Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.12.1932, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.12.1932, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Hin geigvænlega kreppa, sem nú gengur yfir heiminn, hefir ekki hvað list komið hart niður á öllum smá- og miðlungsbændum. Aðstaða þeirra og verkalýðsins er svo hiið- stæð, að á þeim tíma, sem hag verkalýðsins hrakar, hlýtur einnig hagur hinna að versna. Víðsvegar út um heim hafa bændurnir séð þetta og hafa þeir tekið höndum saman við vinnandi lýð bæjanna, til þess að berjast fyrir sameig- inlegum hagsmunum beggja, gegn banka- og ríkisvaldi og at- vinnurekendastétt til bæja og sveita. Fram á stðustu tíma hefir vakn- ing f þessa átt lítið gert vart við sig hér á landi, þó eru þess all- mörg dæmi, þótt ekki sé það á neinn hátt skipulagsbundið enn sem komið er. Hin afarörðuga að- staða smábændanna hefir bent þeim á skyldleika þeirra við verkalýð bæjanna og margir þeirra hafa sannfærst um, hve órjúfanlega hags- munamál beggja stéttanna eru ofin saman. Stéttarvakning bænda er hafin. Enn sem komið er, er sú hreyfing ósjálfráð, knúð fram af neyð þeirra og þörfinni á þvf að berjast fyrir frumstæðustu lifsþörfunum, á sama hátt og hjá verkamanninum, sem gengur i stéttarfélag sitt, til þess i gegn um það að standa betur að vfgi i baráttunni við stéttarandstæð- inga sfna og efla um leið þrótt samtakanna, til þess að lffsþörfum bans og félaga hans verði frekar fullnægt. Báðir aðilar hafa við sameigin- lega óvini að berjast, banka- og braskaravaldið islenska, sem i gegn um rfkisvald sitt leggja hinar þyngstu kvaðir á hina efnaminstu þegna þjóðfélagsins, til þess að geta með þvi hlfft stóreignum gæð- inga sinna. Oegn þessari kúgunarpólitik rfkisvaldsins eru að koma fram há- værar raddir, ekki aðeins úr hópi verkaiýðsins, heldur efnnig frá bændum. Ein slfk þróttmikil rödd kom fram þ. 13. þ. m., er þingmenn Eyjafjarðarsýslu héldu þingmála- fund að Saurbæ. Voru þar sam- þyktar af eyfirsku bændunum tii- lögur, sem benda til þess, að stétt- arvitund þeirra er að vakna og þeim er að skiljast þörfin á að taka upp baráttu fyrir hagsmunum sfnum. Pær tillögur, sem sýna þetta ljós- iega, og voru samþyktar á fundin- um í einil hljóði, fara hér á eftir. »1. Fundinum er ljóst að hagur bænda er svo slæmur nú að nauðsyn beri til að alþing veiti þeim stuðning. Skorar hann á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því: 1.) Að vextir af öllum skuld- um verði lækkaðir að minsta kosti um helming og að innlánsvextir í bönkum og sparisjóðum verði lækkaðir í sam- ræmi við það. 2.) Að bankaskuldir, er hvíla á landbúnaðinum verði lækkaðar í hlutfalli við þá verðlagsbreytingu er orðið hefir síðan kreppan byrjaði, ann- aðhvort beint eða óbeint. 3.) Að áfalln- ar en ógreiddar afborganir og vextir af bankaskuldum fátækari bænda verði látnar faila niður og að ekki verði reiknaðir vextir eða afborgana krafist af bankaskuldum efnaminni bænda á meðan verðlag landbúnaðarafurða er eins óhagstætt eins og nú er. Ennfrem- ur skorar fundurinn á alþing að koma í veg fyrir að skuldheimtumenn geti tek- ið jarðir og bústofn af fátækum bænd- um. II. Fundurinn lítur svo á að laun sumra embættismanna séu óhæfilega há og telur þau skapa tilfinnanlegt ósam- ræmi á kjörum einstaklinga þjóðarinn- ar. Fundurinn skorar því á alþing að setja nú þegar hámark á laun allra starfsmanna ríkisins; telur fundurinn 6000 kr. hæfileg hæstu laun, og er þá sjálfsagt að hver starfsmaður láti alla vinnu sína í té fyrir ein laun. Ennfremur telur fundurinn sjálfsagt að tekið verði tilsvarandi af launum annara starfsmanna þjóðfélagsins með skatti. Við athugun þessara tillaga er mjög eftirtektarveTt, að þær eru Yfirlýsing. Hér með lýsi ég yfir því að um-r mæli í 92. tbl. »Alþýðumannsins« 26. f. m., um að Einar Olgeirssoa hafi ekki staðið í skilum með ár- gjöld til Verkamannafélags Akur- eyrar eru ósönn. Tvö síðastliði'n ár (sem ég var gjaldkeri félags- ins) greiddi Einar árgjaldið á vió- komandi ári, og í þessa árs byrjuu fyrir yfirstandandi ár. Yfirlýsing þessa óska ég eftir að blöðin »Alþýðumaðurinn« ogr »Verkamaðurinn« birti. Akureyri 2. des. 1932. Þorsteinn Þorsteinsson. miðaðar við hag fátækari og efna- minni bænda og eru að mestu leyti samhljóða peim tillögum og kröfum, sem Kommúnistaflokkur íslands hefir borið fram fyrir pð. Tillagan um hámarkslaunin er einnig samhljóða þvf, sem Komtn- únistaflokkurinn hefir barist fyrir og er gott til þess að vita, að um þessar krðfur flykkja sér nú hópar manna. Nú, eftir að stærri og minnt hópar smábænda hafa gert sér Ijóst, hverjir eru þeirra sameiginlegu kúgarar, er næsta spor þeirra að mynda með sér stéttarfélag, þar sem fylkt sé saman fátækum bændum án tillits til pólitiskra skoð- ana, til baráttu fyrir Hfsmöguleikum þeirra og gegn kúgun yfirstéttar- innar, hvort sem sú kúgun kemur fram frá banka- eða verslunarvald- inu eða ríkisvaldinu I gegn um tolla og skatta, niðurskurði fjár- veitinga til framkvæmda I sveitun- um og kauplækkun eða frá jarð- eigencfum í gegn um okurháa land- leigu éða ðnnur óviðunandi ábúð- arskílyrði. Pær kröfur, sem smá- og mið- lungsbændur hljóta að gera nú f nánustu framtfð og sem þeir verða að flykkja sér um, ef þeir eigaekki að verða algjðrðir ðreigar, sviftir öllum umráðarétti yfir því, sem þeir hafa, enn sem komið er, Iffsafkomu sfna undir, eru : 1. uppgjðf alira skulda og vaxta

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.