Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 15.12.1936, Side 2

Verkamaðurinn - 15.12.1936, Side 2
2 VERKAMAÐURINN IV. kafli. 1. Að aldurstakmark þeirra, sem rétt hafa til styrks úr Lífeyris- sjóði íslands sé sett 60 ára (í stað 67, eins og nú er). 2. Að iðgjöldin til Lífeyrissjóðs íslands verði að öllu ákveðin eftir efnum og ástæðum manna. Ennfremur samþykti fundur- inn eftirfarandi tillögu: „Fundurinn skorar á heilbrigðis- málastjórn að beita sér fyrir því, að á næsta Alþingi verði afgreidd lög um að hið opinbera byggi á næsta ári og starfræki síðan hress- ingarhæli fyrir verkafólk og námsfólk og verði dvöl þess á hælinu ókeypis. Verði hælinu val- inn staður, þar sem góð aðstaða er til að hafa um hönd böð og aðrar heilsubætandi íþróttir.1' Talsverðar umræður urðu um atvinnuleysið og ástandið meðal verkalýðsins í bænum. Var eftir- farandi tillaga samþykt að þeim loknum: „Vegna þess geysilega atvinnu- leysis, sem er hér í bænum, krefst verkakvennafélagið „Eining“ þess, af bæjarstjórn Akureyrar, að hún verji, nú fyrir jólin, minst 10 þús- und krónum til atvinnubóta, og skiptist það þannig, að hver verkamaður, sem atvinnunnar nýtur, vinni fyrir kr. 50.00. Ef bæjarstjórn getur ekki látið svo marga menn ljúka slíkum vinnu- skamti fyrir jól, skal þó greiða út öll vinnulaunin svo snemma, að. verkamennirnir geti notað þau til innkaupa fyrir jólin — en framkvæmd vinnunnar sé þá lok- ið strax úr áramótum. Ennfremur að úthutað verði sem jólaglaðn- ingu til fátæks og óvinnufærs fólks ekki lægri upphæð eh 5 þús- undum króna.“ Voldut] uppreistarhreyfing .. Hvort sem þessar fregnir reyn- ast sannar eða ekki, er það víst að þjóðernishreyfingin og andúðin gegn yfirgangi Japana hefir vaxið Börnin í barnaskölanum eru látin nota kenslubækur, sem veita þeim meira og minna villandi fræðslu. í sambandi við spjall manna og umræður um kennslu í skólum og uppeldismál, berst talið eigi ó- sjaldan að þeim bókum, sem nem- endunum er ætlað að nota til að afla sér sannra frásagna um ýmis- konar efni. Eins og öllum er kunn- ugt, er hafa kynnst þessum bók- um, og þeir eru ekki svo fáir, þá eru þær meira og minna óáreiðan- legar og í sumum tilfellum, eins og t. d. víða í mannkynssögunni eru höfð algjör endaskipti á sann- leikanum. í þessum greinarstúf verður þó ekki rætt um kennslu- bækur þær, sem skólarnir nota í sögu, heldur um kennslubækur í landafræði og þá fyrst og fremst þá bók, er börnin í Barnaskóla Akureyrar hafa verið látin nota, alt fram að þessu, til þess að afla sér fræðslu um landafræði. Þessi bók er Landafræði eftir Steingrím Arason, gefin út árið 1929. Það skal þó strax tekið fram, að á síðari hluta þessa árs (í sept. eða okt.?) kom út ný útgáfa af þessari óðfluga undanfarið í Kína, vegna hinnar ötulu baráttu kommúnista og róttækra stúdenta. Hafa her- sveitir kommúnista haft sig mjög í frammi í Kansu og Sjensi undan- farna mánuði, en Sjensi liggur að fylkinu Suiyan í Innri-Mongólíu en seint í nóv. sl. ráku hersveitir frá Nanking japanskan her af höndum sér, sem hafði gert inn- rás í Suiyan. Tsjang-Kaj-Sjek hefir af öllum mætti reynt að hindra að yfir- gangi Japana væri veitt verulegt viðnám en hefir hinsvegar skipu- lagt hvern herleiðangurinn af öðrum gegn Sovétríkjunum í Kína. Frá Sjanghai hefir borist bæn- arskrá til Nankingstjórnarinnar um að hún hefji nú öflugri bar- áttu gegn yfirgangi Japana. bók, sem er að ýmsu leyti ólík út- gáfunni 1929. En það er staðreynd, að fjölda mörg börn nota enn, eða hafa að minsta kosti allt fram að þessum degi notað útgáfuna frá 1929. Til dæmis um það, hversu frá- sögnin í þessari bók er óáreiðan- leg, skal hér birtur orðréttur kafli um atvinnu- og menningarástand- ið í Sovétlýðveldunum, en þessi kafli er þannig: „Hagur. Rússa. Þótt landið sé ^ stórauðugt að náttúrugæðum, eru þau lítið notuð við það, sem mætti vera. Efnahagur manna er mjög bágborinn. Orsakir þess eru eink- um þær, að stjórnin hefir löngum verið slæm, samgöngur erfiðar og vankunnátta.afar mikil. Mjög litlu fé hefir verið varið til alþýðu- fræðslu, enda eru þar tiltölulega fáir læsir og skrifandi. Trúarbrögð landsmanna eru Grísk-kaþólska.“ Jafnvel andstæðingum Sovét- lýðveldanna dettur ekki í hug að halda því fram að þetta sé rétt frásögn. í nýju útgáfunni er þess- um kafla að vísu stórum breytt til bóta, þó þar skorti mjög á að full- nægjandi sé eða rétt að öllu leyti. En það er staðreynd, að útgáfan frá 1929 og jafnvel eldri útgáfur eru notaðar enn í skólanum og sjá allir hversu vítavert það er að láta börnin lesa og læra bækur, sem gefa þeim annaðhvort alranga eða villandi fræðslu um það, sem þau vilja og þurfa að vita. í nýju útgáfunni (1936) eru, þrátt fyrir breytingar til bóta, stórkostlega villandi frásagnir, eins og t. d. um Kína. Það er t. d. ekki minnst einu orði á að á ann- að hundrað miljónir manna búi undir Sovét-skipulagi í Kína, eða rúmlega 1/4 þjóðarinnar. — Ef til vill bæta kennararnir að meira eða minna leyti úr þessum stóru og blátt áfram glæpsamlegu göll-

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.