Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.01.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 06.01.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Garnla fólkið i VERKAMAÐURINN. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipaéötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskeilsson, Loftur Meldal, Lárus BjÖrnsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Áramót kúgunar og frelsis Þessi áramót eru óvenjulega merkileg. Á árinu, sem nú hefir kvatt, endurheimtu íslendingar lýðveldið og öðluðust stjórnarfars- legt frelsi að fullu eftir aldalanga baráttu við erlent og innlent aftur- hald. Líðna árið mun því ekki gleymast íslensku þjóðinni meðan hún lifir. Á liðna árinu hafa einnig ýmsar aðrar þjóðir endurheimt frelsi sitt úr bfóðugum krumlum ejlendrar og innlendrar harðstjórnar, og á þessu ári, er nú hefir hafið göngu sína má gera ráð fyrir að áþján aft- urhaldsins í gerfi fasismans verði velt af öllum þeim þjóðúm Evrópu, þar sem fasisminn ræður ennþá lögum og lofum. Vér getum glaðst yfir því, íslend- ingar, að þróunin hagaði því þann- ig til, að vér sluppum við blóðug átök til að ná síðasta áfanganum í frelsisbaráttunni, og að við höfum að mestu leyti sloppið við harm- kvæli og hörmungar styrjaldarinn- ar. Við höfum að heita má ein- göngu verið áhorfendur að hildar- leiknum í Evrópu, en af þeim sár- um, sem ófreskja fasismans hefir veitt okkur og nú síðast skömmu fyrir jólin, getum vér gert okkur í hugarlund hvílíkt ógnarástand rík- ir í þeim löndum, sem nazistarnir hafa haldið og halda enn í heljar- greipum sínum. En þó íslenska þjóðin hafi nú endurheimt frelsi sitt er fjarri því að baráttu hennar sé lokið á þeim vettvangi. Nú bíður hennar það mikla og vandasama hlutverk að gæta þess að glata ekki hinu lang- þráða frelsi og í öðry lagi að hag- nýta þannig hinar miklu auðlindir íslands, að vér getum með sanni sagt, að hver einstaklingur þjóðar- innar hafi öðlast fult frelsi og óskert lýðréttindi en á hvorttveggja /skortir nú mjög mikið. Þetta mun kosta harða baráttu. Eins mun verða í þeim löndum Evrópu, sem losna eða hafa þegar losnað úr helklóm Þjóðverja. Átök- in í Frakklandi, Belgíu og síðast en ekki síst í Grikklandi sýna, að aft- urhaldið og jafnvel fasisminn er ekki úr sögunni þó þýski herinn hafi verið hrakinn burtu. Cham- berlain-eðlið á enn svo mikil ítök í ensku yfirstéttinni, að útlit er fyrir að það kosti þjóðir Evrópu harð- vítuga baráttu að koma Bretum í skilning um, að þeir hafi engan Kínverjar virða ellina öðrum þjóðum fremur og hafa hlotið virðingu Vesturlanda fyrir. Við íslendingar ættum að taka okkur þá til fyrirmyndar á því sviði. Það virðist sem þeirri dygð sé ekki mikill gaumur gefinn nú á dögum og rækt yngri kynslóðar- innar til þeirrar eldri fari fremur minkandi, er það mjög illa farið. Þegar eldra fólkið hefir skilað samtið og framtíð miklu og góðu starfi og eftir langan vinnudag er þrotið að kröftum, ber þjóðfélag- inu skylda til að tryggja því öryggi og bjart og hlýtt æfikvöld. Tryggingarlöggjöfin hefir að nokkru leyti bætt kjör þess, frá því sem áður var, með ellilaunum þeim, sem greidd eru samkvæmt henni. En ástandið, eins og það er nú, er langt frá því að vera viðun- andi. Fyrst og fremst er hámark ellilauna þeirra, sem engan eiga að, altof lág. Svo kemur til greina mat á því, hverjir eiga börn eða aðra aðstandendur, sem færir séu um að sjá um þá. Þetta mat reynist mis- jafnlega réttlátt, því til þess að framkvæma það svo rétt sé, þarf meiri en litla þekkingu á kjörum fólks og réttsýni, þó góður vi'íji sé til staðar. Það eina, sem ber að stefna að, er að alt fólk, sem hefir náð vissu aldurtakmarki, fái full ellilaun. Ef um eignir aðstandenda eða þess sjálfs er að ræða, ætti það opinbera að hafa ráð með að skatt- leggja það. Næst því að fólk hafi nægilegan lífeyri, kemur það atriði, að það hafi heimili og viðunandi aðbúð. Hér í bæ er það nú á síðustu tím- um orðið mjög aðkallandi. Margt gamalt fólk er á heimilum, sem vantar skilyrði til að hafa það, vant- ar húsnæði og vinnukraft til að annast um það. Þegar gamalmenna- heimilið í Skjaldarvík var reist, hér í nágrenni bæjarins, bætti það dá- h'tið úr, því héðan úr bænum hafa nokkur gamalmenni fengið þar pláss. En þar er engin sjúkra- deild og því ekki fyrir rúmliggj- andi fólk. Margt fólk, sem er búið að dvelja hér næstum alt sitt líf, vill ekki fara úr bænum, ekki síst, þar sem enginn sími er í Skjaldar- vík og engar áætlunarferðir þang- að, svo fólki sem þar er finst það einangrað, hvað vel sem því líður að öðru leyti. Það er því eitt af þeim framkvæmdum, sem hér í bæ bíða úrlausnar,, bygging gamal- mennahælis, sem fullnægi þörfum bæjarins á því sviði. Þolir þetta litla bið. Hér í bæ eru gamalmenni rúmliggjandi, sem ekki er hægt að koma í sjúkrahús, og á sjúkrahús- rétt til þess að blanda sér í innan- ríkismál annara þjóða. En þó sú barátta verði löng og ströng hníga öll söguleg rök að því, að henni getur ekki lokið nema á þá leið, að ljónsloppan verði höggvin af eins og krumlur nazism- ans. Vonandi gerist hvorttveggja á þessu ári. Þá fyrst geta þjóðir Ev- rópu fagnað frelsi sínu og öðlast fullkomið sjálfstæði. inu fólk, sem ætti að vera á sjúkra- deild gamalmennahælis, ef til væri. í sumum tilfellum er ástandið á heimilum svo alvarlegt — að til vandræða horfir — þar sem, ef til vill, fleira en eitt gamalmenni liggur ósjálfbjarga og lítill vinnu- kraftur og því minni skilyrði til hjúkrunar er til staðar. Þetta mál þarf því að takast til athugunar sem allra fyrst og hefj- ast handa til undirbúnings. Vitanlegt er, að ýmsar byggingar eru á prjónunum hér í bæ, sem kosta rnikið fé, og því mun það verða fyrsta hindrunin í vegi þessa máls, að fjárvant sé til að byrja á slíkri byggingu. Sumar byggingar eru komnar mikið áleiðis og fé fengið til þeirra að miklu leyti, og ékki er tilgangurinn með því, að hreyfa þessu máli, að setja fótinn fýrir aðrar framkvæmdir. Aðeins vildi eg varpa þeirri spurningu írarn til Akureyringa, hvort við sé- um ekki vaxnir því að leysa þetta mál á*sem allra skemstum tírna, svo við þurfum ekki lengur að bera kinnroða fyrir vanþakklæti okkar og tómlæti gagnvart eldri kynslóð- inni. E. E. Nær og f jær Tveir þjóðkunnir menn, sem um langt skeið voru nánustu samherjar Hriflu- Jónasar innan Framsóknarflokksins, og annar þeirra pólitískur fóstursonur hans, hafa nú um áramótin lýst allskilmerki- lega þessu fyrverandi og núverandi leið- arljósi Framsóknarflokksins. ★ I langri grein, sem Jónas Þorbergsson skrifar í Þjóðviljann i tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar, farast honum m. a. svo orð: „... . Um tólf ára skeið tók eg, sem ritandi maður Framsóknarflokksblað- anna, mikinn þátt í baráttu samvinnufé- laganna. Um þær mundir voru uppi stór- deilur í verslunarmálum og sókn hörð á hendur félögunum. Er eftirminnilegust árás Björns Kristjánssonar í riti hans „Verslunarólagið", stuttu eftir 1920, þeg- ar félögin áttu við örðugleika að stríða vegna þungra verðlagsáfalla. Þau við- skifti voru eigi ávalt vægileg enda leit- ast við af hálfu samvtinnumanna að snúa vörn í sókn. —• Nú ríkir mikil kyrð í þessum málum enda hefir höfuðmál- svari samvinnumanna, ritstjóri Sam- vinnunnar, lagt af sér hjálm og brynju og lýst yfir því nýlega í riti sínu, að eft- irleiðis muni samvinnumerui og kaup- sýslumenn aðrir starfa hlið við hlið ágreiningslaust um tilverurétt beggja þessara aðilja. Það fer eftir málsviðhorf- um á hverjum tíma svo og skoðunar- háttum og skapfari þeirra, er á málum halda, hversu deilur rísíi hátt. — Það ber að vísu síst að harma, að illdeilum slái niður. En á hitt er að líta, hvað í þögn- inni býr og hversu drep sinnuleysisins grípur um sig, þar sem hún ríkir á vett- vangi hugsjónamála.... Því fer mjög fjarri, að takmarki samvinnunnar sé náð né hlutverki hennar lokið á landi hér. — Þess vegna er fyrgreind yfirlýsing fyr- verandi oddvita í baráttu samvinnu- manna um sættagerð við „status quo“ eða ríkjandi ástand ekkert annað en svik við hugsjón og takmark samvinnumanna á Islandi. . . . .... Mér verður alloft reikað að kumbli Hallgrims Kristinssonar, þess manns, sem eg hefi dáí mest og sárast harmað, að svo ungur hvarf í dauðann úr forystusveit samvinnumanna á ís- landi. . . . Mér koma seint og snemma í hug orð þau, sem hann lét eitt sinn falla, er við ræddum um þessi mál: Hann kvaðst óttast um framtíðarörlög sam- vinnustefnunnar í landánu, Hann kveið því, að starfið myndi, er stundir liðu fram, snúast í einsýna hagsmunabaráttu, meðan eldur hugsjónanna félli í fölskva hjá gröfum frumherjanm; enda væri þá með öllu unnið fyrir gýg, með því að raunverulegt gildi sérhverrar félags- málastefnu og umbótaviðleitni mann- anna væri fólgið í þeirri þróun, er hún fengi orkað í andlegum og siðferðilegum efnum. Satt að segja virðist mér svo, að grun- ur Hallgríms Kristinssonar sé nú þegar að rætast. Höfuðformælandi samvinnu- stefnunnar og skeleggasli baráttumaður um áratugi hefir nú lagt af sér herklæð- in, samið frið og stungið eldi hugsjóna sinna undir felhellu. Ekkert af málgögn- um landsins sinnir hugsjónamálum sam- vinnustefnunnar að verulegu ráði. Aðat- málgagn samvinnumanna hefir að und- anfömu meir snúið sér að óskyldum, pólitískum illdeilum. . . . “ ★ í „Tímanum" 22. des. sl. er svofeld lýsing gefin á ritstjóra Samvinnunn- ar og „Ófeigs“: ..... Þetta seinasta Ofeigshefti má (Framhald á 4. síðu). Konan mín og móðir okkar, HERDÍS FINNBOGADÓTTIR, andaðist 27. des. s.l. Jarðarförin er ókveðin miðvikudaginn 10. ian. n.k. og hefst með húskveðju kl. 1 e h. frá heimili hennar Aðalstr. 76. Guðmundur Guðmundsson frá Naustum og böm. GUÐRON jónsdóttir, fyrrum húsfreyja í Auðbrekku, sem andaðist 1. jan. s.l.. verður jarðsungin að Möðmvöllum í Hörgárdal, miðvikudaginn 10. jan. n.k. Áthöfnin hefst með húskveðju frá heimili hennar, ByrgL Glerárþorpi, kl. 11 f. h. Vandamenn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.