Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 10.03.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN — Kröfur fulltrúaráðsins (Framhald af 3. síðu). þessi mál til umræðu og afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi. •F. h. Fulltrúaráðs verklýðsfélag- anna. sign: Jón Ingimarsson. sign: Guðm. Snorrason. sign: Sigurður Raldvinsson. Allmiklar umræður spunnust út af erindi fulltrúaráðsins og öðrum er- indum viðvíkjandi atvinnumálun- um. Bæjarfulltrúar sósíalista báru fram eftirfarandi tillögur: 1. „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir á fundi sínum 6. mars 1945 að beina þeirri fyrirspurn til hins háa samgöngumálaráðuneytis, hvað valdi drætti þeim, sem orðið hefir á því að samþykkja gerð hafnar garðsins á Oddeyrartanga, og skor- ar á ráðuneytið að samþykkja hana tafarlaust, svo hægt sé að hef ja byggingarframkvæmdir hið fyrsta. 2. „Bæjarstjórnin samþykkir að hefja undirbúning að byggingu ný tísku tunnuverksmiðju og felur bæjarstjóra að leita aðstoðar Ný- byggingarráðs með útvegun efnis og véla“. 3. „Bæjarstjórn samþykkir að láta þegar byrja á að fylla upp suður af Strandgötu eins langt suður og nauðsynlegt er til þess að hvergi verði þurt land sunnan uppfylling- arinnar þó háfjara sé“. Samþykt var með 4 atkv. gegn 3 atkvæðum sósíalista að vísa fyrir- spurninni til samgöngumálarráð herra til hafnarnefndar! Má um þetta segja, að altaf verði þó bæjar- stjórnin fræg fyrir eitthvað. Tillögunni um tunnuverksmiðj- una var vísað til fjárhagsnefndar og 3 tillögunni, viðvíkjandi uppfyll- ingu sunnan Strandgötu, var vísað til hafnarnefndar. — Erindi verka- mannafélagsins, fulltrúaráðsins, og öðrum erindum, varðandi atvinnu- málin, var vísað til nefnda til frek- ari athugunar. í umræðunum kom það glögt fram, eins og áður, að meirihluti bæjarstjórnar er ekki enn búinn að átta sig á, að brýn nauðsyn sé á að bæjarstjórnin skifti um stefnu í at- vinnumálum og fjárhagsmálum bæjarins, og skynjar ekki að við lif- um á tímum stórfeldra breytinga og að alþýða manna mun ekki láta bjóða sér sama eymdarástand og ríkti fyrir stríð. Bæjarstjórnin hefir nú enn feng- ið frest til að athuga, leita sér upp- lýsinga og undirbúa framkvæmdir í atvinnumálunum. Raunar hefir hún haft æði langan frest til þess — margra ára frest. Alþýða manna mun fylgjast gaumgæfilega með því hvernig bæj- arstjórnin snýst við þessum nýjustu * kröfum um auknar atvinnufram- kvæmdir. Hún mun ekki láta sér nægja að bæjarstjórnin fari að dæmi „Dags“ og veifi aðeins róf- unni öðru hvoru vinalega framan í atvinnulausa verkamenn, jafn- framt því sem bæjarfulltrúar Fram- sóknuar hafa greitt atkvæði gegn atvinnuframkvæmdum af hálfu bæjarfélagsins eða fyrir tilstuðlan þess. Á næsta fundi bæjarstjórnar verður að fást úr því skorið, hvort bæjarstjórn ætlar áfram að fylgja Með ESJU- ; fengum við: Hestafóðurblöndu, Kúafóðurblöndu, Þeir, sem eiga lofað fóður- mjöl eru beðnir að taka það, sem allra fyrst. — Verzl. Eyiafjörður h.f. Nýkomið! Á ég að segja þér sögu?, 18 þýddar úrvalssmásögur Meindýr í húsum og gróðri og varnir gegn þeim, e. Geir Gígja Fornaldarsögur Norðurlanda, II. III. bindi. Bernskubrek og æskuþrek íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, Einar Ól. Sveinsson, tók saman' Hver er maðurinn? Þor og þróttur, eftir Ásmund Guðmundsson Orustan um Stalingrad Síðasti víkingurinn, eftir Johan Bojer Bókabúð Akureyrar KÁPUTAU, handa krökkum, margir litir, nýkomið. Versl. LONDON Andlát. Aðfaranótt 7. þ. m. andaðist að heimili sínu, Oddeyrarg. 26 hér í bæn- um, Helga Kristjánsdóttir, kona Valdi- mars Pálssonar, verkamanns. — Nýlega er látinn að heimili sínu, Staðartungu, Hörgárdal, Friðbjöm Björnsson, bóndi og kunnur hagyrðingur. Hann var rúml. sjötugur að aldri. Hörmulegt slys. (Framhald af 1. síðu). is hafnar, en höfðu engan árangur borið, er blaðið fór í prentun. Er þetta í annað sinn, að slys vill til við rafveituna, vegna ófullnægj- andi öryggisútbúnaðar. ELDSVOÐI 5 fjölskyldur húsnæðislausar Sl. mánudagsmorgun kviknaði í hús- inu Hafnarstr. 93 hér í bænum. Tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum elds- ins. Miklar skemdir urðu á húsinu, sem er 3 hæða timburhús á kjallara. Eldur- inn kom upp á 2. hæð, í herbergi Vig- dxsar Markúsdóttur og læsti sig fljótlega í rishæðina og brunnu innviðir hennar að mestu leyti. Er húsið svo illa útleikið eftir eld og vatn, að ólíklegt er að við það verði gert. 5 fjölskyldur urðu hús- næðislausar og alt innbú á rishæðinni brann, lítið eða ekki vátrygt. — Vigdís Markúsdóttir brendist nokkuð og misti alt innbú sitt, óvátrygt. FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélaganna á Akureyri óskar eftir starfsmanni til að annast skrifstofu fyrir verkalýðsfélögin. Vinnutími 4 klst. á dag. Vélritunar kunnátta nauðsynleg. — Umsóknir ásamt kaupkröfu sendist til JÓNS INGIMARSSONAR Klapparstíg 3, fyrir 20. þ. m. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. Y þeirri stefnu, að telja nauðsynjamál sér óviðkomandi eins og „Dagur“ sagði. Bókamarkaður! Mánudaginn 12. marz n.k., hefst mikil útsala á fjölda mörg- um nýjum og gömlum bókum. Útsölunni lýkur 17. marz. Ýmiss konar bækur verða til sölu,' svo sem: Ijóðabækur, rímur, skáld- sögur, ævisögur, þjóðsagnir, fræðibækur, riddarasögui, bamabækur o. s. frv. Enn fremur enskar og amerískar bækur og blöð. — Meðal bóka á markaðinum verða: Andvökur (St. G. St.) Álfaslóðir, Indriði miðill, I verum, Þjóðsi%ur Sigfúsar Sigfússonar, Nátttröllið glottir, Og Sólin rennur upp, Odysseifur, Þuríður formaður, Sögur Maxim Gorki, Úlfablóð, Winston Churchill, Þættir af Suðurnesjum, Casanova, Flugmál íslands, Álfar kvöldsins, Ýmsar bækur e. H. K. Laxness, Annáll 19. aldar o. m. m. fl. Örfá eintök til al sumum beztu bókunum. — Geysimikið úrval nótnabóka fyrir hálfvirði. Afsláttur 10-50% Langbezta tækifæri ársins til að eignast góðar bækur fyrir lítið verð. Komið strax á mánudag, ef þér viljið ekki missa af beztu bókunum. BÆKURNAR verða til sýnis í gluggum verzlunarinnar um helgina. Bókaverzlunin E D D A Akureyri. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ætt- ingja eða vini Jóhanns Vilhelms Ólafs Sigurðssonar, sem um nokkurra ára skeið hefir dvalið í Teheran, eru góðfúslega beðnir að láta þær utanríkisráðuneytinu 1 te. Utanríkisráðuneytið, 1. marz 1945. AUGLÝSING um skömmtun á erlendu smjöri Samkvæmt reglugerð, útgéfinni i dag, löggildist hér með stofnauki no. 1, sem fylgdi skömmtunarséðlum fyrir tímabilið 1. jan.— 1. apríl, sem innkaupaheimild fyrir tveim pökkum (453gr.x2) af erlendu smjöri, og gildir hann sem innkaupaheimild fyrir þessu magni til 1. júlí n.k. Verð þess smjörs, sem selt er gegn þessari innkaupa- heimild, er ákveðið kr. 6.50 hver pakki í smásölu. V iðskiptamálaráðuney tið, 3. marz 1945.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.