Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.01.1945, Blaðsíða 1
VERKHlIUMRIllll XXVIII. árg. Laugardaginn 27. janúar 1945. 4. tbl. Hannibal og Alþýðusambandsþingið. Síðan þingi Alþýðusambandsins I enda, og skýlaust trúnaðarbrot við lauk, í lok nóvembermánaðar sl., hafa sum blöð, bæði hér, í Reykja- vík og víðar, flutt hinar fáranleg- ustu fréttir af þinginu. Þar sem frá- sagnir þessar eru svo ósennilegar, gerði eg ekki ráð fyrir að nokkur maður tryði þeim, en svo mikið kapp er lagt á að flytja þennan ósannindavaðal, að þrjú blöð hafa minsta kosti flutt sömu frásögnina. Getur því ekki hjá því farið, að manni detti í hug, að það sé hug- myndin að berja þennan vaðal inn í fólkið -með valdi, ef annað dugar ekki. Hannibal Valdimarsson, skóla- stjóri á ísafirði, skrifar þessa frá- sögn í „Skutli". Síðan tekur S,A1- þýðublaðið" hana upp, og svo „Dagur" hér á Akureyri. Hannibal þessi gætir þess vandlega, af skilj- anlegum ástæðum, að segja ekkert frá því, hvernig hann hagaði sér á þessu þingi, en framkoma hans þar var svo með endemum, og alt hans orðbragð, að eg tel mér vansæmd að því að hafa það eftir. Eg verð að segja, að eg hefi aldrei séð jafn ruddalegan mann á ræðupalli, sem þennan Hannibal, og sögðu þó kunnugir, að þetta væri ekkert, hann væri miklu vitlausari stund- um. Eg, sem þetta skrifa, sat þetta umrædda þing, og vil því segja frá gangi mála þar, þó í stórum drátt- um verði. Vil eg byrja á því, er kosning þingforseta fór fram. Fram að því hafði alt gengið hljóðalaust. Stung- ið var upp á þrem mönnum: Þór- oddi Guðmundssyni, Finni Jóns- syni og Hannibal V. En þegar uppástungan um Hannibal kom fram, var undireins rokið í þennan ólánssama mann, sem uppástung- una átti, og það af einum hægri manna, og honum sagt, að taka uppástunguna til baka, (það mun vera hér, sem Hannibal á við í grein sinni, að þingfulltrúi hafi verið beittur andlegri kúgun), því ekki leið á löngu þangað til að til- kynnt var að maðurinn hefði tekið uppástunguna til baka. Kösning fór þá fram, og er öllum kunn úrslitin. Því næst átti að kjósa 1. og 2. varaforseta. Stungið var upp á þeim Hermanni Guð- mundssyni og Hannibal V., og jafn- framt samþykt af þinginu, að sá, er færri atkvæði fengi, yrði 2. varafor- seti. Þegar úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru gerð kunn, þá neitaði Hannibal að taka kosningu, og hagaði hann sér þá alveg eins í þingbyrjun, eins og hann", sam- flokksmenn hans og samherjar gerðu í þinglok, má þá öllum ljóst vera, að framkoma. þessara manna verklýðssamtökin. Dálítið þras var á þinginu um nokkur kjörbréf, sem voru ólögleg. Verklýðsfélögin á Sandi og Ólafs- vík létu fulltrúakosningu fara fram með nafnakalli, en það er þvert of- an í lög Alþýðusambandsins. Var félögunum þegar ljóst, að kosning- inu var ólögleg, og settu sig í sam- band við Sæmund Ölafsson (sam- kvæmt frásögn hans sjálfs á þing- inu) og spurði hann ráða. Sæmund- ur gaf þau svör, að félögin skyldu láta þetta danka þangað til að kært yrði yfir kosningunni (ófyrirgefan- legt svar frá sambandsstjórnarmeð- limi, þar sem hann vissi vel hvern- ig lög Alþýðusambandsins voru). Það er því Ijóst, að það var Sæ- mundi Ólafssyni, samherja Hanni- bals, að kenna, og engum öðrum, að félög þessi mistu ful'ltrúaréttindi á þinginu. Þá er það fulltrúinn frá Þórshöfn. Þessi gamli maður talaði þarna á þinginu, og sagði frá því, að sér hefði ekki auðnast að ná saman lög- legum fundi í tæka tíð. Og fór kosning hans , fram nokkru eftÍT hinn tiltekna tíma. Ef einhver á sök á því, að þessi ríiaður fékk ekki fulltrúaréttindi á þinginu, þá eru það meðlimir hans eigin félags. En eg er hinsvegar sannfærður um það, að hann hefði verið miklu betri fulltrúi á þingi verkamanna en t. d. Hannibal V. — Honum var boðin þingseta með málfrelsi og tillögu- rétti, eins og öðrum, sem líkt var ástatt um, en það þáði hann ekki. Varð eg þá, satt að segja, fyrir vonbrigðum, vegna þess, að ef hann var kominn suður á þing í þeim eina tilgangi (eins og hann sagði), að leggja eitthvað gott til mála og vinna að framgangi verklýðsmála í landinu, sem Alþýðusamtökin berð- ust fyrir, þá gat hann gert það eftir sem áður, og það hefði verið vel þegið. Eg segi fyrir mig, og eg held flest Mannfall Þjóðverja á austurvígstöðvunum um 300 þúsund síðustu tvær vikur. Herafli Þjóðverja í Austur-Prússlandi innikróaður. Rauðiherinn kominn vestur fyrir Poznan og Breslau. Hin mikla sókn Rauða hersins hefir staðið yfir í hálfan mánuð og sjást þess engin merki, að farið sé að draga úr þunga hennar. Hersveitir Rússa hafa rutt sér leið langt inn í Slésíu og eru komn- ar vestur fyrir Breslau og að Oder- fljóti á löngum kafla beggja vegna við borgina. Meðal þeirra borga, sem Rauði herinn hefir tekið í Slésíu eru Oppeln, Gleiwitz og Hindenburg. Vestur af Warszawa heldur Zhu- kov áfram hraðri sókn áleiðis til Berlínar og eru hersveitir hans komnar langt vestur fyrir Poznan, en af hernaðarlegum ástæðum er því haldið leyndu, hve langt þær hafa sótt fram. Þá hafa hersveitir Zhukovs einnig sótt fram til norð- vesturs og tekið borgina Bydgod- szcz (Bromberg). Hersveitir Rokossovskys hafa rutt sér leið gegnum Austur-Prússland austan við hafnarborgina Elbing og hafa þar með innikróað herafla Þjóðverja í Austur-Prússlandi. Sækir Rauði herinn nú að Könings- berg, höfuðborg AustUr-Prússlands úr austri, suðri og vestri. í Moskva er tilkynt að af liði Þjóðveria hafi fallið 295 þús. menn fyrsta hálfa mánuð sóknarinnar, auk þeirra sem hafa særst eða verið teknir til fanga (tala fanga 86 þús.). „Stórhríðarmót" skíðamanna. Skíðanefnd íþróttahúss Akureyrar ráðgerir að halda fyrsta skíðamót vetr- arins innan skams. Er ráðgert að svo- kallað „Stórhríðarmót" verði haldið ann- an sunnudag, þ. 4. febr. inn í Búðargili. Verður kept í svigi karla, A-, B- og C- flokks. Er nú gott færi til skíðaiðkana, enda eru skíðamenn bæjarins farnir að nota sér það og æfa af kappi undir skíðamót vetrarins. Um miðjan febrúar hefst Skíðamót Akureyrar og verður náhar skýrt frá tilhögun þess þegar þar að kemur. Þá hefir verið tilkynnt að Skíðalandsmót I. S. í. verði að þessu sinni haldið á ísafirði. Ríkisstjórnin leggur 3 ný skattafrumvörp fyrir Alþingi. Þrátt fyrir undanfarin veltiár var fjárhagur ríkissjóðs í heldur bágu ástandi, er fráfarandi stjórn valt úr sessi. Enda hafði hún alt önnur áhugamál og var fráfall hennar því ekki grátið nema af heildsölum og öðrum er höfðu fengið að raka sam- an miljóna gróða á kostnað almenn- ings. Ríkisstjórnin hefir því orðið að fara þá leið að leggja ný skatta% frumvörp fyrir Alþingi til þess að reyna að afla fjár í ríkissjóð til að allra, sem á þinginu voru, að það j standa straum af óumflýjanlegum hefði verið jafn ljúft að samþykkja útgjöldum. tillögur frá honum eins og öðrum þó hann gæti ekki greitt þeim at- kvæði sjálfur. Við atkvæðagreiðslu um kjörbréf þessa fulltrúa var haft nafnakall. Þá segir Hannibal V. svo frá, að þegar röðin hafi komið að Vest- firðing nokkrum, sem hann nefnir svo, hafi þeir Hannibal og hans menn haft strangar gætur á hon- W' (Framhald á 2. síðu.) Aðalfundur Sjómannafélags Akureyr- ar verður haldinn í Verklýðshúsinu á var öll skipulögð frá byrjun til morgun, kl. 4 e. h. Hefir ríkisstjórrrin lagt þrjú skattafrumvörp fyrir þingið, sam- kvæmt beiðni f jármálaráðherra, og eru skattar þeir, er frumvörpin gera ráð fyrir, þessir: 1. Veltuskattur. Er skattur þessi lagður á veltu atvinnurekstrar á ár- inu 1945 og er skatturinn llA% af heildsölu og umboðssölu, 1% af smásöluveltu og 1% af veltu iðju — og iðnfyrirtækja. — Áætlað er að skattur þessi nemi 9—10 miljónum króna. 2. Gjald af söluverði fiskjar er- lendis. Þessi skattur er lagður á ein- staklinga og félög, sem selt hafa ís- varinn fisk erlendis á árinu 1944 og nemur hann 2% af heildarsölu- verði aflans (miðað við veiddan afla). — Tekjur ríkissjóðs af þessum skatti eru áætlaðar 2.1 milj. kr. 3. Viðauki á ýms gjöld, þ. e. 100% á vitagjald, aukatekjur ríkissjóðs, stimpilgjald, leyfisbréfagjöld og lestagjald. Ennfremur 50% viðauki á innlendar tollvörur og eignaskatt. — Tekjur ríkissjóðs af þessum við- auka er áætlað að nemi 2.8 milj kr. Heildartekjur af öllum þessum skattafrumvörpum eru áætlaðar um 15 milj. kr. Blaðið mun síðar skýra nánar frá þessum frumvörpum. Listi vinstri manna í Verkamannafélaginu. Vinstri menn í Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar bera fram lista við allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórn og trúnaðarmannaráð, og er hann þannig skipaður: Formaður: Steingr. Aðalsteinsson, Þingv.str. 14. Ritarí: Adolf Friðfinnsson, Sólvöllum. (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.