Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, BENEDIKT BENEDIKTSSON, kaupm. verður jarðsettur þriðjudaginn 13. febrúar, frá Akureyrarkirkju. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna, Brekku- götu 35, kl. 1 e. h. Margrét Sveinsdóttir. Snorri Benediktsson. Ásta Björnsdóttir. IAFMÆLISFAGNAÐUR! 1 VERKAKVENNAF. „EINING“ heldur hátíðlegt 30 ára § afmæli sitt 17. þ. m. í Samkomuhúsi bæjarius. Hefst það g með samsæti kl. 8 e. h. Skemmtiatriða verður nánar getið S í götuauglýsingum. — Hver félagskona getur haft með X sér gest. — Aðgöngumiða skal vitjað n.k. miðvikud. og 5 fimmtudag í Verklýðshúsinu frá kl. 4—6 eftir hádegi. g Afmælisnefndin. Nýkomið: IKJÓLATAU, verulega falleg. VELOUR, rautt og brúnt. KVENNANÆRFATNAÐUR. hentugur og ódýr. SOKKAR, ísgarns og bómullar. NOLDE-HOSUR, afarfallegar. BARNA-PEYSUR, mislitor. BARNA-NÆRFATNAÐUR o. m. fl. PÖNTUNARFÉLAG VERKALÝÐSINS i; >^#»#^#»##»################################################################ BOLLAPÖRIN eru komin. VERKAMAÐURINN. Útéefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Ámason, Skipaéötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Bjömsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. KOSNINGARNAR í VERKAMANNA- FELAGINU Kosningarnar í Verkamannafé- lagi Akureyrarkaupstaðar eru gengnar um garð. Verkamenn skáru úr því með leynilegri at- kvæðagreiðslu, hvort þeir vildu fela frjálslyndum og róttækum mönn- um forustu félags síns eða Fram- sókn, afturhaldssömustu mönnum, sem nú er völ á. Verkamenn höfn- uðu máláliði Framsóknar. Það var reynsla undanfarinna ára, sem réði úrslitunum. Verkamenn eru búnir að reka sig á það, að bæjarstjórnin hefir brugðist tvímælalausum skyldum sínum. Hún hefir algjör- lega vanrækt að tryggja þeim þegn- um bæjarins atvinnu, sem hið marglofaða einstaklingsframtak hefir ekki reynst fært um að sjá fyr- ir atvinnu. En það er Framsókn, sem fyrst og fremst ræður stefnu bæjarstjórnar Akureyrar, bæjarfull- trúar Sjálfstæðisfl. eru aðeins þæg vinnuhjú á heimili Framsóknar. Framsókn notaði óspart starfsað- ferðir einokunarverslananna til þess að afla Framsóknarlistanum fylgis. Atvinnurekendavald K. E. A. og S. I. S. var notað sem totta eða vöndur, eftir því hvort betur hentaði, til þess að fá menn til þess að greiða frambjóðendum Fram- sóknar atkvæði. Á sumum vinnu- stöðum K. E. A. gekk þetta svo langt, að verkamenn voru látnir hrópa að þeim stéttarbræðrum sín- um, er taldir voru ófúsir á að kjósa frambjóðendur Framsóknar, að þeir yrðu reknir úr vinnunni, af því að þeir voru fylgjandi „komm- únistum". Vér látum lesendum eft- ir að dæma um, hvort slíkar starfs- aðferðir, samrýmast lýðræði og frjálsri hugsun, eða hvort þær bera keim af Berlín. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hefir skift um forustu. En það þarf að gera meira. Það þarf að gera félagið að beittu vopni í baráttunni við afturhaldssamasta íhald landsins, sem hefir markvist unnið að því árum saman, að koma á almennu atvinnuleysi á Akureyri og grafa þannig undan fjárhags- legri afkomu bæjarbúa og bæjarfé- lagsins um leið. KRISTÍN SÆMIJNDS frá fsafirði talar í Verzlunarmannahúsinu (niðri til vinstri) sunnudag kl. 8. 30 e. h. Söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. Nils Ramsdius. Nær og f jær „Dagur“ skýrir í síðasta tbl. frá kosn- ingaúrslitunum í Verkamannafélagi Ak. Farast blaðinu m. a. svo orð: „Úrslitin urðu þau, að kommúnistar fengu 157 atkvæði, listi Marteins Sigurðssonar 123 atvæði, 2 seðlar voru auðir og einn ógildur. Alls eru um 360 manns í félag- inu. — Kommúnistar fengu því vilja sín- um um pólitískt einræði framgengt og tókst að bola Marteini Sigurðssyni frá áhrifum í félaginu“. Við þekkjum nú öll jazz-plötuna frá Berlín um pólitíska ein- ræðið og skiljum, að það geti verið „Degi“ nokkur huggun í raunum hans, að spila þessa plötu æ ofan í æ. En hitt reynist oss torvelt að skilja, að Marteini Sigurðssyni hafi verið „bolað frá áhrifum" í Verkamannafélaginu, þó hann næði ekki kosningu sem formaður. Oss þykir mjög merkilegt, að sonur skólastjóra og ritstjóri blaðs, sem aðrir tveir skólastjórar bæjarins eru mjög viðriðnir, skuli hafa hlotið svo lélega fræðslu í þjóðfélagsfræðum, að hann kalli það að „bola frá áhrifum" þegar skorið er úr því með leynilegri allsherj- aratkvæðagreiðslu, á jafnréttisgrund- velli, hvort einn eða annar skuli gegna ákveðinni trúnaðarstöðu. í öðru lagi þykir oss það harla nýstár- leg kenning, að halda því fram, að Mar- teinn geti engin áhrif haft í félaginu nema hann sé i formannssæti. Sam- kvæmt þessum nýju kenningum „Dags“ ættu t. d. allir, sem ekki eru kosnir for- menn, að vera algjörlega áhrifalausir í viðkomandi félögum. Til þess að hugga ritstj. „Dags“, sem hlýtur að hafa verið sturlaður, þegar hann skrifaði um kosn- ingaúrslitin í Verkamannafélaginu, þá viljum vér vinsamlegast benda honum á, að ekki er annað kunnugt, en að Mar- teinn, eins og allir aðrir meðlimir Verka mannafélagsins, hafi fult málfrelsi og tillögurétt og virðist því hafa fulla mögu- leika á því, að hafa áhrif á gang mála í Verkamannafélaginu, því það er ekki far- ið þannig að í Verkamannafélaginu eins og í stærsta félagi bæjarins, að reka menn úr félaginu ef þeir hafa aðrar skoðanir en formaðurinn. ★ „Dagur" segir ennfremur: „í Reykja- vík varð sigur kommúnista stórum meiri en hér, enda hjálpuðu Sjálfstæðismenn upp á sakirnar þar“. Síðari hluti þessar- ar klausu er naumast unt að skilja öðru- vísi en á þá lund, að stærsti flokkur þessa bæjar hafi veitt Framsókn stuðn- ing hér (auk Alþýðufl.) — og verður þá mörgum á að spyrja: Hvað skyldi fylgi Framsóknar einnar þá vera mikið? !! ★ Og svo hlýtur líka önnur spurning að vakna vegna þeirrar óbeinu játningar „Dags“, að Sjálfstæðismenn hér hafi stutt Martein. „Dagur“ segir að komm- únistar í Reykjavik hafi með stuðningi Sjálfstæðismanna fengið 1301 atkvæði i „Dagsbrún", en listi Alþýðuflokksins og annara lýðræðissinna 372 atkvæði“, seg- ir „Dagur" orðrétt. Samkvæmt þessu eru Sjálfstæðismenn ekki lýðræðissinnar. Og er þá ekki ofureðlilegt að mönnum verði á að spyrja: Hvernig gátu Framsóknar- menn eiginlega verið þektir fyrir að þiggja stuðning einraeðissinna her við Martein? ★ „Dagur“ birtir þá fregn, með upp- hrópunarmerki á eftir, að vöruflutninga- skip hafi verið send til ísfisksflutnings. Fatasöfnun Nú, þegar Noregssöfnunin er um garð gengin, hafa konur hafist handa og byrjað að safna ullarföt- um til barnaheimila í Sovétlýð- veldunum. Eru konur þær, sem vilja taka þátt í þessari söfnun vin- samlegast beðnar að koma fötun- um til einhverrar okkar undirrit- aðrar fyrir miðjan febrúar næstk. Guðrún Sigurðardóttir, Lund- argötu 7. — Ingibjörg Eiríksdóttir, Þingvallastræti 14. — Guðfinna Hallgrímsdóttir, Hafnarstr. 23 B. GRIKKL AN DSM ÁLIN, (Framhald af 2. síðu). þeirra innlendu og erlendu manna er hafa beitt bretskum byssustingj- um og grískum lögreglusveitum er voru í þjónustu Þjóðverja, til þess að reyna að bæla niður grísku lýð- ræðishreyfinguna og koma gömlu, grísku harðstjórninni aftur í há- sætið. Hin almenna mótspyrna Grikkja gegn þessum tilraunum* bretsku stjórnarinnar, og vaxandi andúð í Belgíu, Hollandi, Ítalíu og Frakklandi gegn hinni afturhalds- sömu stefnu bretsku stjórnarinnar, mun væntanlega, fyr en varir, reyn- ast það afl, sem neyðir bretsku stjórnina til að breyta um starfsað- ferðir og stefnu. í næsta blaði verður gerð grein fyrir því, fyrir hverja bretska stjórnin hefir raunverulega verið að vinna með hinum blóðugu af- skiftum sínum af innanlandsmál- um Grikkja. Virðist „Dagur“ vera þeirrar skoðunar að heppilegra sé að nota farþegaskip til að flytja tsfisk. Enn fremur: KOLAAUSUR Emailleraðir POTTAR með loki Emailleraðar FÖTUR með loki PÖNTUNARFÉLAG VERKALÝÐSINS AÐALFUNDUR Sjómannafélags Akureyrar. Aðalfundur Sjómannafélags Ak- ureyrar var haldinn 28. f. m. — 1 stjórn voru kosnir: Tryggvi Helga- son, formaður ,endurkosinn, Jón Árnason, ritari, endurkosinn, Að- alsteinn Einarsson, gjaldkeri( fyr- verandi gjaldkeri, Bernharð Helga- son, baðst undan endurkosningu). Varastjórn: Zophonías Jónasson, formaður, endurkosinn, Þorsteinn Sigurbjörnsson, ritari, Páll Indriða- son, gjaldkeri. (Fyrverandi vararit- ari og varagjaldkeri báðust undan endurkosningu). 1 trúnaðarmannaráð, auk félags- stjórnar, voru kosnir: Zophonías Jónasson, Páll Þórðarson, Jónas Tryggvason, Þorsteinn Sigurbjörns- son. Varamenn: Páll Indriðason, Georg Karlsson, Karl Kristjánsson, Sigursveinn Tómasson. Samþykt var að segja upp síld- veiðisamningum félagsins við Út- gerðarmannafélag Akureyrar. Enn- fremur samþykti fundurinn áskor- un til bæjarstjórnar um að hún festi kaup í minst tveimur skipum frá Svíþjóð. Fjárhagur félagsins batnaði all- verulega á árinu og 26 menn gengu í félagið síðastliðið ár og í árslok voru meðlimir þess um 130.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.