Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.02.1945, Page 1

Verkamaðurinn - 17.02.1945, Page 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 17. febrúar 1945. 7. tbl. Algert samkomulag á Krímráðstefnunni um lokaþátt stríðsins gegn Hitlers-Þýska- landi og um samstarfið eftir stríðið Síðastliðinn mánudag var birt samtímis í London, Moskva og Wash- ington tilkynning um, að lokið væri 8 daga ráðstefnu Roosevelts, Stal- ins og Churchlills í borginni Jalta á Krím. Samkomulag hefði náðst um alt, sem rætt hefði verið nm og fara hér á eftir 9 aðalatriði samkomu- lagsins. Verkakvennalélagið rlining" þrjátíu ára 1. Áætlanir um endanlegan ósig- ur Þýskalands. — Samdar hafa verið áætlanir tun hernaðaraðgerðir gegn Þýskalandi úr austri, vestri, suðri, norðri, og verður þeim ekki lokið fyr en komið er inn í hjarta Þýska- lands, og skilyrðislaus uppgjöf hefir verið knúin fram. Hernaðaræði Þjóðverja skal end- anlega upprætt og á að ganga svo frá öllu, að Þýskaland geti aldrei framar rofið heimsfriðinn. Nazista- flokknum skal útrýmt og öllum áhrifum nazista úr opinberu lífi. Þýska herforingjaráðið verður kveðið niður fyrir fult og alt. Þýski herinn og hverskonar vopnaðir flokkar verði bannaðir. Öll iðjuver, sem hægt er að nota til hergagna- framleiðslu verði eyðilögð eða sett undir eftirlit Bandamanna. Öll vopn verði eyðilögð eða gerð upp- tæk. 2. Hernám Þýskalands. — Þýska- landi verður skift í þrjú hernáms- svæði undir stjórn stórveldanna þriggja. — Sameiginleg hernáms; nefnd Bandamanna á að hafa aðset- ur í Berlín. Frakklandi verður boð- ið að hernema hluta af Þýskalandi, ef það óskar þess, og fær það um leið fulltrúa í hernámsnefndinni. 3. Skaðabætur. — Þýskalandi verður gert að greiða fullar skaða- bætur að svo miklu leyti sem eyði- leggingar þess verða bættar. öllum stríðsglæpamönnum verður hegnt. 4. Frelsuðu löndin í Evrópu. — Stórveldin lýsa yfir trú sinni á meginreglur Atlantshafssáttmálans. Þau ætla að beita sér fyrir sam- vinnu Evrópuþjóðanna um efna- hagslega og menningarlega viðreisn hinna frelsuðu landa í Evrópu og stofnun lýðræðissk ipu lags, þegar búið er að þurka burt síðustu leifar nazismáns og fasismans. 5. Þjóðabandalag. — Komið verði Nýr bæjarfógeti á Akureyri Friðjóni Skarphéðinssyni, bæjar- stjóra í Hafnarfirði, hefir verið veitt bæjarfógetaembættið á Akur- eyri og sýslumannsembættið í Eyja- fjarðarsýslu, frá 1. næsta mánaðar. Umsóknir höfðu borist frá 13 mönnum. á fót alþjóðlegri stofnun til vernd- ar friði og öryggi í heiminum. Hún á ekki aðeins að koma í veg fyrir árásir, en einnig að vinna að því að útrýma öllum styrjaldartilefnum með því að efla samvinnu þjóðanna á efnahags- og viðskiftasviðinu. Eft- ir tvo mánuði (21. apríl) verður haldin ráðstefna í San Francisco til að leggja grundvöll undir þessa stofnun samkvæmt samkomulagi því, sem varð um hana á Dumbar- ton Oaks-ráðstefnunni. 6. Ný pólsk stjórn. — Stofntið verði ný pólsk þjóðstjórn, sem stór- veldin munu svo veita fulla viður- kenningu. Pólska bráðabirgða- stjórnin sem nú er, á að veita full- trúum allra lýðræðisflokka viðtöku og fulltrúa frá London-stjórninni. Stjórn þessi á að láta frjálsar kosn- ingar fara fram svo skjótt sem mögulegt er. Molotoff, utanríkis- þjóðfulltrúi, og ambassadorar Bandaríkjanna og Bretlands í Framhald á 2. síðu. Rauða hernum hefir orðið mjög rnikið ágengt í Slesíu þessa viku og hefir meðal annars umkringt borg- ina Breslau. Fregnir í morgun hermdu, að framvarðasveitir Rússa væru komnar svo lángt vestur á bóginn, að þær sæu ána Spree, en Berlín stendur við þá borg. í gærkvöldi var tilkynnt í Moskva, að síðustu leifar setuliðs- ins í Budapest hefðu nú verið fang- elsaðar og væri þá alls búið að handtaka þar 133 þús. þýska og ungverska fanga, en mannfall naz- istaharsins í orustunni um Buda- pest var 49 þús. Hótel KEA SL. þriðjudagskvöld bauð fram- kvæmdastjóri KEA blaðamönnum, bæjarfulltrúum og ýmsum öðrum að skoða Hótel KEA, en innanhúss- smíði þess er nú lokið. Þegar gest- irnir höfðu skoðað herbergi og sali hótelsins, vorvi þeim bornar rausn- Verkakvennafélagið „Eining“ minnist í dag 30 ára afmælis síns. Á aðalfundi Verkamannufélags Akureyrar, 24. jan. 1915, var til umræðu, hvort ekki væri þörf á, að verkakonur mynduðu með sér fé- lagsskap. Framsögumaður í máli þessu var Jóhann Jónsson. í fund- argerðarbók Verkamannafélagsins er svo frá skýrt: „Framsögumaður, Jóhann Jóns- son, gat þess, að hann hefði átt tal við nokkrar konur hér í bænum, um sh'kan félagsskap, og kvað hann þær málinu mjög hlyntar, en að þær mundi vanta dugnað og fram- takssemi til að hrinda málinu í framkvæmd, og hvatti framsögu- maður mjög til að Verkamannafé- lagið tæki höndum sarnan við hin- ar undirokuðu verkasystur okkar. Stóð nú upp hver af öðrum og höfðu allir hið sama að segja, að undantekinni einni rödd, er kom fram um, að félaginu mundi nær að gæta eigin hagsmuna, en að fara að skifta sér af því, sem því ekki kæmi við. Svohljóðandi tillaga kom fram í málinu: „Fundurinn vill, að skipuð sé 5 manna nefnd til að stofna kvenfé- lag, og að nefndinni verði heimilað að taka fundarsal þennan til leigu arlegar veitingar í hinum nýja veit- ingasal, en Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, bauð gesti vel- komna og rakti sögu hóteísbygg- ingarinnar í aðaldráttum. Auk hans tóku til máls: bæjarstjóri Steinn Steinsen, Sig. Guðmunds- son, skólameistari, Ingimar Eydal, fyrv. ritstj. og Einar Árnason, for- maður KEA. 1 hótelintt eru 28 gestaherbergi og rúma þau 58 gesti, en t veitinga- jölunum á báðum hæðum geta um 400 manns setið að snæðingi. Þá eru einnig stórar stofur til funda- halda, setustofa og fleiri vistar verur. Frágangur hótelsins er í hvívetna hinn myndarlegasti og byggingin tvímælalaust bæjarprýði og snyrti- bragur þar á öllu, en margir munu þó vera þeirrar skoðunar, að æski- legra hefði verið að fá heldur nokk- ur góð fiskiveiðaskip fyrir það fé sem þessi snotra og mikla bygging hefir kostað. eða að iúinsta kosti á kostnað Verkamannafélagsins í eitt skifti“. — Samþykt. ,í nefndina voru skipaðir: Jóhann Jónsson, Trausti Reykdal, Lárus Thójarensen, Árni Jóhannsson, Er- lingur Friðjónsson“. Þannig hljóðar hin fyrsta bókaða frásögnin um verkakvennafélagið „Einingu“. , Næsta sporið var svo stigið með undirbuningsfundi 7. febr. 1915, þar sem mættar voru allmargar konur ásamt nefndarmönnunum frá Verkamannafélaginu. Var þar kosin nefnd til að semja uppkast að lögum fyrir verkakvennafélag og undirbúa stofnfund. 15. febr. 1915 var svo haldinn stofnfundur verkakvennafélagsins „Eining“, í Gamla-Bíó, steinhúsi Antons Jónssonar. í stjórn voru kosnar: Guðlaug Benjamínsdóttir, formaður, Ingi- björg R. Jóhannesdóttir, ritari og Hallfríður Jóhannsdóttir, gjald- keri. — Eru þær allar enn á lífi. „Eining“ hefir síðan óslitið unn- ið að hagsmunamálum verka- kvenna og unnið þar mikið verk og þarft og sigrast á öllum erfiðleik- um, sem orðið hafa í veginum. Hefir þó oft reynst erfiður róður- inn, sérstaklega þó þegar Erlingur Friðjónsson klauf Verkamannafé- lagið af því hann varð í minnihluta við stjórnarkosningu, og reyndi jafnframt að kljúfa „Einingu". Núverandi formaður félagsins er Elísabet Eiríksdóttir og hefir hún gengt því starfi óslitið síðan 1926, að undanskildu einu ári er hún var erlendis. Hefir hún unnið að heill félagsins af fágætri alúð og ósér- plægni. Verkakonur minnast í kvöld 30 ára afmælis samtaka sinna með myndarlegu hófi í Samkomuhúsi bæjarins. í tilefni af þessum tímamótum í sögu félagsins sendir „Verkamaður- inn“ ,,Einingu“ alúðaróskir og árn- ar meðlimum hennar allra heilla á komandi árum og sigra í hags- muna- og menningarbaráttunni. Alþingi kemur saman 1. okt. í haust. Alþingi hefir samþykkt lög um að næsti samkomudagur Alþingis skuli vera 1. ,okt n.k. samtímis, og víst er um það, að at- vinnulausir verkamenn munu naurnast hafa ráð á því að dvelja oft eða langdvölum í hinum aðlað- andi hótelsölum og njóta þar þeirra ánægjustunda, sem þeir ættu þó skilið, eigi síður en þeir, sem raun- verulega lifa á þeim, sem draga fisk- inn úr sjónum eða yrkja jörðina. Breslau umkringd Síðustu leifar setuliðsins f Budapest handteknar

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.