Verkamaðurinn - 22.10.1938, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
NÝJABÍÓ
Laugardagskvöld kl. 9:
Par sem
hnefarétturinn ræður.
Sunnudagskvöld kl. 9:
Café Metrobole.
Suunudaginn kl 5:
Sjd götuauglýsingar.
»0auð« iélöo starfa betor
en Verkiýðsiélag Akureyrar
oo »M(uk
Halldór Friðjónsson er frávita
yfir þvi að uppskeran at starfi
þeirra bræðra og Jóns Sigurðs-
sonar klofnings, skyldi verða svo
rýr að ekkert verklýðsfélagið í
Eyjafirði sendi fylgismenn Skjald-
borgarinnar á Alþýðusambands-
þingið og að tvö Alþýðusam-
bandsfélögin hér á Akureyri,
Verkamannafél. á Siglufirði og
Húsavík kusu sameiningarmenn.
Hreytir hann úr sér nokkrum
illyrðum og ósannindum í »Al-
þýðum.« 18. þ.m. T.d. segir hann
að starfsstúlknafélagið »Sókn«
hafi ekkert starfað i tvö ár. —
Pað er frá 18. okt. 1936 til 18.
okt. 1938.
8. jan. 1937 gerði »Sókn« skrif-
legan samning við spítalanefnd
»Gudmanns Minde« um launa-
kjör starfsstúlkna. Gekk svo
erfiðlega að ná þessum samning-
um að »Sóknc varð að hóta
verkfalli til að fá samningana.
Skömmu áður, eða 30. nóv,
hafði félagið gert samskonar samn-
inga við Kristneshæli. Samkvæmt
þessum samningum bækkuðu
laun starfsstúlknanna úr kr.
30.00 á mánuði, upp í kr. 50.00.
í mai 1937 gerði »Sókn« nýja
samninga við fyrnefnd sjúkra-
hús og bætti kjör starfsstúlkn-
anna enn með þeim á ýmsan
hátt. t'essir samningar gilda enn.
1. nóvember 1937 greiðir
»Sókn Alþýðusambandinu skatt
að upphæð 88.35 og 28. sept. 1938
kr. 71.75, það er því svo að sjá
sem gjaldkeri Alþýðusambands-
ins hafi verið á öðru máli en
H. Friðj. og talið það minsta
kosti eins vel lifandi og »Akur«
og Verklýðsfélag Akureyrar, sem
»Verkam.« er ekki kunnugt um
að hafi einu sinni svo mikið sem
reynt til þess að hækka kaup
verkafólks eins mikið hlutfalls-
lega s.1.2 ár eins og hinu »dauða«
félagi »Sókn« hefir þó tekist.
En fyrnefnd ummæli H.F. um
»Sókn« og önnur þau félög, sem
kosið hafa vinstri fulltrúa, ber
það ótvirætt með sér að H. Friðj.
hefir ekki hina minstu hugmynd
um starfsemi þeirra hvað þá að
hann reyni að styðja að starfi
þeirra.
Til frekari sönnunar fyrir ó-
kunnugleika H.F. má m.a benda
á að Guðm. Snorrason var kos-
inn í Ðílstjórafélaginu sem aðal-
fulltrúi á Alþýðusambandsþing
með 14 gegn 5 en ekki gegn 9
eins og H. Friðj. segir. Petta
getur H. F. sjálfsagt fengið vottað
hjá ritara fundarins, sem einmitt
hlaut þessi 5 atkvæði sem aðal-
fulltrúaefni.
Tungumálanámskeið það, sem
Félag ungra kommúnista gengst
fyrir og hefir undirbúið, hefst á
morgun (sunnudag 23. okt.). Eru
þátttakendur beðnir að mæta i
Verklýðshúsinu kl. 2 e. h. og
verður þá námskeiðið sett og
gengið endanlega frá tilhögun
þess. Ætlast er til að þátttakend-
ur hafi þá með sér námsbækur
og að fyrsti tíminn í hverju fagi
verði undirbúinn. Pátttaka er
þegar orðin allmikil, en þó er
ennþá hægt að bæta nokkrum
við í sum tögin.
Opið bréf.
Heiðruðu lesendur.
Margir hafa þráð, að sá tími
mætti koma, að þjóðirnar eignuð-
ust eitt sameiginlegt tungumál.
Ýmsir hafa lagt drjúgan skerf til
þess að þetta mætti verða, aðrir
hafa talið það slíka fjarstæðu, að
draumóramenn einir létu sér slíkt
til hugar koma.
Mannvininum og hugsuðinum
mikla L. L. Zamenhof hefir tekizt
að uppfylla þrá hinna mörgu og
gefa þjóðunum sameiginlegt
tungumál, þar sem Esperanto er.
Og er þegar fengin reynsla fyrir,
að það mál fullnægir öllum þeim
kröfum, sem gera verður til al-
þjóðamáls.
Okkur íslendingum er ekki hvað
sízt þörf á því, að við gerum okk-
ur grein fyrir þeim miklu notum,
sem við menningar- og viðskipta-
lega getum haft af alþjóðamálinu
og er okkur því skylt að leggja
kapp á að nema það og útbreiða
á meðal okkar.
Hér á landi eru' þó nokkrir, sem
þegar hafa numið Esperanto að
nokkru eða öllu leyti, en þá vant-
ar algerlega málgagn, sem ræði
áhugamál þeirra, tengi þá til sam-
eiginlegra átaka fyrir útbreiðslu
málsins og auki leikni þeirra í
málinu.
Ur þessu viljum við nú reyna að
bæta, með því að hefjast handa
um útkomu á blaði, rituðu á Es-
peranto.
Eins og að líkindum lætur er
útkoma slíks blaðs miklum erfið-
leikum bundin fjárhagslega, þar
sem ekki er hægt að gera ráð fyr-
ir miklum kaupendafjölda fyrst í
stað að minnsta kosti.
Við vonum, að allir þeir, sem
esperanto-hreyfingunni unna, geri
sér þetta ljóst og leggi því fram
alla krafta sína, svo að hér á landi
megi takast að halda úti esperan-
toblaði.
Esperantistar og esperanto-unn-
endur, beztan skilning ykkar á
þörfinni fyrir esperantoblaði sýnið
þið með því að gerast áskrifendur