Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 11.04.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 11.04.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Mateno, málgagn róttækra, íslenskra esp- erantista, 1. tbl. II. árg. er nú ný- komið út. piaðið fæst á afgreiðslu »Verkamannsins«, Eiðsvallagötu 20 og kostar 50 aura á ársfjórðungi, lausasala 25 aura blaðið. Fastir kaupendur eru beðnir að vitja þess nú þegar. Hitler er hræddur viö blóm. Breslau, 22. 3. ’36 (NP.). Yfirstjórn lögreglunnar hefir op- inberlega birt skýlausa aðvörun við að kasta blómum í bifreið Hitlers. Þetta bann Iýsir Ijómandi vel hin- um stöðuga ótta Hitlers við bana- tilræði; sér hann í hverjum blóm- vendi falda sprengikúlu eða er að minsta kosti smeikur um, að menn hafi gleymt að skilja blómapottinn eftir heima. Fljótandi heilsuhæli í Sovétlýðveld- unum. Moskva, 22. 3. ’36 (NP). Á hinum stóru sovétrússnesku fljótum sigla í sumar nokkur stór farþegaskip með læknum o. s. frv. Það á að nota þau sem »fljótandi heilsuhæli«. Eitt þessara skipa »Klim VorochiIof« leggur bráðum af stað í sína fyrstu ferð og tekur aðallega verkamenn frá Donets- héraðinu um borð. Dularfull fyrirbrlgði. í tilefni af deilum þeim og milaferlum er orðið hala útaf >huldul*kningum<, andatrú, Sálarrannaóknarfélagi íslandc o. fl. ætlar Helgi Valtýsson rithöfundur að taalda opinberan fyrirlestur innan skamms. Mun hann þá skýra frá mörgum merkileg- um atriðum og viðburðum bæði frá aigin réynslu og annara. ' Hefir hann fylgst vel með sáírænum málum árum saman og kann frá mörgu að segja. Ætti þetta þvi að verða fróðlegt erindi öllum þeim, er einhvern áhuga hafa á >dularfullum fyrirbrigðum* og sálrænum málum yfir- leitt. (Birt samkv. beiðni), Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentsmiðja Odds Bjðrassonar. Fró Smförlikifsgerll Akureyrar. í ALPÝÐUBLAÐINU þann 29. f. m. er því dróttað að Smjörlíkisgerð Akureyrar, að hún hafi i sviksamlegan hátt komið sér undan að blanda ^hinu lögboðna vitamini í smjörlíki sitt, en ummæli blaðsin* eru þannig: »SmjörIíkisgerð Akureyrar framleiddi i sama tímabili um 57.000 kg. af smjörlíki, en keypti vitamin, samkvæmt skýrslu rannsóknar- stofunnar í 43.000 kg.«. Til þess að sýna að blaðið hefir fengið rangar upplýsingar viljum vér birta eftirfarandi skeyti frá rannsóknarstofu Háskólans: »Pað vottast að Smjörjíkisgerð Akureyrar hefir keypt á árinu 1935 vitamin fyrir 3000 krónur eða í 60 tonn. stop. áður misrituð skýrsla til Vestdal. Rannsóknarstofa Háskólans«. Er þar með grundvöllurinn undir aðdróttun þessari burtu fallinn. Smjörlíkisgerð Akureyrar. VerkakveonafélaQiO ,Eininor heldur fund i Verklýðshúsinu á 2. i páskum (13. april), kl. 3 e.h. Dagskrá: Félagsmál. Skemtiatriði. óskað eftir að konur hafl með sér kaffi. Stjórnin. Hcrréttur i Róm! Róm, 22. 3. ’36 (NP.). Samkvæmt herlögunum, sem skipa svo fyrir að dómstólar hersins skuli dæma í málum gegn verksmiðju- verkamönnutn, hefir verkamaðurinn Giuseppe Toneer verið skotinn. Fregnin um þessa aftöku hefir bor- ist mjög fljótt út og vakið geysilega reiði meðal verkamannanna. Katipið! Lesið! og útbreiðið „V erkamanníim“ Húsmæður! munið að þvottaduftið „Drífa“ og ræstiduftið „Vasko“ fá einróma lof. Nýkomið: Kex ódýrt Bursfavornr Lillusukkulaðl Bón Föntunarfélagið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.