Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN. Útéetandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipaéötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Rósberg G. Snasdal, Eyjólfur Arnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Þeir syfjuðu svara ekki. Tvisvar sinnum á þessum vetri hefir Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar sent háttvirtri bæjar- stjórn áskoranir um, að bærinn láti iiefja atvinnuframkvæmdir til að draga úr böli atvinnuleysisins með- al verkamanna, sent mjög hefir þrengt að í vetur. Önnur verklýðs- samtök hafa og tekið í sama streng og má alveg sérstaklega minna á þær ýtarlegu tillögur um atvinnu- framkvtemdir, ei Fulltrúaráðið sendi bæjarstjórn nú fyrir tæpum mánuði. Fjórum sinnum hefir bæj- arstjórnarklíkan velt þessum mál- um fyrir sér á fundum sínum og ótal nefndir hafa einnig fjallað um þau. En ■ eftir allt þetta þóf og málalengingar hefur svo ekkert verið gert. Bæjarfulltrúarnir hafa þó ekki þorað annað en viðurkenna að hér væru á ferðinni þörf mál og „æskilegt að þau kæmust í fram- kvæmd“, eins og „Islendingur" var látinn segja nú fyrir skömmu. — Meirihluti bæjarstjórnar veit nefni- lega, að tillögur verklýðsfélaganna í atvinnumálunum hafa mikinn þunga og vilja að baki — og veit einnig, að enginn trúir þeim stað- hæfingum, að bærinn geti ekki gert neitt til úrbóta sakir féskorts, því að bæjarfélag, sem getur leyft sér þann munað, að láta hundrað borgara ganga atvinnulausa hálft árið, hlýtur í öllum tilfellum að vera mjög gróið og sterkt fjárhags- lega. Hver er grundvöllur að efnahag hvers sveitar- eða bæjarfélags? Það er einmitt og ekkert annað en arð- bær vinna allra þegnanna. Þetta látast þeir ekki skilja, KEA- meninrnir, og sjálstæðishetjurnar í bæjarstjórn Akureyrar, en þeir mega vita, að almenningur skilur það mætavel og afneitar nátttröll- unum, sem koma á bæjarstjórnar- fundi til að sofa og svæfa aðra. Bæjarstjórn hefur enn ekki svar- að erindum Fulltrúaráðs verklýðs- félaganna, en þar var m. a. rætt um að bærinn léti þegar hefja atvinnu- bótavinnu fyrir 70—'80 manns og ýms aðkallandi verkefni, sem til staðar eru, svo sem útgröft lóða, byggingu tunnuverksmiðju, aukna útgerð o. fl. Ennfremur óskað eftir að bæjarstjórn kæmi til viðræðna við Fulltrúaráðið, um framtíðar- skipulag atvinnumála bæjarins. En bæjarstjórn virðir þetta ekki svars og það eina, sem gert liefur verið til að bæta úr atvinnuleysinu, það er að láta 10—15 menn hafa stund- arvinnu við að grafa sundur hól uppi í Þórunnarstræti! Húsaleigulögin og réttlætið Tveir stærstu stjórnmálaflokk- arnir, Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkurinn, hafa löngum slegið karlmannlega um sig með orðun- um: eignaréttur og einstaklings- ::ramtak, og talið sig vera skelegg- asta aflið til stuðnings þessu hvoru- tveggja. Gaspur þessara áður- nefndu auðvaldsflokka, hvað þetta áhrærir, er heldur engin ný bóla. Þetta hafa sem sé altaf verið slag- orð þeirrar stefnu og sjónarmiða, sent lengst hafa gengið í því, að misskifta öllum gæðum og verð- mætum innán þjóðfélaganna og láta einstaklingsframtakið ein- göngu þróast á kostnað þeirra, sem voru afskiftir réttinum og mögu- leikanum til að eignast verðmæti fyrir eigið framtak. Faðirvorinu hefir verið snúið upp á f jandann. — I stað þess að einstaklingsframtakið leiddi af sér eignarréttinn, eins 6g látið var í veðri vaka, að ætti að gera, hefir erfður eða lögboðinn eignaréttur orðið til að skapa ein- staklingsframtakið. eða réttara sagt, möguleikann á því að bæta stöð- ugt við upphaflegar eignir á kostn- að hinna, sem ekki höfðu neitt til að kaupa sér með lögheimild til arðráns. Þannig hefir farið um fram- kvæmd hinna glæstu og fögru hug- taka, sem upphaflega áttu að túlk- ast í orðunum: eignaréttur og ein staklingsframtak. Flestum er nú orðið þetta vel ljóst, og vita vei hvað hið sífelda japl auðvaldsflokk anna á þessum orðum þýðir, þ. e.: þeir, sem hlotið hafa eignir og eignarétt skulu í krafti hugtaksins einstaklingsframtak, hafa ótak markaða heimild til að fyrirbyggja hinum snauðu sömu réttindi. Aðalmálsvarar þessa skipulags hér á landi, Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkurinn, og sem lengi hafa verið löggefendur alþýðunn ar, hafa unnið vel og dyggilega að framkvæmd allskonar réttarmis- skiftingar milli þegnanna og veitt sínum nánustu ótakmarkaða heim ild til arðráns og auðsöfnunar. Alt er þetta svo fært á reikninga ein- staklingsframtaksins og alþýðan á að kyssa þá ríku „guð laun“ fyrir frammistöðuna. Á síðustu árum hefir margt orð- ið ahnenningi kunnugt um gerjun- ina á súrdegi Faríseanna. Hér verður þó aðeins drepið lítillega á eitt fyrirbærið. Fyrir nokkrum árum rétti lög-] gjafarvaldið að alþýðunni laga- bálk einn mikinn „sakir hins óvenjulega ástands", og það orkar engra tvímæla, að óvinsælli laga- stafur hefir ekki verið í gildi á landi hér síðan á dögum „stóra- dóms“ og einokunar. Það skal þó tekið fram, að lögin sem slík hefðu aldrei getað áunnið sér slíkra óvin- sælda, hefði framkvænrd þeirra ekki gengið lengra en hægt var að esa út úr þeim. í upphafi. 1 hverjum bæ er starfandi „hrisa- leigunefnd". Verksvið hennar er að hafa með höndum eftirlit með áð- urnefndum lögum og að þeim sé hvarvetna framfylgt, og ákveða leigu eftir ílniðir, ef þess er óskað af leigusala eða leigutaka. Það skal ekki í efa dregið, að starfi þessara nefnda- er vandasamur og marg- þættur og verður aldrei leystur svo öllum líki, en hitt mun líka al rnanna rómur, að bæði húsaleigu- lögin og starf nefndanna hafi verk- að mjög svo neikvætt við það, sem búast hefði mátt við að tilgangur- inn ætti í upphafi að vera. Starf húsaleigunefndar, a. m. k. hér í bæ, virðist að mestu fólgið í fram- kvæmdum, sem vafasamar eru og um leið tilgangslitar eða -lausar, þ. e., að banna hækkun á eldri leig um og láta hvern leigjanda sitja kyrran í því húsnæði, sem hann einu sinni tók á leigu. Tilgangur inn með þessu starfi á að vera sá, að koma í veg íyrir að fjölskyldur verði húsviltar, ef leigusala þókn- aðist að segja þeim upp leigu og í öðru lagi að halda leigugjaldinu niðri og þar með dýrtíðinni. Nú skal með nokkrum orðum lýst, hvernig þetta verkar, en síðar í grein þessari verður getið ein- stakra þátta í þessum málum. Húsaleigu-vísitölunni er hald- ið niðri í 136 stigum, á sama tíma sem ffamfærsluvíitalan er rétt helmingi hærri. Nú er það marg sannað, að bygg- ingar- og viðhaldskostnaður húsa er alt að fimfalt hærri í sumum til- fellum nú en í stríðsbyrjun. Þetta óréttlæti hafa margir liúseigendur Það eru öll afskifti bæjarstjórnar innar af atvinnumálum í vetur. Nú er veturinn senn á enda, en þó má gera ráð fyrir að 2—3 mánuð- ir líði áður en verulega rætist úr at vinnuleysinu og það er lengri tími en margur verkamaðurmn þolir, ti viðbótar þeim 5 mánuðum, sem liðnuir eru án þess að um atvinnu hafi verið að ræða, nema þá dag og dag. Bæjarstjórnin hyggst eflaust að svæfa allar kröfur verkamanna þennan vetur, en þó gæti enn farið svo, að við þeim verði ýtt, áður en vetur líður. bætt sér upp með því að hækka grunnleiguna margfalt, og það geta þeir gert óátalið, ef um nýja leigu- taka er að ræða. Þess munu ekki finnast fá dæmi, að herbergi, sem gaf af sér 10—15 kr. mánaðarleigu á árunum 1937—’38 sé nú leigt fyrir 100 kr. eða jafnvel meira. Hvað þetta snertir, hafa lögin ekkert við að athuga ,en húseigend- ur, sem hafa orðið að sitja með hálf-fult hús af föstum leigjend- um öll stríðsárin fá ennþá ekki nema sín 36% til viðbótar við hina lágu leigu, eins og hún var fyrir stríð. Þeim er óheimilt að segja nokkrum leigutaka upp, jafnvel þótt þeir sjálfir þurfi nauðsynlega að fá húsnæðið til afnota fyrir sig og sína fjölskyldu. Nú er það jafn- framt vitað, að það eru efnaminstu mennirnir, sem undir flestum kringumstæðum hafa flesta leigj; endur í húsum sínum, þeir, sem af lítilli getu hafa keypt sér þak yfir höfuðið, en síðan leigt það hús- rými, er þeir töldu sig með nokkru móti geta án verið í uphafi, en nú verður útkoman sú, að leigurnar svara ekki viðhaldi og rentum af húsverðinu og hækkun er ekki um að tala. Helsta og eina úrræði þess- ara manna verður því að selja hús- ið ofan af sér meðan hægt er að fá sæmilegt verð fyrir -það, sakir ríkj- andi öngþveitis í öllurn þessum rnálum. Sjálfur verður hann að gera ann- agð tveggja, þegar svo er komið, kaupa annað hús, sem er laust til rbúðar, en margfalt hærra verði, eða leigja húsnæði fyrir sig og fjöl- skylduna, en þá verður sú leiga margfalt hærri en honum var gert að skyldu að leigja sitt gamla hús fyrir. Sem framhald af þessu má geta þess, að hús, sem eru frí við fasta leigjendur, seljast nú að öðru jöfnu fyrir tvöfalt hærra verð en hin, sem hafa „löghelga" leigjendur innan veggja, og þar af leiðir, að einungis efnuðustu mennirnir hafa ráð á að kaupa hin „tómu hús“, en geta síðan braskað með þau eða komið þeim í „,tækifærisleigu“. í þeim tilfellum er eignarétturinn löghelgur og einstaklingsframtakið dásamað. (Meira í næsta blaði). R. G. Sn. Aðvörun Nefndin vill alvarlega aðvara þá utanbæjarmenn, sem keypt hafa eða ætla að kaupa íbúðir í bænum, að gera ekki ráðstafanir til að flytja í þær eins og stendur, því vegna tilfinnanlegrar húsnæðiseklu fá engir aðkomu- menn að setjast hér að, nema þeir sem rétt hafa til þess samkvæmt húsaleigulögum. Af sömu ástæðu eru húseigendur í bænum varaðir við að leigja uatnbæjarfólki. Þeir, sem slíkt gera, mega bú- ast við að verða sóttir til sekta, og aðkomufólkið verði borið út. Akureyri, 14. marz 1945. Húsaleigunefnd Akureyrar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.