Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 18.07.1936, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 18.07.1936, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Velmegunin vex í Sovét- Lýðveldunum. Verðið á nauðsynfavörunum lækkar eo launin hækka stöðugf. A fimm fyrstu mánuðum þ. á. óx smásöluverslunin í Sovétríkj- unum um 32%, miðað við sama tímabil í fyrra. Áætlunin fyrir 2. ársfjórðung var uppfylt um 69.7% á 2 fyrstu mánuðum ársfjórðungs- ins, og er auðséð af því að áætl- unin ‘verður algjörlega fram- kvæmd. Smásölu umsetningin hafði-vaxið um 22,5% í borgunum en 56,6% í sveitunum. Verð á kartöflum lækkaði um 40,9%, kjöt lækkaði um 27,4%, Nýlega vísaði danska jafnaðar- mannastjórnin tveimur þýskum flóttamönnum úr landi og skipaði þeim að hverfa aftur til Þýska- lands, þó vitað væri að þeir yrðu handteknir ef þeir kæmu aftur. Báðir þessir menn voru flokks- bundnir sósíaldemokratar. Er þetta ekki í fyrsta sinn, sem danska stjórnin hagar sér þannig, heldur hefir þetta hvað eftir ann- að komið fyrir síðan nazistar brutust til valda. Hefir stjórnin fyrir alllöngu síðan gefið landa- mærayfirvöldunum skipun um að sleppa engum pólitískum flótta- manni frá Þýskalandi yfir landa- mærin. í þessu sambandi er fróðlegt að kynna sér framkomu frönsku jafnaðarmannaforingjanna við þýska skoðanabræður. Fyrir skömmu síðan gaf aðalleiðtogi franskra jafnaðarmanna, Leon Blum, núverandi forsætisráðherra, út skipun um að allir pólitískir mjólkurafurðir um 19,3% og egg um 24%. Á tímabilinu janúar—apríl voru launin í stóriðnaðinum til jafn- aðar 21,8% hærri en á sama tíma í fyrra, í byggingaiðnaðinum 17,7% hærri. í sambandi við hækkandi laun og lækkandi vöruverð vaxa líka sparifjárinnstæðurnar. Á fyrstu 5 mán ársins jukust innistæðurnar um 499 milj. rúblur,. og er að 60% meira en á sama tíma í fyrra. ílóttamenn í Frakklandi, sem höfðu verið fangelsaðir fyrir fölsk vegabréf eða annað þessháttar, skyldu látnir lausir. Og auðvitað dettur stjórn Blums ekki einu sinni í hug, að vísa póli- tískum flóttamönnum úr landl eins og dönsku og sænsku jafnað- armannastjórnirnar hafa gert. Þjóðdómstóllinn i Hamborg hefir kveðið upp dauðadóm yfir Edgar Andree, formanni Alþjóðasam- bands sjómanna og hafnarverka- manna (ISH) og einum nánasta samverkamanni Thálmanns. Þessi svívirðilegi dómur hefir vakið óhemju reiði um viða ver- öld og rignir mótmælunum yfir nazistastjórnina ekki aðeins frá frá verklýðsfélögum og sam- böndum heldur yfirleitt frá öll- um frjálslyndum einstaklingum Frá A.S.V. Eins og að undanförnu hefir A. S. V. gengist fyrir að verka- mannabörn færu skemtiför t Vaglaskóg. Var svo hafin ferðin föstudaginn 10. þ. m. Aldrei hefir þátttaka verið eins mikil og nú. Sex troðfullir „boddí“-bílar. Veð- ur var ekki eins gott og æskilegt hefði verið, því ekki var sólskin, en hlýtt og gott í skóginum og skemtu börnin sér vel. Vill A. S. V. hér með þakka þeim bifreiða- stöðvum, sem létu hjálp sína fús- lega í té við þetta tækifæri, einnig þeim bílstjórum, sem önnuðust um flutninginn og sýndu bæði lipurð og nærgætni við börnin. 6000 pátttakendur í Olymp- iuleikfunum i Barcelona. Barcelona, 4. 7. ’36. (NP). Ritari franska íþróttaverka- mannasambandsins, Delaune, hefir flutt ræðu i útvarpið um Alþýðu-OIympíuleikana í Barce- lona. Hann lagði sérstaklega á- herslu á, að i Alþýðu-Olympfu- leikjunum geta ekki aðeins tekið þátt íþróttafélög verkamanna, heldur einnig allir aðrir og hann endurtók áskorun alþjóðasam- bands iþróttamanna um þátttöku. Fram að þessum tíma hafa 6000 tilkynt þátttöku sína, þaraf 2000 útlendingar. og félögum, frá öllum þeim, sem vilja varðveita menninguna. Er alment litið svo á að dauðadóm- urinn yfir Edgar Andree, sem er algjörlega saklaus af þeim ákær- um, sem á hann voru bornar, sé undirbúningur undir málaferlin gegn Thálmann. Allir mannvinir, allir vinir menningarinnar verða nú i sam- einingu að bjarga Andree og Thálmann úr helgreipum villi- mennskunnar. Stjórn Staunings rckur þýska skoðanabræður úr landi Edgar Andree dæmdur lil dauða.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.