Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.01.1945, Blaðsíða 1
VERKHinflffliRinn XXVIII. árg. Laugardaginn 20. janúar 1945. 3. tbl. Vetrarsókn Rauða hersins hafin frd Karpatafjöllum til Eystrasalts Þjóðverjar telja sóknina svo stórkostlega, að ekkert sem þeir þekkja áður komist í samjöfnuð við hana og segja að markmið Rússa með sókninni sé sjálf Berlínarborg Borgirnar Warszawa, Cracow og Lodz eru nú þegar í höndum Rauða hersins svæði hersveita Konievs, og loks hafa sovéthersveitir, undir stjórn Chernyakovskys, rofið varnarlínu Þjóðverja í Austur-Prússlandi og eru borgirnar: Czestochova, Kielce, Auk þeirra helstu borga, sem Rússar hafa tekið og áður. er getið, eru borgirnar: Czeslochova, Kielce, Tomashov, Radom, Novo- Ra- domsk, Piotrkov, Modlinog Kutno. Fregnir í morgun herma, að bar- ist sé nú á þremur stöðum innan þýsku landamæranna, í Slesíu, og syðst í Austur-Prússlandi og í aust- Fyrir rúmri viku síðan, eða sl. föstudagsmorgun hóf Rauði herinn sókn undir forustu Konievs mar- skálks, frá vestri bökkum Vistula- fljóts austur að Cracow. Rufu sovét- hersveitirnar á örstuttum tíma all- ar varnarlínur Þjóðverja á um 100 km. kafla og sóttu hratt fram. Síðar hófu sovéthersveitir sókn, sunnan við Warszawa, undir forustu Zhu- kovs marskálks, sóttu langt vestur fyrir Warszawa og beygðu síðan til norðurs. Um svipað leyti rufu her- sveitir Rússa, undir forustu Ro- kossovskys, varnir þýska hersins norðan við höfuðborgina og var hún þá umkringd og tekin með áhlaupi, samtímis úr suðri, vestri og norðri. Þá hefir Rauði herinn einnig hafið sókn, undir forustu Petrovs, syðst í Póllandi, við rætur Karpatafjalla ,sunnan við sóknar- urhéruðum þess; sækja sovéther- sveitirnar nú fram í Póllandi á 640 km. víglínu. — Fyrir ári síðan var Rauðiherinn í yfir 1000 km. frá Berlín, en nú á hann eftir þangað tæplega 400 km. leið. Pólska bráðabirgðastjórnin, sem nýlega var mynduð í Lublin, flutti strax til Warszawa og þýski herinn hafði verið hrakinn þaðan. For- sætisráðherrann lieitir Morawski. og er stjórn hans studd af Pólska verkamannaflokknum, Sósíalista- ilokknum, Bændaflokknum og Lýðræðisflokknum. ítalska st jórnin viður- kennir íslenska lýð- veldið Utanríkisráðuneytinu hefir bor- ist nóta frá utanríkisráðherra ítal- íu, sem er svar við nótu íslenska utanríkisráðuneytisins frá 17. júní um stofnun lýðveldis á Islandi og kjör forseta íslands. Viðurkennir ítalska stjórnin með nótu þessari íslenska lýðveldið og sendir forseta þess og þjóðinni allri hlýjar árnaðaróskir með von um góða samvinnu og samkomulag beggja landanna. Reykjavík, 9. janúar 1945. (Frá ríkisstjórninni). ára starfsemi sinnar með að Hótel Norðurland 6. Bílstjórafélag Akureyrar 10 ára. Bílstjórafélag Akureyrar minnt- ist 10 samsæti þ. m. Undir borðum rakti Guðm. Snorrason sögu félagsins í stórum dráttum, ennfremur fluttu ræður Sigurjón Rist og Júlíus Ingimars- son; ýmsir aðrir tóku einnig til máls.. Fjöldi heillaskeyta bárust félag- inu og «;jnnig 500 kr. peningagjöf frá manni, sem ekki vill láta nafn síns getið. Var samsæti þetta hið myndar- legasta og fór prýðilega fram. — Félagið telur nú um 180 meðlimi. Heildsalamálið Heildsölufyrirtækið S. Árnason R: Co., í Reykjavík, hefir verið kært fyrir brot á innflutnings- og gjald- eyrislögunum. Fer nú fram rann- sókn í máli heildsalanna, og mun hún koma víða við. Davíð Stefánsson fimmtugur. Da\ íð Stefánsson frá Fagraskógi á fimtugsafmæli á morgun. Mun þessara tímamóta í æfi hins vinsæla skálds verða minst á ýmsa lund. í kvöld helgar ríkisútvarpið honum dagskrá sína og um sexleytið á morgun fara nemendur Mennta- skólans blysför um nokkrar aðal götur bæjarins að húsi skáldsins, en Lúðrasveit Akureyrar leikur lög og ..Geisir" heiðrar skáldið með söng. l>á hefir bæjarstjórn Akureyrar ákveðið að heiðra Davíð á sérstak- an hátt fyrir hönd Akureyrarbæjar . Verkamaðurinn" árnar hinu iimtuga skáldi allra heilla og megi það lengi lifa og vaxa. . . Vísitalan fyrir janúar, hefir nú verið reiknuð út og telst 274 stig eða 1 stigi hærri en í desember. Er hækkunin talin stafa af hækkun á símagjöldum, en þau hækkuðu nýlega um 50% víðast hvar. Karlakór Akureyrar HvaðerE.A.M.? í umræðum, sem fram fóru nú í vik- unni í bretska þjnginu um Grikklands- málin, jós Churchill úr sér illyrðum um samband grísku föðurlandsvinanna, E. A. M., og stóð þar ekki að baki Hitler. — Reyndi Churchill m. a. að telja mönnum trú um, að E. A. M. væri eingöngu kommúnistaflokkur. og beitti þar sams- konar áróðursbrellu og nazistar, enda eru þeir Churchill og Hitler alveg sammála um baráttuna gegn E. A. M. En hveð er þá E. A. M.? Aþenufréttaritari enska íhaldsblaðsins Times, sem er helsta stuðningsblað Churchills, þó ekki í þessu máli, símaði blaði sínu 6. des sl.: „E. A. M. er mynd- að af Kommúnistaflokknum, Sósíalista- flokknum, Sambandi lýðræðissinna, Gríska sósíalistasambandinu, Sósíal- demokrataflokknum, Verkamanna- og bændaflokknum, vinstri armi Frjáls- lynda flokksins og mörgum öSrum sam- tökum og einstaklingum." Zhukov stefnir til Berlínar Grigori Konstantinovitch Zhukoff, marskálkur, sem stjórnaði hersveitunum er tóku Varsjá og sækja fram í Mið- Póllandi, er 47 ára gamall og hefir gegnt herþjónustu í 29 ár. Zhukoff hefir verið sæmdur mörgum heiðursmerkjum, m. a. Leninorðunni og hlotið virðingarnafn- ið: hetja Sovétríkjanna, hann hefir hlotið nafnbótina marskálkur Sovétríkjanna og er þjóðfulltrúi landvarnarmálanna. — Zhukoff hefir unnið marga glæsilega sigra. Fyrsti stórsigur hans var haustíð 1941, þegar hann hrakti Þjóðverja á flótta hjá Moskva, næsti sigur hans, eft- ir að hann hafði skipulagt vörn Stalin- grad og Grozny, var hin mikla orusta sem stökti Þjóðverjum á brott úr Don- héruðunum; þriðji stórsigurinn var, þeg- ar hann neyddi Þjóðverja til undanhalds við Leningrad. — Undir forustu hans tóku hersveitir Rauða hersins Vinnitsa 20. mars sl. og þar með var leiðin opin til Karpatafjalla. Og nú stefnir Zhukoff liði sínu beint að bæli nazista í Berlín. minnist 15 ára afmælis síns með hófi að Hótel Norðurland, laugardagínn 27. janúar næsfk. kl. 8.30 e. h. — Félagar og styrktarfélagar vitji aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína, fimmtudags- og íöstudagskvöld kl. 6—8 í Verklýðshúsið. SKEMTINEFNDIN. Sigurður Eggerz, bæjarfógeti, hefir sagt starfi sínu lausu frá 1. mars n.k. vegna aldurs. Umsóknarfrestur er til 1. febr. Samningar hafa náðst um flugsam- göngur milli íslands og Bandaríkjanna. Verkamannafélag Akureyrarkaupstað- ar heldur 'fund í Verklýðshúsinu kl. 1.30 e. h. á morgun. Mikið eíni bíður næsta blaðs vegna ;HJ rúmleysis í blaðinu í dag. \ Andlát. 17. þ. m. andaðist að heimili sínu, Hafnarstræti 64, Ólöf Rannveig Jakobsdóttír (Björnssonar, prests í Saur- bæ). Hún var nál.77 áraaðaldri.Húnvar mesta dugnaðar- og sæmdarkona í hvi- vetna. —"18. þ. m. lést í Kristneshæli Sigrún Jónsdóttir, ekkja Sveinbjarnar Sigurðssonar, fyrrum bónda i Saurbæ, Hleiðargarði og víðar. Sigrún sál. var 62 ára, vel kynt og atorkukona. „Iðja" samþykti með allsherjarat- kvæðagreiðslu 13. og 14. þ. m. að segja upp samningum við atvinnurekendur. 89 greiddu atkvæði með uppsögninni, 10 á móti, en 2 seðlar voru ógildir og 1 auður. Aðalfundur Bílstjórafélags Akmeytax verður haldinn í Verklýðshúsinu mið- vikudaginn 24. janúar kl. 9 e. h. Félagar eru beðnir að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.