Suðurland


Suðurland - 30.03.1914, Blaðsíða 3

Suðurland - 30.03.1914, Blaðsíða 3
SUÐU|RLAND 161 kot eða smájarðir undir þær í viðbót tneð öllu^því jsem til þess þarf að búa á þeim stórbúi, eða eins og H. I5. kallár fyrirmyndarbúi. Eg er hræddur um að til þess þurfi eiltlivað meira heldur en almenningur á til, eins og nú stendur. Það eru einmitt smærri jaiðirnar sem nú er mest sókst eftir af fólki, og sem fólk getur líka byrjað búskap á, og það eru þær sem oflítið er til af. Fyrir allflest af ungu fólki er ekki nema um tvent að velja, efnanna^vegna. Annaðhvoi t að flytja til kaupstaðanna,^þar setn ekki þarf neitt til að byrja búskap með, svo teljandi sé, eða byrja búskap já iitium jörðum. Og þegar um það tvent er að velja, tel eg^þar engan vafa á að betra só að taka litlu jörðina, þótt hún kallist ekkert höfuðból eða hægt sé að gera sér von um neinn fyrir- myndarbúskap á þeim. Eg þekki bónda sem kom upp 10 börnum, öll- um fullforsvaranlega, (eignaðist alls 14, rnisti 4), á jörð sem var 6 hndr., og byijaði bláfatækur, bústofninn oft- ast nær verið 2—3 kýr, 30 ær og árnóta af gemlingum. Að vísu hefir þar engin auðlegð verið, og um margt fieíir hann auðvitað orðið að neita sér og sínum, en bðrnin þó þrátt fyrir alt ekki siðri en sumra þeirra sem meira hafa haft handa 'á ^milli, og svona er víðar til sveita. Hvað ætli að fyrir þessum manni og öðrum í líkri stöðu hefði legið, hefði’! hann byrjað búskap í kaupstað, annað Qen sveitin? Eg tel því engan efa á því, að smærri jarðirnar eru nauðsynlegar, og unga fólkinu, sem vill fara að eiga með sig sjálft og fara að búa, er hyggilegra að byrja búskap á þeim en flytjast i hópum til kaupstaðanna, og sé nokkur dugur í þvi, að þá geti það lifað á þeim, eins hitt, að það sé átumein fyrir sveitirnar og landbú- skapinn og alla ræktun landsins, að leggja smærri jarðir undir þær stærri, sem ef til vill er ekki nema í mesta lagi uin nokkur ár hægt að hafa full not af, aðeins á meðan verið er að sjúga úr þeim merg og blóð fyrri ábúenda, og sem svo verða að órækt- uðu landi sem annað, og enginn getur lifað af: Ekkert tún eftir, enginn kálgarður, hvergi steinn yfir steini. Þið fáu siórhuga dugnaðarmenn, takið þið stóru jarðirnar og hafið á Þeini fyrirmyndarbúskapinn, það er síst hörgull á þeim. Það er lofsvert og fagurt í alla staði, en ekki að gera margar smærri að einni, það má ekki, þær mega ekki missast. Framh. Suðurland gaf það í skyn er það birti grein Helga Þórarinssonar um vinnuleysi og vinnuþörf að það væri honum ósamdóma að ýmsu leyti, ekki síst um tilögur hans um stækk- un býlanna. Blaðið hafði ætlað sér að minnast nánar á þetta mál frá eigin brjósti, en telur nú tekið af sér ómakið að þessu sinni og það vel og rösklega með grein þeirri er það úú flytur eftir Böðvar hreppstjóra Mannússon á Laugarvatni. Þeirfi 8>'ein er blaðið í öllu verulegu sam- haála, og kann höf. bestu þökk fyrir K'einina. Ritstj. . Svarið. Það er spuit í skugganum, hvíslað í skúmaskotunum um það, hvernig á því standi að eg, sem flokksmaður Bændaflokksins, geti verið fylgjandi Einari Arnórssyni og stutf kosningu hans gegn samflokksmanni mínum. Þó spurt sé í skugganum, skal svarað í birtunni beint og blátt áfrarn. Stjórnarskrármálið er aðalmál kosn- inganna, merkasta og mikilvægasta mál þjóðarinnar. í stjórnarskrárfrum varpi því, sem fyrir liggur, er gerð tilraun til að leysa á viðunandi hátt úr mikilvægu ágreiningsefni milli vor og Dana, — eg á þar við ríkisráðs- ákvæðið. Um rétt vorn tii að ráða sjálfir uppburði sérmála vorra hafa ekki verið skiftar skoðanir innbyiðis hjá oss. Þar hafa allir stjórnmála- menn vorir, allir flokkar, öll þjóðin verið á einu máli um að til þess ættum vér skýlausan rétt. Alþingí hefir jafnan haldið þessum sama skilningi fram, og síðasta þing bygði aðgerðir sínar í málinu á þess- um skilningi, og sú samkomulagsieið, sem farin var þá i þessu máli, var bygð á þeim sama skilningi, og þó oss hefði verið Ijúfara að fella burtu ríkisráðsákvæðið án þess að setja nokkuð í staðinn, var þó þtssi leið liklegri til samkomulags við konungs- valdið og oss hættulaus jafnframt. En nú er með hinum boðaða kon ungsúrskurði farið í bága við vilja og tilgang þingsins um þetta mál, og ekki aðeins mótmælt, heldur, ef konungsúrskurðurinn fær gildi, tekinn af oss sá skýlausi réttur, sem vér þóttumst eiga, og þessi réttur lagður undir líkisþingið danska. Eg er nú ekki og hefi aldrei verið neinn ofsamaður í pólitík og ekki átt samleið með þeim sem geystast fara, og finst oss liggja nær að leggja sem mesta alúð við innanlandsmál vor og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar en stórpólitískar deilur og sambandssarg. En eg vil þó með engu móti að vér gerum oss seka í því að kasta frá oss landsréttinum vorum, tel það vera æðstu og helgustu skyldu vora að vernda þau, og vaka yfir því að spilla í engu rétti vorum og málstað við Dani, enda þótt lítið eða ekki vinnist á. Og að vér gerum þetta, það er réttmæt krafa framtíðarinnar og eftirkomenda vorra. Þessvegna verð eg að meta þetta mest, setja það ofar öllu öðru í þettá sinn. Eg vil ekki fara á þingsem fulltrúi þeirra manna, er stíga vilja svo stórt spor afturábak að afsala sérmálum vorum undir yfirráð dansks löggjafarvalds. — Eg veit ekkert um það, og rnig varð ar ekkert, um það, hvort þessi afstaða mín er vænleg til kjðrfylgis eða ekki, og eg býst ekki beint við að svo sé, hugir manna eru helst til sljóir fyrir slíkum hlutum. En eg læt mér á sama standa, eg ætla að standa eða falla með þessum málstað. Eg veit ekki hvað samflokksmaður minn segir um þetta mál. Hann hefir því miður verið fjarverandi síð an alvarleg hreifing komst á málið, en leiðir okkar skildu í vetur á fund- inum í Tryggvaskála, að því leyti að hann gaf það fyrirheit skilyrðislaust að sporna af öllum mætti við stjórn Tilbúnar þorsfianetaslöngur, grásloppunet\ natafiúlur riðnar og óutanumriðnar, 4-5-6 þætt natacjarn (írskt, ítalskt), silunganata- garn, og yfir höfuð alt, sem að sjávarút- veg lýtur, best og ódýrast í Veiðarfæraverzlunin „Yerðandi“ Sími 288 Reykjavík Hafnarstræti 18 arskiftin á næsta þingi.*) Eg vildi þá ekki gefa það fyrirheit, gat þess að enginn vissi hvað fyrir kynni að koma, og eg hafði altaf búist við því að næsta þing mundi verða að taka kon- ungsúrskurðinn til alvarlegrar íhugun- ar að minsta kosti, og að af því bynni að leiða jafnvel það, að ekki yrði komist hjá stjórnarskiftum, þó ekki væri öðru til að dreifa. Eg hafði áður í vetur í viðtali við Sig. Sig. getið þess við hann, að eg gæti ekki séð að við, er til framboðs kæmi, gætum gefið nein skuldbindandi fyrirheit um það skilyrðislaust að styðja stjórnina, og tilgreindi ástæð- ur þær er með þessu mæltu, frá sjónarmiði okkar ílokks. Og um þetta var hann mér sammála þá. Þessvegna kom mór það á óvart er eg á Tryggvaskálafundinum' heyrði hann gefa áðurnefnt fyrijheit. En nú skilst mér sem eg viti á- stæðurnar, eftir það að í ljós eru komn ir leyniþræðir þeir, er legið hafa hér um kjördæmið milli samflokksmanns míns og frambjóðanda Sambands flokksins, eða þeirra manna hér sem mest hafa fyrir því gengist, að reyna að bola mér frá kosningu, vegna van trausts á mór til skilyrðislauss stjórn- arfylgis. Þessi samvinna samflokksmanns míns við þessa menn hlýtur að slíta samvinnu okkar og samstöðu við þessar kosningar, og tel eg mig ekki eiga sök á því. Og eg þykist, hafa ástæðu til að ætla þennan andróður engu síður stílaðan gegn ílokknum sem eg tilheyri en sjálfum mér per sónulega. Og um það getur flokkur- inn dæmt síðar, er honum verða allir málavextir kunnir. Bændaflokkurinn hefir í stefnuskrá sinni heitið því, að „gæta réttar og hagsmma þjóðarinuar í 'óllum þeim málum, er snerta sjálfsiœði vort útávið". Efiir því sem eg lít á málið, tel eg ! mig sem flokksmann rjúfa þetta heit ef eg vildi samþykkja með þögninni það 3em felst í konungsúrskurðinum og sem er ómótmælanlegt og skýlaust réttindaafsal. Og eg gæti ekki sett það fyrrr mig þó þetta hlyti að leiða til stjórnarskifta, jafnvel ekki þó hlut ætti að máli stjórn sem eg að öðru leyti ekki hefði neitt á móti. Ekki væri eg þá heldur sjálfum *) En slíkt fjrirlieit getur nú með engu móti samrýmst öðru en því, að taka við konungsúrskurðinum eins og hann er boð- aður. mér samkvæmur, ef eg vildi ekki heldur vinna að þvij að fjölga þeim mönnum á þingi sem eg á samleið með í þessu mikilvægasta aðalmáli kosninganna, heldur en hinuro, sem meta það meir að núverandi stjórn geti setið að völdum, en að vernda dýrmæt og skýlaus landsréttindi vor. Og þá ekki síst er hér er í boði sá maður, sem orðið hefir til þess að opna augu manna til fulls fyrir því hvað hér er um að ræða, manns, sem hefir haldið svo sköruglega og röksamlega fram rétti vorum gagnvart Dönum, eins og hr. Einar prófessor Arnórsson hefir gert í bók sinni um réttarstöðu íslands. Manni, sem kveð- ið hefir danska Knút, þennan alkunna erkifjandmann íslensku þjóðarinnar og íslenskra þjóðréttinda svo rækilega í kútinn. Ján Jónatansson. Gallar á austurbrautinni. Um þá ritar Vigfús Guðmundsson í ísafold, 12. tbl. þ. á., og telur hann þá 4 aðalgallana, fjórði liðurinn er: „Brúa árnar í Ölfusinu". Það er ekki vanþörf á að minnast á það mál, enda þótt áður hafi verið um það ritað opinberlega og sýnt hafi verið fiam á hve nauðsynlegt væri áð fá þær brúaðar, en þær eru óbrúaðar ennþá, og rnanni verður á að spyrja: hvað lengi á það aðdrag- ast,? á að bíða eftir því að árnar stytti einhverjum aldur? Dað er rétt sem Vigfús segir, að þeir sem ekki þekkja árnar nema þegar minst er í þeim vatnið um hásumarið, þeir geta ekki gert sér hugmynd um, hvað þær geta orðið ægilegar og illar yfir- ferðar, þegar þær hafa stiflast af jaka- burði og flóa langt upp á bakka sína beggja megin, þannig verða þær oft fyrir ferðamönnum sem yfir þær þurfa að komast í vetrarleysingum. Það er öllum kunnugt sem um þá braut (austuibrautina) fara, eða hafa faiið, að austan frá Rangá og alla leið vestur til Reykjavíkur, eru allar ár og lækir brúaðar, nema þessar ár í Ölfusinu, og það er hreinasta ráð- gát.a hvað því veldur að ekki er búið að brúa þær fyrir löngu. Einhverntíma heyrðist að verkfræð- ingur hefði komið þangað, til þess að leita að brúarstæðum og mæla fyrir þeim, en árangnr hefir enginn orðið af því enn. Auk þess sem hin al-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.