Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.12.1932, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 03.12.1932, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Fyrirlestur um Soviet-Rússland heldur ÞórOddur Gudmundsson í Verklýðshúsinu í kvöld kl. 81|2. — Aðgangur 50 aurar. — Fyrirlesarinn hefir dvalið í rúm tvö ár í Rússlandi. Námskeið í esperanto, fyrir byrjendur, hefst fimtudaginn 8. des. Frumleg kennsluaðferð notuð. Kenslugjald aðeins 15 krónur. Pátttakendur tilkynni þátt- töku sína fyrir 7. þ. m. Nánari skýringar hjá undirrituðum. Athugið I Nú þegar er esperanto 3. eða 4. málið, hvað heims- lega notkun snertir og útbreiðist nú meir en nokkurt annað tungumál fakob Árnason, Aðalstræti 12. 2. Afnám skatts á eignum þeirra. 3. Afnám tolla á nauðsynjum þeirrai 4. Ríflegur styrkur úr ríkissjóði, til húsabygginga, jarðræktar, búpenings og verkfærakaupa. 5. Ókeypis land til ræktunar, handa búlausum mönnum, á kostnað stórbænda, rfkis og banka. ö. Fjölgun skóla i sveitum, al- gjörlega á kostnað hins opin- bera og ókeypis skólavist. 7. Auknar framkvæmdir f sveitum á kostnað hins opinbera. 8. Hækkun kaupgjalds í samræmi við kaupgjald I bæjum. Allar þessar kröfur miða til þess, að enn um nokkurt skeið, lánist öilum fátækari bændum að viðhalda rétti sínum til áframhaldandi bú- skapar og möguleika til að geta af þvi dregið fram Iffið. Án þess að smá- og miðlungs- bændur myndi með sér samtök um þessa og aðrar skyldar kröfur, er engin lfkindi til. að þeim lánist að fljóta áfram f gegn um aukna kúg- un og arðsog yfirstéttanna. öllum hlýtur að vera Ijóst, að eins og þjóðfélagsástandið er nú, er ekki einhlýtt að samþykkja krðf- ur eða að semja bænaskrár. Eigi nokkuð að verða ágengt til hags- bóta þeim, sem undirokaðir eru f þjóðfélaginu, verða þeir að bindast samtökum og knýja fram kröfur sfnar með mætti þeirra samtaka og ailir, sem Ifkra hagsmuna hafa að gæta, verða að taka saman höndum, hvort heldur þeir eru vinnuþræiar islensku yfirstéttarinnar i sveitum landsins eða 1 kaupstöðum og kaup- túnum. Aðstoðar f þessari baráttu geta hinar vinnandi stéttir, til sjávar og sveita aðeins vænst hjá þeim flokki manna, sem eingöngu láta sig skifta hag og heill þeirra, sem eru kúg- aðir af yfirstéttinni og berjast harðri Iffsbaráttu gegn henni, fyrir tilveru- rétti sfnum. Rað hefir fullsýnt sig, að af borgaraflokkunum er einskis að vænta í þessu efni og,að aðeins einn flokkur, Kommún'staflokkur íslands, hefir hug og djörfung til að taka sð sér forustu f málum allra undirokaðra. Aðeins undir forustu Kommúnistaflokksins verður unt að sigrast á kúgunarvaldi yfirstéttanna, en ðllum, sem f baráttunni standa, verður að vera það Ijóst, að sigurs 1 baiáttunni er einungis að vænta, ef allir standa saman, sem einn maður. Verklýðsfundurinn. Framh. af 1. síðu. eða honum hefir fundist erfitt að standa og verja gerðir þeirra kratabroddanna og brot þeirra á réttindum verklýðsfélaganna, er ekki gott að segja, en ekki er ólík- legt að samviskan, ef nokkur er, hafi slegið á kjarkinn. Alþýðusambandsþingið sendi Verkamannafélagi Akureyrar svo- hljóðandi kveðju sína í símskeyti: »Ellefta þing Alþýðusambands íslands vítir harðlega brot Verka- mannafélags Akureyrar á lögum Alþýðusambandsins með vanskil- um á skatti til sambandsins og kosningu þess á þeim fulltrúum á þing, sem ekki eru kjörgengír vegna þess að þeir eru í flokki andstæðum alþýðusamtökunum og vinna að klofningi þeirra. Félag- inu er hér með bent á að það get.- ur ekki búist við réttindum innan sambandsins svo lengi' sem það gegnir ekki sambandsskyldum sín- um«. öllum -eru ljós ósannindin í þessu ávarpi kratabroddanna og kemur þar einnig bert fram klofn- ingsstarfsemi þeirra á verklýðs- samtökunum. Eftir allmiklar um- ræður var samþykt svohljóðandi á- lyktun með öllum greiddum at- kvæðum: »Verklýðsfélögin á Akureyri mótmæla harðlega því einræði Al- þýðusambands-broddanna, sem nú síðast lýsir sér í því að ýms verkr lýðsfélög eru svift réttindum f sambandinu og útilokað frá svo- kölluðu þingi þess. Telja félögin slíka framkomu óverjandi og gerða til þess eins að tryggja póll- tískri klíku kratabroddanna jrfir- ráðin i Alþýðusambandinu. Þrátt fyrir þetta lýsa félögin því yfir, að þau muni ekki segja sig úr Alþýðusambandi'nu, heldur leitast við að ná sem beztu sam- bandi við verkalýðinn sjálfan f hinum ýmsu verklýðsfélögum víðsvegar um landið og heyja með honum hagsmunabaráttu stéttar- innar, þó í andstöðn verði Adð stjórn Alþýðusambands íslandsc. Þá var minst að nokkru yfir- vofandi kaupdeilu í Vestmanna- eyjum og verkalýðurinn varaður við að flykkjast þangað, áður en kaupbaráttan væri unnin, því það gæti orsákað nú, eins og oft áður,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.