Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 27.10.1936, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 27.10.1936, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Frá Spáni. Italía og Þýskaland ha/a viðurkennt stjórn Francos. S.l. sunnud. voru grimmilegir bardagar við Ararndjuez og Es- corial. Á fyrri vígstöðvunum biðu stjórnarhersveitirnar ósigur, vegna þess að þær skorti tilfinn- anlega flugvélar, skriðdreka og önnur stórvirk vopn og tókst uppreistarmönnum að eyðileggja járnbrautina; ef þessi fregn er rétt er aðeins ein leið opin til Madrid (frá Valencia). f Oviedo hafa stjórnarhersveit- irnar meiri hluta borgarinnar á valdi sinu og eiga í baráttu við hjálparhersveitir, sem uppreistar- menn hafa sent til borgarinnar og við þá fasista, sem hafast enn við í borginni. Ítalía og Þýskaland hafa komið sér saman um að viðurkenna stjórn Francos. Óheyrileg grimd í grískum fangelsum. Aþenu 9. io (NP). Formanni gríska fagfélagasam- bandsins, Calomiris, hefír tekist að smygla bréfi út úr fangelsinu, þar sem hann er innilokaður. I bréfinu kemst hann m. a. svo að orði: »í dag eru 25 dagar siðan við vorum fangelsaðir, og við vitum ekki ennþá fyrir hvað við erum ákærðir. Árangurinn af rannsókn lögreglunefndanna er sá, að við höfum verið dæmdir í útlegð án þess að þessir herrar hafi skýrt frá þvi á hverju dóm- urinn grundvallaðist. Fað á sem sé að senda okkur til hinna óbygðu Dauðaeyja án þess að við fáum að vita hverjar sakir eru bornar á okkur, hversvegna við vorum fangelsaðir og dæmdir. Fram að þessu hafa yfir 5000 verkamenn verið fangelsaðir, fyrst og fremst undir því yfir- skyni að þeir væru kommúnistar. Meðferðin á þeim er óheyrileg, grimdin hefir engin takmörk«. Akureyrarbær. Dráttarvexti r falla á fyrri siðari hluta útsvara í Akureyrarkaupstað fyrir árið 1936, ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember þ. á. Dráttarvextirnir eru 1% á mánuði, og reiknast frá 1. sept. þ. á. Bæjargjaldkerinn. Ósigrar sljórnarflokksins vid bœjarstjórnarkosningar r Kroaliu. Belgrad, 9. io. (NP). Við nýafstaðnar bæjarstjórnar- kosningar fékk Matschek-flokk- urinn, þ. e. a. s. sameiginlegur flokkur bænda og lýðveldissinna í Kroatiu, alla fulltrúana i 40 bæjarstjórnum. 1 þessum kjör- dæmum var ekki einn einasti fasistalisti í kjöri og aðeins 3 stjórnarflokkslistar og þeir fengu aðeins tæplega 1 prc. af öllum greiddum atkvæðum. Fram að þessu hafa farið fram kosningar í 123 sveitaþorpum og af 2560 fulltrúum hefir stjórnarflokkur- inn aðeins hlotið 6. Grimd uppreistarmanna. Madrid, i. io, (NP). »Mundo Obrero« skýrir frá því að gufuskipið »Osara« sé komið frá Malaga til Gibraltar með rúmlega 60 fjölskyldur frá La Linea. Eru þelta flóttamenn, sem tókst að sleppa inn á enska svæðið. Þetta fólk hefir skýrt frá hin- um dýrslegu aðförum uppreistar- manna, sem neyddu alla karl- menn til að berjast gegn stjórn- arhernum, en mennirnir nota altaf fyrsta tækifæri, sem gefst til að strjúka yfir til stjórnarhersins. Hermdarverk fasistanna hafa gengið svo langt, að þeir hafa grafið marga fylgismenn lýðveld- isins lifandi. T. d. tóku þeir kunnan myndhöggvara, sem neit- aði að berjast gegn lýðveldinu, börðu hann með stöfum og bundu siðan og köstuðu ásamt fleirum fórnarlömbum niður f gröf, sem síðan var mokað yfir. í vist á gott heim- ili í Vestmannaeyj- um, Hátt kaup. Önnur ferðin frí. Þarf helst að fara með íslandinu á fimtudaginn. Vinnumiðlunarskrifstofan. MPNNHÖRPPR nýkomnar. JÓN GUÐMANN. Grammofónnálar margar teg, JÓN GUÐMANN. Kremkex gott og ódýrt, JÓN GUÐMANN. V elrarliíi f nr fást í versl- uninni Itahlursliaga Félag bæwda og verkamdnna i Reykja- dal kaus nýlega á fundi sínum Sigur- jón Friðjónsson, Litlu-Laugum, sem fulltrúa félagsins á Alþýðusambands- þingið. Agúst Kvcu> un hefir skýrt blaðinu f rá því, að hann hafi ekki fengið innflutn- ingsleyfi fyrir eplunum, sem hann hafði á boðstólum á dögunum, heldur hafi hann fengið þau hjá Birni ólafssyni stórkaupmanni, sem er í Innflutnings- og gjaldeyrisnefndinni. Kttrfaveiðar eru nú hættar og vinnsl- unni lokið í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og Sólbakka. Eftir skýrsl- um framkvæmdastjóra hafa vinnulaun við verksmiðjurnar numið 700 þús. kr., þar af hafa 275 þús. kr. verið greiddar í vinnulaun við ka.rfavinsluna. Halldór Kiljan Laxness er nú kominn til Kaupmannahafnar eftir að hafa set- ið á rithöfundaþingi í Argentinu í Suð- ur-Ameríku. — í 'desember næstkomandi er von á nýrri skáldsögu eftir Laxness á bókamarkaðinn. AByrgðarm.: Þóroddur Guðmundsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.