir mansöngva hættir. Meðan marleiðir mása örskreiðir háir, brjóstbreiðir barðar sótreiðir: okkar landslýði Jjómar dalpríði — geisla gullsmíði á grasi og víði. Okkar auðæfi eru í rúmsævi ef oss guð gæfi gæftir við hæfi, og í daldraga döggvum úthaga., þar som iistlaga liggur frásaga. Fagnar fégóðum fardreng sæmóðum, allur á gullglóðum í geisla hlóðum: fegurð fjölbreyttur, fjöðrurn sí reyttur, dræmt af dáð breyttur dalur árskreyttur. Fagnar Fjallkona framtaki sona, — dögum dáðvona úr draumsæ skáldvona. Bros að barns hætti blika um ijósnætti henni, er hug grætti harmurinn síðbætti. Vakir valkvendi. Vítt um útlendi hentiar handbendi heimurinn síð-kendi. Buri brott farna, bræður heimgjarna, dáð og sól svarna sæmdi hún manukjarna. Fagna framgjörnum Fjallkonu börnum, öllum eiðsvörnum íslands bi jóstvörnum: göfgar gos dísir, gróanda vísir, fugl sem heim fýsir, fold sem nótt iýsir. Fylgi fjall dísir, fylgi Jjósdísir, andar vegvísir, von sem hoim fýsir. Ár og Eld’syni, íslands góðvini, ættar óskhlyni yngdum Frón’skini. Gnðm. Friðjónsson. * * * * * * * * * Kvæði þetta orkti skáldið í sumar, er honum barst fregnin um höfðing- skap þrímenninganna úr Vesturheimi í sambandi við eimskipamál íslands. [.Norðri.j -- ---C>-«0*0—«-r- ■ t Þingmálafundur Yestur-ísfirðinga. Þess hefir verið getið hér í blaðinu að Vestur ísfirðingar héldu þingmála- fund að Flateyri í vetur snemma, en engar fregnir hafa borist af þeim fundi fyr en nú með síðasta pósti. Er fundargerðin birt í Vestra 31. f. m. Eru hér á eftir tekin upp nokkur at- riði úr fundargerðinni: Stjórnarskrármál. Fundurinn að hyllist stjórnarskrárbreytingu síðasta þings og álítur að þá eina "eigi að kjósa til alþingis, or lofa að greiða henni atkvæði óbreyttri. Samþ. í e. hljóðj. SaingðnguinM. Samþyktar svo- hljóðandi tillögur: a) Jafnframt og fundnrinn skorar á héraðsbúa að styðja Eimskipafélag íslands með sem ríflegustum hluta kaupum, vill hann beina þeirri áskor un til hreppsnefnda og bæjarstjórna, að íhuga hvort þær eigi sjái hreppun- um og bæjnnum, sem sveitafélögum, fært að taka hluti í Eimskipafélaginu, og sé svo, þá að styðja félagið á þann hátt. b) Fundurinn skorav á kaupmenn landsins og kanpfélög að styðja Eim- skipafélag íslands einnig með því að láta það sitja fyrir flutningum þogar að því kernur. c) Fundurinn álítur að ekki sé enn sem komið er heppilegt að landsjóð- ur leggi fé til hinnar fyriihuguðu járnbrautai lagningar. Físklrclðainál. Að gefnu tilefni leyfir fundurinn sór að skora á þjóð og þing að taka til rækilegrar íhug- unar hvernig tryggja megi sem best líf sjómanna á vélabátum'og opnum bátum,"'og vill benda á að þeir einir ættu að geta fengið leyfi til formensku, sem að vitni tveggja valinkurinra for- manna, sem^hafa haft formensku á hendi um ákveðinn tíma, álítast fær- ir um, hvað gætni og sjómensku- hæfileika snertir^jTað^ hafa á hendi jafn vandasaman og ábyrgðarmikinn starfa. Samþ. í e. hljóði. Stcfnur og horfur. Fundurinn lýsir fylgi sínu við stjórnmálastefnu þá í sérmálum landsins, sem kemur fram í ávarpi frá stjórn sjálfstæðis- flokksins í síðastl. okt. mán., ogskor- ar á alþingiskjósendur að styðja þau ein þingmannaefni, sem fylgja þeirri stefnu, og tekur jafnframt fram, að hann álitur að ekki eigi að hreyfa sambandsmálinu meðan ekki eru væn- legri horfar en nú eru á að viðun- andi sambandslög fáist. Samþ. í e. hljóði. Alnicnn lífsábyrgð. Funduiinn skorar á stjórnina að undirbúa sem fyrst og loggj.i fyrir alþingi frumvarp til laga um stofnun almenns lífsá- byrgðarsjóðs og sé öllum tvítugum körlum og konum gjört að skyldu, að vátryggja lif sitt fyrir hæfilega lága upphæð. Samþ. í einu hljóði. Lánsstofnun. Fundurinn telur nauðsynlegt að næsta alþingi breyti lógum um hina 4. veðdeild Lands- bankans þannig, að meira verði lán- að út á jarðeignir enjþessi lög ákveða, samanborið við virðingarverð. Samþ. Tóbaksnautn. a) Enda þótt fund- urinn telji tóbaksnautn unglinga mjög skaðlega, álítur hann sölubannsað- ferðina óheppilega, telur heppilegri aukna fræðslu á skaðsemi tóbaksins. Samþ. með 6 atkv. móti 2. b) Fundurinn telur æskilegt, að upp sé tekin í barnaskólum fræðsla um skaðsemi tóbaksnautnar. Samþ. í e. hljóði. Iðjuleysl og óvirðlng fyrlr vinnu. Fundurinn teiur æskilegt að virðing fyrir líkamlegri vinnu væri sem best biýnd fyrir börnum og unglingum við allar mentastofnanir landsins, og væntir að kennarafundir taki málið til rækilegrar íhugunar. Samþ. með 11 móti 2. Fræðslumál. Fundurinn skorar á þingið að breyta fræðslulögunum þannig, að hver hreppur só sameigin- legt skóla og fræðsluhérað, þannig að allur fjárhagur sé sameiginlegur og aðeins 5 manna fræðslunefud í hreppi, kosin þannig að hreppsnefnd kýs 2 en alm. sveitafundur 3. Samþ. í e. hljóði. Svo sem fundarsköp mæla fyrir fóru fram tvær umræður um hvert mál og úrslita atkvæðagreiðsla að lokinni síðari umræðu. Á þessum fundi þeirra V. ísf. mætiu 13 fulltrúar úr öllum hreppum sýsl- unnar. 16 mál voru þar tekin fyrir. Fundurinn stóð í 2 dagn. —----- Áhrifin frá Reykjavik. — : §: - Merkismnður ritar svo nýlega að austan: Mér líst ekki á að járnbiaut verðí lögð hingað, fyrr en tvö skilyiði erU fylt:

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.