Suðurland


Suðurland - 13.06.1914, Blaðsíða 1

Suðurland - 13.06.1914, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 18. júnl 1914. Nr. 51. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. Það eru víst ekki margir fulltíða ísiendingar sem ekki hafa heyrt getið Brynjúlfs Jónssonar frá MinnaNúpi, og sjálfsagt verður nafni hans lengi hald ið uppi á meðal þjóðarinnar, sem eins af hennar vitrustw, fródustu og bestu sonum. Brynjúlfur var fæddur 26. sept. 1838, að Minna-Núpi i Gnúpverjahreppi í Arnessýslu. Hann var sonur þeirra hjónanna Jóns Brynjúlfssonar og Mar- grétar Jónsdóttur, er þar bjuggu langa tíð. Ætt sína rakti hann í beinan karllegg til Þorláks biskups Skúlasonar; en langamina hans var dóttir Hall- dórs biskups Brynjúlfssonar. Á unga aldri hneygðist hugur Brynjúlfs mjög að bóknámi, og kom þeg- ar í Ijós óvenju góð greind samfara næmi og námfýsi, en sökum h'tilla efna gátu foreldrar hans eigi kostað hann til skólanáms, eða útvegað honum aðra fræðslu en títt var að veita á góðum heimilum í þá daga, nema ef telja skyldi einn hálfsmánaðartíma sem honum var komið fyrir hjá prestinum til að læra skrift og reikning. Auk þess fékk hann að láni allar þær bækur er hann átti kost á og las þær með athygli í frístundum sínum, þvi að sjálf- sögðu vann hann alla venjulega erflðisvinnu þegar honum uxu kraftar til, þar á meðal stundaði hann sjóróðra bæði í Selvogi, Grindavík, og á vorum í Reykjavík, þar til hann var orðinn 28 ára að aldri, þá misti hann heils- una, að ætlað var sökum byltu af hestbaki. Varð hann þá svo magnlítill og óstyrkur í öllum líkamanum, að hann gat ekki gengið nema með öflug- um stuðning. En þessi sjúkdómur virtist þó hafa furðulitil áhrif á sálarþrek hans og als eigi sljófgað hinar andlegu gáfur hans, og þareð hann þá sá að Úti mundi fyrir sér, að geta nokkurntíma unnið þá vinnu er líkamlega áreynslu þurfli við, þá tók hann nú að gefa sig af öllu megni við andlegum störfum, og til þoss að hafa eitthvað til að lifa af, tók hann nú að stunda barna- kennslu á vetrum, en las og samdi ýmsar ritgjörðir í hjáverkum. Smám saman batnaði svo heilsa hans að hann gat, árið 1892 gengið í þjónustu Fornleifafélagsins. Ferðaðist hann fyrir það á sumrum, safnaði forn- gripum og rannsakaði forna sögustaði og fornmenjar, og ritaði síðan um þau efni ýmsar mikilsverðar ritgjörðir, er margt af því pventað, bæði í Árbókum félagsins og víðar. Eftir að hann kom í þjónustu Fornloifafólagsins fór hag- ur hans heldur að batna bæði hvað heilsu snerti, því feiðalögin höfðu bæt- andi áhiif á heilsu hans, og eins batnaði þá heldur efnahagurinn, jafnvel svo að hann með einstökum sparnaði safnaði nægu til elliáranna. Brynjúlfur kvæntist aldrei, en einn son eignaðist hann með stúlku af góðum bændaættum undan Eyjafjöllum, Guðrúnu að nafni Gísladóttir, þessi sonur þeirra er Dagur bóndi og hreppsnefndaroddviti í Gerðiskoti í Flóa. Alla æfi sína kendi hann sig við Minna Núp, og féll mjög sárt þegar sú jörð var lögð í eiði, og mátti aldrei ógrátandi á það minnast. Fyrir nokkrum árum sæmdi konungur hann heiðursmerki Dannebrogs manna. Siðustu ár æfi sinnar dvaldi hann á vetrum á Eyrarbakka, og fékst þá við ritstörf og kennslu, en feiðaðist á milli kunningjanna á sumrum, eftir að hann hætti beinlínis vinnu í þjónustu Fornleifafólagsins nú fyrir fám árum. í*ann 9. maí síðastl. kendi hann nokkurra þyngsla og ætlaði að kvef væri, en bráðum kom það í Ijós að hann hafði fengtð lungnabólgu, og þá er hann vissi að dauðinn nálgaðist, gerði hann ýmsar ráðstafanir, gaf vinum sínum, er heimsóktu hann, ýms heilræði. og fól sig og þá „kærleikans guði“, beið svo dauðans með sannri sálarrósemi og andaðist með bros á vörum kl. 1. aðfaranótt þess 16. maí síðastl. Jarðarför hans fór fram á Eyrarbakka 26. s. m. að viðstöddum fjölda fólks, en ræður fluttu prestarnir séra Kjartan Helgason i Hruna og séra Gísli Skúlason á Stóra Hrauni. Sem rithöfundur er Brynjúlfur frá Minna Núpi þjóðkunnur maður, og það er ekki lítið sem eftir hann liggur af ritum bæði i rímuðu og órímuðu máli, enda lagði hann stund á og ritaði meira og minna um allmargar fræði- greinar svo sem heimsspeki, eðlisfræði, jarðfræði, jurtafrœði, ættfræði, mál- fræði, sagnfræði o. fl. auk ljóðagerðar bæði andlegs ag veraldlegs efnis. Að vísu hafa ritverk hans fengið misjafna dóma, og er það að vonum að vetk hans séu eigi gallalaus fremur en annara. En öllum ber saman urn það að i þeim lýsi sér sérstaklega skarpur skilnitigur á efninu, glöggsýni og það einkenni höf. að vilja færa alt. til betra vegar. Á hinni löngu æfi sinni hafði Bi ynjúlfur aflað sér svo mikillar mentunar að einn af mestu mentamönnum þessa iands hefir sagt: „sannmontaðri mann höfum vér valla þekt“. Meiri og minni kynni hafði Brynjúlfur af ýmsum fræði- og visindamönnum bæði hér á landi og erlendis og hafði við þá stöð- ug bréfaviðskifti. Hann kunni auk dönsku bæði ensku og þýsku, og enda í fleiri málum. Á yngri árum sínum áður hann misti heilsuna, hafði hann verið hinn besti verkmaður, sérlega lagvirkur og hagur nokkuð, sérstaklega á tréskurð, er til eftir hann útskorin lágmynd af íslandi, og jarðlíkan með upphleyptu þuilendi, hvorttveggja úr tré. í daglegri umgengni var það einkuin þrént. sem einkendi hann mest: löngun til að fræðast sjálfur um sem allra flesta hluti, tilhneyging að fræða og upplýsa aðra, og stöðug viðleiini til þess að vera öllum til góðs í hvívetna. Sem gestur var hann hverjum manni kærkominn, enda átti vel við hann að ferðast og naut hann sín þá hvað best og gat glatt sig við að fræðast og fræða aðra. Þar sem hann dvaldi nokkuð langvistum, gat það komið fyrir að yngra fólkinu þætti hann helst til siðavandur, og nokkuð af- skiftasamur, en slikt er oft ver þegið en það er meint. fungt féll honum að þola mótmæli einkum af þeim er hann vissi að stóðu honum neðar, því hann var stórgeðja og skapbráður að eðlisfari, en svo vel stjórnaði hann sjálfum sér að þessa gætti nálega aldrei. Hann var hinn mesti hófsmaður um alla hluti, og sérstakur reglumaður, Landsmálum öllum fylgdi hann með brennandi áhuga, fylti hann á síðari árum jafnan flokk sjálfstæðismanna. Yinsælli mann en Brynjúlfur var getur naumast, og bar margt til þess, bæði lífsstaða hans í sjálfu sér, en þó sérstaklega bjartsýni hans, frjálslyndi og hin ríka tilhneyging til þess að færa öllum alt á betra veg, gleðja sorg- mædda, hughreysta þjáða og svo þessi stöðuga viðleitni að hafa betrandi áhrif á sérhvern mann og málefni sero hann átti nokkuð við. Hann trúði á óendanlega framþróun bæði í þessum heimi og einkum annars heims, og eilifan kærleika allsvaldanda guðs. Pessi trú stjórnaði athöfnum hans, þessi trú leiddi hann jafnfarsællega og raun varð á gegnum lífið, og þessi trú aflaði honum þeirra vinsælda að: „hann vissi að ei biðu við banarúm hans bræði eða hatur eins einasta manns, og því gat hann farið í friði*. 0. 0. Ástæðulaust uppþot. Ofsarciðl danskra blaða. Þess var getið í síðasta blaði að einhver úlfaþytur væii i dönskum blöðum útaf samfagnaðarskeyti al þingisforsetanna ti! Norðmanna. Þetta var reyndar ót.rúlegt, — í skeytinu er ekki neitt sem gefur Dönum ástæðu til að firtast við. Að minsta kosti verður það ekki fundið með heilskygnum augum ó hlutdrægs manns. En danskir blaðamenn hafa fundið það samt sem áður. Flest dönsk blöð eru óð og uppvæg útaf skeytinu, ráða sér ekki fyrir reiði. Bau tala um „stráksskap" „ósvífni" og „rudda- skap“ íslendinga og hafa i hótunuro við oss, og steyta hnefann í ofsa biæði. Vér liöfum oð vísu áðuv orðið var- ir við þessa hlægilegu afbiýðissemi Dana, en að önnur eins ósköp væru á ferðinni eins og þessi reiðilestur dönsku blaðanna, gátum vér ekki bú- ist við, vér höfðum meira álit á Dön- um en svo. Væri Dönum það hugleikið að reyna að eyða allri samúð og samluig milli vor og þeiira, þá væru þessar aðfarir skiljanlegar, — og um áraugurinn þarf ekki að ©fast. En hver er svo hneyxiunarhellan? Hvaða ódseði er það sem alþingisfor- setarnir hafa gert sig seka í? Með hverjum hætt.i hafa þeir kallað þetta ofurmagn danskrar reiði yfir höfuð oss? „Ósvífnin" „stráksskapurinn" „rudda- skapurinn" „sparkið* er í því fólgið að veslings forsetarnir nefna í skeyt- inu Noreg „móðurlandið" og Norð- menn „bróðurþjóðina" minnugir þess að ísland var fyrst numið og byggt af Norðmönnum og að vér íslending- ar erum afkomendur þessara norsku landnámsmanna. Þetta er nú allur glæpurinn. Manni verður á að spyrja: hvernig stendur á því að danskir blaðamenn geta farið að gera sig að alheimsat- hlægi útaf þessu? — Hjá því geta þeir ekki komist. En spurningunni þessari er eifitt að svara. Það viiðist með öllu ómögulegt, að nokkuð annað verði dregið útúr orðalagi skeytisins, en þessi sögulega endui minning, og hlýr hugur til frænda vorra. En það er einsog Dönum finn ist það vera glæpur, að tvær frænd- þjóðir sýtii hver annari samúð og vinaihug nema þær séu í, eða vilji koma á í milli sín, cinhveiju pólitisku sambandí. En þetta er blátt áfiam hlægibg fjarstæða. Það er því eifitt, að sjá hvetsvegna Danir hrökkva upp n.eð

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.