Alþýðublaðið - 23.04.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1921, Blaðsíða 2
s .....—....................... Afgreidsla biaðsiQs er ( Alþýðuhúsiaa við lagólfsstræti og Hverfisgötn. Sími 088. Aaglýsingum sé slrilað þang&ð eða i Gutenberg í síðasta lagi kl. 80 árdegis, þann dag, sem þær oíga að koma i blaðið. Askriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. aindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil 4H afgreiðslunnar, að minsta kosti ársQórðungsiega. Pöstkrö|ttvilski|lin. Svo sem kunnugt er tekur kon- ungsrfkið ísland þátt i öllum al- þjóðapóstviðskiftum, einnig póst- kröfuviðskiftum. Hefir almenning- ur notað þessi viðskifti nokkuð, og sú notkun heldur færst i vöxt. Þegar innfiutningshöftunum var skelt á, tók að mestu fyrir þessi viðskifti, vegna þess að póst- stjórnin, eða réttara sagt íslands- banki fyrir hönd póststjórnar, treystist ekki til að yfirfæra fé þetta til útlanda, frekar en ann- að, eins og honum bar skylda til, samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það hefir stjórnarráðið algerjega látið undir höfuð Ieggjast að tilkynna i öðrum rikjum að ísland gæti ekki lengur tekið þátt í póstkröfu- viðskiftum, við önnur lönd. Hefir þetta skeytingarleysi bakað ýms- um þeim er hingað hafa sent póstkröfuböggla, íjárhagslegt tjón, og gerir eflaust ekki lítið til að rýra álit landsmanna út á við, sem þó varla mun rýrara mega vera. Fyrir nokkrum mánuðum var sú undanþága gerð að senda mætti 100 krónur á viku í póst- ávísun til útlanda, einnig var ieyft, út um land, að afhenda póst- böggla án leýfis viðskiftanefndar, nema stórar vörusendingar. Hafa víst margir hugsað gott til glóðarinnar, að reyna að not- Jæra sér vetðfallið í útlöndum, með því að panta þaðan ýmis- iegt smávegis, sem ódýrara varð $ þann hátt. Ea >Adam var ekki ALÞYÐfiBLABlB lengi í Faradis*. Þegar þessi rýmkun var búin að standa hæfi lega lengi, tii að menn væru búnir að koma pöntunum sfnum á stað, þá er enn á ný þvertekið fyrir að póstkröfuböggla megi innleysa. Er þá ýmist komið eða er á leið til landsins nokkuð af póstkröfum, sem pantaðar höfðu verið meðan rýmkunin stóð. Sá er þetta ritar fékk fataefni sem kostar um 70 kr. i póstkröfu- böggli. Hér í búðunum kostar samskonar efni um 120 krónur, böggul þennan fæ ég ekki að innleysa og svo veit ég að er um marga fleiri er pantað hafa. Sendi ég sfmskeyti til Stjórnar- ráðsins og bað um ieyfi til að innleysa kröfuna, en svar hefi ég ekkert fengið, aftur á móti segir póstafgreiðslumaðurinn hér mér að hann hafi fengið skeyti frá Stjórnarráðinu um að endursenda aliar póstkröfur, nema tvær sem þingmaður kjördæmisins hafi út- vegað undanþágu fyrir. Telur hann þá póstkröfuböggla er nú muni liggja í iaudinu tæplega muni nema meiru en c. 10—20 þús. krónum. Mun það vera ský- laust brot á Alþjóðapóstsamningn- um, að neita að taka við póst- kröfufé í þeim löndum er þátt taka í póstkröfuviðskiítum. Áuk þess að stjórnin brýtur þannig gerða alþjóðasamninga, þá bakar hún þeim er pantað hafa álits- hnekkis, og þeim er senda böggl- ana fjárútlát, þvf sjálfir verða þeir að greiða undir bögglana fram og aftur. Tekur póstsjóður þannig fé af mönnum fyrir störf sem hann er ekki fær um að framkvæma, þvf að tilkynna mönn- um póstkröfur en neita þeim svo um leyfi til að greiða þær, getur naumast heitið starfsemi sem hægt sé að taka fé fyrir, þó það sé nú gert. Sé það álit stjórnarinnar að hún skilji nokkuð eftir af við- skiftaheiðri landsins — óflekkuð- um, ætti hún að Ieyfa að innleysa þær póstkröfur sem þegar eru komnar til landsins, og auglýsa jafnframt utan lands og innan að ísland 'taki ekki að svo stöddu þátt í póstkröfuviðskiftum við önnur lönd. VestfirðÍMgmr. Um ðaginn og vegina. íslandsbanki í ágúst i fyrræ var tekin út úr bankánum 1 miij. og 400 þús. kr. umfram það sem tekið hafði verið úr bankanunt vorið áður á sama tfma. Hvað skyldi hafa verið tekið út mikið i september, október og nóvem- ber? Og hvað ætli að það sé lagt mikið inn nú daglega ? Þetta væri afar fróðlegt að vita til þess tað skilja betur viðskifta- lffið, og kreppu þá er þar rfkir nú. Ekki nndlr S kr. Engin akk- orð má taka á eftirvinnu eða sunnudagavinnu, sem ekki er fyr- irsjáanlegt að hafist upp úr það sem taxti verkamannafélagsias ákveður. Jafnaðarmannafélagið heldur fund á morgun kl. 4 í Góðtempl- arahúsiuu uppi. Þar verður útbýtt félagsskfrteinum. Yerðlagsnefhd er nú úr gildi feld, samkvæmt augl. stjórnarinn ar í sfðasta Lögbirtingi. Xessnr á morgnn. í dómkirkj- unni kl. 11 síra Jóhann Þorkels son (ferming). Engin síðdegis- messa. í frfkirkjunni kl. 5 sfðd. síra Ól. Ólafsson. Umræðnr nm Qárlðgin 1921 urðu allsnarpar og svo langdregn- ar að ekki vanst tími til að ijúka þeim f gær þrátt fyrir sfðdegis- fund. Framh. er í dag. 800 ára minning Jóns biskups Ögmundssonar er í dag og held- ur Jón biskup Helgason fyrirlest- ur um hann á morgun í Nýja bfó. Sbr. augl. á öðrum stað. Druknun. Frá Alcureyri var blaðinu símað í gær, að Jón Guð- mundsson SeyðQörð hefði druka- að sfðasta vetrardag. Hafði báti hvolft undir honum og Ingólfi bróður hans, er þeir voru að siglá til fiskjár út með vestur- landinu. SIó vindkviða bátmim um koll undan Bjargi og synti tngólfur til lands, en Jón hélt sér í bátínn. Hljóp Ingólfur eftír mánnhjálp, en er hann kom aft*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.