Suðurland


Suðurland - 03.03.1914, Blaðsíða 3

Suðurland - 03.03.1914, Blaðsíða 3
StJÐURL AN'D 147 Slátur-sauðirnir á Kleppi. f’eir 115 sauðir, sem slátrað var a Kleppi í haust, hafa vakið mikið 'imtal bæði i blöðum og manna á milli, og ekki að ástæðulausu, Ihafi, eins og blöðin segja, 113 þeirra verið með sullum. „Suðurland" og sum Reykjavíkur hlöðin, segja sauði þessa hafa verið úr Grímsneshéraði, hvoit svo hefir verið skal hér ekkert um sagt; en eg hefi ekki all sjaldan oiðið þess var, að einstaka maður hefir misskilið °*'ðið „Grimsneshérað", skilið það í Þrengri merkingu, og því haldið því ham að sauðirnir hafi verið úr Grimsneshreppi, og núna alveg nýlegá rak eg mig á hið sama í dagblaðinu »Vísir“ frá 22. okt. f. á., sem af til- viljun barst mér í hendur. Verður frásögn þess um þetta mál, eigi á annan veg skilin, en að hér sé ekki hema Grímsnesinu einusaman til að dreyfa, f>að skýrir svo frá: »Nýlega var slátrað á Kleppi 115 sauðum úr Grímsnesi. Voru 113 Þeirra með sullum". Eftir okkar reynslu hér í Gríms- Oesinu, hefði það þótt sennilegri saga að 113 af 115 sauðum úr Grímsnes- Þreppi hefðu, við heilbrygðisrannsókn reynst heilbrygðir (frýii) fyrir sullum, Því það er alment viðurkent í Gríms- neshreppi að höfuðsótt og innanmein í sauðfé, sé hér algjörlega úr sögunni síðan farið var að hteinsa hundana, enda hefir hundahreinsun ávalt verið falin hér trúverðugum og samvisku- sömum mönnum, sem hafa leyst 8tarfið af hendi, með góðum árangri. Eg leyfi mér því að mótmæla því að þessir sullaveiku sauðir 113 af Jl5 hafi verið úr Grímsnesi, og skora á þá er halda því fram, að sanna að ®vo hafi verið, og tilgreina nöfn og heimili þeirra manna í Grímsneshr., 8®m sauðirnir voru frá. Klaustui hólum 1J/2 1914, Magnús Jönsson. --------------- 1§Jb15]|Meí151[^í ip rw) (sioiailSMailSMÍl Isl Yfirlýsihg. Til þoss að girða fyrir þann mis- skilning, að eg muni vera hættur við Þingmennskuframboð, ]ýsi eg hér með Vfir því, að eg hefi afráðið að gefa kost á mér aftur til þingmensku fyrir Þetta kjördæmi við næstu kosningar. Ásgautsstöðum 21. febr. 1914 Jón Jónatansson. Kálfskinn ðrökuð, hert og söltuð, og hvítar (ekki gulai) gærur, kaupir undirritað- ,lr háu verði. Bergur Einarsson sútari Vatnsstíg 7 b, Reykjavík. l'ftðorsaumavél, ógölluð, er til sölu hjá, Ólafi GuOinundssyni söðlasmið á Eyrarbakka. ©Innan úr mörRinni. Stökur. Þótt mig langi að leika mér á léttum stuðlum, þá er eins og Þrastar hljóðin þagni — engir kunna Ijóðin. Glaður í huga gríp eg oft til gígju minnar, af því hún á ást og gleði og eld, sem hlýjar döpru geði. En oft er þegar að einmitt vildi eg eldinn finna, að hann er falinn inzt þar inr)i, éinhversstaðar í gigju minni. Og því er eins og andvörp heyrist óma í stréngnum, en það eru stunur þreyttrar sálar þarna, sem að inni bálarl Pinn eg vel, að feginn vildi eg fagurt syngja, og auka á gleði allra manna og aðeins styðja hið fagra, sanna. Einn eg geymi ótal margt, sem átti að verða, upphaf að löngu, ljúfu kvæði, um líflð og þess dýrstu gæði! Etr, það er eins og upphrópun og ekkevt meira • vonirnar, sem voru að dylgja um vfg og auð, raér hættu að fylgjs. Æska mín mig arfleiddi að auði miklum, sem reyndist smár — og þegar á þrotúm því eru kvæðin mín i brotum. Ástin ljúfa aðeins megnar ein að stilla, þessa Ijúfu, þýðu strengi, svo Þrastai hljóðin ómi lengi. Hún á alein höndur þær, sem hljóðið rétta geta seitt úr gígju minni og geymt er djúpt í sálu inni. Efni er nóg — og andvörpin mín ekki gleymast. Hér er nóg fyrir Huldu að vinna: Hjartadrotning vona minna. Komdu Ijúfa! — Láttu mig ekki lengur bíða. Harpan þráir höndur þínar! Hjartað allar vonir sínar. Og þá skal ekki þurð á ljúfum Þrastar ljóðum. Þá skal fagra fossaniðinn flétta saman við lóu-kliðinn. Og laufvindurinn lærir okkar Ijóðið kæra syngur það í sérhvert eyra, sem að vill það læra. og heyra — í?rÖ8Íuij Söngskemtun þessi fór hið besta fram, og virtust allir áheyrendur hinir ánægðustu. Skemtun þessi var endurtekin á sunnudagskvöldið en veðrið var þá engu mýkra og því fátt um fólk, var það leitt að svona skildi fara, allsvegna, þeir sem að þessu standa mikið fyrir haft, og kirkjan fuila þörf fyrir ríflegan ágóða. Yonandi verður söngskemtun þessi endurtekin þegar vorar, og þá geti fleiri slegið tvær flugur í eiuu höggi, notið góðrar skemtunar og um leið lagt fé í guðskistuna. Áheyrandi. Söngskemtun. —:o:— Laugardagskvöldið 21 þm. efndu þau ungfrú Guðmunda Nielsen og kennari Helgi Hallgrímsson, til söng- skemtunar í Eyrarbakkakirkju, og til ágóða fyrir hana. Veður var hið versta og kömtt því færri en ella mundi verið hafa. Fyrst 3öng blandaður kvenna- og karla kór 1 lag. Síðan söng bland- aður kór 1 lag. Stýrði ungfiú Guð- munda Nielsen söngnum, eh Helgi kennari Hallgrímsson lék undir á Harmoníum. Fví næst lék hann einn, 3 lög á Harmoníum. Fá söng karla- kór 2 lög. Þá var samspit, lék ungfrú Guð- munda á Piano en Helgi kennári á Harmoníum. síðast söng blar d aður kór 2 lög. Leiðbeiningar um mcðferð og vcrkun á ull. Eftir Sigurgeir Einarsson. 1. gr. Þegar fé er rúið, skal velja til þess þurt veður, ef unt er. Ullin sé sem minst slitin sundur, en alla flóka ætti að greiða vandlega um leið og þeir eru teknir af kindinni. Velja skal hentugan stað til rúnings, helst vel hreina grasflöt, og varast að mor eða önnur óhreinindi fari í ullina þeg- ar rúið er. 2. gr Áður en ullin er þvegin, skal þurka alla vætu úr henni, best er að gera það á hreinum túnbala, þar sem óhieinindi geta ekki komist í hana. Ef ullin er þurkuð óþvegin í sterku sólskini, er hætt við að hún breyskist, og sauðfitan losnar þá úr henni, þeg- ar hún er þvegin. Þess vegna ætti ávalt að þurka alla vætu úr óhreinni ull í vindi, svo að hún haldi sinni eðlilegu þyngd, þegar búið er að þvo hana. Sand og mold skal hrista úr ullinni, áður en hún er þvegin, og er gott að berja sendna, molduga og flókna ull með priki úr mjúkum viði, og ætti að hafa undir henni virgrind, því að fjaðurmagnið í vírnum hristir ullina við höggin. Hver bóndi, sem lætur þvo ull, ætti að eiga hitamæli í tréumgerð, til þess að mæla hitann, svo að þvæl- ið verði aldrei of heitt, þegar ullin er látin ofan í það; annars léttist ullin óeðlilega mikið, sem er bæði skaði og skemd á henni. Ullina skal þvo svo fljótt sem hægt er, eftir að rúið er, og ávalt ætti að geyma hana óhreina í bing, heldur en láta hana í poka. Varast ætti að troða henni fast, ef hún er látin í poka. 3. gr. 'Ullina ætti að flytja að læk eða rennandi vatni, áður en hún er vegin; þar á að vera eldstæði til’ þess að hita þvælið. Ef pottur er brúkaður til þess að hita í þvæli og þvæla í ull, verður að láta sér mjög ant um, að hann sé vel fægður og riðblettalaus. Best. er að hafa tréker til þess að hella þvælinu i úi pottin- um, því að þá má þvo meira í einu.; verður miklu rýmra á ullinni og hún þvæst betur. í slíku þyottakeri á að vera tréiist. sem fellur yfir allan botninn, og skal hún vera 6—8 þnml. frá botninuin. A henni eiga að vera smágöt, svo að óhreinindi sem leys- ast kynnu úr ullinni, og sori úr þvælinu, fari undir listina og geym- þar þangað til keiið er hieinsað. Fegar keita er notuð, skal blanda hana þannig, að 2 litiar aí vatni

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.