Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 10.02.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Tilkynning írá Nýbyggingarráði Umsóknir um fiskiskip Umsóknum skulu fylgja upplýsingar, svo Nýbyggingarráðs fyrir marzlok þ. á. Nýbyggingarráð óskar eftir því að allir þeir, sem hefðu í hyggju að eignast fiskiskip, annað hvort með því að kaupa skip eða láta byggja þau, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til sem hér segir: a) Ef um fullsmíðað skip er að ræða: aldur, smálestatala, skipasmíðastöð, fyrri eigend- ur, vélartegund, veiðiútbúnað og annan út- búnað, verð, greiðsluskilmála o. s. frv. b) Ef um nýsmíði er að ræða, sem óskað er eftir innanlands eða utan: stærð, gerð, tegund, vélartegund, hvort samninga hafi verið leit- að um smíði og hvar, verðtilboð, greiðslu- skilmála o. s. frv. Taka skal fram, ef óskað er aðstoðar Ný- byggingarráðs við útvegun skipanna. Nýbyggingarráð. 6 AKUREYIVRBÆR TILKYNNING Ár 1945, þann 30. janúar, framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað hinn árlega útdráttáskuldabréfumbæjar- sjóðs Akureyrar fyrir 6% láni til raforkuveitu frá Laxár- virkjuninni. Þessi bréf voru dregin út: LITRA A. Nr. 31 - 38 - 45 - 49 - 56 - 67 - 84. LITRA B. Nr. 7 - 41 - 59 - 62 - 66 - 100 - 135 - 148. LITRA C. Nr. 4 - 16 58 - 65 - 76 - 95 - 120 - 144 - 151 - 164 - 169 - 212 - 223 - 241 - 244 - 298 - 304 - 318 - 341 - 343 - 365 - 393 - 409 - 446 - 471 - 486 - 506 - 544 - 552 - 557 - 601610 - 622 - 624 - 631 - 642 - 644 - 648 - 670 - 700. Skuldabréf þessi verða greidd á skrifstofu bæjargjaldker- ans á Akureyri þ. 1. júlí 1945 ásamt hálfum vöxtum fyrir yfirstandandi ár. Á undanförnum árum hafa eftirtalin bréf verið dregin út en ekki framvísað til greiðslu: Ár 1942: Litra A. Nr. 109 og Litra C. Nr. 530. Ár 19^3: Litra B. Nr. 32 og Litra C. Nr. 106 - 108 - 110 - 111 - 126. Ár 1944: Litra A. Nr. 117 — 120 og Litra B. Nr. 98. Litra C. Nr. 102 - 148 - 459 - 460 - 466 - 503 - 538 - 689. Bæjarstjórinn á Akureyri, 31. janúar 1945. STEINN STEINSEN CH!H!HÍHCHCH!H!H!HCHCHCHCH!KHCHjHCH!H!HCH!H!HCHCHCHCHCHCHCHCH!H!HÍHCKHCHCM!H!HCHCHCHCHCHCHCH5H!HCHCHCH< Kaup verkakvenna í febrúar 1945 Dagv. Eftirv. N. 85 hdv. Almenn vinna og hraðfr....................• • • • kr- 4.27 6.41 8.54 Síldar- og íshúsvinna.......................... — 5.07 7.53 10.14 Við þvott og hreing............................ — 4.95 6.47 9.90 VERKAKVENNAFÉLAGIÐ „EINING“. WHCHCHCHCHCHMWCHKHCKHCHCHJHXKHCHCHiHIHCHCHSOiJHCHCHSHCHMHÍOOOOCHCKHJHMHiHKHÍW: og skyldan bauð mér. „Noblesse oblige“ þarf nú venjulega meira rekst- ursfé, í háfleygum skáldsögum, en fimm dali. En í daglega lífinu má ein- stöku sinnum baslast af með það. Eg átti nú það tvöfalda hlutverk fyrir hendi, að gefa goðsvprin og kaupa farbréfið. Svo eg setti á mig svip, sem minnti í hæfilegum hlutföllum á Salomón sáluga og farbréfasalann á Long Island. „Kæra ungfrú Lowery,“ byrjaði eg, eins sannfærandi og eg gat. „Lífið er stundum býsna undarlegt.“ (Æ, ekki var þetta nú sérlega frumlegt. Mér fannst eitthvert kvæðabókarbragð að því). „Menn fá sjaldnast að njóta fyrstu elskhuga sinna. Okkar fyrstu ástarævintýri með öllum sín- um æskuljóma, verða sjaldnast að virkileika. En endurminningarnar um þau geta oft varpað hlýrri birtu yfir seinna líf okkar, hversu alvörulaus og óframkvæmanleg sem þau annars hafa verið. Lífið er sambland af virkileika og dagdraumum, en það er ómögulegt að lifa á endurminn- ingunum einum. — Og má eg nú spyrja yður, ungfrú Lowery, haldið þér ekki að þér gætuð lifað hamingjusömu — eg meina, farsælu og rólegu lífi með herra Dodd, ef hann, að undanteknum ljóma æskuhugsjónanna, virðist hafa þá kosti til að bera, sem gera hann — hm — gera hann viðun- anlegan, ef eg má komast þannig að orði?“ „O, það er svo sem ekkert út á Hiram að setja,“ svaraði ungf-rú Lowery. ,,Og það er engin hætta á að okkur komi ekki vel saman. Hann hefir lofað að gefa mér mótorbát og bíl. En þegar komið var svona nærri giftingardeginum, þá gat eg ekki stillt mig um að óska að — eg meina, að fara að hugsa um George. Það hefir hlotið að koma eitthvað fýrir hann, því annars mundi hann áreiðanlega hafa skrifað: Daginn sem hann fór þá tókum við hamar og meitil og hjuggum í sundur tíu senta pening. Eg tók annan helminginn og George tók hinn, og svo hétum við að vera hvort öðru trú og geyma partana þangað til við sæjumst aftur. Eg geymdi minn alltaf í öskjunni í efstu skúffunni 4 kommóðunni minni. Eg býst við að það hafi bara veiið barnaskapur af mér að koma hingað og reyna að finna hann. En mér datt aldrei í hug að bærinn væri svona voða stór.“ Hér þtirfti nú Tripp endilega að taka orðið. Áhyggjurnar um brenni- vínsdalinn létu hann auðsjáanlega aldrei í friði, svo hann var óþreyt- andi að benda á nýjar hliðar á ,,söguefninu“. Hann rak upp skerandi kuldahlátur og sagði: „Ja, blessuð verið þið, það er nú engin ný bóla, þó sveitapiltunum gleymist hitt og annað þegar þeir koma í læri til borgar- innar. Ef þið spyrjið mig, þá gæti eg best trúað að George væri kominn á flæking, eða kannske hefir einhver annar pilsvargurinn lagt við hann beislið, ellegar hann er kominn í hundana út af póker eða brennivíni. Þér skuluð bara fara að ráðum herra Chalmers, og fara beina leið heim aftur. Það er það langbesta fyrir yður.“ En nú var ekki til setu boðið, því það var komið fast að hádegi. Svo eg leit grimmilegum augum á Tripp, og sneri síðan máli mínu í mildum og heimspekilegum vendingum að ungfrú Lowery. Með hofmannlegri varfærni sýndi eg henni fram á hversu óhjákvæmilegt væri að hún færi strax til baka aftur. Og eg benti henni á að það væri ekki endilega nauð- synlegt skilyrði fyrir framtíðarvelferð hennar, að lnin segði Hiram frá ferð sinni til boi^arinnar, sem gleypt hafði veslings George. Hún sagðist hafa bundið hestinn sinn (aumingja hrossskepnan!) við tré skammt frá járnbrautarstöðinni. Við Tripp brýndum fyrir henni að stíga viðstöðuiaust á bak liinum þoíinmóða reiðskjóta, þegar hún kæmi til Greenburg, og ríða lífreið heim. Þar gæti hún út- málað hvað gaman hefði verið að sjá Susie Adams. Eg þóttist viss um að hún gæti sansað Susie — eins og alla aðra — og öllu mundi vera borgið. Og af því að eg var nú ekki ósæranlegur af hinum hárbeittu örfum þokkagyðjunnar, þá gekk eg hér hlutverkinu alveg á hönd. 1 skyndi ók- um við tii ferjunnar, og þar var mér sagt að farbréf til Greenburg kost- aði aðeins einn dal og áttatíu sent. Eg keypti eitt og stóra rauða rós fyrir tuttugu sentin og gaf ungfrú Lowery. Síðan stóðum við á bakkanum og horfðum á hana veifa vasaklútnum til okkar, þar til hún hvarf okkur augum. Þá snerum við okkur við og litunr hvor á annan. Við vorum horfnir aftur til jarðarinnar, og stóðum, snauðir og örþreyttir, í grámyglu virkileikans. Töfrahjúpurinn, sem æska og fegurð hafði kastað yfir okkur um stundarsakir, var horfin með öllu. Eg leit á Tripp og nærri því urraði. Hann var ennþá aumlegri, ennþá tötrugri og ennþá þreytulegri en nokkru sinni áður. Eg handlék tvo silfurdalina, sem eg átti eftir í buxna- vasa mínum, og horfði þrjóskulega á hann. Hann leit undan. „Er þér ómögulegt að skrifa sögu um það?“ sagði hann í hásum rómi. „Svolitla sögu. Jafnvel þótt þú þurfir að skálda inn í.“ ? „Ekki eina einustu línu, Tripp,“ sagði eg. „Mér er sem eg sjái upplit- ið á ritstjóranum, ef eg reyndi að selja honum annað eins rugl og þetta. (Framhald),

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.