Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.12.1932, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.12.1932, Blaðsíða 1
ÍfERKSMflflDBIHN XV. árg. 1 Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. Akureyri, laugardaginn 3. desember 1932. ’j 53. tbl* Ekki ölmusu — heldur vinnu. Undanfarið hefir verið mjög hljótt um allar kröfur um at- vinnubótavinnu. Bæjarstjórnin safnaði saman undir einn lið fjár- hagsáætlunarinnar öllum nauð- synlegustu framkvæmdum bæj- arins á sviði verklegra fram- kvæmda og kallaði það »til at- vinnubóta«. í fyrstu var áætlunin gerð svo, að þessi liður yrði 40 þúsund krónur, en þegar til sam- þyktar kom, var liður þessi lækk- aður niður í 35 þús. krónur, gegn atkv. fulltrúa verkalýðsins, er kröfðust þess, að upphæðin yrði stórum hækkuð. Um tíma hefir bæjarstjórnin haft frið fyrir kröfum um at- vinnubætur og verður að rekja það til þess, að verkamenn búist við, að hún framkvæmi eitthvað af samþyktum sínum, þessvegna séu kröfurnar ekki jafn háværar, því ekki minkar nauðsynin á at- vinnubótavinnu. Senn fara jólin í hönd. Það hef- ir verið gamall og góður siður að gera betur við sig í mat og drykk þá daga en endranær. En eru nokkur líkindi til, að bláfátæk verkamannafjölskylda geti gert svo nú, eftir langvarandi atvinnu- leysi' og þar af leiðandi skort. Má telja það fullvíst, að mörg fjöl- skyldan verður að lifa þá daga, sem aðra, við sama þrönga kost- inn og í sömu útslitnu fataræfl- nnum og hina dagana, á sama tíma og borgaramir metta sig á allskyns kræsingum ög klæðast akartklæðnaði. Enginn væntir þess að borgar- arnir taki upp hjá sjálfum sér að rétta slíkum heimilum hjálp, sem gagnar, í hæsta lagi halda þeir skemtun, sem mikið ber á, til glaðningar fátækum á jólunum. Verkalýðurinn sjálfur verður að koma fram með kröfur sínar, til valdhafa bæjarins, að vísu ekki eingöngu í tilefni af jólunum, því þótt þá beri að fagna bjartari degi, þá verða lífskröfurnar svip- aðar alla aðra daga ársins, heldur einnig til hins að gefa fulltrúum borgaranna í bæjarstjóm tæki- færi til að framfylgja skyldu sinni til meðbræðranna, ekki með ölm- usu heldur með því að uppfylla skýlausan rétt verkamannsins, að fá að vinna fyrir lífi sínu. Verkalýður og verklýðssinnar! Sameinumst um þá minstu kröfu, að bæjarstjórnin setji á fót vinna handa ekki fœrri en 100 manns, nú fyrir Jó/in, ekki minna en 50 klukkiistundir handa hverjum og kaup fyrir vinnuna verði greitt strax að henni lokinni, en ekki tekið upp i skatta og skyldur til bœjarins eins og tiðkast hefir. Það er nægilegt verkefni fyrir hendi og tæplega verður veður svo ófært að ekki gefist vinnuveður. Fylkjum okkur um þessa kröfu og knýjum hana fram. Fjölmennum á bæjarstjórnar- fundinn á þriðjudaginn. Misprentast hafði í greininni »Tveir heimar« i síðasta blaði, að kolafram- leiðsla Þýskalands hafi minkað »úr 70.3 í 68.5 milj. tonn«, en átti að vera »úr 70.3 I 58.5 milj. tonnc. Verkíýösfundurinn. Á fimtudaginn 1. des. héldu verklýðsfélögin hér fund, þar sem sagðar voru fréttir af för fulltrúa félaganna á Alþýðusambandsþing- ið og þeim viðtökum, sem þeir fengu'hjá kratabroddunum syðra. Var alveg húsfyllir og sýndi það þann áhuga, sem er vakandí fyrir afstöðunni til landssambands verkalýðsins. Formaður Verkamannafélags Akureyrar hafði að morgni fund- ardagsins flutt Erlingi Friðjóns- syni þá ósk, að hann, sem einn úr stjórn Alþýðusambandsins, mætti á fundinum, en hann tók dauflega í það. Þegar fundurinn var byrj- aður og ekkert bólaði á E. F. var lögð fram og samþykkt með öllum atkvæðum svohljóðandi áskornn: »Almennur verklýðsfundur, haldinn á Akureyri 1. des. 1932, skorar á Erling Friðjónsson, sem verið hefir og er einn af stjórn- éndum Alþýðusambandsins, og sat á hinu svokallaða þingi þess f s. 1. mánuði, að mæta þegar á þessum fundi til að skýra afstöðu Alþýðu- sambandsstjórnarinnar til verk- lýðsfélaganna hér á staðnum og verkalýðsbaráttunnar yfirleitt«. Til þess að færa honum þessa á- skorun voru kosnir: Guðmundur Jónsson, Eyrarlandi, Sigfús Bald- vinsson og Jón Friðfinnsson. En áskorunin bar engan árang- ur. Kappinn sat heima eftir sem áður. Hvort honum heffr fundist óárennilegt að standa verkalýðn- um reikningsskap á fréttaburðl sfnum syðra og annarí framkomu Framb. á 3. s. 1. d.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.