Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 23.06.1936, Page 1

Verkamaðurinn - 23.06.1936, Page 1
VERKA URINN Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIV. árg. Akureyri, þriðjudaginn 23. júní 1936. 50 tbl. Verkfallið í Reykjadal Eins og skýrt var frá í fregn- xniða „Verkam.“ s. 1. laugardag, hafa vegavinnumenn í Reykjadal lagt niður vinnu og lýst verk- banni á vegina þar. Ástæðan er sú, að vegna pólitískra „spekula- tiona“ er verið að reyna að draga yfirráð vegavinnunnar úr hönd- um gamals og vinsæls verkstjóra, Hjálmars Jónssonar á Ljótsstöð- um. Hjálmar hefir annast stjórn vegavinnunnar um tugi ára og er ekki aðeins mjög vinsæll af vega- vinnumönnum, heldur nýtur einn- ig jyllsta trausts vegamálastjóra, sem líka hafði fastráðið hann sem verkstjóra yfir alla vegavinnu, á þessu svæði, í sumar. En Jónas frá Hriflu, sem með pólitík sinni er búinn að tapa trausti sinna einlægustu flokks- manna í Reykjadal, eins og víðar, hyggst nú að nota vegavinnuna þar til að kaupa sér áfram eitt- hvað af því fylgi, sem hann nú ekki fær lengur á annan veg. Þessvegna leggur hann nú kapp á að bola burtu hinum gamla og vinsæla verkstjóra — flokksbróð- ur sínum — og fá í staðinn strák, Sigfús Jónsson á Einarsstöðum, sem enga kunnáttu hefir í vega- gerð og er illa liðinn af vega- vinnumönnum, en sem Jónas mundi geta notað til hvers sem hann vildi. Þegar Jónas fékk þessu ekki fram komið með samkomulagi í sveitinni, fór hann í ráðuneytið og fékk það — þvert ofan í viljá vegamálastjóra og þvert ofan í gerða samninga hans við Hjálmar — til að skipa Sigfús Jónsson verkstjóra yfir rúman helming þeirrar vegavinnu, sem Hjálmar hafði verið ráðinn verkstjóri við. — Var þetta gert með símskeyti s. 1. fimtudag. Þessu svöruðu vegavinnumenn- irnir með því að leggja niður vinnu, allir sem einn. Og á föstu- dagskvöld kölluðu þeir saman fund og stofnuðu félag bcenda og verkamanna, til að skipuleggja baráttu sína, og lýsti félagið þeg- ar verkbanni á alla vegavinnu í sveitinni, þangað til skipun Sig- fúsar Jónssonar, sem verkstjóra, væri kölluð aftur. Fyrir nokkru síðan kom mið- stjórn rússneska Kommúnista- flokksins saman til að ganga frá uppkasti að nýrri stjórnarskrá. Kemur Sovét-þingið saman 25. nóv. n. k. til að ræða og greiða atkvæði um tillögur stjórnar- skrárnefndarinnar, en Stalin er formaður nefndarinnar. Samkv. þessu stjórnarskráruppkasti verð- ur Sovét-þegnunum trygt algert skoðanafrelsi, prentfrelsi og fundafrelsi. Kosningar verða leynilegar, allir sem eru 18 ára Stendur verkfallið enn yfir, þó Jónas sjálfur sé nú kominn aust- ur og fari „hvíslandi“ bæ frá bæ til þess að reyna að fá verkfalls- brjóta. Er þess að vænta, að hin ný- stofnuðu samtök vegavinnumann- anna í Reykjadal verði nægilega sterk og einbeitt til að hrinda af sér slíkum lúabrögðum, sem hér er um að ræða. Og rétt væri af þeim að nota tækifærið til að knýja nú fram kröfuna um krónu kaupið, sem vegavinnumönnun- um, fyrir tveim árum, var lofað, en sviknir um. Verkamenn hér, og á Húsavík, verða einnig að veita Reykdæl- ingunum þann stuðning, sem þeir þurfa með, og þá í fyrsta lagi með því að sjá um, að enginn verkamaður frá þessum stöðum láti hafa sig til að gerast verk- fallsbrjótur vegavinnumannanna. hafa kosningarétt. Sérstakt full- trúaþing vefður stofnað og verð- ur 1 þingmaður fyrir hverja 300,000 íbúa. Ennfremur er gert ráð fyrir þingdeild, þar sem sæti eiga fulltrúar sjálfstjórnarlýð- velda Sovétríkjasambandsins. Borgarablöðin reyna að túlka þessar fyrirhuguðu breytingar stjórnarskrár Sovétlýðveldanna þannig, að Rússar séu að hverfa frá skipulagi sósíalismans og taka aftur upp skipulag og ,?þingræði“ auðvaldsríkjanna. — En slíkar St jórnar§kr árbreylin g i Sovéf-Rnsslandi. /

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.