Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 29.02.1936, Side 1

Verkamaðurinn - 29.02.1936, Side 1
VERKA URINN Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIV. árg. Akureyri, laugardaginn 29. febrúar 1936. 17. tbl. Frá Siglniirði. Fáheyrð Verkamannafélagið »Þróttur« á Siglufirði hefir ákveðið að gera tilraun til að útiloka alla verka- menn frá vinnu, sem ekki eru meðlimir i »Þrótti« eða öðrum félögum í Alþýðusambandinu. Herferð þessa á að byrja i ríkisverksmiðjunum og fara síð- an um allar vinnustöðvar kaup- staðarins. Kaupsamningar þeir, sem voru fyrra ár, gilda einnig fyrir yfirstandandi ár svo ekki verður hægt að fá þetta ákvæði í samningana að þessu sinni, en i samningunum er það tekið fram, að allir þeir, sem hafa unnið í verksmiðjunum sitji fyr- ir vinnu áfram. Nú mun vera í ráði að rikis- verksmiðjurnar byrji á karfa- vinslu með vorinu og hefir heyrst að stjórn þeirra muni fara fram á að verkamenn lækki kaup sitt. Formaður »Þróttar«, Kristján Sigurðsson, hefir haft við orð, að við þá »samninga- gerð« myndi útilokunarákvæðið fást í samningana, ef sýnd væri samningalipurð á öðrum sviðum frá •Þróttara hálfu. Með öðrum orðum, ef »Þróttur« lækkar kaup- ið þá sé hægt að fá í staðinn þvingunarákvæðið. Þessi ákvörðun »þróttar« er gerð að ráði Jóns Sigurðssonar »erindreka«. Maður þessi, sem gengur með mikilmenskubrjál- æði (Storhedsvanvid) á háu stigi, telur sig sjálfkjörinn foringja norðlenska verkalýðsins, en þrátt yrir gáfnafar hans — er ekki ósvítni. verður gert hér að umtalsefni — sér hann þó að líkur eru litlar til að honum takist að vinna verkalýðinn til fyJgis við sig, og því hygst hann að kúga menn til fylgis við sig með því að skapa sér aðstöðu til að geta flæmt þá verkamenn burtu úr Siglufirði, er ekki vilja játast undir hans pólitísku trúarjátn- ingu. Jóni Sigurðssyni var mútað í lyrrasumar af atvinnurekendum til að lækka kaupgjald hér, með því að semja við klofningsféiög- in. Verkamenn hér voru of ósam- taka til að geta eyðilagt þá samn- inga. En það er öðru máli að gegna nú og ekki líklegt að verkamenn láti bjóða sér slíkt oftar. ósvífni forráðamanna »t*róttar« hefir þegar gengið svo langt, að þeir eru farnir að hóta verka- mönnum í Verkamannafél. Siglu- fjarðar, sem vinnu eiga lofaða í verksmiðjunum, þvi að þeir verði reknir úr verksmiðjunum ef þeir ekki gangi úr Verkamannatél. Siglufjarðar og í »Þrótt«, og hafa fullyrt að framkvæmdastjórinn Gísli Halldórsson myndi standa með »Þrótti« í þessu máli. Stjórn Verkamannafél. Siglu- Alþýðuhúsið Um miðjan þessa mánaðar var lokið við endurbyggingu Alþýðu- hússins á Siglufirði. Stærð hússins er 11x21 m. Fundarsalurinn er 10,5x12 m. og er bygður í funkisstil. Við aust- urenda salsins er leiksvið og búningsherbergi, en undir leik- sviðinu er geymsla. 1 vesturenda hússins er for- stofa og er gólfið klætt þykkum og vönduðum gúmmidúk. Úr forstofunni liggur snúinn stigi upp á svalirnar og er hann sömu- leiðis klæddur gúmmídúk. Auk forstofunnar eru í vestur- enda hússins eldhús, ráðskonu- herbergi, fatageymsluherbergi, mjög haganlega útbúið, tvö snyrti- herbergi og tveir klósettklefar. Úr eldhúsinu er lyfta upp á svalirnar. á Siglufirði. Yfir forstofu, og öðrum her- bergjum í vesturenda hússins eru svalir, en þeim er hægt að loka með stoppuðum krossviðshurð- um svo hægt er með þvi að breyta svölunum í allstóran fundarsal. Undir vesturenda hússins eru 2 kjallarar, annar fyrir miðstöð og kolageymslu en hinn fyrir ýmsa aðra geymslu. Veggir salsins og svalanna eru klæddir að neðan Oregon-pine- krossvið, en að ofan panel og striga, sem á er limdur pappír og síðan málað yfir. Gólfið er klætt Oregon-pine-borðum. Máln- ing á húsinu er mjög smekkleg og ljósaútbúnaður þess mjög vandaður, er hann tvennskonar í salnum, annar fyrir dans en hinn fyrir fundahöld. *

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.