Verkamaðurinn - 03.10.1936, Blaðsíða 1
VERKfllttAÐURinn
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XVIV. árg.
Akureyri, laugardaginn 3. október 1936.
79. tbl.
Álmenn hervæðing í Madrid.
Stjórnarherinn veitir harðvítuga mótspyrnu.
AHIengi undanfarið hefir út-
varpið íslenska því nær eingöngu
birt fréttir frá fasistunum á Spáni,
eða skoðanabræðrum þeirra, uns
nú 2-3 síðustu dagana að birt-
ar hafa verið fregnir frá spænsku
stjórninni.
Fyrir nokkrnm dðgum síðan
náðu uppreistarmenn Toledo aft-
ur á sitt vald. Þessi sigur þeirra
varð til þess að borgaraleg blöð
hafa nú látið svo ummælt, að
úrslitabaráttan sé alveg á næstu
grösum, enda hafa uppreistar-
menn ekki sparað gifuryrði í
sambandi við þennan sigur sinn
og tilkynna nú stöðugt, eins og
þeir hafa raunar gert, alveg frá
því að þeir hófu uppreistina, —
að þeir muni nú taka Madrid
innan fárra daga.
Samkvæmt siðustu fregnum
veitir stiórnarherinn öfluga mót-
spyrnu, bæði suðaustan og norð-
austan við borgina.
Rýr stjórnarherinn sig kapp-
samlega undir að verja borgina
og hefir stjórnin gefið út tilskipun
um almenna hervæðingu.
Spænska þingið kom saman
í fyrradag og sampykti þar trausts-
yfirlýsingu á stjórnina. Auk þess
samþykti þingið m. a. að flytja
þjóðbankann úr borginni og i
gær voru flutt 100 miljón ster-
lingspund til Alicante og Carta-
gena. Þá samþykti þingið að
veita Baskahéruðunum sjálfstæði.
Fyrir fáum dögum siðan undir-
ritaði Ázana íorseti tilskipun um
að jarðeignir allra þeirra, er veittu
uppreistarmönnum stuðning,
skyldu gerðar upptækar.
Við Oviedo og Huesca sækir
stjórnarherinn fram og herskip
stjórnarinnar gerðu harðvítuga
árás á borgir uppreistarmanna i
Marokko.
Utánrikismálaráðherra Spánar
hefir lagt fram ákæruskjal í
Þjóðabandalaginu, á hendur
Þýskalandi, Italíu og Portugal,
fyrir stuðning við uppreistarmenn.
Stjórn uppreistarmanna í Bur-
gos tilkynti i gær að Franco
hershöfðingi væri gerður að ein-
ræðisherra á Spáni og sendi hann
Þjóðabandalaginu skjal þar sem
hann taldi upp hryðjuverk, sem
stjórnarsinnar áttu að hafa framið,
en Avenol aðalritari Þjóðabanda-
lagsins neitaði að taka á móti
þessu skjali.
¦ r
ia
Lögreglan í Reykjavik varð
þess vör í siðustu viku, að minn-
isbók Eysteins Jónssonar, ráð-
herra, er hafði horfið úr vörsl-
um hans fyrir nokkru siðan —
var komin i hendur nasista. Kom
í Ijós, að þeir œtluðu að birta
ýmislegt úr bókinni i blaði sínu.
Var þá kveðinn upp úrskurður
um, að bann skyldi lagt við þvi,
þar sem þarna var um einka-
skjöl að ræða. Prentsmiðju Stein-
dórs Gunnarssonar, sem prentar
blaðið (Steindór þessi gaf út æfi-
sögu Trotskys, ihaldið þekkir
altaf sínal), var skipað að af-
henda lögreglunni próförk af
blaðinu, áður en það kæmi út,
en prentsmiðján hirti ekkert um
þau fyrirmæli og sveik gefin lof-
orð. Það, sem blaðið birti úr
hinni stolnu minnisbók eru að
engu leyti merkileg eða eftirtekt-
arverð ummæli. Á föstudags-
kvöldið (í fyrri viku) voru þrir
nasista->foringjar« settir i gæslu-
varðhald. Við yfirheyrsluna bar
þessum litilmennum ekkert sam-
an, eins og titt er um þjófa, og
báru núverandi ritstjóri og fyr-
verandi ritstjóri lygar hvor á
annan. — Var siðan þessum
uppeldissonum »Sjálfstæðisflokks-
ins« slept úr varðhaldinu síðast-
liðinn mánudag.
Alstaðar, nema i herbúðum
Morgunblaðsins, er talað um þetta
framferði nasistanna með megn-
ustu fyrirlitningu, þó mönnum
hinsvegar komi ekkert á óvart,
að þeir skuli stela einkaskjölum
manna. Slikt athæfi er i fullu
samræmi við ' stefnu nasista og
aðrar starfsaðferðir þeirra. Þeir
hafa hvað eftir annað ráðist á
andstæðinga sina og misþyrmt
þeim, þeir hafa brotist inn í hús,
kveikt í húsum, brotið rúður i