Suðurland


Suðurland - 03.03.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 03.03.1914, Blaðsíða 2
146 SUÐURLANft gkýrslan er gerð fyrir árið 1912. Sjóðirnir eru þessir: 1. Framfarasjóður Jóns prófasts Melsteðs og frú Steinunnar Bjarnadótt ur Melsteðs, stofnaður af Boga Th. Melsteð, sagnfræðingi, með skipulags skrá 19. mars 1894, er staðfest var af konungi 21. sept. s. á. Eign sjóðs ins í árslok 1912 kr. 1436,61. Til gangur sjóðsins er að styrkja bændur í Árnessýslu til vagnkaupa, og má verja til þess mest 4/5 ársvaxta til 1944. Eftir það leggjast allir vextir við höfuðstól uns sjóðurinn er orðinn 2500 kr. Þá skal verja 4/5 ársvaxta til skógræktar í Arnessýslu. Sjóðn- um stjórnar sýsiumaður og sýslunefnd Arnessýslu undir yfirumsjón stjórnar- ráðsin s. 2. Sjómannasjóður Porlákshafnar - veiðistöðu, stofnaður 1902 af Jóni dbrm. Árnasyni í í’orlákshöfn með tillögum frá sjómönnum. Eign sjóðs ins í árslok 1912 kr. 2080.19. Til gangur að hjálpa sjómönnum og að. standendum þeirra, þegar manntjón verður, slys eðs veikindi. Þegar nauð syn ber til, má eyða öllum árstekj- um sjóðsins og V4 höfuðstóls. Stjórn : 3 menn, kosnir til 3ja ára af sjó mönnum í Þorlákshöfn. x 3. Fræðslusjóður Grafuingshrepps, stofnaður 21. maí 1905 af bændum^ í Grafningshreppi. Eign sjóðsins árslok 1912 510 kr. Tilgangur að styrkja fræðslu barna í Grafnings* hreppi innan 14 ára. Hálfum árs vöxtum roá verja til þess árlega. Sjóðnum stjórnar sóknarnefnd Úlf Ijótsvatnssóknar. ** 4. Gripaábyrgðarsjóður J'ingvalla hrepps, stofnaður 15. júni 1883 af 16 búendum hreppsins. Eign sjóðs ins í árslok 1912 kr. 1051.75. Til- gangur að bæta tjón af missi stór- gripa. Yerja má árlega 4/2 vöxtum og 3/4 af árstillögum félagsmanna Gripaábyrgðarfólags Þingvailahrepps. Stjórn: 3 félagsmenn, kosnir til 1 árs. 5. Sjúkrasjóður kvenfélags l‘ing vallahrepps, stofnaður á sumardaginn fyrsta 1909 af 16 konum í hreppn- um. Eign sjóðsins í ársi. 1912 455 kr. Tilgangur að styrkja fátæka sjúklinga í hreppnum. Eyða má öll- um ársvöxtum þegar þörf gerist. Sjóðnum stývir stjóm kvenfélags Þing- vallahrepps, kosin til 1 árs. 6. Ekkna og styrktarsjóður Gríms neshrepps, stofnaður 1865 af Jóni Melsteð, presti í Klausturhólum, Þor keli Jónssyni,- hreppstjóra á Orms stöðum, og Jóni Halldórssyni, óðals- bónda á Búrfelli. Eign sjóðsins i ársl. 1912 kr. 1664.46. Tilgangur að styrkja fátæka menn í hreppnum, sem ekki bafa þegið af sveit og lagt hafa í sjóðinn. Til þess má verja 2/3 ársvaxta. Tiilög í sjóðinn eru annaðhvort árlega 2 kr. fyrir karl mann og 1 kr. fyrir kvenmann, eða 10 kr. og 5 kr. æfitillög. Stjórn: Hreppsnefnd Grimsneshrepps. 7. Neyðarforðastiftun Hrunamanna■ hrepps, stofnaður með skipulagsskrá 6. nóv. 1827, er hlaut konungsstað festingu 27. ágúst 1828, af Jóni Steingríms3yni, presti í Hruna, hrepp stjórunum Magnúsi Andréssyni og Jóni Einarssyni og Giimi stúdent Jónssyni. Eign sjóðsins í árslok 1912 um 400 kr. Tilgangur að forða fá- tæklingum frá bjargarskorti, með lán- um. Stjórn: Hi eppsnefnd Hruna- mannahrepps. 8. Bœktunarsjóður Birtingaholts, stofnaður með skipulagsskrá 17. okt. 1907 af Ágúst Helgasyni, óðalsbónda í Birtingabolti. Eign sjóðsins í ársl. 1912 nál. 63 kr. Tilgangur að bæt.a og piýða jörðina Birtingaholt í Hruna- mannahreppi. Vegar ársvextir nema 80 kr., má eyða 3/4 hlutum þeirra, en 5/6 hi. þegar ársvextirnir eru orðnir 200 kr. Sjóðnum stýrir stjórn Söfn- unarsjóðs íslands. 9. Sjúkrasjóður Hrunamannahrepps, stofnaður 14. maí 1911 af ungfrú Unni Kjartansdóttur í Hruna. Eign sjóðsins í ársl. 1912 kr. 110.08. Til- gangur að útvega læknishjálp fátæk- um sjúklingum í hreppnum. Verja má til þess 3/4 ársvaxta þegar þeir nema 32 kr. Stjórn: 3 menn, kosn- ir af safnaðarfundi Hrunasóknar. 10. Fræðslusjóður Gnúpverjahrepps. Stofnandi: Hreppsnefnd Gnúpverja- hrepps af verði 2ja jarða, gjöf frá biskupsekkju Sigríði Jónsdóttur Vídalín, samkvæmt gjafabréfi 15. júní 1730. Eign sjóðsins í ársl. 1912 kr. 2127,00. Tilgangur að efla fræðslu barna og unglinga í Gnúpverjahreppi. Frá skipulagsskrá er ógengið enn, en þar verður ákveðið, hve miklu megi eyða árl. af vöxtum. Stjórn til bráðabirgða: Fræðslunefnd Gnúpverjahrepps. 11. I’orleifsgjafrrsjóður, stofnaður 16. febrúar 1861 af Þorleifl hrepp stjóra Kolbeinssyni á Stóru Háeyri (dánargjöf). Eign sjóðsins í árslok 1912 kr. 6275.81 og 28,8 hndr. n. m. í jarðeign. Tilgangur að styrkja hverskyns búnaðarframfarir til lands og sjávar í Stokkseyrarhreppi (hinum forna). Verja má til þess árlega af gjaldi jarðeignarinnar að undanskild um að minsta kosti 50 kr., er legg- ist á vöxtu. Þegar þannig hefir myndast höfuðstóll, er nemur 60,000 kr., má eyða öllum ársvöxtum og jarðarafgjöldum. Stjórn: Hreppsnefnd- ir Stokkseyrar- og Eyrarbakkahreppa ásamt 2 mönnum, er hreppsbændur kjósa, sinn úr hvorum téðra hreppa. Sjóðurinn er undir yfirumsjón Bún- aðarfélags íslands. 12. Ástríðarminning, stofnaður 2. janúar 1905 af kvenfélaginu á Eyrar- bakka. Eign sjóðsins í ársl. 1912 kr. 1 164.58. Tilgangur að styrkja væntanlegt sjúkrahús á Eyrarbakka. Þegar sjóðurinn er orðinn 2500 kr., má eyða öllum ársvöxtum. Sfjórn: Kvenfélagið á Eyrarbakka. 13. Porleifs barnaskólagjöf, stofn- aður 7. ágúst 1854 af Þorleifi hrepp- stjóra Kolbeinssyni og konu hans, Sigiiði Jónsdóttur (dánargjöf). Eign sjóðsins í árslok 1912 kr. 1403,54 og 3,57 hndr. n. m. í jarðeign. Til- gangur að styrkja barnaskólann á Eyrarbakka (og Stokkseyri). 4/2 af- gjaldi jarðeignarinnar má verja til námsstyrktar fátækum börnum, hinn helminguririn leggist á vöxtu. Þegar peningahöfuðstóllinn nemur 20,000 kr., má eyða öllum ársvöxtum og jarðarafgjöldum. Stjórn: Presturinn í StokkseyrarpresLakalli, barnaskóla- nefndin á Eyiarbakka og 2 menn, kosnir af skólanefndinni. Þessir 13 sjóðir eru taldir á skrá þeirri, sem getið er um hér að fiani- an. Auk þess má nefna 14. sjóðinn, sem ekki hefir verið talinn rneð, en stjórnartíðindin 1913 segja frá, því að hann getur eins talist gjafasjóður og sumir hinna, sem nefndir hafa verið, Það er Ekknasjóður Stokkseyrarlirepps, stofnaður með skipulagsskrá 4. febr. 1908, staðfestii af konungi 29. sept. síðastl., af 5 mönnum1) í Stokkseyrar- hreppi. Tilgangur að styrkja. ekkjur og eftirlátin börn sjóðsstyrkjenda, þ. e. þeirra manna í Stokkseyrarhreppi, sem greitt hafa að minsta kosti í 3 ár fast árstillag til sjóðsins, en árs- tillag er 2 krónur. Af tekjum sjóðs- ins má verja árlega alt að helmingi árstillaga og 4/2 ársvöxtum af höfuð- stól sjóðsins. Foreldrafundur. Foreldrafundur var haldinn í barna- skólanum á Eyrarbakka sunnudaginn 15. þ. m., að tilhlutun Helga kenn- ara Hallgrímssonar. Mættir voru á fundinum um 70 manns. Fundarstjóri var kosinn Jón Einars- son hreppstjóri, ritari Steingrímur Gunnarsson. Umræður hófust með því, að Helgi kennari flutti erindi um uppeldi barna og samvinnu kennara og foreldra í því efni. Hann mintist á að nauð- synlegt væri að læknir væri látinn skoða börnin áður en þau kæmu í skólann, óskaði að því yrði komið á hér. Urðu um það talsverðar um ræður og að lokum var það borið undir atkvæði og samþykt í einu hljóði, að skólanefndin léti slíka skoðun fara fram, með næsta skólaári. Einnig minntist hann á námsgrein- ar þær, sem í barnaskólum eru kend- ar, og skýrði greinilega frá gildi hverrar um sig. Ennfremur talaði hann um verklegt námsskeið barna, t. d. að taka skólablettinn tíl rækt- unar og láta börnin vinna að þvi. Að lokum mintist hann á unglinga skóla, leiddi hann mönnum fyrir sjónir, hversu nauðsynlegt það væri, að einhver skóli tæki við þegar barna skólanum slepti. Nokkrar umræður urðu um unglinga skólann, var svo að heyra, sem öllum væri það Ijóst, hve mikla þýðingu það hefir fyrir þorpið að hann geti þrifist og haldist við. Óefað er það góður siður, sem iiér er verið að taka upp, að kennarar og foreldrar haldi fundi með sér við og við, til að ráðgast um fræðslu fyrirkomulagið og uppeldi barnanna. Barnauppeldið er svo vandasamt starf, og svo vandfarið með barnssál- ina, að ekki mun af veita að kennarar og foreldrar séu svo vel samtaka í því efni sem hægt er, ef vel á að fara. En þó að vandað sé til barna- kennslunnar eftir föngum, þá getur sú fræðsla, sem barnaskólarnir veita, aldrei orðið nóg fyrir lifið. Maikmið barnaskólarina er auðvitað að þroska barnið, andlega og líkam- lega eftir því sem hægt er, en ekki að veita því svo og svo mikla þekk- ingu. Slíkt getur heldur ekki komið til mála. Á meðan barnið er fyrir innan fermingu, hefir það engan veg- inn fengið þann þroska sem útheimtist, 4) Þcir munu rcyndar hafa verið fleiri er 8tofnuðu þennan sjóð, en aðeins 6 hafa undirskrifað slcipulagsskrána. til verulegs náms. Það er fyrst eftir ferminguna að sá þro3ki er kominn. Þessvegna eru unglingaskólarnir svo nauðsynlegir. Þeir eiga að taka við af barnaskólunum og veita unglingunum þá fræðslu, sem útheimtist til þess að geta lifað því sanna lífi sem manninum er ætlað að lifa. Vonandi er, að þeim fari nú að fækka, unglingunum sem ekki hafa hærri hugsun en að það sé alveg samboðið ungum og upprennandi mönnum, að ganga mestallan daginn iðjulausir eða hanga yfir einhverjú búðarborðinu,-en í þeirra stað komi ötulir námssveinar, sem hafa opið auga fyrir öllu því góða og fagra í náttúrunni, og sem sjá að þekking og andlegur þroski er ekki einkisverður. Fundarmaður. Vélabátaferðir um Suðurlandshafnirnar. — 0 — Suðurland vék að því í vetur, að illa væri farið ef ekki yrði notaður styrkur sá er síðasta þing veitti til bátaferða um hafnirnar hér austan* fjalls, til uppbótar þessum alls ónógu strandferðum sem vér eigum nú við að búa. En áhuginn á þessu máli virðist hér helst til daufur, og mega þó allir sjá að það er illa farið ef engin tilraun verður gerð. Sýslumaður Skaftfellinga hefir nú leitað tilboða í ferðir þessar, og eru nokkrar líkur til þess að tilboð fáist. Jafnvel ekki ólíklegt að tilboð fáist um gufuskip, um 100 smálestir að stærð, til þess að fara nokkrar ferðir milli Suðurlandshafnanna og Reykja- víkur. Væri gott að kaupmenn hér tækju til íhugunar, hvernig þessum ferðum yrði best fyrir komið ef til kæmi, og létu uppi álit sitt um þetta, áður en sýslunefndirnar taka til at- hugunar tilboð þau er fram kunna að koma. Bráðkvaddur varð á laugardags- kvöld síðastliðið einn af nemendum Háskólans, Geir Einarsson frá Borg á Mýrum. Hann hafði gengið út úr bænum og fanst örendur á mýrinni vestan við Öskjuhlíðina. Fóru allir skólapiltar að leita hans á mánu- daginn, er útséð þótti um að hann væri í bænum og fundu hann um síðir þarna. Geir heitinn var mesti efnismaður að sögn þeirra er hann þektu, náms- maður góður. Las hann norrænu við Háskóiann í vetur. Skaði, er efnismönnum vorum verð- ur ekki lengra lifs auðið. Vertiðín hér eystra er nú að byijá, sjómenn hafa veiið að ílytja sig til Þorlákshafnar þessa dagana, en ekki verður vart við að fiskur sé genginn hér á miðin enn. Var róið á Stokkseyri á þriðjudaginn og gat varla heitið að fiskvart yrði. Vegna veikinda annars prentarans, hefir dregist útkoma þessa blaðs. Eru kaupendur beð nir afsöku nar.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.