Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.01.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 21.01.1936, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Irlingur reiður! Erlingur Friðjónsson hefir víst orðið þess var, að frammistaða hans á síðasta bæjarstjórnarfundi og um- mæli hans í garð akureyrsku sjó- mannanna mælast heldur illa fyrir. Vegna þessa skrifar hann í síðasta »AIþm.« eina af sínum lélegustu langlokum, þar sem hann ærist yfir því, að »Verkain.« skuli halda á lofti framkomu hans í bæjarstjórn- inni. Heldur Erl. auðsjáanlega, að sönn ummæli »Verkam.« fölni við það eitt, að hann, í æsingi geggjaðs manns, hrópi upp yfir sig: Lygi í fyrsta sinn! Lygi í annað sinn! Lygi í þriðja og síðasta sinn! Til gamans — og til þess að sýna hversu Erl. er ábyggileg heimild um það, sem gerist á bæjarstjórnar- fundum — skal hér sagt frá litlu .atviki, er varð á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Þorsteinn og Steingrímur höfðu, samkvæmt samþykt verklýðsfélag- anna, lagt fram tillögur um all- margar breytingar á flokkun hinn- ar nýju vörugjaldsk'rár hafnarinnar. Erlingur greiddi atkvæði gegn öll- - um þessum tillögum. Ennfremu< gerði hafnarnefndin eina breyting- artillögu víð flokkunina, og hafði Erlingur, sem aðrir, þá tillögu fjöl- ritaða fyrir framarí sig. — Þegar þessi tillaga hafnarnefndarinnar koni til atkvæða, greiddi Erlingur atkv. gegn henni — með þeirri yfir- Jýsingu, að hann væri með hafnar- nefndinni. Með öðrum orðum: Hann hafði enga hugmynd um, hvað fram fór! Til áréttingar fyllir hann svo 2 dálka «Alþm.» til þess eins, að sanna öllum þeim, sem mæftir vora á síðasta bæjarstjórnarfundi, — og það voru ekki svo fáir — að þetta með tillögu hafnarnefndar, hafi ekki verið neitt sérstakt, heldur hafi hann yfirleitt ekki haft hugmynd um hvað sagt var eða gert á fundinurm Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentsmiöja Odds Bjömssonar. Aðalfundur Akureyrardeildar K. E. A. var hald- ínn í gærkvöldi. Fór. m. a. fram kosning 30 fulltrúa á aðalfund K. E. A. Komu fram 3 listar að þessu sinni. A-listi frá Framsóknarflokkn- um, C-listi frá Konrmúnistaflokkn- um og róttækum verkamönnum og B-listi frá Sjálfstæðisflokknum. Hlaut A-listinn 144 atkv. og koin að 20 fulltrúuin. C-listinn 44 atkv. og kom að 6 fulltrúum og B-listinn 35 atkv. og fékk 4 fulltrúa. Framkvæmdastjórinn gat þess í ræðu, sem hann flutti, að vöruskort- ur væri að verða svo tilfinnanlegur, að félagsmenn mættu búast við því að þeim yrði skamtað. Neyðast nú Framsóknarforingjarnir hver á fæt- ur öðrum til að viðurkenna að á- standið fari síversnandi í stjórnar- tíð hinna »gætnu«, »forsjálu« »fjár- málaspekinga« »umbótaflokkanna«. Harðindatíð hefir verið nú um skeið um land alt. Einkum lagðist veturinnsnemma og illa að á Norðurlandi, með snjó- um og jarðbönnum. Heyrst hefir að bændur séu sumir orðnir hræddir um fóðurskort, einkUm þar sem venja er að treysta á útbeit. Jafnvel að kúm hafi verið fargað af heyjum, til að tryggja afkomu annars fénað- ar. í Skagafirðieruaðsögn öll hross komin á gjöf vegna jarðbanna. Hætt er við að bændur eigi erfitt um að geta keypt fóðurbæti fénaðf sinum til bjargar, enda vafalaust tregða um innflutning þeirra vara til landsins vegna innflutningshafta og gjaldeyrisvöntunar. Væri líklegt að ríkisstjórnin gerði í tíma ráðstaf- anir til tryggingar gegn fóðurskorti. 250 ný bókasöln. Moskva, 13. 12. ’35 (NP). i sambandi við endurskipulagn- ingu skólabókasölunnar annarsveg- ar og hina almennu, vaxandi bóka- eftirspurn hinsvegar, hafa nú und- anfarið verið opnuð 250 ný bóka- söfn, aðallega í bæjum, sem eru t mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá næstu járnbrautarstöð eins og t. d. í Chilock og í Ust-Kut í Aust- ur-Síberíu. Karlakór Akureyrar syngur í Nýja-Bíó næstkomandi fimtu— dagskvöld kl. 9. Kórinn hefir bætt við sig nýjum kröftum og æft Irtpp- samlega í vetur. Tveir nýir einsöngvar- ar koma þarna fraro, báðir mjög efni- legir. Einn þáttur samsöngsins verður eingöngu helgaður hinu fræga og vinsæla skáldi og tónsnillingi C. M. Bellmann. 15 000 námuverkamenn í Donelz-námunum iara á veiðar. Worischiloffgrad, 13. 12. ’36 (NP)L Fyrir byltinguna voru það aðeins auðmennirnir, sem máttu fara á veiðar. Nú eru veiðarnar aftur á móti orðin eftirsótt íþrótt meðal verkalýðsins. T. d. verða það ekkí færri en 15.000 verkamenn úr Do- netz-námunum sem taka þátt í veið- unum á næstu veiðitíð. Námuverka- mennirnir munu sérstaklega stunda refa- og héraveiðar, og það á ágæt- um veiðilöndum, en einnig munu verða skipulagðar úlfaveiðar. Sjaldgæft frímerki. Ziirich, 15. 12. ’36 (NP). Nýlega fékk svissnesk kona bréf- spjald frá kunningja sínum, sem er í suður-tyrólsku liðsveitunum í A- bessiníu. Þessi ungi maður skrifaði að allt væri í ágætu lagi, allir frísk- ir o. s. frv. og hann bætti því við að hún skyldi geyina frímerkið, því að slik frímerki frá Abessiníu myndu síðar meir verða mjög dýr- mæt. Konan bleytti þessvegna frí- merkið og losaði það þannig og varð hún nú afarundrandi þegar hún sá að undir frímerkinu var skrifað með skýru letri: »Við för— umst hér allir saman«. Kvikmyndaútflutningur Dýskalands hefir minkað um helminp. Berlín, 28. 12. ‘35 (NP). Árið 1931 nam kvikmyndaútflutn— ingur Þýskalands 11 milj, roörkuro, en árið 1935 aðeins tæpum 6 miij. Innflutningur kvikmynda í »þriðja rfkið< nam 1935 aðeins 1,8 milj. mörkum, en árið 1931 nam innflutn- ingurinn 3,4 milj. raörkum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.