Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.08.1936, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.08.1936, Blaðsíða 1
VERKA URINN Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVIV. árg. Akureyri, laugardaginn 1. ágúst 1936. 61. tbl. Stórmál, sem aWa varðar. A' að iáta ca. 200 síldartunnur eyðiieygja erlenda markaðinn? Fyrsta síld Einars Guðjohnsen á Húsavík með- höndluð á ógeðslegasta hátt. Síli pækluð með sjo hlonduðo klósettvatní. Síldarútvegsnefnd verður að banna sölu þessarar síldar til mannamatar og útflutnings. Svo er ráðið sem dugar. 20. júlí kom fyrsta sildarskipið inn með síld til Húsavíkur. Ein- ar Guðjohnsen kaupmaður keypti síldina. En þar sem þetta var í fyrsta sinn, sem veruleg söltun fór fram, var alveg nauðsynlegt að hafa sérstaklega gott eftirlit með söltun sildarinnar og vanda verkunina sem best. — Nú stóð einmitt svo vel á, að þaulvanur umsjónar- maður síldarsöltunar var á staðn- um, er hefði tekið að sér eftirlit með síldarsöltuninni hefði hann verið beðinn þess. Eln það má ásaka hr. Einar Guðjohnsen harðlega fyrir það, að ganga fram bjá þessum manni, er Síldarútvegsnefnd hafði falið að láta sig vita, ef ólag væri á verkun síldar á Húsavík. Hefði því hr. E. G. falið þess- 2. um eftirlitsmanni Síldarútvegs- nefndar eftirlitið, eru mestar líkur til þess að ágæt verkun hefði fengist á sildinni. En í þess stað felur hr. E. G. utanbúðar- manni sínum umsjón síldarsölt- unarinnar i þetta sinn. En hann hefir ekkert vit á síldarsöltun, eins og sést best á því, að þegar hann var spurður hversvegna hann mæli ekki saltið í hverja tunnu handa stúlkunum, svarar hann, að hann hafi ekki hugmynd um, hvað það eigi að vera mikið. Saman dregið verða svo eftir- farandi gallar á verkuninni: 1. Ekkert eftirlit haft með sild- arsöltuninni, en söltunin falin manni, sem er alveg óhæfur, og eyðileggur þetta síldarparti. Salt t. d. ekki mælt í nokkuð af tunnunum, en fullir Ióðar- stampar af salti settir hjá sum- um stúlkunum er söltuðu. 3. En þetta var mjög varasamt, þar sem margar stúlkurnar söltuðu í fyrsta sinn og eftir- litslaust. 4. Ekki pæklað á tunnurnar fyrr en daginn eftir. 5. En þá pæklað á sumar tunn- urnar með pækli búnum til úr sjó, teknum suður af Hafn- arbryggjunni, skamt framan við læk, er flytur frá salernum margra ibúðarhúsa. 6. Sjópækilstunnunum ekki hald- ið neitt sér. Eg hefi snúið mér til héraðs- læknisins á Húsavík, og spurt hann, hvort það væri ekki ófært að ætla svona meðhöndlaða síld til mannamatar og útflutnings. Héraðslæknirinn svaraði hiklaust: wPað má alls ekki. Það dugar ekki«. — Pað er líka alveg víst, að hr. E. G. vildi alls ekki láta bjóða sér og sinni fjölskyldu upp á það að borða þessa sild, þó að góðgætið sé runnið frá honum sjálfum og fleiri »finum« mönn- um. Hr. E. G. er það heldur ekki láandi. En því skyldi þá hr. E. G. fmnast þetta boðleg vara til matar handa öðrum mönnum? Vonandi hefir hr. E. G. þann siðgæðissmekk, að hann sjálfur taki sildina frá og láti hana ekki koma á markaðinn til mannamatar. En reynist svo, að hr. E. G.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.