Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 16.06.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Jóhann Jósefsson, hinn þýski »kon- súlU var látinn vinna að fyrir landsins hönd. Vinnubrögð Ólafs Thors og Kveldúlfsklíkunnar, sem valdhafar þjóðarinnar hafa fengið »fjöregg« íslensku þjóðarinnar i greiparnar, og þeir svo kasta hundruðum þúsunda af arði hinna hraustu, íslensku sjómannastéttar sem mútufé í gin ítölsku fasistanna. Þetta er aðeins til að sýna vinnu- brögð fámennrar auðmannakliku í Reykjavík, sem hrifsar til sín auð- æfi landsmanna og í krafti þeirra beitir áhrifum sínum til að undirbúa jarðveginn fyrir fasismann hér heima. Til varnar gegn fasisma, stríði og hungri býst nú hinn íslenski verka- lýður og heitir á alla friðarvini, í nafni sjálfstæðis og frelsis þjóðar- ínnar til samstarfs. Með sterkri samfylkingu smábænda, verkalýðs og millistétta ásamt öðrum friðar- vinum, er hægt að knýja núverandi valdhafa til að breyta um stefnu í stjórnmálunum, til að hætta að skríða fyrir ensku yfirdrottnunar- stefnunni og öllu Ieynimakki við fasistana, til að tryggja markað fyr- ir framleiðslu þjóðarinnar, án þeirra ókjara, sem nú ríkja í sambandi við hinn þrönga markað fyrir íslenskar afurðir, sem við nú búum við. Eina leiðin til slíkrar úrlausnar er að leita samninga við Sovétlýðveldin á vináttu- og viðskiftagrundvelli. Ef þeir samningar tækjust væri okkur trygður markaður fyrir okkar afurð- ir án þess við þyrftum að óttast að við yrðum beitt neinum afarkostum, eins og við má búast, ef að til stríðs kemur og við þurfum að sækja alla sölumöguleika og vörukaup til her- veidanna. Sovétlýðveldin er það eina ríki, sem virðir þjóðernislegan rétt og frelsi smáþjóðanna og mundi breyta samkvæmt því. Sjóvetlingar fást í Pönlunarfélaginu. Ábyrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Robert Abraham hélt piano-hljómleika í Sam- komuhúsi bæjarins 11. þ. m. Viðfangsefni voru tvær sónötur eftir Beethoven (E-dur op. 109 og As-dur op. 110) og ein eftir J. Haydn (F-dur). Á undan hljómleikunum flutti hann stutt erindi til skýringar. Hr. R. Abraham er hámennt- aður listamaður og snillingur að leika á piano, og voru hljómleik- ar þessir í einu lærdómsríkir og hrífandi. Hann er i senn tilfinn- inganæmur og myndugur píanó- leikari, og flutningur hans er með afbrigðum skýr og laus við allt það, sem blékkir lítt þrosk- aða áheyrendur og kemur þeim til að álíta hljóðfæraleikarann snjallari en hann er í raun og veru. Hr. Abraham er einn þeirra sönnu og göfugu túlkandi listamanna, sem er meira annt um listina sjálfa og réttan skiln- ing á listaverkinu en að vekja eftirtekt á sínum eigin yfirburð- um. Slíkur alhliða-menntaður tónlistamaður gæti unnið hér ó- metanlegt og óútreiknanlegt gagn, ef starfskraftar hans fengju notið sín og menn kynnu að meta hann réttilega. Akureyri, 15. júní 1936. Askell Snorrason. Meinleg prenlvilla. í fregnmiða peim, sem »Verkam.« gaf út í gær hafði fallið niður á eftir orðunum »á lökustn skipunum« í 18. linu að neðan frá. En setningin átti öll að hljóða þannig: »En það er ekki aðeins Erl. Friðj., sem er notaður til þess að reyna að koma í veg fyrir það að sjómennirnir á lökustu skipunum hafi jafngóð kjör og sjómennirnir á betri skipunum, því þeir áttu samkvæmt samningi hans að hafa verstu kaupkjörin.« Lelðréfflng. í greininni >Sjúkra- tryggingar* í siðasta fbl. stóð að hið opinbera greiddi hluta í sjóði sjúkra- samlaganna en átti að vera % hluta og meðlimir sjúkrasamlaganna 2ls. Prentsmiðja Odds Björnssonar. fÞessi grein er tekin upp úr tima- ritinu »Veien frem«, en norska skáldið góðfræga Nordahl Grieg er ritstjóri þess. Hann hefir skrifað þessa smá- grein, sem á brýnt erindi til allra róttækra lesenda.) Við vitum það öll: hvað Norð- urlönd vilja. En öll verðum við svo sáralítið vör við það í verk- inu. Dæmi: Eitt af Norðurlöndum, Island, stendur utan refsiaðgerð- anna við Italíu. Pað hefir neit- að að taka þátt í baráttunni gegn striði fasismans, jafnvel á þenn- an milda hátt. Valið var ofur einfalf: friðarstarf eða saltfisks- sala! Það liggja enn ekki fyrir tölur um fjárhagslegan gróða fslands, en eitt er víst: Um leið og Ítalía tekur aftur upp eðlileg viðskifti við umheiminn, fær ísland sín laun. það mun hagnast vel á því að skerast úr leik. Nú koma upp i Noregi ákveðn- ar raddir um það, að Noregur eigi að sigla í kjölfarið. Hvers- vegna eigum við að bera skað- ann? Þetta varpar bara svolitl- um glampa yfir myndina: Norð- urlönd undir fána friðarins! í Noregi höfum við sósialist- iska stjórn. Meðlimir hennar vita hvað verkfallsbrjótar eru. Við skorum á stjórnina að gera alt sem í hennar valdi stendur, til að binda enda þetta siðlausa og spilta ástand og krefjast þess, að Norðurlönd framkvæmi refsi- aðgerðirnar undanbragðalaust. Því er ekki að neita: það er lítil alvara í friðarstarfsemi Norð- urlanda, í fórnfýsinni og fram- kvæmdinni. En við hljótum að krefjast lágmarks af heiðar- leika í norrænni pólitík. Húsgagnaáburður, FÍX (Ræstiduft & Pvottaduft), Brauðdropar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.