Suðurland


Suðurland - 25.04.1914, Blaðsíða 4

Suðurland - 25.04.1914, Blaðsíða 4
174 SUÐURLAND III 111 Verslun Guðrnundar Egilssonar á Laugaveg 42 í Reykjavík er ávalt byrg af allskonar nauðsynjavörum,' vefnaðar vöru, nærfatnaði, sjölum, sjófötum, básáhöldum og mörgu fleiru; má sérstaklega nefna hið bragðgóða Javakaffi, sem hvergi fæst betra nó ódýrara. Einnig ágætir Yindlar, margar tegundir. Hármeðalið heimsfræga, som allir ættu að nota, fæst nú einungis í Verslun Guðmundar Egilssonar á Laugaveg 4 2 í Reykjavík. III ef þær ekki hlýddu, lýsti hún því yfii, að stúlkur þær, sem ekki hlíddu, þekti hún ekki og tæki ekki kveðju þeirra framvegis, og þótti sumum þá nóg að kveðið, og varð einn maður til þess að andmæla þessu valdi ungfrú- arinnar, virtist hún þá verða enn æstari og þakkaði ungum mönnum fyrir skemtun þeirra með því að lýsa því yfir,' að þeir hefðu óvirt skemt- unina með fylliríi, sem ekki var, og væri gott ef uugfrúin vildi nefna þá. Virtist mörgum sem vegur kvenfé- lagsins hafi lítið vaxið við framkomu þessarar konu, og er það spá manna að ekki verði jafn þéttsetin bekkur- inn í næsta skifti er kvenfélagið skemtir, eins og nú var. Druknun. Vélarbátur frá Borgar • nesi lagði af stað frá Reykjavík á skírdag hlaðinn vörum. Sást t.il ferða báts þessa inná miðjan Borgarfjörð, en báturiun fórst með öllu því er á var og er hann nú fundinn á marar- botni utn 40 faðma frá landi. Á bátnum voru 5 manns, Teitur Jónsson í Borgarnesi, formaður og eigandi bátsins, og börn hans tvö, Jón og Þórunn að nafni, Andrés Gilsson frá Borgarnesi og kvenmaður frá Lækjarkoti í Borgarhreppi. Gufubáturinn Ingólfur hefir nú náð vélarbátnum upp og kom þá í ljós að vélin eða meginhluti hennar var farin úr bátnum og hann allur brot- inn og gliðnaður sundur að aftan. Strandferðlriiar austhnfjalls. Sýslumaður Skaftfellinga var hér á ferð nú í vikunni til viðtals við sýslu- nefndina hér, um vélabátaferðir hér hafna á milli, með styik þeim er síðasja þing veitti. Hafði honum borist 1. tilboð í ferðir þessar. Vildi sýslu- nefnd Árnessýslu fallast á þetta tilboð með nokkrum breytingum, ef ekki væri um annað betra að ræða, sem enn þófti ekki vonlaust um. Var sýslumanni Skaftfellinga falið að gera fullnaðarsamninga um feiðirnar. Sýslufuudur Árnessýslu hefir staðið yfir þessa viku alla. Ágrip af fundargerðinni verður birt í næsta blaði. íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson frá Minna Núpi. Y. þáttur. Af Magnúsl Kristjánssyni mormóna. Framli. Þetta bráðabirgðarleyfi var Magnús samt ekki ánægður með. Þess gjör sem hann hugsaði sítt málj þess vissari þóttist bann um, að það gæti ekki orðið nema stundar- friður. Svarið, sem prestur ætti von á frá yfirboðurum sínum, gat hann ekki búiet við að sér yrði í hag. Það mundi ekki hljúða uppá annað enn vægðarlaus- au skilnað. Hyggur hann ráðlegast að bíða þess ekki, heldur leita þegar annara bragða. Nú hafði hann fengið að vita, að í stjórnarskránni, 47. gr, er svo ákveðið, að enginn skuli neins'í missa af borgara' legum réttindum sakir trúar sinnar. Verð- ur það ráð hans, að hann ritar lands' höfðingja svolátandi bréf: „Þann 5. þ. m. var mór af hreppstjór- um hér á Eyjum birtur amtsúrskurður, í hverjum mér innan viku frá birtingu úr skurðarins var boðið að slíta sambúð minni við ekkjuna Þuríði Sigurðardóttir, sem eg hefi búið saman við meir enn ár og verið innvígður í hjónaband við að sið trúbræðra minna, Mormóna. Eu til þess að þurfa ekki að slíta sambúð minni við Þuríði, leitaði eg þegar daginn eftir til sóknarprestsins og bað liann, í votta við- urvist, að gifta okkur. En hann skoraðist undan því, sökurn trúar minnar. í tilefni af þessu hlýt eg að leita ásjár yðar, hável- borni herra landshöiðingi með þcim ti)- mæluro, að yður mætti þóknast að gera ráðstöfun til þess, að sóknarpresti Vest- mannaeyja verði boðið og uppálagt að gifta okkur Þuríði. Og hygg eg það vera sliyldu hans og rétt minn samkvæmt 47. gr. í stjórnarskrá Islands. 9. dag desembermánaðar 1874. Virðingarfyllst Maguús K r i s t j á n s s o n. Til landshöfðingjans yfir íslandi.“ Það segir sig sjálft, að hór hcfir Magnús ekki verið einn í ráðum. En trúnaðar- ráðanaut sinn hefir hann aldrei opinberað. Enginn er liklegri til þess en Þorsteinn læknir. Þá er landshöfðingi fékk bréfið sá hann, að hér var um vandamál að ræða. Hann vclti því vandlega fyrir sér og sá, að það hafði tvær hliðar, sem eigi var auðgert að samoina. Hann sá, að samkvæmt stjórn- arskráuni átti Magnús hcimtingu á að fá Vöruhúsið Hótel ísland í Reykjavík Stærsta og ódýrasta ullarfata og karlmannafata rerslun á landl yoru. igætasta karlmannafata saumastofan er kjá okkur og er alfatnaðurinu saumaður á ciuum degi. Vörurnar seudum vér kvcrt á land sem er. Rcynið sýniskorna sendlngu vora með 10 stykkjuin af uilar- íátnaði: 1 Kvenbol. 1 Par Karlmannsnærbuxur. 1 Kvenvesti. I „ Karlmannssokka. 1 Par kvensokka. 1 Karlinannspeisa blá. 1 „ kvensokka þunna. 1 Smokka. 1 „ Kvenbuxur. 1 Bláröndótta ullarskyrtu af þeim, er allir þekkja, og kostar aðeins 15 kr. alt saman. Líki varan ekki, tökum vér hana aftur og endurgreiðum féð. Athugið það að hvergi á fslandi fæst karlmannsfatnaður jafn góður og ódyr sem hjá oss í Vörukúsinu, sem sé frá hvirfli til ilja, frá innstu fötum til hinna ystu, alt fyrir einar 29 krónur. Verðlista vorn fær hver gefins sem um biður. — Meginregla vor er mikil sala með litlum ágóða. Iteynið nú cinu sinni og það mun sannast, að þér liættið aldrci upp frá þvi að versla við Vöruhúsið í Reykjavík. Siinl 158. ooooooooooooooooooooooooooo Reiðtýgi á minni 30 ára g0mlu vinnustofu hvergi eins miklu úr að veljá. Besta og ódýrasta efni brúkað. Skoðið efnið og vinnuna. Ef verðið er ósanngjarnt, þá kaupið ann* arstaðar. Samáel Ólafsson Reykjavlk. •••NMHMHMMNNMMN lijónavígslu, er gildi hefði að landslögum. Það gildi hafði Mormónagifting ekki. Pað hafði einungis lúthersk hjónávígsla. En á hinn bóginn sagði það sig sjálft, að ekki mátti skipa lúterskum presti að gifta Mormónahjón. Það gæti bann ekki ,með góðri samvisku. Hofði því vorið alvcg eðlilegt, að Yestmanuaeyjaprestur færðist undan að gifta Magnús og Þuríði. Það mætti ekki halda houum til þess. Euda gæti ekki komið til niála að gjöra það, því engin lög væri til þess. Nú þóttist landshöfðingi heppinn, að hann var ekki skyldugur til að veita þessu máli fullnað- arúrslit. Hann vissi að hann átti liægt með að „hrinda þeim vanda af sér“ yfir á yfirmann sinn, ráðherrann í Kaupmanna- höfn. Það var hann að vísu okki vauur að gera „fyr eun í fulla hnefana11. En eins og hér Btóð á, var nauðugur einn kostur Framh. ÚR hefir tapast á veginum frá Tryggvaskála vestur á Hellisheiði. Skilvís finnandi er beðinn að koma því á prentsm. Suðurlands sem fyrst gegn fundarlaunum. Vegna auglýsinga sem koma þuiftu í þessu blaði, verða ýmsar greinar og fréttir, sem annars áttu að koma í þessu blaði, að biða næsta blaðs. 'i 11 iiLj.gwwwTOggE3s Auuáll 19. .aldar fæst enn í bókaverslun Þórðar Jóns sonar á Stokkseyri. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.