Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.02.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.02.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN H. f. Gimskipafélag íslands ; AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutaféiagsins Eimskipafélags fs- <: ; lands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi |; félagsins í Reykjavík, laugardaginn 2. júní 1945 !; J og hefst kl. H/2 e. h. :: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög- |; uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir ;1 henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð- i| aða rekstursreikninga til 31. desember 1944 i; og efnahagsreikning með athugasemdum end- :; urskoðenda,t svörum stjórnarinnar og tillögum i| til úrskurðar frá endurskoðendum. ;i 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 'ij. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað i; þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum. j: 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá ij fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, ij sem upp kunna að verða borin. ij Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngu- ji miða. ij Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir jj hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrif- jj stofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí jj næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð jj til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félags- ji ins í Reykjavík. jj Reykjavík, 12. janúar 1945. jj Stjórnin. Skráning atvinnulausra fer fram á vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 5., B. og 7. þ. m. — mánudag, þriðjudag og miðvikudag, kl. 3—6 síðdegis alla dagana. — Þeir, sem láta skrá sig, gefi upp tekjur sínar þrjá s.l. mánuði — nóvember, desember og janúar — ómagafjölda, atvinnuhorfur og annað það, sem venjulega er krafizt við atvinnuleysisskráningu. Akureyri, 1. febrúar 1945. BÆJARSTIÓRI Kaup verkamanna í febrúar: • Dagv. Eftirv. Hdv. Dagvinna ............................................... 6.85 10.27 13.70 Skipavinna ............................................. 7.12 10.60 14.25 Tjöruvinna við götur, lestun lííla með sprengt grjót og mulning ........................................... 7.26 ,10.00 14.52 Vinna við kol, sement, að ryðberja skip, loftþrýstivélar 7.95 11.92 15.80 Dixilmenn og hampþéttarar, grjótvinna og tjöruvinna 7.67 11.51 .15.34 Stúun á síld ........................................... 0.04 13.56 18.08 Lempun á kolum í skipi, katlavinna .................... 12.06 18.08 24.11 Kaup drengja, 14—16 ára ................................ 4.52 6.70 0.04 <: Mánaðarkaup: Almenn vinna 1026.50. Kolavinna 1137.10. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar ; 0’Henry: 1 ENGINSAGA (Framhald). „Vinur mirjn,“ byrjaði Tripp (það fór hrollur um mig). „Vinur minn, herra Chalmers, mun taka í sama streng og eg, ungfrú Lowery. En hann er blaðamaður, og kann betur að koma fyrir sig orði en eg, og þess vegna fékk eg hann til að koma hingað með mér.“ (O, Tripp minn, var það nú ekki mælskan með silfurárangri, sem þú varst að hugsa um?) „Hann er reyndur og ráðsettur, og getur ráðlagt yður hvað best er að gera.“ Eg stóð, svo að segja, á öðrum fæti, þar sem eg sat á gigtveikum gestastólnum. „Ja — hm — ungfrú Lowery," stamaði eg, og bölvaði í huga mér hin- um klaufalega inngangi Tripps. „Eg er náttúrlega reiðubúinn að gera allt sem eg get,' en — hm — af því að eg er, ókunnugur málavöxtum, þá — hm---------“ „Ó, svo slæmt er það nú ekki,“ sagði ungfrú Lowery, og það glaðnaði yfir henni. „Það eru eiginlega engir málavextir. Þetta er bara í fyrsta skipti, sem eg hefi komið til New York, nema einu sinni þegar eg var á fimta árinu, og mér datt ekki í hug að bærinn væri svona voða stór. Og svo hitti eg herra — herra Tripp á götunni og spurði hann eftir kunn- ingja mínum, og hann fór með mig hingað og bað mig að bíða.“ „Eg ráðlegg yður, ungfrú Lowery," sagði Tripp, ,,að segja herra Chalmers alt.’Hann er vinur minn,“ (Eg var larinn að venjast því.) ,,og hefir ráð undir hverju rifi.“ v,Já, það er velkomið,“ sagði ungfrú Ada og leit á mig tyggjandi. „En það er eiginlega ekkert að segja, nema — nema að eg á að giftast Hiram Dodd á fimtugsaldrinum. Hiram á einhverja bestu jörðina á Long Is- land, tvö hundruð ekrur, rétt á sjávarbakkanum. En í morgun lét eg leggja á hestinn minn, — hann er ljósgrár og heitir Stígandi — og reið yfir á járnbrautarstöðina. Eg sagði fólkinu heima að eg ætlaði að vera um daginn hjá henni Susie Adams. Eg býst við að það hafi verið voða ljótt af mér að skrökva því, en það verður að hafa það. Og svo kom eg með járnbrautinni til borgarinnar, og hitti herra — herra Tripp á göt- unni, og spurði hann hvort hann gæti vísað mér á G — Ge------------“ „En heyrið þér nú, ungfrú Lowery,“ greip Tripp fram í, óþarflega hátt og fruntalega, að mér fanst. „Yður þykir þó vænt um þennan Hiram Dodd? Hann er skikkelsismaður og góður við yður, eða er það ekki?“ „Auðvitað þykir mér vænt um hann,“ sagði ungfrú Lowery ákveðin. „Hiram er besti maður. Og nátttirlega er hann góður við mig. Það eru allir." Já, það þorði eg að ábyrgjast. Eg var sannfærður um að allir karlmenn mundu kappkosta að gera henni allt tii geðs. Þeir mundu sitja um, keppa^t við og fjandskapast yfir að fá að halda á regnhlífinni hennar, og bera fyrir hana bögglana, og taka upp fyrir hana vasaklútinn, og borga fyrir hana límónaðið. ,,En,“ hélt ungfrú Lowery áfram, ,,í nótt sem leið fór eg að hugsa um George, og eg. . . .“ Og allt í einu hné hið gullna höfuð fram á borðið, og hún faldi and- litið í höndum sér og hágrét. Hvílík töfrandi vorskúr! Eg óskaði að eg gæti huggað hana. En eg var ekki George, og eg var feginn að eg var ekki Hiram, — og þó öfundaði eg hann í aðra rörtdina. Bráðlega stytti skúrinni upp, og hún rétti sig upp, brosandi gegnum tárin. Hvílík töfrandi eiginkona hefði hún ekki verið! Gráturinn gerði einungis augu hennar ennþá dýpri og innilegri. Hún stakk upp í sig nýjum brjóstsykursmola og hélt áfram sögunni. „Eg býst við að eg sé voðalegur bjáni,“ sagði hún á milli áts og ekka. „En eg get ekki gert að því. Við George Brown vorum trúlofuð frá því hann var á áttunda árinu og eg á fimmta. Þegar hann var nítján ára — það var fyrir fjórum árum síðan — þú flutti hann frá Greenburg og fór til borgarinnar. Hann sagðist ætla að verða lögreglumaður eða járn- brautarstjóri eða eitthvað svoleiðis. Og svo ætlaði hann að koma til baka og sækja mig. En eg hefi aldrei heyrt neitt frá honum síðan. Og — og mér þótti svo vænt um hann. . . .“ Annað táraflóð var yfirvofandi, en Tripp kastaði sér í veginn fyrir það og stem.mdi það í fæðingunni. Fjandinn hafi hann! Eg þóttist svo sern sjá hvað hann væri að fara. Hann var auðvitað að hugsa um ,,sögu- efnið“ og sína eigin, skítugu gróðavon. „Blessaður Chalmers láttu nú ungfrúna sjá, að þú kunnir manngang- inn,“ sagði hann. „Það var það sem eg sagði henni,.að þú mundir sjá besta leikinn á borðinu. Svona nú, fram með riddarann, maður!“ Eg ræskti mig og reyndi að láta ekki bera á gremju minni við Tripp. Mér var fyllilega ljóst hvað verða vildi. Eg hafði verið vélaður nauðugur inn í þetta, en héðan af var engraf undankomu auðið. Hér var aðeins eitt að gera: Úrskurður Tripps hafði verið hárréttur: Hin unga stúlka varð að komast til Greenburg aftur viðstöðulaust. Hún varð að leið- beinast, yfirtalast, fullvissast, sannfærast, bílætast og endursendast með það sama. Eg hataði Hiram og fyrirleit George. En eg hlaut að gera eins (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.