Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 1
VERKHHlflÐURinn XXVIII. árg. Laugardaginn 10. mars 1945. 10. tbl. Nýtísku tunnuverksmiðja, bygging hafnarmannvirkjanna á Oddeyraríanga, aukin útgerðr uppfylling sunnan Strandgötu, fiskniðursuðuverksmiðja, þrír barnaleikvellir, eru kröfur fulltrúaráðs verklýðsfélaganna til bæjarstjórnar Akureyrar. Bæjarstjórn samþykkti að vísa öllum tillögum í atvinnu- málum til nefnda. Afturhaldsliðið samþykkti að vísa fyrirspurn til Emils Jónssonar, samgöngumálaráðherra, til hafnarnefndar! Fyrir fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag lágu m. a. erindi frá fulltrúaráði verklýðsfélaganna og erindi frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, sem birtvar í síðasta tbl. „Verkam.". Ennfremur erindi frá Alþýðu- flokksfélagi Akureyrar og Sjálfstæð- isfélagi Akureyrar, þar sem farið var fram á, að bærinn hefðist handa um auknar atvinnufram- kvæmdir. Erindi fulltrúaráðsins var yfir- gripsmest og fylgdi því auk þess all- ýtarleg greinargerð. Fer hér á eftir erindi fulltrúaráðsins ásarht grein- argerð. „Hinn 7. janúar 1944 s'endi lull- trúaráð verklýðsfélaganna á Akur- eyri, háttvirtri bæjarstjórn Akur- eyrarkaupstaðar áskorun um, að hún léti þá strax eftir áramót fara fram ýtarlega athugun á, hvaða nýj- ar framkvæmdir væri tiltækilegt að ráðast í, sem haft gæti varanleg áhrif til útrýmingar atvinnuleysinu í bænum, og sendi tillögur í 6 lið- um um atvinnuframkvæmdir, sem allar miðuðu að því marki, ef þær hefðu komið til framkvæmda. — Vegna þess, að heyrst hafa all há- værar raddir um, að bæjarfélagið eigi að hafa sem minsta íhlutun um atvinnuframkvæmdir í bænum, viljum við leyfa okkur, sökum ríkj- andi ástands, í atvinnumálum bæj- arins, að láta þá skoðun okkar í ljós ,að við teljum ekki rétt, að bæj- argélagið láti það afskiftalítið, eða láti tilviljun eina ráða því, hvort nokkrar atvinnuframkvæmdír eru í bænum eða ekki, heldur beri bæj- arstjórn að hlutast til um, bæði beint og óbeint, svo sem kostur er á, að nægileg atvinna sé í bænum og þá að sjálfsögðu helst við arð- vænlegar atvinnuframkvæmdir. — Þessa skoðun okkar viljum við rök- styðja með því, sem að vísu hefir verið bent á áður, að atvinnuleysi er ekki eingöngu sérmál þeirra, sem. atvinnulausir eru, því á þeim stöð- um, þar sem atvinnuskortur er, hlýtur hann að hafa mjög lamandi athuga ítarlega um atvinnufram- kvæmdir er geti haft varanleg áhrif til atvinnuaukningar í bænum, og leggur áherslu á, að eftirfarandi framkvæmdir verði teknar til und- irbúnings og framkvæmda svo fljótt, sem auðið er: 1. Að komið verði upp fullkom- inni tunnuverksmiðju hér í bæ, fyrir næstkomandi vetur. • (Framhald á 2. síðu). HORMULEGT SLYS Á níunda tímanum í morgun villdi það hörmulega slys til, að Haukiir Helgason, ráfvirki, Möðru- vallastræti 10 hér í bænum féll í Glerá. Var hann að vinna við stíf lu- garð Glerárvirkjunarinnar. — Bar slysið að með þeim hætti, að trébrú, sem'liggur yfir vatnsrás í garðinum, lét undan, er hann steig á hana og féll hann þá í ána. Barst hann með ánni, sem er í mjög miklUm vexti, allla leið niður að sjó, áður en náð- ist í hann. Læknir var viðstaddur, og voru lífgunartilraunir samstund- (Framhald á 4. síðu). áhrif á alt athafna- og menningar líf, og tefja fyrir eðlilegri þróun, og þýðir því raunverulega alment fjár- hagslegt tjón. Við ítarlega athugun á atvinnu- högum verkamanna hér á Akur- eyri fyrir áramótin 1943—'44, kom í ljós, að atvinnu mundi vanta fyrir 100—150 karlmenn, auk viðbótar við árlega fjölgun bæjarbúa, svo viðunandi væri séð fyrir atvinnu- þörf verkalýðsins í bænum. — Það er síst ástæða til að ætla að þessar tölur séu of háar nú. Fulltrúaráðið leyfir sér því enn á ný, að snúa sér til háttvirtrar bæjarstjórnar, með áskorun um, að nú þegar sé látið BANDAMENN KOMNIR YFIR RÍN BORGIRNAR KÖLN, BONN OG KOBLENZ FALLNAR RAUÐI HERINN NOKKRA KÍLÓM. FRÁ STETTIN OG DANZIG Með hverjum deginum er líður 8Ígur ;í ógæfuhlið þýska hersins. — Randamenn hafa haldið uppi herliðs, hergagna og vista yfir fljót- ið. Stórborgirnar Köln, sem er þriðja stærsta borg Þýskalands, harðri sókn þessa viku vestan Rínar Bonn og Koblenz, sem eru allar ög fyrstu hersveitum þeirra tókst vestan Rínar eru gengnar úr greip- áð brjótast austur yfir fljótið um um nazista, sem hafa beðið ógur- miðja vikuna og síðan hefir verið Haldið uppi látlausum flutningum ^+++++++-+*-+^V+++^++++>*++0*+^*+*++*+^*+*++++*^ Spor Hriflu Jónasar þurkuð úf Nemendum veitt aftur sjálfsögð mannréttindi. Mentamálaráðherra heiir sent skólameistara Mentaskólans á Akureyri eítirfarandi bréf: „Mentamálaráðuneytið, Reykjavík, 26. febrúar 1945. Hinn 1. október 1930 ritaði ráðuneytið yður, herra skólameistari, svo- hljóðandi bréf: „Að gefnu tilefni er þetta tekið fram viðvíkjandi tveim atriðum um stjórn og aga í skólum landsins: Nemendur meéa eigi hafa nokkur afskifti aí stjórnmáíum út á við, hvorki í ræðu né riti, né taka þátt í deilum um hagsmunabaráttu fétaga eða stétta í landinu meðan þeir eru nemendur í skólanum. Nemendur meéa aídrei ólvaðir vera og ei£i má á þeim sjást að þeir hafi áfenéis neytt. Brot gegn þessu fyrirmæli varðar missi allra hlitnninda, endur- iekið brot burtvísun úr skóla, anna&hvort um skeið eðá að fullu og ölíu. Og þannig getur fyrsta brot £e&n þessu fyrirmæli verið svo háitað,, t. d. ef það skerðir virðingu skólans, að vísá beri nemanda úr skóla þegar í^stað." Þau fyrirmæli framanéréinds bréfs, er varða afskiftr nemenda af 'stjórn^ máíum oé þátttoku i deilum um hagsmunabaráttu félaéa eða stétta í land- ... inu, eru hér með úr gildifeld. - ; . • .. ,'"-? Þetta tilkynnist yður, herra skólameistari, hér með. BRYNJÓLFUR BJARNASON (sién.). ; Birgir Thorlacius (sign.). Með bréfi þessu hefir mentamálaráðherra þurkað úr einn ómennin£ar- blettinn frá stjómartíð Hriflu-Jónasar. Með reglu£erðarákvæði þau, sem, hér eru numin úr éildi, að vopni, hófu skólastjórar ofsókn éegfí róttækum nemendum, eins og þá var tíska í Þýskalandi o£ víðar, og voru fátækir piltar teknir úr skála iyrir það eitt að berjast íyrir málstað stéttar sinnar. En nú eru breyttir tímar. Nazisminn er á hröðu undanhatdi, og Hriflu-Jónas talinn óhæfur í sínum ei&in flokki, en Brynjóliur Bjarnason orðinn mentamálaráð- herra. ' i legt tjón á undanhaldi sínu vestan Rínar og á leiðinni yfir hana. Hafa varnir Þjóðverja verið í molum á þessum slóðum og herma fregnir að lítil mótspyrna hafi verið veitt í Köln og einnig við Rín, er hersveit- ir Bandamanna voru að ryðja sér leið yfir fljótið. Það kemur greinilega í ljós, eins og vitað var líka áður, að megin- hluti þýska hersins er á austurvíg- stöðvunum og vörn hans þar jafn- framt miklu harðari. En þrátt fyrir það er Rauði herinn enn í stórsókn þar. Hersveitir Rokossovskys og Zhukoffs hafa þessa viku britist gegnum varnir Þjóðveria í Pomm- ern og rutt sér leið að Eystrasalti og eru samkvæmt síðustu fregninni 5 —6 km/ frá Stettin og 14—16 km. frá Danzig, ög eru byrjaðar stór- skotahríð á þessar mikilvægu hafn- arborgir. Þjóðverjum hefir síðustu daga ;orðið mjög tíðrætt um nýja sókn Zhukoffs við Oder béint austur af Berlín og hafa m. a. talað um bar- daga vestan fljótsins, 48 km. frá Berlín. í Moskva-fréttum hefir ekk- ert 'verið minst á sókn á þessum slóðum. AttrSeðisaímæli á Ragnheiður Jakobs- dóttir, frá Saurbæj nú til heimilis í Norð- urgotu 11 hér í bæ, fimtudaginn 15. þ. m. Aðaliundur Skógræktarfélags Eyfirð- inga verður haldinn að Hótel KEA, fimtud. 15. mars næstk. kl. 8.30 e. h.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.