Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 15.12.1936, Síða 3

Verkamaðurinn - 15.12.1936, Síða 3
VERKAMAÐURINN 3 um slíkra kennslubóka, en al- menningur hefir litla tryggingu fyrir því, ekki síst þegar ekki verður vart við að þeir finni á- stæðu til að rita opinberlega um þessi mál og mótmæla slíkum bók- um og beita sér fyrir voldugum samtökum, fyrst og fremst meðal kennara, til þess að hrinda því í framkvæmd að allar kenslubækur verði rækilega endurskoðaðar og bættar. Er þess að vænta að þeir hefji nú öfluga baráttu fyrir því að gagngerðar endurbætur fari fram á þessu sviði, slíkt ætti að vera þeim mikilsvert kappsmál og menningarmál. Geri þeir það ekki, verður að á- lykta að þeir séu samþykkir því að börnin séu látin nota kennslu- bækur, sem veita þeim hlutdræga og ósanna fræðslu. HarmHnn í Zion. Glæpsamleg starfsemi. Lœrisveinar Hallesby linna ekki lálunum fyr en minsta kosli einn nemandi i Menta- skölanum verdur vitskertur. Hefir sóknarpresturinn og fleiri opinberir starfsmenn i bœnum haft samstarf við ofsatrúarmennina ? Norski ofsatrúarmaðurinn Hal- lesby sendi hingað nýlega læri- sveina sína, 2 norska stúdenta og einn íslenskan. Hafa þessir ógæfu- menn undanfarið .flutt hinar ó- geðslegu kenningar Hallesby í Samkomuhúsinu Zíon. Árangur- inn af þessu starfi hefir nú orðið þann veg, að minsta kosti einn nemandi úr Mentaskólanum, sem hefir sótt þessar samk. hefir veikst alvarlega (bilast á geðsmunum) og altalað er að ýmsir fleiri ung- lingar séu á góðum vegi með að fara sömu leið. í Mentaskólanum, og yfirleitt í bænum, ríkir nú óhemju reiði gegn athæfi þessara ofsatrúar- prédikara. Mun blaðið skýra nánar síðar frá kenningum og starfsemi þess- ara ofsatrúarmanna og hinum ó- gæfusamlegu afleiðingum þessar- ar starfsemi, sem allt sanntrúað fólk hefir megnustu andúð á og það ekki að ósekju. LandabruBQið á Svalbarði. Fyrir nokkru var Gunnar bóndi á Svalbarði að róta til í fóðurbæt- isgeymslu, sem áföst er þar fjósi; velti hann þar upp kassa miklum, er hvolft hafði þar, frá tíð fyrir- rennara hans. Fann hann þar undir kassanum rusl nokkurt, þesslegt sem notað er við iðnað þann, er „landa“- brugg nefnist. Sagði hann hrepp- stjóra til þessa, sem tók dræmt í málið í fyrstu, þar til rót kom á nokkra bindindismenn í grendinni, að hann tók rögg á sig og ónýtti tækin svo ekki sást mynd né lög- un á. Eftir skrafi manna, lítur næst- um út fyrir að fróðir menn viti eitthvað til, að ein eða fleiri tæki önnur hafi verið þar fyr á árum á höfuðbólinu, og sýnist þá ástæða til að setja það í samband við drykkjuskap þann, er legið hefir í landi þar og í grend til fleiri ára, og kannske einna mest í fyrravet- ur, þegar ölvaðir unglingar spiltu samkomum með drykkjulátum. Heyrst hefir að hreppstjóri hafi kært málið fyrir sýslumanni, og hann síðan sett hreppstjórann til að rannsaka málið!!! Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að ekkjan Ragn- heiður Þorleifsdóttir verður jarð- sungin föstud 18. þ. m. kl. 1 e.h. og hefst jarðarförin með húskveðju að heimili hinnar látnu, Aðal- stræti 74. Aðstandendur. Presfar i Sevilla og grafarar f La Liena myrtir vegna pess að peir voru sjónarvotfai að hermdarverkum. London, 14. 11. (NP). Til Gibraltar hefir borist fregn um, að uppreistarmenn í Sevilla hafi skotið prest. Hafði hann snú- ið sér til Queipo de Llano og beð- ið hann um að takmarka aftök- urnar. „Mér fellur það illa,“ skrif- aði hann, „að fylgja svo mörgum sonum kirkjunnar á síðustu göngu þeirra.“ Daginn eftir var prestur- inn handtekinn og eftir hlægileg málaferli, þar sem hann var sak- aður um samúð með kommúnist- um, var hann tekinn af lífi. Þetta morð hefir valdið geysilegri skelf- ingu meðal katólskra manna í borginni. Frá La Linea hefir borist fregn um annað morð. Tveir grafarar,, sem daglega urðu að grafa ótal fórnarlömb hinna tryltu fasista, sneru sér til yfirvalda uppreistar- manna og fóru fram á það að það kæmi ekki fyrir, eins og svo oft hefir skeð, að fórnarlömbin væru grafin hálf-lifandi. Þessari beiðni grafaranna var svarað þannig, að þeir voru báðir skotnir. NÆTTJRVÖRÐUE er í Stjörnu Apó- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki). Húsmæðwr ? Blái liorðinn er bestnr í jólabrauðið.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.