Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.09.1940, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 28.09.1940, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Athugið! Pó alit annað hækki þá hefir lakkerlng og breimnn ekkert hækkað í verði hjá mér. Þeir sem láta mig lakkera hjólin sín, fá ókeypis geymslu á þeim í vetur. Nýja reíðhjólaverk§læðlð Lundargötu 15. Lögiak. Samkvæmt úrskurði eftir kröfu umboðsmanns Brunabótafé- lags íslands á Akureyri, verða ógreidd brunabótagjöld til Brunabótafélags Islands í bænum, fyrir vátryggingarárið 15. okt. 1939 til 15. okt 1940, tekin lögtaki á kostnað gjald- enda, að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðársýslu og Akureyrarkaupstaðar 24. sept. 1940. Sig. Eggerz. íslenskt rúgmjöl, nýmalað, ágætt í slátur, nýkomið. Pöntunarfélagið. Sinkiang. Hvað er Sinkiang? Það er kín- verski hluti Turkestan, (Sinkiang þýðir: Nýja héraðið). Sinkiang er tengiliður milli Kína og Sovétlýð- veldanna, voldugustu ríkjanna í Evrópu og Asíu, þjóðanna sem á næstu árum munu ráða úrslitum um þróunina í gamla heiminum. Sinkiang liggur norðan við Ti- bet og vestan við Mongólíu og er ca. 7 sinnum stærra en ísland. Sinkiang er náttúruauðugt land, þó naumast hafi verið hreyft við hinum leyndu auðæfum þess. Þar er gnægð af brennisteini, saltpétri, álúni, jadeit, gulli, blýi, olíu, kolum kopar og salti. Kínverska stjórnin lagði fram 750.000 dollara til rekst- urs einnar gullnámu, og eru þar nú framleidddar 15.000 únsur (1 únsa = 32 gr.) af gulli árlega. Kolin eru ódýr í Sinkiang. En hingað til hefir engin stór náma verið starfrækt. Ennþá eru aðeins framleidd þar 20.000 tonn af kol- um á ári og yfirleitt er enn lítið unnið þar úr jörðu af hinum mörgu, dýrmætu efnum. í borg- unum Urumchi (Tihwa), Ili og öðrum stórum borgum, hafa yfir- völdin látið byggja efnaverk- smiðjur, tóbaksverksmiðjur og sútunarverksmið j ur. Framtíð Sinkiang byggist þó fyrst og fremst á landbúnaði og kvikfjárrækt. Yfirvöldin hafa veitt nálægt 4.000.000 dollara til að stofna og starfrækja fyrir- myndarbú, dýralækningastöðvar og skóla, eingöngu til kvikfjár- ræktar hefir stjórnin veitt meira en 2.000.000 dollara. í Sinkiang er ræktað hveiti, býgg, hafrar, hirsi, rís, baðmull og margskonar ávext- ir, Kvikféð í Sinkiang er m. a. hestar, úlfaldar, nautgripir, aznar, sauðfé og geitur. Sinkiang er mestmegnis víðáttu- mikil eyðimörk (auðn) umgirt há- um fjöllum. Það er sendið og eyðilegt land nema á nokkrum stöðum. Alstaðar þar sem áveitur eru mögulegar, þá gefur jörðin, sem er frjósöm, góða uppskeru. Samkvæmt annari 3 ára áætlun- inni, veittu stjórnarvöldin í Sin- kiang 436.000 dollara til áveitu- framkvæmda og skurðagerða síð- astliðið ár. Á þessu ári og næsta ár verða veittir í sama skyni 162.000 og 295.000 dollarar. Jafn- framt er lögð meiri og meiri áhersla á trjárækt. Fyrir 7 árum fengu aðeins rúm- lega 2000 manns í Sinkiang fyrsta flokks uppeldi. En nú, njóta yfir 200.000 manns þar meiri og minni mentunar. Kenslukvikmyndir og listrænar leiksýningar halda nú bráðum innreið sína í stórborg- irnar. Útgjaldaliðurinn á fjárlög- unum til uppeldis- og menningar- mála hefir hækkað hvorki meira né minna en upp í 4.000.000 doll- ara á ári. Allir fá ókeypis fræðslu. Stúdentar fá ókeypis fæði, íbúð, námsbækur og ritföng. Bestu nem- endumir í Lista- og vísindahá- skólanum í Sinkiang fá meira að segja tækifæri til að fara tii ann- ara landa til framhaldsnáms í ýmsum greinum. Hvílík umskifti á fáum árum. Sinkiang hefir auðvitað sín áætlunarkerfi. 1938 var lokið við fyrstu 3ja ára áætlunina. Á því tímabili voru settar á laggirnar margar iðnaðargreinar, bygðir spítalar, skólar, vegir lagðir og rafstöðvar bygðar. Á þessu ári, sem nú er að líða, er sérstaklega lögð áhersla á vöxt og viðgang iðnaðarins. Sinkiang, eins og aðrir hlutar Kína er að vakna til meðvitundar um mátt sinn og hristir af sér hlékki afturhalds og kúgunar. Loftárásirnar milli Pjóðverja og Breta fara harðnandi. Loftárásirnar á England og á Þýskaland og hernaðarlega mik- ilvæga staði Þjóðverja annars- staðar, halda áfram. í gær segjast Bretar hafa skotið niður 133 þýsk- ar flugvélar og hafi Þjóðverjar nú alls mist í september um 1000 flugvélar og 1300 í ágúst. hð sem anð- valdsríkin óttast. Eins og viðurkent er af öllum helstu hernaðarsérfræðingum Breta, Þjóðverja, Frakka, ítala, Bandaríkjanna og Japan, er Rauði herinn langsterkasti og best út- búni og þjálfaðasti her í heimi. í fyrra haust var t. d. Rauða ridd- araliðið fjölmennara en riddaralið Þýskalands, Frakklands, Póllands, Ítalíu og Japans til samans. Rúss- ar hafa lagt alveg sérstaka áherslu á að æfa riddaralið til hernaðar- aðgerða í samvinnu við skrið- drekahersveitir. 1938 unnu 120 þús. manns við flugvélaiðnaðinn í Þýskalandi, en á sama tíma í Sovétlýðveldunum 250 þúsund manns. Misrrtunurinn á framleiðslunni var eftir þessu. 1936 var búið að æfa 150 þús. hernaðarflugmenn í Sovétríkjun- um. Hý bókarfrep. Örlögin spinna þráð. — Skáldsaga eftir Birgir Vagn. — Aðalumboð: Bókaverslun Þ. Thorlaci- us, Akureyri 1940. Birgir Vagn mun vera dulnefni höfundar. í bók þessari eru 4 smásögur: „í fjötrmn“, „Stúlkan á kvistinum", „Útlagr* og „Konung- ur og kotungur". Ekki er hægt að merkja af þessum sögum að þarna sé á ferðinni mikið og gott efni ( skáld. Hinsvegar bera sögurnar glögg einkenni viðvaningsins á sviði skáldsagnagerðar. Skortir höf. í ríkum mæli bæði eftirtekt og dómgreind til að fara með þau viðfangsefni, er hann hefir valið sér í þessum sögukornum sínum. Frelsisást Bandaríkj* anna í verki. 1916 réðist Bandaríkjaher inn í Mexiko. 1925 gerðu Bandaríkin ásamt Bretlandi innrás í Kína og var bandarískur og bretskur her settur á land í Hankow. 1926 gerðu Bandaríkin innrás í Nicaragua. Var þessi innrás gerð til að styðja coup d’état íhalds- flokksins í Nicaragua gegn hinum frjálslynda forseta, sem hafði á prjónunum ýmsar endurbætur í fjármálum og landbúnaði, sem Bandaríkin töldu fjandsamlegar hagsmunum sínum. 1927 gerðu Bandaríkin aftur innrás í Nicaragua vegna þess að hersveitir Moncaba (leiðtoga hinna frjálslyndu) höfðu beðið hærri hlut í lok ársins 1926. 1928 réðust bandarískar hersveitir enn inn í Nicaragua, Nú hafa Bandaríkin á prjónun-' um stórfeldar áætlanir um að færa út kvíarnar, hafa þau m. a. þegar raunverulega lagt Grænland undir sig og hafa minsta kosti fullan hug á að ná góðri fótfestu á íslandi svo ekki sé meira sagt. En um það mál verður rætt síðar. Verður varuskortur í landinu vegna Breta? Undanfarið hafa verið mikil brögð að því, að innrásarherinn hefir keypt upp mikið af kartöfl- um, rabarbara og eggjum, að ónefndu kjötinu. Hefir afleiðingin m. a. orðið sú, að þessar vörur hafa stórhækkað í verði og egg og rabarbari er nú nær eða alveg ófáanlegar vörur. Ríkisstjórnin mun nú hafa, eftir að hún var gagnrýnd harðlega, gert einhverj- ar ráðstafanir til að hindra að al- varlegur kartöfluskortur verði í landinu vegna þessara uppkaupa Breta. Er m. a. verið að íhuga hvort ekki er hægt að fá kartöflur frá Ameríku í staðinn. Er það tví- mælalaus skylda ríkisstjórnarinn- ar að reyna það sem hún getur til að hindra að verðhækkun og vöruskortur verði í landinu af völdum innrásarhersins. Abyrgðarmaður: Steingr. Aðalsteinsson. Prentverk Odds Bjömssonar,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.