Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 1
VERKA URINN Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIV. árg. Akureyri, frriðjudaginn 16. júní 1936. 48. tbl. 200 kr. Helmingnr síldveiðaflotans heflr þegar lögskráð upp á 200 króna trygginguna, þrátt fyrir hinar svívirðilegu til- raunir Alþýðufl.forkólfanna. Sjómannafundur útgerdar- manna. Það er gömul reglá atvinnurek- enda aS reyna að komast hjá því i lengstu lög, að viðurkenna sam- tök verkafólksins. I yfirstándandi deilu hafa útgerðarmenn hér fylgt þessari reglu, og lagt sig fram um að komast hjá að viður- kenna Sjómannafélag Norður- lands. Ein tilraunin til þess og til að sundra sjómönnum, var hinn „frægi" fundur í Samkomuhúsinu s. 1. laugardag. Utgerðarmenn þóttust vilja tala við sjómennina sjálfa, og boðuðu fund í Samkomuhúsinu kl. 4 s. 1. laugardag. Öllum skipstjórum, stýrimönnum, vélamönnum og matsveinum, sem vitað var að væru á móti lágmarkstryggingu, var smalað á fundinn og svo fjöl- menntu útgerðarmenn sjálfir. En stjórn Sjómannafélagsins átti ekki að leyfa inngöngu, eftir mikið þref fengu þó þrír úr stjórninni að koma inn, en formaðurinn einn fékk málfrelsi — takmarkað þó —. Útgerðarmenn báru fram tillögur sínar um 150 króna lág- markstryggingu og var hún auð- vitað samþykt, enda greiddu út- gerðarmennirnir sjálfir atkvæði um hana. Meirihluti fundarmanna taldi réttilega atkvæðagreiðslu þessa hinn mesta skrípaleik og vildi ekki taka þátt í henni. Tryggvi Helgason, form. ' Sjó- mannafélagsins, flutti tillögu um að sjómenn héldu sér við taxta Sjómannafélagsins, en sú tillaga var aldrei borin undir atkvæði. Það hefir vakið mikla athygli, að á fundinum kom Erlingur Friðj- ónson með símskeyti frá stjórn Alþýðusambands Islands, þar sem honum er gefið umboð til að semja um 150 króna lágmarks- tryggingu fyrir sjómenn. Þessi framkoma Erlings — undir hand- leiðslu afturhaldsbrodda Alþ.fl. — verður ekki lögð út nema á einrt veg, sem bein verkfallsbrjóta- starfsemi, tilraun til að lækka kaup og tilraun til að drepa sam- tök sjómanna. Sjómenn og verka- fólk hér er mjög gramt við Erling og hefir hann fyrirlitningu allra heiðarlegra manna í bænum. Það er líka almanna mál hér, að með

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.