Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.01.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.01.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN - ^ > Skýrsla verðlagsstjóra utn heildsala- svindlið. Seinlæti verðlagsstjóra, að ganga eftir frumreikningum, vekur almenna furðu. „,Þegar sú breyting var gerð á verðlagseftirlitinu snemma á árinu 1943, að það var fengið í hendur Viðskiptaráðinu og sérstakur verð- lagsstjóri var skipaður, höfðu ýmis fyrirtæki í Reykjavík umboðsmenn eða útibú í Bandaríkjunum til þess að annast vörukaup fyrir sig, auk þess sem nokkrir íslenzkir ríkis- borgarar höfðu setzt þar að til að kaupa vörur fyrir íslenzk fyrirtæki. í gildandi verðlagsákvæðum voru eigin hámarksákvæði um umboðs- laun slíkra aðilja. Eitt af fyrstu verkum Viðskipta- ráðsins og verðlagsstjóra var að endurskoða hinar almennu reglur um verðlagningu vara. Hálfum mánuði eftir að ráðið var fullskip- að til þess að fjalla um verðlagsmál, gaf það út nýjar verðlagningarregl- ur, og var þar m. a. ákveðið, að fyr- irtæki, sem hefðu umboðsmenn eða útibú erlendis, mættu ekki reikna þeim meira en 5% í um- boðslaun. Þegar á fyrstu fundum ráðsins var og um það rætt og það fyrirhugað, að gefa út reglur um, að verðlagning vöru skyldi aldrei byggð á reikningum (fakturum) ís- leniskra ríkisborgara í Almeríku, eða á reikningum amerískra fyrir- tækja, sem íslenskir borgarar störf- uðu við vegna viðskifta við ísland eða gildar líkur væru fyrir að stæðu í hagsmunasambandi við ís- lenska innflytjendur. Þar sem hér var um sérstaklega þýðingarmikið nýmæli að ræða, taldi ráðið ekki rétt að gera um það ályktun án þess að fá um það umsögn ríkis- stjórnarinnar. Að lokinni athugun á málinu taldi hún Viðskiftaráði ekki heimilt að gefa út fyrirmæli um, að neita að taka gilda reikn- inga frá amerískum fyrirtækjum, jafnvel þótt íslenskir borgarar störfuðu við þau vegna viðskifta við Island. Að öðru leyti hafði hún ekkert við fyrirhugaða ráðstöfun að athuga. Eftirlit með því hvort fyrirmæl- unum um að reikna umboðsmönn- um í Ameríku aðeins 5% væri hlýtt, var að ýmsu leyti mjög erfitt, enda höfðu ýmis fyrirtæki erlenda umboðsmenn. Var þó á ýmsan hátt reynt að fylgjast með þessu m. a. með því að athuga, hvort sambæri- legar vörur væru dýrari hjá þeim, sem hefðu fasta umboðsmenn í Bandaríkjunum, en öðrum. Kom í ýmsum tilfellum í ljós, að svo virt- ist, þótt ógjörningur væri að færa sönnur á, hver orsökin kynni að vera. í september 1943 komst verð- lagseftirlitið svo að raun um mjög gildar líkur fyrir því, að ákveðið fyrirtæki í Reykjavík léti útibú sitt reikna sér hærri umboðslaun en heimilt er. Var nú hafinn víðtækur undirbúningur að rannsókn þessa máls, m. a. með aðstoð ræðismanns íslands í New York. í október var ákveðið, að verðlagsstjórinn, sem var á förum til Bandaríkjanna, skyldi einnig athuga þessi mál þar. Kom hann aftur til landsins í fe- brúar 1944. Skömmu síðar gaf ráð-' ið út fyrirmæli um það, að óheimilt sé að byggja verðlagningu á vöru- reikningum íslenskra borgara í Bandaríkjunum, og litlu síðar var öllum innflytjendum sem verðlagt höfðu vörur á grundvelli reikn- inga frá íslenskum umboðsmönn- um eða útibúum, síðan fyrirmælin um 5% umboðslaun voru sett, fyr- irskipað að senda verðlagseftirlit- inu frumreikninga frá erlendum seljendum til þess að hægt væri að ganga úr skugga um, hvort þeir hefðu reiknað sér meira en 5%, enda hafði verðlagseftirlitið nú mjög sterkar líkur fyrir því, að um slíkt hefði verið að ræða. Þegar frumreikningarnir tóku að berast, kom í Ijós, að grunur verðlagseftir- litsins hafði við rök að styðjast. Hinsvegar liafa ýmis fyrirtæki ekki enn orðið við þessum fyrirmælum, þrátt fyrir ítrekanir og alllangan frest, og hefir Viðskiftaráðið þvi ekki séð sér annað fært en að til- kynna þeim, að þeim muni fram- vegis ekki verða veitt innflutnings- leyfi, hafi þau ekki fullnægt um- ræddum fyrirmælum fyrir 20. fe- hrúar næstkomandi. Að svo komnu máli verður því ekki sagt með vissu um, hversu al- menn verðlagsbrot er hér að ræða. Sést það ekki, fyrr en öll umrædd gögn eru komin í hendur verðlags- eftirlitsins. Á þessu stigi málsins er þó komið í ljós, að umboðsmenn tveggja fyrirtækja í Reykjavík hafa reiknað sér hærri umboðslaun en þau 5% sem heimiluð eru, og hafa mál þeirra verið afhent saka- dómara til meðferðar." Matvælaseðlum út- hlutað til 6 mánaða Ráðstöfun þessi er gerð til að gefa almenningi kost á að birgja sig upp vegna ísahættu. Ríkisstjórnin hvatti til þess með auglýsingum síðastliðið sumar, að verslanir á íshættusvæðinu hefðu fyrirliggjandi nægar birgðir af skömtunarvörum yfir vetrarmán- uðina, og heimilaði, að úthluta mætti matvælaseðlum til lengri tíma en þriggja mánaða, ef þess væri óskað. Bæjarstjórn Akureyrar óskaði eftir að þessi heimild yrði notuð og hefir nú verið úthlutað matvælaseðlum fyrir sex mánuði, eða til júníloka. Ef verslanir, sveitastjórnir og all- ur almenningur á þessu pmrædda Tónlistarhús á Akureyri. (Blaðinu hefir borist eftirfarandi frá Tónlistarfélagi Akureyrar): Tónlistarfélag Akureyrar tók þá ákvörðun á aðalfundi sínum 14. nóv. sl. að reyna að gera að veru- leika þá hugsjón. sem vakað hefir fyrir því frá stofnun þess, 4. maí 1943, að hér verði bygt fullkomið og veglegt tónlistarhús, með hljóm- leikasal, æfingastofum fyrir söng- félög, lúðrasveit og væntanlega hljómsveit, og þar sem fyrirhugað- ur tónlistarskóli félagsins geti haft aðsetur. Þetta hús þarf að rísa á góðum stað í bænum og vonandi lætur bæjarstjórn ekki sitt eftir liggja að úthluta því heppilegum stað, því hvert bæjarfélag mun telja sér sóma í og menningarauka að því, að stofnun sem þessi verði engin hornreka. En það þarf mikið átak til að koma upp slíkri hyggingu og hefir Tónlistarfélag Akureyrar þegar fyrir nokkru sntiið sér til allra starfandi söngfélaga í bænum og óskað eftir samvinnu við þau, fyrst og fremst. í því samstarfi er gert ráð fyrir að öll félögin tilnefni sína 2 fulltrúana hvert í nefnd til undirbúnings og framkvæmda og ennfremur fulltrúa í sérstaka fjár- öflunarnefnd. Sum söngfélögin liafa þegar ákveðið að ganga til samstarfs. Von- andi geta áðurnefndir aðilar allir sameinast um þetta mikla menn- ingarmál. En jafn nauðsynlégt og það er að öll félögin, sem að söngmálum. og tónlist vinna hér i bænum, standi sameinuð um þetta, þá ér líka mjög mikils vert að allir bæjarbúar verði samhuga og samtaka um framkvæmdir og þá hvað helst allir tónlistariðkendur og unnendur hér á Akureyri og jafnvel einnig ann- arsstaðar á Norðurlandi. En hvað er þá um tónlistarskól- ann að segja? Hann væri þegar tekinn til starfa ef fengist hefðu kennarar í haust í píanóleik og fiðluleik. Var mikið að því unnið, en bar ekki tilætlað- an árangur. Allir, sem fást við slíka kenslu í Reykjavík hafa svo mikið að gera, að þeir vildu og gátu ekki þaðan farið í haust sem leið. En miklar vonir standa til að hægt verði að byrja á slíku skóla- haldi hér næsta haust. svæði notfærir sér þessa sex mánaða úthlutun eins og til er ætlast, er fyrir það girt, að þurð verði á skömtunarvörur, þótt svo illa tæk- ist til, að hafís legðist að landinu í vetur. Matvælaseðlar þessir eru prent- aðir með grænu letri fyrir fyrra tímabilið (jan.—mars) en bláu fyrir hið síðara (apríl—júní), en báðir seðlarnir taka gildi 1. jan. 1945. Græni seðillinn fellur úr gildi 31. marz, en blái seðillinn ekki fyr en 30. júní 1945. Þetta þarf fólk sem ekki kaupir strax út á alla seðlana vel að hafa hugfast. Til þess er ætlast að allir, sem það geta, kaupi út á alla seðlana strax. Tónlistarfélag Reykjavíkur og kennarar tónlistarskólans þar hafa heitið Tónlistarfélagi Akureyrar stuðningi sínum um stofnun tón- listarskóla hér og stafar okkur það- an velvild á ýmsan hátt. Nær og fjær „Dagur“ ræðst á ríkisstjórnina með offorsi fyrir það, að hún hafi ekki enn fyrirskipað opiinbera rannsókn í máli heildsalanna og Coca-Cola-stjómarinnar, og getsökum um, að ríkisstjórnin ætli að svæfa mólið, jafnframt þessu skýrir „Dagur“ frá því, að hinn opinberi saka- dómari hafi fengið mál þriggja heild- söluverslana til rannsóknar! — Hinn nýi ritstjóri hefir lært blaðamensku í landi gangsteranna, með öðru er ekki unt að skilja að hann skuli bera slikan mála- flutning á borð fyrir lesendur — jafnvel þó „Dags“-menn séu vanir ýmsum óþverra áður. ★ En svo viljum vér líka spyrja: Hvers- vegna kröfðust ekki V. í>ór og Björn Ól- afsson opinberrar rannsóknar alla hundstíð sína sem ráðherrar? ★ „íslendingur" hefir aft áður talið sdg bera mjög fyrir brjósti hagsmuni al- mennings og oft vítt hina miklu dýrtíð. En nú bregður svo kynlega við, að þegar uppvíst er orðið um, að ýms, og senni- lega mörg heildsölufyrirtæki í Reykja- vík eru sek um stórkostlegt svindl, sem hefir stórhækkað verð á nauðsynjum al- mennings, þá skýrir blaðið aðeins fró þessu í gær með 8 línum — það er 4 línum á hvorn ritstjóra. Hvílík umhyggja fyrir hagsmunum almennings! ★ í tilefni af því að Bílstjórafélag Ak- ureyrar hefir sent bæjarstjóm áskorun um að gera ráðstafanir til þess að kaupa nýjan veghefil til notkunar í bænum, skrifar Islendingur með hjartnæmum orðum um ástand veganna í bænum. — Skyldu ritstjórar „ísl.“ ekki vita það ennþá, að það eru Sjálfstæðismenn og Framsókn, sem í bróðurlegri einingu hafa undanfarin ór skamtað fé til veg- anna í bænum og bera óbyrgð á því, hvemig ástandiið er í þessum málum. ★ Sjónarhóls-Norðlendingurinn í „Degi“ skrifar, í sambandi við heildsalasvindlið: „Menn verða að gera sér ljóst hvaða flokkar og öfl það eru í þjóðfélaginu, sem höfuðábyrgð bera á þessari stefnu.“ (Það er: að láta heildsölunum haldast það uppi siðastliðin ár að falsa inn- kaupsreikninga. Skýring ,,Verkam.“). — Hraustlega og djarfmannlega talað. En skyldi „Dagur“ þjást af sama krank- leika og „ísl.“, undraverðu minnisleysi? Sé svo þá viljum vér minna „Dag“ á, að það var í stjórnartíð Björns Ólafssonar heildsala og V. Þór braskara og mið- stjómarmeðlims Framsóknar, að heild- salarnir fölsuðu innkaupsreikninga sína og það var Framsóknarfl., sem reyndi alt sem hann gat tfil þess að hindra að glæpamannastjórninni yrði varpað úr há- sætinu og ný stjóm mynduð og að það voru því þessiir aðilar sem báru höfuð- ábyrgð á stefnunni i viðskifta- og verð- lagsmálunum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.