Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.03.1945, Page 2

Verkamaðurinn - 24.03.1945, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Hrifluandinn að starfi Síðan að Jónasát-andlitið datt a£ Reykjavík, Hrifluandinn átti í vök að verjast í sínum eigin flokki og Framsóknarvaldið missti aðstöðu þá, er það hafði haft í nær tuttugu ár til að ráða flestum málum á Al- þingi og í ríkisstjórn, fara þessi áhrifaöfl hamförum á öðrum víg- stöðum og eftir öðrum leiðum. Framsókn og Hriflumennskan hafa alltaf frá upphafi talið sveitirnar og byggjendur þeirra sína eign með húði og hári. í anda þeirrar trúar hefur svo verið unnið árum saman að því, að halda nesjamennskunni og fáfræðinni við í hinum „dreifðu byggðum“, sem jafnframt hafa ver- ið taldar hið eina og sanna Gosen. Ótal gjafablöð hafa verið send í sveitirnar og látin túlka þar Hriflu- andann ómengaðan, miðlar hans hafa fylgt á eftir eins og til að árétta blaðalygarnar. Taumlausum áróðri hefur verið haldið uppi gegn alþýð- unni við sjóinn og hún máluð eins og djöfullinn á veggi sveitabýlanna, en jafnframt reynt að ala þann anda með sveitafólkinu að líta á sig sem aðal með ýmsum forréttindum, sem það skyldi svo beita miskunn- arlaust. Þetta verk tókst ekki full- komlega og þegar fram liðu stund- ir varð Hrifluandinn hataður og fyrirlitinn af öllum þeim, sem höfðu til að bera snefil af sjálfs- virðingu og drenglyndi. Framsókn- arvaldið getur ekki lengur spornað við þróun og fræðslu í búskap og þjóðháttum og Hrifluandinn er á hröðum flótta undan þekkingu og kröfum alþýðunnar í landinu til sjávar og sveita. Hann verður að láta sér lynda æ þrengri kuðung fyrir sig og sína fylgjendur. Þessi kuðungur er aðsetur stjórnar og þings Búnaðarfél. íslands. Þar eru dagskipanir Hriflu-andans soðnar saman og síðan birtar alþýðunni í nafni bændastéttarinna rallrar. Þessu svokallaða Búnaðarþingi lauk nú í vikunni, eftir að hafa set- ið á annan mánuð. Hörð átök áttu sér stað milli ýmissa þingfulltrúa, en sýnilegt er að Hrifluandinn hef- ir gegnsýrt flestar gerðir þess og á- lyktanir og borið sigur úr býtum a. m. k. á yfirborðinu. Margir munu hafa fylgzt með störfum þings þessa og gert sér vonir um, að meiri víð- sýni mundi gæta þar en raun er nú á orðin. Þarna voru samankomnir full- trúar bænda úr öllum sýslum lands- ins, og þeir áttu að sinna ýmsum aðkallandi málum, jafnframt því að marka framtíðarstefnur í fslenzkum búnaði. Ætla mætti, að fulltrúarnir hefðu leitast við að koma betra skipulagi á í ýmsum greinum fram- leiðslunnar og fyrirbyggja að of- framleiðsla yrði á einni vöruteg- und, þegar almenn vöntun ?r á annarri. Það mætti t. d. halda, að þinginu hefði þótt ástæða til að gera einhverjar ráðstafanir til að bæta úr mjólkur- og smjörskortin- um á sumum svæðum, eins og t. d. í Reykjavík, en þar hafa þessar vör- ur ekki fengizt tímunum saman í vetur, hvað sem í boði hefir verið og vafalaust valdið mörgum böm- um heilsutjóni. Nei, það fer lítið fyrir umbótatillögum Búnaðar- þingsins í þessum málum. Vitandi það, að margir bæir hafa verið svo að segja smjörlausir í vetur, þá sam- þykkir þetta þing eins konar mót- mæli gegn því, að smjör sé flutt inn í landið. Þótt engin trygging sé fyrir því, að nægileg framleiðsla verði á þessari vöru innanlands á næstunni. Og meiri hluti Búnaðarþings leggur einnig, til, að ef (samt sem áður) smjör verði flutt inn í landið, þá beri ríkisstjórninni að þrefalda verð þess á innanlandsmarkaði, svo það skyggi ekki á hið mikla og ó- dýra bændasmjör!! Þannig kinn- hesta þessir „bændavinir“ þá, sem keypt hafa íslenzka smjörið vit- lausu okurverði undanfarin ár. Nú, þegar ekki er hægt að fá þetta „mangara-smjör“ á markaðinum, vil! Búnaðarþing láta banna mönn- um að borða smjör. Þarna er víð- sýni og drenglyndi Framsóknar- valdsins opinberað. Hve lengi ætla bændur að láta slíka helstefnu ríkja innan samtaka sinna og spilla allri bróðurlegri samvinnu framleiðenda og neyt- enda? Bændastéttin verður fyrst og fremst að athuga staðreyndirnar og breyta þar eftir, hún má ekki láta Hrifluandann og hægrimennskuna villa sér sýn. Hiin verður að hugsa sjálf um málin, og ef hún gerði það, þá er vissa fyrir því, að aldrei fram- ar kæmu fram á Búnaðarþingi svipaðar tillögur og hér að ofan greinir. Hrifluandinn hefir beðið ósigur á Alþingi og í ríkisstjórn og nú er Búnaðarfélag íslands hans eina og síðasta hæli. Hann hreiðrar þar um sig og sína, ýldar og lyktar út frá sér á allar hliðar en hirðir hvergi um það, þótt framkoma hans skaði bændastéttina alla og spilli fyrir ís- lenzkum landbúnaði um ófyrirsjá- anlegan tíma. I þessu sambandi dettur mér í hug bóndi nokkur vestur í sýslum, sem ég átti tal við í fyrrahaust. — Þetta var duglegur bóndi, vel í efn- um, rausnarlegur heim að sækja og heimilisbragur allur hinn bezti. Talið barst að hrossaeigninni. — Hann sagðist ekki hafa getað selt eina truntu í haust og hefði þó haft þörf fyrir að fækka stóðinu vegna lítils heyskapar þá um sumarið. Ég hafði hins vegar mætt hrossa- kaupmanni á leiðinni, sein var að fara hingað til Akureyrar með rúm- Iega hundrað afsláttarhtoss, og áður hafði hann komið með enn stærri hóp. Ég vissi, að hann hafði einnig farið um þessa sveit og falað hross, en fengið litlar undirtektir hjá bændum, sem voru þó mjög hrossa- margir. Ég spurði bóndann, hvort hann hefði ekki getað selt þessum manni neitt af stóði sínu. Hann svaraði æfur: — Nei, fyrr skal ég skjóta niður öll mín hross í hagan- um fyrir hund og hrafn, en ég fer að gefa kaupstaðarhyskinu kjötið af þeim. (Verð á hrossakjöti var þá hér í bæ 3—4 ky. kg.) Og svö þætti. Á þingi Alþýðusambands íslands í haust áttu þingfulltrúar að velja á milli Hermanns Guðmundssonar, form. Hlíf- ar, og Helga Hannessonar á ísafirði, sem forseta Alþýðusambandsins. Hermann hlaut kosningu. — Helgi frá ísafirði féll. Þá stendur upp Hannibal Valdimarsson, skólastjóri á Isafirði, og segir við sína menn, að nú sé þeim fyrir bestu að ganga út og taka ekki við neinum störfum fyrir Alþýðusamband íslands, því að Helgi Hannesson verði ekki forseti. Amen! — sögðu nokkrir litlir Hanni- balar og gengu út á eftir þeim stóra. Alþýðublaðið, Tíminn, Vísir og Dagur brosa út í yztu dálka og segja: — Al- þýðusamtökin springa — springa! — Springa! Ha, ha, ha! ★ hann við: — Það er heldur ekki von, að hrosakjötið okkar seljist, þegar ykkur er borgað til að éta dilka- kjötið. Ég vildi nú ekki játa, að við Ak- ureyringar fengjuin meðlag með því dílkakjöti, sem við keyptum, 'en , spurði hann svo, hvort hann teldi ekki einnig þörf á að kinda- kjötið seldist og hvað hann héldi að bændurnir fengju fyrir það, ef bæjarbúarnir keyptu það ekki. — Ég veit ekkert um það, svaraði hann. Þeir mega dysja það allt í Hafnarfjarðarhrauni fyrir mér, bara ef ég fæ mína peninga fyrir það — en hrossakjötið verður að seljast líka. Þannig var hagfræði þesa bónda. Nú veit ég fullvel af eigin kynn- ingu, að þessi tilsvör túlka engan vegin stefnu meiri hluta bænda- stéttarinnar, en þó eru alltof marg- ir bændur, sem lítið hafa hugsað þessi mál niður í kjölinn, og af þeim sökum er Búnaðarþingið svo heltekið afturhaldsanda Framsókn- arvaldsins, sem störf þess sýna. Vonandi verður þess ekki allt of Iangt að bíða að víðsýnni og raun- særri stefna verði tekin af Bf. fsl. og efnt verði til vinsamlegrar og gagnkvæmrar samvinnu milli fram- Ieiðenda og neytenda. Bændum verður að skiljast, að einhver verð- ur að borga kjöt, sem er eyðilagt og þótt þeir fái kannske fullt verð fyrir það á pappírnum, þá verðá þeir látnir greiða skaðann eftir öðr- um Jeiðum. Þeim verður einnig að skiljast, að stríð við neytendurna er stríð gegn þeim sjálfum. Hvor- ugir geta án hinna verið, nema að bíða tjón við. Bændur verða líka að skilja það, að þeir menn, sem stöð- ugt vilja ala á hatri og ósanngirni í garð neytenda, eru erkióvinir þeirra, og þeim mönnum og þeirra athæfi ber bændum að afneita í eitt skipti fyrir öll. Þegar Hrifluandinn hefir verið rekinn úr Búnaðarfélagi íslands, og fyrr ekki, getur tekizt happasæh samstarf milli bænda og neytenda við sjóinn — báðum til bóta. Aðalfundi Rithöfundafél. íslands lauk nú í Vikunni. Við stjórnarkosninguna komu tvær uppástungur um formanns- efni. Kosið var milli þeirra Halldórs Stefánssonar rithöfundar og Guðmundar Hagalíns prófessors á ísafirði. Halldór var kjörinn formaður. Þá kveður sér hljóðs Guðmundur prófessor og segir sig úr Rithöfundafél. Islands og nefnir einnig nöfn ellefu manna annara, sem langi til að fylgja honum eftir og ætli hann að stofna nýtt rithöfundafélag með þeim, því þar fái hann að vera formaður. Illa kann Rit- höfundafélag íslands að meta sinn eina heiðurs-prófessor! ★ Af þessum tveimur litlu sögum má sjá að margt gott kemur frá ísafirði, enda er þar öllu ráðandi einn borgaralegur flokkur, sem nefnist á fínna máli Al- þýðuflokkur. Mörgum mun því vera for- vitni á að heyra meira um hlutdeild þessara ágætu sprengi-manna (þá vantar ekki sprengiefnið eins og bæjarstjórann hér) í félagsmálum heima fyrir og þess- vegna skal hér birtur kafli úr grein í blaðinu „Baldur“ á ísafirði. Það gefur nokkr ahugmynd um þátttöku ýmissa „fínni manna“ í verklýðsmálum vestur þar. ★ „FÍNIR MENN. Það voru sannarlega fínir menn, sem heiðruðu verkafólk með nærveru sinni á seinasta aðalfundi verklýðsfélagsins Baldur. Þar gat að líta: Yfirfiskimats- mann og frú, lögregluþjón og frú, rakara- meistara, bakarameistara, skósmíða- meistara, skrifstofustjóra, tvo eða þrjá barnakennara, skólastjóra Gagnfræða- skólans, skrifstofumenn o. fl., og þó sakn- aði maður forstjóra samvinnufélagsins, námsstjórans á Vestfjörðum og margra annara. Þeir eru líklega ekki færri en um eða yfir tuttugu fínu mennirnir í Baldri. Hvílíur heiður! Þessir fínu men n— þeir eru auðvitað líka heldrimenn — láta sér ekki nægja að heiðra aðeins landverkafólkið með nærveru sinni. Sjómennimir hafa einnig notið hennar. Barnakennari var kosinn formaður félagi sjómanna í fyrra. Er það kannske ekki virðingarvottur? Nokkrir þessara fínu manna komu með föruneyti á aðalfund Sjómannafé- lagsins nú fyrir nokkru. Erindið virðist hafa verið að sýna sjómönnum, hvernig fínir menn fara eftir félagslögum og fundarsköpum. Fyrst á að taka inn nýja félaga, sem einnig eru aðalfélagar í öðru sambands- félagi, og vitanlega fá þeir allir full fé- lagsréttindi. Næst á að ræða reikninga félagsins, ef um aðalfund er að ræða, en ljúka ekki þeim umræðum, heldur taka fyrir stjórnarkosningu, en áður en kosið er á að breyta kosningalögum félagsins, til þess að tryggja fínu mönnunum meiri- hluta. Þá á að kjósa stjóm eftir hinum x breyttu lögum og að lokum á að taka fyrir aðrar lagabreytingar. Fínu mennirnir gerðu þetta allt á fundinum. En sumir sjómennimir voru þeir álfar að þetta væri ekki löglegt. En fxnu mennirnir sögðu, að svona ætti það að vera. Þeir vissu hvað væru lög. R. G. Sn. (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.