Suðurland


Suðurland - 14.02.1914, Blaðsíða 3

Suðurland - 14.02.1914, Blaðsíða 3
SUÐ^URL AND 139 sem þarf að fá skilvindu mi gleym Díaboló, sem cLvalt fæst hjá M****nu*n**uu*H**uuunuu**** íuinnar enda, svo að við um síðir gætum sagt., þegar Guði þóknast, komi til mín liin föðurlega blessun; erflð alt hið hinmeska konungsiíki. f Jesii nafni, segið mér —--- Lengia komst Rothenberg ekki. Datt hann í prédikunarstólnum og var borion burt. Hapn var nokkru seinna dsemdur ftá kjól og kalli. Lausl. þýtt af H. Sjávarstórflóð suður i Höfnum. Sjógarðar eyðast, Útihús og íbúðarhús skemmast. Skepnur farast. Aðfaranótt þriðjudags 27. f. m.var hér stórviðri af landsuðri S. A. með feikna úrferð. Ufn morguninn gekk voður til Utsuðurs S. V. nreð ofsaroki, Fór þá sjór að gerast. æði úflnn og um hádegi var komið stórbrim. Taldi eg víst, að töluverð ílóðhæð mundi verða um kvöldið, þar sem stórstreymi var og biimið jókst með hverjum klukkutíma. Kl. tæplega 4 stóð eg dti á svöltim húss míns og var að horfa á brimið milli blindhriðaréljanna. Sé eg þá hvar úr Reykjanes röstinni kemur liðandi áfram, eins og blár fjallgarður í fjarska, feiknastór ftlda. Hefl eg aldrei séð neina lík ingu af annari eins undra risavaxinni sjón, þau 48 ár, sem eg er búinn að vera her í Hafnahreppi. Brátt færð ist alda þessi nær, og þegar hún var komin innantil við Ilafnaberg, íór eg að geta glöggvað mig vel á þessari undrasjón. AJdan rann nú áfram með feikna- hiaða, var engu líkara en þar væn komin Esjan með hvítum snjósköfl um í efstu biúnum, og brunaði hún áfram, knúð af einhverju undiaafli. Öðru hvoru íisu upp stórir sjóir á ölduuni og steyptust svo hvitfreyð andi fram af henni eins og foss af liamiabiún. Hélt svo aldan hröðum fetum inn Hafnaleir, beína línu á Kirkjuvogs- hveifið að sjá, svo á móts við Kal manstjörn var hún héiumbil eina röst frá Jandi. Hvarf svo skaðræðis- gripur þessi sjónum mínum á bak við hæðir þær, sem eru norður af Kalmanstjörn og hylja allan grunn leir fram af Kirkjuvogi. Eg hrósaði happi að ekki var nema hálffalJið að. Annars taldi eg víst að Kirkjuvogs hverfið hefði fengið óþægilegan skell af bákni þessu, en happið var ekki eins mikið og eg hélt. Alda þessi spurði hvotki um flóð né fjöru. Hún fór sinna ferða hvernig sem á sjó stóð, æðandi áfram eins og vitlaus ófreskja, drepandi alt sem á vegi hennar varð, þar til hún skall mátt vana niður 50 — 200 faðma lengra uppi á land en vanalega með stór- straumsflóði. Kemur hér lýsing menj t þeirra er aldan lét eftir sig. Eg fór í morgun inn að Kirkjuvogi til þess að vita hvoit fleiri en eg Frosin síld fæst keypt í íshúsinu íil 10. marz. Það sem þá er óselt verður selt til Vestmannaeyja. Verzluninni Ginarshöfh hf. Eyrarbakka. OOOOOOOOOOOG ooooooooooooooo Ágætnr matfisknr (þorskur) fæst i Verzlnnin Einarshöfn hf Eyrarbakka. ••HIHmtHtNMMtMNM hefðu séð sjó þennan, og jafnframt. til að vita hvort nokkui t. tjón hefði hlot- ist af honum. Fegar eg kom inn að Merkinesi, sem er kirkjujörð mitt á millum Kalmanstjarnar og Kiikju vogs, sá eg að í öllum sjávargörðum þar var ekki steinn yfir steini stand andi, og alt túnið ein stórgiýtisurð. Hélt eg svo inn að Kiikjuvogshverfi. og mætti mér þar hin sama sjón, nema öllu verri. Skýiði Ketill bróð ir minn mór frá því, að hann, kl. 4, hefði staðið vestan undir fjárhúsi sínu, sem er nálega 60 faðma frá iveruhúsinu. Sér hann þá eftir eitt élið hvar voðasjór kemur og stefnir beint á land, þóttist hann sjá að sjór þessi mundi verða æði nærgönguJl, þó ekki væri nema hálffallinn sjór að og fjaran öll hvít af snjó, sem sjórinn ekki var faiinn að ná til. Tekjir Ketill nú Lil fótanna og hleypur sem má heim til sín, en áður en hann nær forstofutröppunum sínum, er sjórinn kominn á undan honum, svaitur eins og öskubingur af moldu og grjóti, sem hann reif upp nreð sér úr tUngörðuuum um leið og hann sópaði þeim um. Fegar Ut fjaraði sáust menjar þær sem hann skildi eftir. Nalega enginn steinn yfir steini í öllum sjávargörðum Kiikjuvogs hverfisins; íjögur skip, sem stóðu efst uppi í naustum, hontust með Utsog inu fram á sjó, sum hentust að landi aftur, öll meira og minna brotin, Lveir smábátar fóru og sömu leiðina. FjáihUs, sem Vilhjálmur bóndi í Görðuin á, sprengdist upp og fyltist af sjó. í húsinu voru yflr 30 fjár fullorðið og drapst það alt í einni kös þar inni. Sjór þessi umkiingdi bæ sama manns (V. J.) svo, að Iracr inn var eins og þúfa upp úr sjónum, æddi hann inn í bæinn og fylti öll húsin upp að rúmbríkum, barmafylti kjallarann og eyðilagði þar alla lífs- björg V. J., kaffi, sykur, rúgmjöl, rúg, kaitöflur og margt fleira, en fólkið slapp út úr bænum undan ósköpum þessum á elleftu stundu. V. J. var fyrir 12 árum búinn að fú útmælda þui rabúðarlóð, 1800 ferfaðma, sera hann síðastliðið ár lauk við að rækta að fullu, en nú sjást lítil merki þess, að þar haft mannshönd að verki verið: urð eintóm, stórgrýtisurð, auðn og sandur, það eru menjarnar sem ó- fieskja þessi eftirskildi. Allar jaiðir í hreppnum, sem sjáv- argarðar íylgia, hafa oiðið fyiir meiri og minni skemdum, nema Kalmans- Ijörn ein. Fram hjá henni fór sjór þessi eins og áður er skýit frá og raskaðist þar ekki einn steinn í göi ð- um. Um flóðið kl. millum 6 og 7 varð engra stórra sjóa vart, en kl. ð1/^ kom aftur sjór, sem fór yfir allan sjávargarðinn i Junkaragerði og sóp- aði honum á pörtum burtu, en gerði þó engin spell á túni. Svæði það á landi sem aldan mikla vann yfir, mun vera nálægt 1200 faðma, með öðrum oiðum fiá Merki- nesi og inn fyrir Kirkjuvogslendingu. Heyi t. hefi eg að á Miðnesi hafi oiðið miklir skaðar af hafióti þessu, og þykist, vita, að Grindavíkuihrepp ur hafi fengið sinn mæli fullan, þar öldurótið kom alt. úr suðurhafinu, en ekki af vestri. Feir sem fyrir mestu tjóni hafa orðið af öldu þessari eru: Guðmundur Sigvaldason bóndi í Merkinesi, Magnús Gumilögsson bcr.di

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.