Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.01.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN. Útéeiandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Björnsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Hannibalarnir rjúfa einingargrundvöllinn í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar Þegar Verkamannafélag Akur- eyrarkaupstaðar var stofnað náðist samkomulag um stjórn á þeim grundvelli að vinstri menn væru þar í meirihluta. Nú hafa gerst þeir atburðir, að formaður félagsins hef- ir samtímis því sem hann gaf yfir- lýsingu um, að hann væri ákveðinn hægri maður, lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér í stjórn við næstu kosningar nema trygt væri að meirihluti stjórnarinnar fylgdi stefnu hans í verklýðsmálum, það er stefnu Hannibalanna. Með þessari yfirlýsingu hafa Hannibal- arnir rofið eininguna í verka- mannafélaginu. Má því telja víst, að fleiri en einn listi verði i kjöri við kosningu stjórnar og trúnaðar- mannaráðs verkamannafélagsins og hefir trúnaðarmannaráð félagsins ákveðið að láta fara fram allsherjar- atkvæðagreiðslu stjórnar og trúnað- armannaaráðs. Lesendum ,,Verkam.“ er vel kunnugt um framkomu Hannibal- anna á Alþýðusambandsþinginu sl. haust. Meðal annars kröfðust þeir þess, að Verkalýðsfélag Akureyrar yrði tekið inn í Alþýðusambandið. Það er því auðskilið mál, að ef þeir hefðu náð meirihluta við kosningu stjórnar Alþýðusambandsins, þá liefði Verkamannafélagi Akureyr- arkaupstaðar. verið vikið úr Al- þýðusambandinu en „Verklýðsfé- lagið“ tekið inn. Núverandi for- maður verkamannafélagsins fylti flokk Hannibajanna á þinginu, og sparaði þá ekki orku sína. Hannibalarnir draga nafn sitt af Hannibal nokkrum á ísafirði, sem varð landfrægur sl. sumar fyrir að skora á þjóðina „í nafni Jóns Sig- urðssonar að fella lýðveldisstjórn- arskrána". Innan Alþýðuflokksins börðust Hannibalarnir eins og Ijón gegn myndun núverandi ríkis- stjórnar. Þeir vildu liafa stjórn Björns og Vilhjálms áfram svo heildsalarnir gætu haldið áfram hinni frægu iðju sinni, sem nú er á hvers manns vörum. Um afstöðu Framsóknar til myndunar núver- andi ríkisstjórnar þarf ekki að eyða mörgum orðum. Allir þekkja liana. Hannibalarnir eru því ákveðnir andstæðingar ríkisstjórnarinnar og þá um leið andvígir nýsköpunar- áformum hennar, sem munu hafa í för með sér stóraukna atvinnu og aukna velmegun almennings, ef V E R K A M-A ÐURINN Auglýsing fra Samninganefnd utanríkisviðskipta um lágmarksverð á nýjum fiski og fleira Samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar til- kynnist eftirfarandi: 1) Frá kl. 1 e. h. miðvikudaginn 10. janúar 1945 er lágmarksverð á fiski, sem seldur er nýr í skip til útflutnings, svo sem hér segir: Þorskur, ýsa, upsi, langa, sandkoli: óhausaður . . !.......... kr. 0.52 hausaður ......... Karfi: óhausaður ........ hausaður ........... — Keila: óhausuð ............. — hausuð ............... — Skötubörð ................ — Stórkjafta og langlúra . . . . — Flatfiskur annar en sandkoli, stórkjafta og langlúra . . — Steinbítur (í nothæfu ástandi) óhausaður ... — Hrogn (í góðu ástandi og ósprungin, í nm 14 enskra punda pokum) — Háfur .................... — per 0.67 - kíh') - 0.15 - 0.20 - 0.30 - 0.38 - 0.37 - 0.89 1.77 0.30 - 0.89 0.15 2) Af verði þessu skulu fiskkaupendur greiða seljendunr við móttöku fiskjarins eftirfarandi verð: Þorskur, ýsa, upsi, langa, sandkoli: óhausaður .......... kr. 0.45 per kíló hausaður - 0.58 Karfi: óhausaður .... 0.13 hausaður - 0.17 Keila: óhausuð - 0.26 hausuð - 0.33 Skötubörð - 0.32 Reykjavík, 10 Stórkjafta og langlúra .... kr. 0.77 per kíló Flatfiskur annar en sandkoli. stórkjafta og langlúra . . — 1.54 — - Steinbítur (í nothæfu ástandi) óhausaður .... — 0.26 — - Hrogn (í góðu ástandi og ósprungin, í um 14 enskra punda pokum) — 0.77 — Háfur .................... _ 0.13 - - 3) Eftirstöðvarnar greiðir fiskkaupandi til þess lögreglustjóra, sem afgreiðir skipið til út- landa, ásamt öðrum löglegum gjöldum. Fyrir fé þessu gerir lögreglustjóri skií til ríkissjóðs á venjulegan hátt. Mismuninn milli fiskverðs og útborgunar- verðs verður úthlutað meðal útvegsmanna og fiskimanna, til þess að tryggja jafnaðarverð á hverju svæði. 4) Afgreiðslumaður fiskkaupaskipa skal senda Fiskimálanefnd í síðasta lagi sex dögum eftir að fiskkaupaskip hefir verið afgreitt til út- landa sundurliðaða skrá um fiskkaupin og skal þar tilgreina: 1. Nöfn fisksel janda. 2. Nöfn fiskiskipa, er selt hafa fiskinn. 3. Magn fisks og tegund fisks sundurliðað eftir verði. 4. Heildarverð. 5) Verð á fiski til hraðfrystihúsa verður það sama og verið hefir eða jafn hátt og útborgunar- verð á fiski í flutningaskip, eins og að framan segir. Eigendur hraðfrystihúsa skulu senda Fiski- málanefnd vikulega skýrslu um fiskkaup frystihússins sundurliðaða á sama hátt og fiskkaupendur sem segir hér að framan. 6) Landssamband ísl. útvegsmanna ákveður hvar fiskkaupaskip skuli taka fisk hverju sinni. 7) Útflutningsleyfi á nýjum og frystum fiski eru bundin því skilyrði, að framangreindum ákvæðum sé fullnægt. Samninganefnd utanríkisviðskipta ríkisstjórnin fær starfsfrið. Markmið Hannibalanna með því að rjúfa eininguna og reyna að ná völdunum í sínar hendur í Alþýðu- sambandinu, var það að beita síðan sambandinu gegn ríkisstjórninni í þeim göfuga tilgangi, að spilla sam- starfinu í rítósstjórninni og koma henni fyrir kattarnef. Hannibalar lýstu því yfir á Al- þýðusambandsþinginu, að þeir myndu leggja kapp á að reyna að ná meirihluta í verklýðssamtökun- um fyrir næsta Alþýðusambands- þing. í Reykjavík hafa þeir rofið samstarfið í Dagsbrún. ! Hafnar, firði fara þeir nú hamförum til að reyna að fella núverandi formann FRÁ LANDSSÍMANUM Tvær stúlkur- geta fengið atvinnu við landssíma- stöðina hér frá 1. febrúar n. k. Eiginhandar um- sóknir, J)ar sem getið er aldurs og menntunar, send- ist undirrituðum fyrir 26. þ. m. Símastjórinn á Akureyri, 14. janúar 1945. GUNNAR SCHRAM verkamannafélagsins, Hermafin Guðmundsson, núverandi forseta Alþýðusambandsins. Og nú hafa þeir kastað hanskan- um hér á Akureyri og rofið eining- argrundvöllinn. - Andstæðingar Hannibalanna munu gera ráðstaf anir til þess að ónýta fyrirætlani: þeirra innan verkamannafélagsin eins og þeir svöruðu áskorui Hannibals í sumar, „í nafni Jón Sigurðssonar", á hæfilegan hátt.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.