Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.03.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 03.03.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐU RINN HEILDSALAMÁLIÐ. 3 nýjar kærur og fleiri væntanlegar síðar Rannsóknum í heildsalamálinu er stöðugt haldið áfram og er nú önnur öld uppi en þegar Björn Ól- afsson heildsali og V. Þór sátu við völd. Hefir verðlagseftirlitið kært enn 3 heildsölufyrirtæki í Reykja- vík fyrir svindl. Eru það eftirfar- andi: Guðmundur Ólafsson 8c Co., Heildverslunin Berg, Jóhann Karlsson 8c Co. Er þá búið að kæra 9 heildverslanir fyrir ólöglega álagningu og talið að margar álíka kærur séu væntanlegar. — „Það er verið að svæfa málið“, segir „Dag- ur“. Já, það er munur eða í tíð V. Þór Tyrkja-Guddu heildsalanna. Nær og f jær Framsóknarmenn í bæjarstjóm hafa reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að sáralítið atvinnuleysi væri í bæn- um og væru því atvinnukröfur Verka- mannafélagsins að mestu ástæðulausar. — Nú i þessari viku brá svo við að það þurfti að afgreiða 2 skip samtímis. í sambandi við þá afgreiðslu munu um 150 bæjarmenn hafa fengið vinnu og um 20 úr Glerárþorpi. — Ekki þarf að fjölyrða um, að vitanlega voru þessir menn nær allir atvinnulausir áður — og eru nú er afgreiðslu skipanna er lokið. — En höfðingjamíir er tróna í KEA láta sér á sama standa og neita staðreyndum. Þeir fá kaup sitt gegnum viðskifti kaup- félagsmanna og kanske ábæti frá hluta- félögunum sem þeir eru í. ★ „Dags“-menn hafa þungar og miklar áhyggjur út af því, að þeir verði sendir til „Fjandans“ (í Hollandi!). Upplýsir „Dagur“ að sendiherra Bandarikjanna hafi borið fram þá kröfu við íslensku stjómina, að íslendingar segðu Þjóð- verjum stríð á hendur. í sambandi við þessa fregn hafa Framsóknarmenn hlaupið um bæinn með allskonar Gróu- sögur. '— Allir vita, að „Dagur“ hefir haft ofurást á Ameríku síðan Vilhjálmur og vinnukonan hans, er nú er ritstj. „Dags“, voru í Ameríku. Er Framsókn- armönnum ljóst, að það er þeim dálítið óþægilegt ef ameríski sendiherrann, sam- kvæmt frásögn „Dags“, hefir heimtað að „Dags“menn færu í stríð yið Hitlers- Þýskaland. — Ekki skal eytt mörgum orðum að Gróusögum Framsóknar, en það er þó hægt að hugga þá með því, að engin hætta er á að við séum að fara í stríðið og að þeir verði sendir til „Fjand- ans“. ★ í En ef Framsóknarmenn endilega vilja í striðið, þá ættu þeir að fara niður á Tanga og æfa sig þar í vopnaburði á rústum svika sinna í hafnarmannvirkja- málinu. Þyrftu þeir sennilega ekki nema eitt áhlaup til að jafna við jörðu hin stórkostlegu hafnarmannvirki, sem þeir hafa látið vinna við svo kappsamlega undanfarið eins og allir vita. Eftir árás- ina gætu þeir svo hvílst í friði á Hótel KEA, því naumast munu verkakarlar og bændur fá þar inni til að ónáða „bænda- vinina“. (Orð þetta er myndað eins dýra- vinur, segir einn bóndi). — Hvort allar þeirra heræfingar, í samibandi við þau svik, koma þeim að gagni — það er aft- ur á móti ákaflega vonlític’5, meðan at- vinnuleysið er hvergi meira á íslandi en í „samvinnubænum". V erkamannaf élag Akureyrarkaupstaðar (Framhald af 1. síðu). Það er fullvíst, að um 200 manns hafa gengið atvinnulitlir eða at- vinnulausir hér síðan í haust og ætti hver hugsandi maður að geta sagt sér það sjálfur, hvernig heimil- isástæður þessara mannamunu vera og verða, ef allt er látið afskifta- dansí um ófyrirsjáanlegan tiíma. Enda er það þá einnig ljóst, að at- vinnuleysis mun gæta hér í sumar líka, ef engin ný atvinnufyrirtæki skapast, og virðast harla litlar líkur til þess, nema bæjarfélagið hafi for- göngu í þeim málum. Á fundi Verkamannafélagsins sl. sunnudag var þessvegna samþykt einróma að senda bæjarstjórn Ak- ureyrar eftirfarandi áskorun: „Þar sem atvinnuleysi hefir verið meira sl. fjóra mánuði, en nú um margra ára skeið og dýrtíð jafnframt meiri en nokkru sinni áður, er miklum fjölda verkamanna, og þá sérstaklega fjölskyldumönnum, farið að veitast mjög erfitt að afla sér lífsnauðsynja. Telur því fundurinn brýna nauðsyn til bera að af bæjarfélagsins hálfu séu gerðar tafar- lausar ráðstafanir til að hefja atvinnu- bótavinnu nú þegar fyrir 70—80 menn og sé henni haldið áfram uns úr rætist með atvinnu í bænum. — Jafnframt harmar fundurinn, að ekki skulii vera fyrir hendi arðbær atvinnurekstur, er bætt geti úr hinu stöðuga atvinnuleysi verkamanna að vetrinum og treystir því að bæjarstjóm geri nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að slíkt endur- taki sig ekki, m. a. með því að hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýtísku tunnuverksmiðju, er geti framleitt a. m. k. 100 þús. tunnur á ári. Skorar fundur- inn á bæjarstjóm að hefja nú þegar und- irbúning að byggingu og útvegun á vél- um til slikrar verksmiðju, svo að hún geti tekið til starfa þegar á næsta vetri“. Erindi þetta kemur væntanlega til umræðu á fundi bæjarstjórnar næstk. þriðjudag og væri ekki úr vegi fyrir verkamenn að fylgjást vel með málinu og hvaða afstöðu hin háa bæjarstjórn tekur til þeirra, m. a. með því að koma sem áheyrend- ur á fundinn. Það er öllum iljóst, að brýn þörf er á tunnuverksmiðju hér norðan- lands og slík verksmiðja getur veitt allmikla atvinnu, og hitt er líka jafnframt vitað, að ef Akureyrar- bær lætur það mál afskiptalaust nú, þá verður verksmiðjan reist annans- staðar, trúlega á Siglufirði, alveg, á næstunni. Það er þessvegna mjög áríðandi að bæjarstjórn hraði þessu máli í höfn. Verkamenn munu fylgjast með gerðum hennar í málinu og dæma hana réttilega af verðinum, ef hún lætur þetta tækifæri ónotað og heldur áfram að sofa, þegar at- vinnuleysið þrengir meir að verka- inönnum og hungurvofan, er nálg- ast óðum dyr þeirra. Andlát. Nýlátin er hér í bænum að heimili sínu, Þingvallastræti 12, Þuríður Sigurðardóttir, ekkja Jóns Friðfinnsson- ar, verkamanns. Var hún háöldruð og þjáð af langvarandi vanheilsu. — Þá er einnig nýlega látinn að Kristheshæli Hjaíti Antonsson, sjómaður. 4444S454$54545$$5455444$$$4S5445444444445$444544454Í4$54S55445444$45444^ TILKYNNING FRA NÝBYGGINGARRAÐI UMSÖKNIR UM INNFLUTNING A VÉLUM O. FL. Nýbyggingarráð óskar eftir því að allir, sem hafa í hyggju, að kaupa eftirgreindar vélar erlendis frá, sæki um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbyggingarráðs fyrir marzlok: 1. Vélar í hverskonar skip og báta. 2. Vélar til landbúnaðar og landbún- aðaríramleiðslu. 3. Vélar til bygginga og mannvirkja- gerðar. 4. Túrbínur. 5. Vélar til hvers konar iðnaðar og íramleiðslu. 6. Rafmagnsmótorar og -vinnuvélar. Tekið skal fram. ef óskað er aðstoðar Nýbyggingarráðs við útvegun vélanna. Nýbyggingarráð vekur athygli á því, að umsóknir um innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir fiskiskipum. sbr. fyrri auglýs- ingu ráðsins, þurfa að berast Nýbygg- ingarráði fyrir marzlok. Nýbyggingfirráð Nýir ávexfir Athygli félagsmanna skal vakin á því, að skömmtun á nýjum ávöxtum stend- ur yfir frá 2. til 10. marz n. k., að báðum dögum meðtöldum. KAUPFELAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. Nýstárleg bók! Orustan um Stalingrad I DAG kemur á markaðinn bók um Stalingrad-orust- urnar. í bókinni eru 68 myndir frá þessum atburðum, flestar stórar. Bókin er prentuð á bezta myndapappír í „Helgafellsbroti". Nú, þegar fall Berh'nar stendur fyrir dyrum, er ástæða til að rifja upp söguna um Staligrad, því að þar var í raun og veru rofið fyrsta skarðið í virkismúr Berlínar. Upplaé bókarinnar er takmarkaö. Bókaútg. RÚN í Aðalfundur Sósíalistafélags Akureyrar ji verður haldinn í Verklýðshúsinu j sunnudaginn 4. marz kl. 8.30 e. h. i; Dagskrá: Venjul. aðalfundarstörf. ij Stjórnin. #######################*#############» »#+#+**###+'*,»**l#*+*+#+****#'*,*#***»*#«#< i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.