Suðurland


Suðurland - 09.03.1914, Blaðsíða 1

Suðurland - 09.03.1914, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 9. marz 1914. Nr. 38. S u ð u r 1 a n d kemur út cinu siiiui i viku, a laugardögum. Arganguriun kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson á Ásgautsstóðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður öuðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnssou (við verzl. Einarshöfn). í Reykjavík Olafur Gríslason verslm. í Liverpool Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlauds, og kosta: kr. 1.60 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. öirifíur Cinarsson yflrdómslöginaður Laugaveg 18 A (uppi) Keykjavík. Talsími 433. Flytur mál fyrir undinétti og yfirdómi. Annast kaup og sölu fasteigna. Venju lega heima kl. 12—1 og 4—5 e. ll. Alþingiskosningar í Árnessýslu frá 1844 til 1911. Nú þegar kosningar fara í höud. rnun mönnum þykja fróðleikur í, að rifjuð séu upp úrslit albingiskosninga þeirra, er fram hafa farið i Árnes sýslu frá því er alþingi var endurreist og fram á þennan dag, að meðtalinni kosningunni 1911. Hér fer þá á eftir upptaining á þessUm kosningum, asamt stuttri skýrslu um úislitin, atkvæðatöiu o. fl. — alt samkvæmt bestu heimild, gjörðabók kjörstjórn- arinnar: i Kosning að Hróarsholti 20. maí 1844. Viðstaddir kjósendur 37. Al þingismaður kosinn Jón Johnsen, yfirdómari í Reykjavik, með 23 atkv. og varaþingmaður Magnús Andrésson, óðalsbóndi í Syðra Langholti með 14 atkv. 2. Kosning að Hróarsholti 10. maí 1850 á tveim Þjóðfundarfullírúum. Kosningu hlutu Þorleifur Guðmunds son Repp, túlkur í Kaupmannahöfn, með 271 atkv. og Jóhann Kr. Briem, prófastur í Hruna, með 258 atkv. 3. Kosning að Hróarsholti 2. júlí 1851 á einum fulltrúa til þjóðfundar- ins s. á. í stað Þorleifs Repps, er hafði afsakað sig fiá að koma á þjóð- fundinn. Ko»hm var Gísli skóia- kennari Magnússon í Reykjavík með 70 atkv. 4. Alþingiskosning að Hróarsholti 30. sept. 1852. 23 menn greiddu atkvæði. Alþingismaðm- kosimi Magnús Andrésson í Syðra-Langholti ¦^eð 19 atkv. og varabingmaður Gísli Magnússon í Reykjavík með 14 atkv. 5. Kosning að Vælugerði 2. nóv. 1858. 75 kjösendur greiddu atkvæði. Alþingismaður kosinn Magnús And résson i Syðra Langhoiti með 70 atkv. en varaþingmaður Jón Jónsson, silfur- smiður á Kíhrauni, (síðar bóndi í Skeiðháholti), með 56 atkv. Við þessa kosningu bauð sig fram Arnljótur Ólafsson, cand. phil. í Kaupmanna höfn (siðast prestur á Sauðanesi) og mælti með kosningu hans Jón Guð mundsson Þjóðólfsritstjóri. Arnljótur fékk 3 atkv. 6. Kosning að Vælugerði 25. okt. 1864. 92 atkvæði greidd. Aiþingis- maður kosinn Benedikt Sveinsson á Eiliðavatni með 22 atkv. og vara- þingmaður Þórður Guðmundsen, kamm erráð á LitlaHrauni með 23 atkv. 8. Kosning að Hraungerði 28. okt. 1874 á 2 alþingismönnum. Kosningu hlutu Benedikt Sveinsson (þá settur sýslumaður i h'ngeyjarsýslu) með 43 atkv. og Porlákur Guðmundsson á Miðfelli, með 39 atkv. af 51 greiddum atkv. í kosningargjörðinni er þess getið, að Jón Jónsson, landshöfðingja ritari, „nú væri hingað kominn í því skyni að iáta kjósa sig". Hann fékk 11 atkv. Ennftemur hlaut Þorkell hreppstjóri Jónsson á Ormsstöðum 5 atkv., Þó) ður kammerráð Guðmundsen 3 og Jón hreppstjóri Árnason i Þor- lákshöfn 1 atkv. 9. Kosning að Hraungerði 3. sept. 1880. Frambjóðendur aðeins 2: Magnús Andrésson, kandidat í Reykja- vik (nvj prestur á Gilsbakka) og séra Valdimar Briem í Hrepphólum. Þeir voru síðan kosnir með 51 atkv. hvor. Nokkiir viðstaddir kjósendur greiddu ekki atkvæði. Kjörstjórnin getur þess, að kosning hins hins síðarnefnda sé mjög tvísýn, þar eð framboðið hefði komið of seint og maðurinn væri ekki sjálfur viðstaddur kosning- arathöfnina. 10. Kosning að Hraungerði 18. júní 1881 á 2 þingmönnum í stað Magn úsar Andréssonar og Valdimar Briem, er sagt höíðu af sér þingmennsku sakir formgalla á kosningunni. Nú bauð sig aftur fram Magnús Andrés- son og ennfremur Þorlákur Guðmunds son í Hvammkoti. Siðan segir í f undargjörðinni: „Þar bæði þessi þingmannaefni eru utan sýslu, skoraði Jón Jónsson í Skeiðháholti á oddvita kjörstjórnarinnar (þ. e. Stefán sýslu- mann Bjarnarson), að gefa kost á sér til þingmennsku, og veitti oddviti þessari áskorun jákvæði." Kosningu hiutu Þorlákur Guðmuudsson með 52 atkv. og Magnús Andrésson með 32 atkv. Stefán Bjarnarson fékk 29 atkv. 11. Kosning að Ilraungerði 9. júri 1886. Kosnir: Þorlákur Guðmundsson í Hvammkoti með 108 atkv. og Skúli Þorvarðarson á Berghyl með 77 atkv. Sóra Jens Pulsson a Þingvöl! um fékk 31 atkv. 12. Kosning að Hraungerði 24. sept. 1892. Kosnir: Þorlákur Guð- mundsson með 163 atkv. og Bogi Mel steð cand. mag. í Khöfn með 122 atkv. Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson hlaut 52 atkv. 13. Kosning að Hraungerði 9. jiiní 1894. Kosnir: Tryggvi bankastjóri Gunnarsson með 115 atkv. og Þor- lákur Guðmundsson með 103 atkv. Hannes ritstjóii Porsteinsson hlaut 75 atkv. og Bogi Melsteð. 67 atkv. 14. Kosning að Selfossi 22. sept. 1900. Kosnjfc: Hannes Porsteinsson og SigurðurVpnir. Sigurðsson, hvor með 154 atM. Pétur kennari Guð- mundsson hlaut 125 og séra Magnús Helgason 113 atkv. 15. Kosning að Selfossi 2. júní 1902. Kosnir: JJannes Porsteinsson með 189 atkv. og Eggert Benediktsson með 169 atkv. Pétur Guðmundsson hlaut 161 og séra Ólafur Ólafsson 145 atkv. 16. Kosning að Selfossi 3. júní 1903. Kosnir: Hannes Þorsteinsson með 209 atkv. og séra Ólafur Ólafsson með 179 atkv. Eggeit Benediktsson hlaut 172 og Pétur Guðmundsson 154 atkv. 17. Kosning í hverjum hreppi 10. sept. 1908. Atkvæði talin saman af yflrkjörstjórn á Eyrarbakka 14. s. m. Kosnir: Hannes I'orsteinsson með 335 atkv. og bigurður Sigurðsson með 341 atkv. Bogi Melsteð hlaut 182 og séra Ólafur Sæmundsson 174 atkv. 9. kjörseðlar ógildir. 18. Kosning í hverjum hreppi 28. okt. 1911. Atkvæði talin á Eyrar bakka 1. n. m. Kosnir: Sigurður Sigurðsson^ með 401 atkv. og Jón Jónatansson með 344 atkv. Séra Kjartan Helgason hlaut 298 og Hannes Þorsteinsson 277 atkv. 18 kjörseðl- ar ógildir. RafvatnssuðuYél. Norsk blöð geta um merkilega upp götvun, er gert hefir norskur verk- fræðingur, Saxegaard að nafni. Það er ný vól til rafsuðu, sem kemst af með afar veikan en stöðugan straum, en áður hefir sá galli þótt á vera suðu við rafmagn, að þurft hefir sterkan straum og suðan því orðið dýr. Þessi nýja vél er mjög einföld, lítur út að utan sem lokaður kassi. í kassanum er ehhylki ogtrókassi utan um það til þess hitann leggi síður út. í eirhylkið er látið vatn og vatn ið síðan hitað með rafmagnskólfi uppi suðuhita. Pottainir sem á að sjóða i eru settir ofaní vatnið, og standa á grind sem er lítið eitt undir vatns yfliborðinu. Nú er vélinni lokað og pottarnir látnir eiga sig uns fullsoðið er. Suðan er svo hæg, að engin hætta er á að uppúr sjóði né heldur að brenni við. í eirhyikinum er sér- stakt hólf fyrir þvottavatn. Sé það hóif fyit að kveldi á að mega taka þar heitt vatn eftir þörfum daginn eftir. Ýmsan mat er talið hentara að sjóða ekki í vatni, og má það takast i vél þessari, er þá maturinn látinn í pottinn án vatns, en soðnar af hitanum af vatninu sem er iitan um pottinn. Hitinn helst við í vél þessari all- lengi þegar einu sinni er búið að hita vélina, geti hún verið nothæf úr því hvenær sem er þann tima sólar- hringsins sem nota þyrfti rafmagnið til annars, og megi þá að skaðlausu minka strauminn til vélarinnar og jafnvel loka alveg fyrir hann um stund. í vélinni er sem sé umbúnaður til hitageymslu, ekki ósvipað því sem gerist við raoðsuðu. Steikja má í vól þessari, bæði i sérstökum steikarofni og á pönnu. Steikarofninn má einnig nota til gufusuðu. Af þessari nýju vél er mikið látið, og reynist bvo sem sagt er. Er það heidur ekki að ástæðulausn, hún hefir í för með sér svo mikil þægindi og sparnað, og ekki er það síst kostur, að hún getur komist af með svo lít- inn rafmagnsstraum. Getið er í norskum blöðum annar- ar uppgötvunar, sem sýnist muni koma sér vél í sambandi við þessa. Það er ný vél til framleiðslu rafmagns úr vatnsafli. Segir þar svo um þetta, að þessi nýja vél sé lítil fyrirferðar og megi tengja hana við venjulega vatnsleiðslu í húsum. Er sagt að ef þessi nýja vél er tengd við venjulega vatnsleiðslupípu sem hefir um 50 m. fallhæð, geti vélin framleitt um 1000 Volt. Báðar eru uppgötvanirnar að líkind- um enn átilraunaskeiði, en gleðitiðindi eru þær samt. Og vera má að þess sé nú skamt að bíða, að rafmagns- öldin renni upp hér á íslandi, og að híð máttuga undraafl, rafmagnið, verði hlýðinn og auðsveipur þjónn, jafnvel á kotungsheimilinu, þegar búið er með ódýru móti að beisla bæjar- lækinn. Um Sunnlendinga á miðri 18. öld. Til gamans og fróðleiks biitist hér í þýðingu stuttur kafli úr hinni nafn- kunnu bók Eggerts Olafssonar um feið hans og Bjarna landJæknis PaJs- sonarumíslandáárunum 1752—1757. Eins og kunnugt er, er bók þessi eitthvert meikasta og margbreyttasta verk, sem um ísland hefir verið ritað, og er enn ómissandi heimildarrit um íslensk efni á flestum sviðum. Bókin kom fyrst á dönsku (Rejse igennem

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.