Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 10.09.1923, Síða 1

Verkamaðurinn - 10.09.1923, Síða 1
IEIEH3H110IINII Ritstjóri: Halldór^Friðjónsson. n « « t « » t « # * • ♦• • • > •«•••••••• • -♦-•■♦■• • •••••• « • • •••••• ••••»• •-•■ • • ♦-♦ ♦ • ♦ ♦ ♦ VI. árg. j Akureyri Priðjudaginn 10. September 1923. * 40. tbl. ♦-♦-♦-♦ ♦ ♦ ♦ ♦•♦ ♦♦♦♦-♦♦ • ♦ ♦ ♦ «■♦■♦-♦♦«-•- • • • • •-•-♦-• • ••••••• ♦••♦♦ ♦ ♦ ♦ • • • • • • ••-• • • ♦-•-•-•-•-♦-♦-♦-♦-♦-•-♦-♦ ••••••• Innilegt þakklæti til allra þeirra, nær og fjær, sem sýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar kæra eigin- manns og fósturföður Jóhanns Stefánssonar. Anna Pétursdóttir. Lísbet Jónsdóttir. yafnframt því og eg und- irritaður lýsi yfir því, að eg verð í kjöri við nœstu alþingiskosningar í Eyjafjarð- arsýslu d hausti komanda, leyfi eg mér hérmeð að skora á aðra frambjóðendur sýslunnar að verða i samvinnu við mig um þingmálafundarhöld, sem allra víðast í kjördæminu. Eg mun koma norður síðari híuta Septembermánaðar og verð þá reiðubúinn til fundar- halda eftir nánara samkomu- lagi. Reykjavik 1. Sept. 1923. Stefán Jóh. Stefánsson. Kjordœmakosn- ingarnar. I. Flokkalinur. Það mátti heita svo að við lands- kosningarnar í fyrrasumar kæmu hreinar flokkalínur í ljós. Jafnaðar- menn, samvinnumenn og auðvaids- sinnar báru fram sinn listann hver. Lista Sjálfstæðisflokksins gætti varla, fylgi hans var svo lítið og kvenna- listinn var ópólitískur. Það má ganga út frá að við kosningarnar í haust gangi þessir þrír flokkar til kosninga i flestum kjördæmum. Þó munu jafnaðarmenn ekki bjóða fram menn nema sum- staöar, en styðja þau fulltrúaeíni hinna flokkanna er næst þeim standa í skoðunum, þar sem þeir bjóða ekki fram menn. Atkvæöamagn hvers sérstaks flokks ketnur þvf ekki eins glögglega fram og viö lands kjörið, og aðal bardaginn kemur til að standa milli auðvaldssinna og samvmnumanna. Blöð þessara tveggja flokka eru líka löngu byrjuð á hergöngulaginu og er ekki laust við að þeim, — f bardagahamnum — hafi sést um of yfir jafnaðarmenn, einkum blöð- um samvinnumanna, því jafnaðar- mannahópurinn vex með hverju ári sem Ifður. Það er ekki ætlun Verkamannsins aö ræða ítarlega stefnur flokkanna f þetta sinn. Það hefir litilsháttar verið vikið að stefnu auðvaldssinna og jafnaöarmanna hér í blaðinu fyrir skömmu, en aftur verður drepið á ástand flokkanna nú, er þeir ganga til kosninga. Jafnaðarmenn eru að vinna sig upp. Þeir hafa skýra og víðtæka stefnuskrá að fylgja fram. í aðal at- riðum er flokkurinn vel samstæður og beinir starfi sínu í ákveðna átt. Jafnaðarmenn villa ekki á sér heirn- ildir, starf þeirra er að byggja upp; sjái þeir sér ekki fært að gera það á eigin spítur, styðja þeir þann, sem er þeim skyldastur i starfi, á meöan þeim er að vaxa fiskur um hrygg. Samvinnumenn ganga líka nokk- urnveginn heilsteyptir til kosning- anna- Flokksmörkin þar mun skýr- ari en nokkurntíma fyr. Flokksaginn sýnist f góðu lagi og má búast við samhentu starfi við kosningarnar. Það er því ekki að efa, að afl flokks- ins kemur alt í ljós í þetta sinn. Þá eru auðvaldssinnar, sem lika kalla sig samkepnismenn, sparsemdar- menn og yfirleitt jafn mörgum nöfn- um og frambjóöendurnir eru margir. Sá flokkur á enga steypta stefnuskrá, sem hann þorir að birta alþjóð. Flokkurinn virðist hanga saman á einni taug — valdalöngun. Bardaga- aðferðin er sín á hvorum stað og hugsjónir virðist flokkurinn engar eiga. Óheilindin eru líka afskapleg. Svo má heita að allir frambjóðendur fl. afneiti honum opinberlega og blöð háns virðast ieggja aíia áherslu á að ieiða athygli kjósenda frá deiiu- málunum, en hella sér aftur á móti yfir forgöngumenn mótstöðufiokk- anna með aihi óskammfeilni skoð- analausra manna, sem aldrei virðast hafa haft af ábyrgöartiifinningu aö segja. Þarf ekki að því að spyrja hvernig bardaginn verður, þegar svona er I pottinn búið. Að allir hinir sundurleitu partar skríði saman undir vængi Morguriblaðsfl. er á þing kemur, efast enginn um. Þeir eiga enga aðra höfn, og á bak við þá lámast skuggi erlendra gróða- félaga og hérlendra gróðabrails- manna, sem reynt er að hylja sem vendiegast fram að kosningunum. Fjærri þessu er ekki staða fiokk- anna nú sem stendur. Engin sérstök aðal dagskrármál, sem bíöa úriausn- ar næsta þings eru fyrir hendi. Verkefnin eru að vísu nóg, en ekk- ert sérstakt kosningamál á döfinni. Kjósendur verða því að líta iengra en til næsta máls, er þeir ganga að kjörboröinu fyrsta vetrardagí haust. II. Á hverju veltur? Þegar þannig er ástatt að kosn- ingarnar snúast ekki um sérstakt mál, er útkljá þarf á næsta þingi, getur sú spurning yaknað í hugum manna, á hverju veiti með kosn- ingarnar. Hvort ekki sé sama hverjir nái kosningu, ef það aðeins séu vel viti bornir menn og engir óþokkar. Þegar á úr þessu að skera, kemur það tii að gera upp á milli flokk- anna, því á því veltur hverjir flokkar skipa málum í nánustu framtfð. AI- menningur ætti að vera orðinn svo pólitískt þroskaður, að hann gæti lagt þessi mál niðUr fyrir sér og hagað sér þar eftir, en þó skal hér lauslega drepið áaðstöðu fiokkanna til þeirra mála er næst liggja. Fjárhagsmálið er stærsta úrlausnar- efnið og harðast um það barish Aliir sjá og játa að vinna næstu þinga veröur aðallega í því fólgin að ráða fram úr fjárkröggunum að því leyti, sem þau geta að gert- Af undanfarandi reynslu er ekki hægt að sjá að auðvaldsfiokkurinn sé spar á landsfé, þó liann nú fyrir kosningarnar ætli að hossa sér á sparsemi. Hann viil engar aðgerðir hins opinbera til að minka innkaup á þeim vörum, sem þjóðin getur án veiið. Hann vill engan sparnað í statfsmannahaldi þjóðarinnar. Hann viil láta hvern bjarga sér eins og best gengur og eyða eins og hann hefir aðstöðu til. En verklegar fram- kvæmdir vili liann stöðva um óá- kveðinn tíma. Þetta er engin ný pólitík þeim megin, því aðal krafa flokksins hefir altaf verið sú, að nokkrir efnamenn og f;árbraskar i landinu ættu að hafa sæti á háhesti þings og þjóðar og fyrir þá ætti alt að gera, sem gert er. Hinir flokkarnir eiga að mestu samleið í fjárhagsmálinu. Þeir krefj ast fylsíu hjálpar þings og stjórnar til að draga úr óþarfa eyðslu þjóð- arinnar, en viija þó ekki stöðva allar framkvæmdir þess opinbera — halda því gangandí, sem beint og óbeint fætir þjóðina fram á leið til viðreisnar. Jafnaðarmenn að minsta kosti krefjast þess að hagur heildar- innar sé iátinn sitjá í fyrirrúmi fyrir hag einstakiingsins og aðstaða al- mennings sé trygð sem best, því á honum hvílir þjóðarþunginn. Þeir vilja ekki láta stöðva aliar opinberar framkvæmdir, miklu heldur láta hið opinbera taka á sínar hendur þann hluta af þjóðarbúskapnum sem nauðsynlegt er til að tryggja eðli- lega framsókn. Þeir sjá það að nú, ekki siður en endrarnær, er það skipulagsbundin, alhliða framsókn, sem helst megnar að reisa þjóðina við — eða réttara sagt, verja hana faili. í höfuðdráttum virðist aðstaða flokkanna til fjárhagsmálsins vera sú, sem hér hefir verið sagt, en'til sérstakra atriða getur aðstaðan verið dálitið staðbundin. Önnur mál er fyrir liggja verður tækifæri til að minnast á, f sambandi við sérstakar kosningar og er þeim því slept hér. Kosningarnar virðast því aðallega snúast um það, hvort alt á að drasla áfram, þangað til rás viðburðanna flytur þjóðina fram af „glötunar- barminum", eða völdin á að leggja í hendur þeirra, sem vilja með rót- tækum ráðum snúa inn á þá leið, er stefnir i aðra átt. III. Kosningfaundirbúningfurinn. Kosningarnar verða háðar af mikl- um hita viöast hvar. Flokkarnir hafa hertigjað sig leynt og Ijóst fram að þessum tíma. Samvinnumenn hafa þó ekki aukið blaðakost sinn, að- eins brýnt gömlu vopnin. Jafnaðar- menn hafa bætt við einu nýju blaði — Skutli á ísafirði, en auðvaldsfl. hefir sýnt fjármagn sitt með því að hefja útbúnað mikinn. í viðbót við Morgunblaðið, Lögréttu, Vísi sem hjáip í viðlögum, íslending og Austanfara, hefir flokkurinn hleypt af stokkunum Verði, Vesturlandi, Stefnunni, Andvöku og fjölda af flugritum. Er þvi auðsætt að flokkn- um þykir mikils með þurfa, þó þetta bendi að öðru leyti á aðferð klambr- ara, sem safna að sér fjölda af bnff- grélum, en skeyta minna um hreina egg. Er þetta máske ein sparnaðar- ráöstöfun flokksins. Meira. »Happið« ætlar Skátasveilin héribæað leikaiSam- kotnuhúsinu á Sunnudagskvöldið kemur. Er ekki ólíklegt að margir vilji sjá leikinn i fyrsta sinn eftir að honum er breytt.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.