Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.08.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.08.1936, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Laugardags- og sunuudagskvöld kl. 9: Róberta. Stórfenglega iburðarmikil dans- og söngvamynd. Sunnudaginn kl. 5: r O ð u r lif sins. IVlno Martini syngur hlutverk Cavaradossi í >Tosca« auk fjölda annara. Nlðursett verð. sjái ekki sóma sinn i því að taka þessa síld frá, en það myndi verða til þess, að spilla áliti bans mjög, hvað alla vöruvöndun snerti, verður þá Síldarútvegs- nefnd að minsja kosti, að sjá sóma sinn i þvi, að banna hr. E. G. að setja á markaðinn áð- urnefnt sildarparti. Og í þriðja lagi, ef hvorki hr. E. G. eða Síldarútvegsnefnd sjá nauðsynina, þá verður verkalýð- urinn og öll alþýða á Húsavík, studd af alþýðunni annarsstaðar, að leggja bann á síldina, og sjá um að hún verði ekki seld til matar. En það liggur í augum uppi, að alt heilbrigt fólk sér, að stór hætta liggur í því fyrir allan ís- lenska síldarmarkaðinn, ef hægt er að segja með sanni, að þetta sitdarparti hafi farið á markaðinn i stað þess að banna það, og láta það ekki koma þar fram. Þetta myndi hnekkja mjög áliti fslands út á við, það myndi ger- spilla sildarmarkaðinum yfirleitt. En sérstaklega myndi þetta eyðileggja sölu sildar frá Húsavfk, og skemma álit Húsavíkur sem síldarsöltunarstöðvar. Að óreyndu verður því ekki trúað, að hr. E. G. vilji verða til þess að spilla áliti sinu eða Húsavikur vegna litilfjörlegra eig- inhagsmuna. Að óreyndu verður því ekki trúað, að háttvirt Síld- Frá b æ j Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag urðu nokkrar umræður um tunnusmíði bæjarins. Skýrði fjár- hagsnefnd frá því, að af þeim 26 þús. tunnum, sem smíðaðar hafa verið á þessu ári, væru þegar seldar 22 þús., en 4 þús. tn. hefði nefndin dregið að ráðstafa, ef útlit yrði fyrir, að þeirra yrði þörf hér á staðnum. Hinsvegar hefir verið talsverð eftirspurn eftir tunnum, og mun jafnvel hafa verið neitað að selja tunnur út úr bænum, gegn staðgreiðslu. Erlingur Friðjónsson lagði kapp á að tunnurnar yrðu ekki seldar úr bænum, jafnvel þó allmiklar tunnubirgðir séu nú á söltunar- stöðvunum hér, miðað við þá sölt- un, sem vænta má, að hér fari fram. Flutti hann tillögu um að tunnurnar yrðu enn geymdar til 20. ágúst, og var það samþykt m. 4 samhljóða atkvæðum. Það er að vísu nauðsynlegt, út af fyrir sig, að tryggja nægar tunnubirgðir í bænum, svo að þess vegna verði söltun hér ekki minni en ella. Hinsvegar telur „Verkam.“ rétta þá skoðun, er bæjarstjóri túlkaði á fundinum, að tap, sem orðið getur á slíkum ráðstöfunum, beri ekki að skrifa á reikning tunnuverksmiðjunnar, sem framleiðslufyrirtækis, heldur verði bæjarsjóður að standa straum af slíku, ef með þarf. arútvegsnefnd vilji spilla áliti Húsavíkur og islenska síldar- markaðinum. Það er hin sjálfsagða réttmæta krafa fólksins, er þykir máli skifta, að áliti landsins sé ekki spilt með sóðaskap, að þessi síld verði bönnuð til mannafæðu. Síldarsalan i sumar og í framtið- inni, er i hættu, ef þessari kröfu verður ekki sint. Húsavík 29. júlí 1936. Kr. Júi. a r s t j ó r n. Þá hafði fjárhagsnefnd borist tilboð um kaup á 3000 lestum af tunnustaf (efni í ca. 35 þús. tunn- ur) til að smíða úr næsta vetur. Stafurinn kostar 19 norskar kr. lestin, og er það sama verð og keypt var fyrir sl. vetur, en tals- vert hærra en það, sem keypt var sl. vor. Annar stafur er ekki fáan- legur í Noregi. Fjárhagsnefnd hafði gert pönt- un í allan þennan staf, ef hann fengist fyrir 18 kr. lestin, — en annars aðeins 2000 lestir. Var þeg- ar komið svar um, að enginn af- sláttur fengist á verðinu, og af- greiðist pöntunin því með aðeins 2000 lestum. — Fjárhæðin, sem á milli ber, er aðeins eitt þúsund kr. en hinsvegar um að ræða meira en mánaðar atvinnu fyrir ca. 40 manns. Lagði því Steingr. Aðal- steinsson til, að keypt yrði í við- bót 1000 lestir af tunnustaf, ef hann enn væri fáanlegur fyrir sama verð (19 n. kr. lestin). 1 sambandi við fundargerð hafn- arnefndar varð langt þref um það, hvernig ráðstafa skyldi kreppu- lánasjóðsbréfum, sem höfnin hefir fengið upp í skuld bæjarsjóðs. Hafði meiri hluti hafnarnefndar- innar samþykkt tillögu frá bæjar- stjóra um að greiða með þeim eft- irstöðvar af tveimur föstum lán- um hafnarinnar. En Jón Sveins- son taldi sig vilja verja þeim til verklegra framkvæmda við höfn- iha. Var þá einnig rætt um smá- bátakvína, en samkv. fyrri upplýs- ingum hefir, í ár, verið neitað um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi á efni til hennar. — Slíkt leyfi var veitt í fyrra, en þá ekki notað. — Nú hélt Jón Sveinsson því fram, samkv. viðtali við gjaldeyris- nefndina, að aldrei hefði verið sótt um endurnýjun á þessu leyfi, og að það mundi fáanlegt, ef um það væri sótt. Bæjarstjóri neitaði þessu, og

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.