Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.09.1936, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.09.1936, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN anrikis- (og innanríkis) verslun- inni. íhaldið helir lagt kapp á að við keyptum sem mest af hinum rándýru m- um frá Dýskalandi Hitlers. En þegar möguleikar opnast fyrir nýjum markaði, í Sovét-Lýðveldunum, í þvi landi, þar sem hægt er að fá stórum ódýrari vörur en frá Þýskalandi, verður íhaldið viti sínu fjær. Og það er sannarlega kominn tími til að takmarka rándýr vörukaup í Þýskalandi. En Morgunblaðið gerir meira en að reyna að spilla fyrir þvi að við getum náð hagkvæmari versl- unarviðskittum, pað fær að pví Öll- um árum, að reyna að eyðileggja saltlísk- markaðinn á Spáni, með því að skrifa hverja níðgreinina á fætur ann- ari um hina löglegu lýðveldis- stjórn Spánar, sem á nú í blóð- ugri baráttu við trylt íhald og vilta fasista. Eru skrif Morgun- blaðsins hrein og bein landráða- starfsemi, sem stjórnin verður að veita hætilega athygli. verja lýðræðið og frelsið fyrir hinni blóðugu árás fasismans. Uppreistarmennirnir fá stórkost- lega hjálp frá fasistum í Þýska- landi, Ítalíu og víðar, bæði vopn, skotfæri, peninga o. fl., sem nauð- synlegt er í ófriði. Það væri því glæpur, þegar þannig stendur á, ef lýðræðisvinir í öðrum löndum sætu hjá. Og sem betur fer gera þeir það ekki. Öflug fjársöfnun hefir verið hafin um víða veröld til styrktar þeim, sem nú eiga í blóðugri baráttu til þess að vernda lýðræðið á Spáni. Hér á landi er líka byrjað á fjársöfnun í þessu skyni. Alþýðusamband íslands hefir sent frjálslyndum félögum og fé- lagasamböndum í Rvík bréf og skorað á þau að taka þátt í fjár- söfnun til styrktar lýðræðissinn- um á Spáni. Sömuleiðis hefir það sent félögum sínum úti um land söfnunarlista. Á Siglufirði hafa stjórnir Jafn- aðarmannafélagsins og Kommún- istadeildarinnar ákveðið að gang- Sjúkratryggingar „Lo«l«Iaraliáttur“. Svar til „Alþýðumannsins“. III. í 34. tbl. „Alþýðum.“ var stað- hæfing um það, að kommúnistar hefðu „gert samþyktir um það á fundum sínum að varna því, að almenníngur greiði iðgjöld sín“ til sjúkratrygginganna. — I fyrsta hluta svars míns mótmælti ég þessu, og skoraði á „Alþm.“ að tilfæra hvar og hvenær kommún- istar hefðu gert slíkar samþyktir, eða taka ummælin aftur ella. í síðasta tbl. kemur svo „Alþýðum.“ með „sannanirnar“, sem eiga að standa í 28., 47. og 52. tbl. „Verka- mannsins“ þ. á. — Á þessu er bara sá galli, að jafnvel þó tilvitnan- irnar, sem „Alþm.‘ flytur, séu slitnar úr samhengi, rangfærðar og síðan settar saman svo sem „Alþm.“ þykir heppilegast, þá ná þær aldrei til að styðja umrædda staðhæfingu „Alþýðum.“ Tökum fyrst samþykt V. S. N., sem birt er í 28. tbl. „Verkam.“ — „Alþm.‘ segir, að þar sé „trygging- unum“ mótmælt.“ Þetta er rangt. Það, sem þar er mótmælt, er sú stefna í tryggingamálunum, að verkalýðurinn sé látinn bera uppi kostnaðinn við þær með persónu- ast fyrir sameiginlegri fjársöfnun í þessu skyni. Hér á Akureyri mun söfnun hefjast nú alveg á næstunni og eru miklar líkur fyrir því að verklýðsfélögin öll gangist fyfir henni sameiginlega. Mun sú söfn- un, eins og alstaðar á landinu, renna inn í allsherjarsöfnunar- sjóð Alþýðusambandsins. Er hér meö skorað á alla þá, sem unna lýöræði og frelsi að leggja fram sinn skerf til þess að styrkja hina fórnfúsu og hetju- legu haráttu spænsku alþýðunnar fyrir verndun lýðrœðisins. legri iðgjaldagreiðslu. Og út frá því er stilt kröfu um breytingar á lögunum, er miði að því, að at- vinnurekendur og hið opinbera standi straum af kostnaðinum. —- Munu flestir skilja, að það er alt annað pn að hindra iðgjalda- greiðslu einstaklinga, á meðan því ákvæði laganna er ekki breytt. Þá kemur 47. tbl. „Verkam.“, þar sem ég á að hafa „gengið svo langt í því að ófrægja alþýðu- tryggingarnar að segja ósatt um framlög sveita og ríkis til þeirra.“ — í þessu sambandi er það algert aukaatriði, að ég skrifaði ekki umrædda grein. En segja verður, að hér legst lítið fyrir kappann, í „Alþýðum.“, því þarna notar hann sér prentvillu, sem leiðrétt er í næsta tbl. á eftir. (Brotið 14 prentað í staðinn fyrir >/3). Þá telur „Alþm.“, að í umræddri „Verkam.“-grein sé sagt, að „al- þýðan greiði allan kpstnað við tryggingarnar“ — og að „allar séu þær athugaverðar.“ í „Verkam.“ stendur hinsvegar — og er talinn höfuðgalli á lögun- um — að alþýðan sé látin borga fyrir sig að „langmestu leyti“. Og eftir að nefndir hafa verið fleiri ákveðnir gallar á lögunum, t. d. misrétti karla og kvenna, vöntun á ákvæðum, er sternmi stigu fyrir okri á lyfjum o. s. frv., er sagt að „margt fleira sé athugavert“ við löggjöfina. Loks kemur samþykt „Eining- ar,“ í 52. tbl. „Verkam.“ og kastar þá fyrst tólfunum með falsanir „Alþm.“, þar sem hann segir, að „Eining“ skori á alþýðusamtökin að hindra innheimtu iðgjalda hjá fátæku og öldruðu fólki. Samþykt „Einingar“ hljóðar þannig, orðrétt: „Fundur í verkakvennafélaginu

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.