Suðurland


Suðurland - 14.03.1914, Blaðsíða 3

Suðurland - 14.03.1914, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 153 Gaddavir. fram á nótt. Reikningshaldara tókst að sýna fjárhaginn þannig, aðjöfnuð Ur væri milli eigna og skulda, og skal ekkert farið út í það hér hvort Þar só rétt með farið. Kormaðurinn, herra Guðm. Þor bjarnarson á Hofi lagði af formonsku við kaupfélagið. Hann hafði verið formaður frá því er félagið var stofn- að, og hlýtur breytingin því að baka honum óþægilegan atvinnumissir. Formaður var kosinn heria Lárus Helgason á Kirkjubæjarklaustri, en meðstjórnendur þeir Jóh. Guðmunds- son og Páll Sigurðsson. Svo fór um há kosningu. Ekki var hin nýja stjórn lengi búin að skipa sæti sitt áður en menn fóru að líta misjöfnum augum á afskifti hennar af fólagsmálum. Rað som vakti mesta undiun manna og óánægju, var meðal annars það, að hin nýja stjórn ákvað að leggja niður söludeiid félagsins á næsta vori og það til að bjarga fjárhag félagsins. Margir urðu til þess að nefna þetta brot á lögurn kaupfélagsins og töldu slika breytingu ekki mega koma fram n®ma eftir ósk meiri hluta félags- manna, og var talsvert um það rætt á deildaifundum og síðar á almenn- um fundi er stjórnin boðaði til, en samkomulag náðist ekki, taldi stjórn- 'n sina framkomu róttmæta gagnvart félagsmöunum. Siðan hefir heyrst, að hin nýja stjórn myndi ætla að ioigja kaup- hiannsefni veislunarbúð söludeildar kaupfélagsins, og mun það verasami thaðurinn og á að selja vöruleifar sem kaupfélagið á nú. Hann verður því bæði sölustjóri kaupfólagsins og kaupmaður, en það Þýkir mörgum kaupfélagsmönnum hfiður góð ráðstöfun af hinni nýju Stjórn. í framtíðinni mun kaupfélagið ætla að panta vörur fyrir þá sem þoss óska^ en varla virðist það vera vandaminna að halda uppi pöntunaríélagi heldur eri kaupfélagi, svo litið traust bera htenn nú almennt til hinnar nýju s,jóinar, eítir því sem hún fer af stað. Því veiður varla með orðum lýst hver áhrif það hefir á viðskiftalífið, begar fyriitæki eins og þetta kaup- félag mishepnast, það rýrir lánstraust °8 álit okkar íslendinga erlendis og vekur ótrú á öllum félagsmálum og viðskiftum innanlands, og menn íalla f'á þeirri trú að verslunin geti verið 4 þeirra sjálfra höndum og komast á þá skoðun, að samlagsverslun geti ekki þrifist, hér. Monn hljóta að fá ótrú á þeim h^önnum sem fyrir slikum stofnunum standa, ef þeir treysta sér ekki að Blgla öllum seglum, heldur láta sér S8ema að draga þau saman og jafn vel að leggja árar í bát, án þess þó að nokkuð verulega á móti blási. Hér mun verða sem annarsstaðar, 0 eins skaði er annars hagnaðar. •éurlegging söludeildarinnar verður auðvitað vatn á millu og til eflingar 0rlendri verslun hér, henni ómaklega ef til vill til að efla glingursala. ^að hefði verið betra að stofna rei kaupfélagið sæla, en að láta hafa slíkan viðskilnað, sýslunni tu vansa. Víkingur. --------------- Gaddavír er nú á þessari girðinga- öld tluttur inn i landið árlega fyrir nokkra tugi þúsunda króna. Skiftir eigi Iitlu fyrir þá er kaupa að þessi vara só góð, vírinn sem sterkastur og endingarbestur. En reynslan hefir sýnt mönnum að vírinn er ærið mis- jafn að gæðum. Sumt af þeim vír, sem hingað hefir flutst, hefir ryðgað þegar á fyrsta eða öðru ári, og þá þarf ekki að spyrja um endinguna. Fyrirspurnir hafa komið til Bfl. ísl. um það, hvort ekki væri unt að rannsaka hvort virinn væri vel sínk- varinn eða okki. Hefir Búnaðarfélag- ið falið Ásgeiii Torfasyni efnafræðing að rannsaka þetta, og birtir hann nú skýrslu um þessar rannsóknir í Bún- aðarritinu og gefur jafnframt vísbend- ingu um aðferðina til að rannsaka þetta, ættu menn að kynna sór rit gerð Ásgoirs sem best.. Aðferðin við að prófa vírinn er þessi: Leysa skal upp 200 gvömm (40 kvint) af bJásteini í 1 litra (l potti) af hreinu vatni. Hræra í eða hrista upp þangað til allur blásteinninn er uppleystur. Upplausn þessa má svo geyma í flösku með góðum tappa, þegar hún er notuð er best að hún sé sem næst 15° C., seinvirkari ef hún er kaldari. Til að prófa vírinn skal farið þann- ig að: „Lát nokkuð af áðurnefndri blá- steinsupplausn, 15° C. heitri, í bolla eða annað hæfilegt ilát úr leir eða gleri. Dýf bút af virnum, sem rann- saka á, ofan í upplausnina og halt honum niðri í nákvæmlega 1 mínútu. Tak vírbútinn upp úr og skola af honum i hreinu vatni. Lát hann aftur liggjaí upplausninni í 1 mínútu, skola aftur af honum, og þannig koll af kolli, þangað til komið er samfelt rautt lag á vírinn. Sjálfsagt er *að merkja hjá sór í hvert sinn sem vírn- um er dýft niður í vökvann". Ásgeir ætlast. til að gerð só fleiri en ein tilraun með hvérja vírtegund. R'.í flöir dýfur sem vírinn þolir, þess betri er hann eða þess þykkara sinklagið. Ásgeir hefir gert rannsókn á 9 tegundam af gaddavír, sem hingað er seldur, hefn vírinn reynst talsvert mismunandi, ekki síst gaddarnir. Vir inn, bæði strengir og gaddar, ætti helst að þola 7—8 dýfur í blásteins- upplausninni. Á 1 af sýnishornum þeim, er Ásgeir reyndi, þoldu gadd arnir aðeins 2 dýfur, en flest reynd- ust sýnishornin þó þolanlega. Menn ættu að fylgja þessum bend- ingum Ásgeirs og prófa vírinn sem vandlegast áður en þeir kaupa. Aðferðin sem Asgeir bendir á og hér er lýst er svo einföld, að engum ætti að vera ofvaxið að prófa vírinn samkvæmt henni. -----e>*0*0 —-; Draumur Guðm. Guðmundssonar. Suðurland mæltist til þess í vetur, er það birti draum þennan, að ein hverjir vildu til gamans senda þvi ráðning draumsins og tilgátur sínar um upphaf vísunnar. Tveir menn hafa sint þessum til- rnælum, annar hér austanfjalls, hinn lengra að. Austanmaðurinn sendi blaðinu sína ráðningu fyrir nokkru siðan, en hún hefir ekki verið birt vegna þess að b&ðið var eftir fleirum svo velja^mætti úr. Þessar tvær ráðningar á draumn- um, sem Suðurlandi hafa borist, fara mjög í lika átt, og birtist hér sú er síðar kom, og ei hún svohljóðandi: Herra ritstjóri! Eg hefi séð draum Guðmundar Guðmundssonar i 26. tölubl. Suðurl., og eg hlæ ekki að honum. Pér óskið eftir að fá upphafið á vísuna og drauminn ráðinn. Margir senda yður sjálfsagt úrlausn. Eg legg nú minn skeif í það safn. Upphaf vísunnar gæti verið: Sífelt hindrast sigurinn. Sá er o. s. frv. fiáðning draumsins: Flóinn merkir alt landið. Mikla grasið merkir fannalög og harðindi um land alt. Steingaiðarnir merkja hafis sem umkringir landið likt og þá verst hefir verið. Samfeldur haf- ísgarður norðvestan og norðaustan og sér ekki fyrir endann að norðan en gisinn að sunnan. Hvenær þetta kérnur fram, held eg að draumurinn segi ekki. Best að búast við að hann komi fram innan fárra ára. Skaðar ekki þó fresturinn veiði lengri. — Á Pálsmessu 1914. Gamli. * • * » * * * * * Maður sá hér eystra, sem sendi blaðinu ráðningar á draumnum, réð diauminn einnig fyrir harðæri, en bjóst við að draumurinn vœri þegar að nokkru leyti kominn fram, með hinu afaróhagstæða sumri í fyrra o. s. frv. Einn mann hefir Suðurland heyrt ráða drauminn þannig, að hann hafi verið fyrirboði fyrir sjávarflóðinu mikla í febrúar í fyrravetur, þegar sjógarða hrunið varð hér á Eyrarb. og Stokkseyri, og sé draumurinn því kominn fram. Vilja fleiri spreyta sig á að ráða drauminn? Eyjafjallajökull. Situr i næði svellþrunginn æði, með sólgyltan skalla, hart þó að mæði of hrímstorkin klæði hágusur mjalla. Iíátt yfir svæði horfir og Græði Hildingur fjalla. Þylur sín fræði og kynlegu kvæði, kurteis við alla. Héraðsins prýði er haldinn sá fríði hátindur fjalla, þá vordagur þýði vermir hinn blíði víðlenda hjalla, * er sem að bíði i hávetrarhýði á hengiflug-stalla. Sýnir hann lýði sólroðna smiði sinna kristalla. Ás er ósmái sem á gull sjái þá sól rís úr flæði, hökullinn gljái og himininn blái er hans tignar klæði. Ætla eg tjái enginn þar sjái elli nó mæði; eða því spái að aldurslit fái, þó aldir fram æði. Skýum sig þekur og þau saman rekur þyrlar og tætir, haglólin hrekur á hauður þeim ekur hvað svo sem mætir. Virðingu vekur þá vængina skekur sá vindheimagætir; en ef gjósa tekur þá er hann svo frekur, að ódæmum sætir. Pórdunur þylur og eldblossa-bylur þá brýst yfir hauður ; grjót sundur mylur en gjallsallinn hylur grundirnar snauður, undirheims ylur í sundur skilur efnin gló-rauður, upphimin dylur og arðinn burt kylur því alls er ótrauður. S. Ó. --------------- Eftirmæli. Pann 15. júní 1911, varð bráð- kvaddur að heimili sínn Skambeins- stöðum í Holtahreppi, Sigurður Jak- obsson, bóndi 34. ára gamall, frá eftirlifandi konu sinni og 7 börnum, öllum í ómegð, (það elsta 8 ára). Sigurður sál var fæddur 1877 að Borg (nú í eiði) á Landi, þaðan flutt- ist hann með foreldrum sínum að Neðra Seli í sömu sveit og var þar þar til 1902, að hann fór að Marteins- tungu í Holtum, til búskapar og gift- ist sama ár Guðríði Porsteinsdóttur frá Holtsmúla. Par voru þau í 2 ár, fluttust svo þaðan að Skambeinsstöð um í sömu sveit. Sigurður sál. var með efnilegustu bændum í sinni sveit, var því mikill mannskaði að honum, bæði fyrir sveit hans og sérstaklega fyrir heim- ili hans, sem hann stundaði með stakri elju og dugnaði, sem sýndi sig sjálft, þar ekkja hans gat haldið áfram búskap með allri sinni ómegð með styrk og umsjón bræðra sinna og tengdafólks. Við lát hans voru kveðin þessi minningarstef undir nafni ekkjunnar:- Ég man vel þá daga er létt var min lund, og lifið mér ei kendi neitt að harma. Pað var eigi lengi. Ó, stutt var sú stund, er studdist eg við trygga vinar arma! Því dauðinn var sendur með helkaldri hönd, að hrífa þig á burt úr faðmi mínum, og slíta þau jarðnesku, bliðu ástar- bönd,

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.