Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.02.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.02.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN -/W>/^/VW^ ^4 STÚLKA getur fengið atvinnu við landssímastöðina ó Akureyri frá 1. marz n. k. Eiginhandarumsóknir, þar sem getið er aldurs og mennt- unar, sendist símastjóranum fyrir 28. þ. m. ^'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W'W*W'W*W*W*W'W*W*WW*W*W*. Aðalfundur Sósíalistafél. Akureyrar verður haldinn í Verklýðshúsinu <f sunnudaginn 4. marz kl. 8.30 e. h. N- Dagskrá: Venjul. aðalfundarstörf. ntí Stjórnin LEIÐBEININGAR HANDA SKIPSTJÓRUM. (Framhald af 1. síðu). hvort nokkuð sé óvanalega mikið teygt á köðlunum. 4. Aldrei nokkru sinni skykli reynt að taka nokkurt sprengidufl, tundurskeyti eða þess háttar inn á þilfarið, ef slík.t sést í neti eða vörpu. Veiðarfærin skulu þegar í stað vera látin gætilega síga til botns og dregin svo langt á eftir skipinu, að hluturinn geti komist gegnum netið eða losnað við drátt- arkaðlaha. Eða þá, þegar hluturinn er kominn frá skipinu, ætti að höggva veiðarfærin frá. 5. Komi það fyrir, að mönnum sjáist yfir sprengidufl eða þess hátt- ar áður en það er dregið upp á skip- ið, skal enga tilraun gera til að varpa því útbyrðis. Það ætti að binda það vandlega niður til að hindra, að það hreyfist; gæta skal þó þess að handleika það ekki meira en nauðsynlegt er. Skipið skal því næst halda af stað til næstu hafnar og tilkynna þetta sjóliðs-yf- irmanni þar á staðnum. Hann mun skipa fyrir um, hvar skipið megi óhult leggjast og um það, hvernig fást skal við hlutina. Þær skipaleg- ur og hafnir, þar sem margt skipa er fyrir, ætti að forðast, þangað til sprengiduflið eða aðrir hættulegir hlutir liala verið gerðir óskað- vænir. NYKOMIÐ: DÖMUSKYRTUR DÖMUBUXUR VÖRUHÚSIÐ H.F. SMOKINGFÖT, nýleg, á unglingspilt, til sýnis og sölu á Saumastofa GEFJUNAR V erkakvennaf élagið EINING heldur fund í Verklýðshúsinu kl. 4 e. h- sunnudaginn 25. febr. Mjög áríðandi mál á dagskrá. Skorað á allar félagskonur að mæta. Stjórnin. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnudaginn 25. febr., kl. 1.30 e. h. Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið! Stjórnin. Ný aðferð við innheimtu raforkugjalda. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar var samþykt svohljóðandi tillaga frá rafveitunefnd: ,,Nefndin leggur til að henni heimilist að gera þá bretyingu á innheimtu rafveitunnar að fram- vegis verði innheimtumenn eigi sendir um bæinn með raforku- reikninga, heldur verði þeir sendir í pósti, en raforkunotendur greiði fyrir notaða raforku á skrifstofu rafveitunnar, og verði lokað fyrir raforkuna hjá þeim notendum, er eigi greiða reikninga sína á tilsett- um tíma.“ Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu og komu fram raddir um að vafasamt væri, hvort nokkur hagn- aður yrði af þessari breytingu fyrir rafveituna en óþægindi hinsvegar tvímælalaus fyrir rafmagnsnotend- ur. Ferðaíél. Akureyrar heldur skemmti- og fræðslufund í samkomuhúsinu, sunnu- daginn 25. febr. kl. 8 '/2- Til skemmtunar verður sjónleikurinn: „Upp til selja,“ tvileikur á píanó, ferða- saga: 9i°rn Bessason. Edvard Sigur- geirsson sýnir kvikmyndir. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför eiginkonu og móður okkar, HELGU JÓHANNESDÓTTUR, og heiðruðu minningu hennar á annan hátt. Friðrik Einarsson, Jórunn S. Friðriksdóttir. Sigurbjörn Friðriksson. Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför BENEDIKTS BENEDIKTSSONAR, kaupmanns. Margrét Sveinsdóttir. Snorri Benediktsson. Ásta Björnsdóttir.. Tilkynning frá Nýbyggingarráði. Umsóknir um fiskiskip Nýbyggingarráð óskar eftir því að allir þeir, sem ■hefðu í hyggju að eignast fiskiskip, annaðhvort með því að kaupa skip eða láta byggja þau, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbygging- arráðs fyrir marzlok næstkomandi. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar, svo sem hér segir: a) Ef um fullsmíðað skip er að ræða: aldur, smá- lestatala, skipasmíðastöð. fyrri eigendur, vélar- tegund, veiðiútbúnað og annan útbúnað, verð, greiðsluskilmála o, s. frv. b) Ef um nýsmíði er að ræða, sem óskað er eftir innanlands eða utan: Stærð, gerð, tegund, vélar- tegund, hvort samninga hafi verið leitað um smíði og hvar, verðtilboð, greiðsluskilmála o. s. frv. Taka skal fram, ef óskað er aðstoðar Nýbygging- arráðs við útvegun skipanna. N ýby ggingarráð. Torfengnar bækur Bókabúð Akureyrar Símar 495 og 466. t Næstu daga seljum við, meðan birgðir endast, ýmsar bækur, sem eru uppseldar annars staðar'eða alveg á þrotum, svo sem: ..... Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Hrynj- andi íslenzkrar tungu,' íslenzk setningafræði, eftir Jakob Smára, Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá, Á hættusvæð- inu, eftir Jóhann Kúld, Barðstrendingabók, íslenzkur aðall, eftir Þórberg Þórðarson, Undir Helgahnúk, eftir H. K. Lax- ness, Þýdd ljóð I (Magnús Ásgeirsson), Þorlákshöfn I, Saga prentlistarinnar á íslandi. eftir Klemens Jónsson, Vargur í véum, eftir Gunnar Gunnarsson, Dulsjá (ísl. þjóðsögur), og ótal margt fleira. Athugið vel, að af sumum bókunum fást aðeins 1—3 eintök, og verða þær því ófáanlegar fyrr en varir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.