Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 4
 VERKAMAÐURINN Aðalfundur Pöntunarfélags verkalýðsins, Akureyri, verður haldinn mánudaginn 2. apríl (annan í páskum) í Verklýðshúsinu, og hefst kl. 1.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra og'reikningar félagsins. 2. Rædd framtíðarstarfsemi félagsins. 3. Kosin stjórn og endurskoðendur. 4. Lagabreytingar. STJÓRNIN. Dæmdir af verkunum íslensku borgarablöðin hafa nú lagt á skipulagslausan flótta undan dómi al- mennings, síðan þau belgdu sig upp með þær lygafréttir að sósíalistar á Alþingi héfðu vjljað segja Þjóðverjum stríð á hendur. Eitt þessara blaða er „Dagur" hér á Akureyri. Ritstjórinn er nú að klóra í bakkann og afsaka frumhlaup sitt, en hann var manna fyrstur til þess, að fullyrða áðurnefnda lygi í blaði sínu. Hann heldur því fram, að almannaróm- urínn hafi komið sér til þessarar iðju og segist' ekki hafa haft við annað að styðj- ast. Sannliekurinn er nú hinsvegar sá, að „Tíminn" mun hafa orðið fyrstur til að ríða á vaðið og er enginn vafi á því, að upphaflega 'er fregnin tilbúin eftir for- sögn Hermanns Jóhassonar og hans le- gáta, og því þarflaust fyrir blöð Fram- sóknarflokksins að kenna almannarómn- um fregnir þessar og ritstjóri „Dags" þykist stundum hafa svo góð fréttasam- bönd innanlands og utan, að honum hefði ekki átt að vera ofraun að afla sér sannra sagna í þessu máli hefði viljinn vertð iyrir hendi. Ekki gat það verið al- mannarómurinn, sem knúði hann til að birta fregnir um það í blaði sínu, að Rússar hefðu lagt mikla áherslu á það á Krím-ráðstefnunni að íslendingar færu í stríð við Þjóðverja. Hann hafði þær frétti reftir amerískum blöðum, eftir því er hann sjálfur segir, og svo voru frétta- sambönd hans náin við New York þá, að hann vissi upp á hár hvað stóð í dag- blöðum þar, daginn sem „Dagur" var prentaður hér! * Síðan hefir hann ekkert rætt nánar um málið og virtist <helst kjósa að það gleymdist. Skyldi hafa verið prentvilla í þessum New York-blöðum? í síðasta „Degi" fullyrðir þessi sami ritstjóri og stríðsfréttaritari, að það hafi „vakið almennan hlátur" í breska þing- inu, þegar Sýrlendingar sögðu möndul- veldunum stríð á hendur! Þetta eru í meira lagi kynlegar fréttir og bitnar hlát- ur bresku þingmannanna á Bandamönn- um sjálfum, eða þeim, er sátu Krím-ráð- stefnuna og mæltust til þess við Sýrlend- inga, að þeir færu í stríð við Þjóðverja. Skyldu karlarnir þrír, þeir Stalin, Roose- velt og Churchill, hafa aðeins verið að spauga? Ritstjóri „Dags" hikar ekki við að fullyrða það, en kannske hefir hann „dæmt þá eftir líkum", eins og hann dæmir suma þingmenn hér uppi á ís- landi! „Dagur er kominn í það öngþveiti, vegna heimskupara sinna í utanríkismál- unum, að hann fær aldrei þvegið rit- stjórana hreina af því almenningsáliti, að aumari og illgjarnari blaðasnápar hafa aldrei staðið að nokkru stjórnméla- legu málgagni. Blaðið kemur ekki út næstk. laugard. vegna páskahátíðarinnar. NÆR OG FJÆR. (Framhald af 2. síðu). Þeir sýndu sjómönnunum líka, hvern- ig fínir menn tryggja sér meirihluta í félögum. Þeir gera það með því að láta sína menn ganga úr einu félagi í annað og taka þátt í stjórnarkosningu í báðum. Þeir fara þannig með iið sitt á einskonar húsgang milli félaga. ^, Já, það er mikið, sem þessir fínu menn leggja á sig fyrir sjóara og verka- fólk, og ekki þarf að efa tilganginn." Alltí Páskabaksturinn! Sendum heim! Pöntunarfélag verkalýðsins Tahic) cfiir! Höfum fengið úrval af Vefnaðarvörum Verð við allra hæfi. Pöntunarfélag verkalýðsins Fermingarkjólaefni nýkomin. Pöntunarfélag verkalýðsins Verkamannaskór ágætar tegundir Barnaskór sterkir og góðir Pöntunarfélag verkalýðsins AUGLÝSING Þeir bæjarbúar, sem hafa í hyggju að fá leigð garðlönd í vor, snúi sér til skrifstofu bæjarstjóra fyrir 1. apríl n.k. Viðtalstími aðeins kl. 5-7 e. h. RÆKTUNARRÁÐUN. AKITRF.YRARBÆJAR Þökkum hjartanlega alla þá samúð, er okkur var sýnd við andlát og útför manns- ins míns, sonar okkar og bróður, HATJKS HELGASONAft rafvirkj a. Sérstakar þakkir viljum við færa sam- starfsmönnum hans og skátafélögum, fyrir vincrttu honum sýnda lífs og liðnum. 1 ¦• ©j svava ingimundardóttir. sigríður oddsdóttir. páll sigurgeirsson. sverrir pálsson. gylfi pálsson. helga i. helgadóttir. HJARTANS ÞAKKIR til allra þeirra, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. GUD BLESSI YKKUR ÖLL RAGNHEIÐUR JAKOBSDÓTTIR nning ¦ Viðskiptaráðið hefvir ákveðið nýtt hámarksverð á föstu fæði, og erjj.að sem hér segir fyrir livern mánuð: I. Eullt fæði (morgtínverðnr, hádegisverður, síðdegiskaffi pg kvöldverður). *; Karlar :..,'...............•. Kr. 320.00 Konur ..'.v.............. - 300.00 " ¦ " II. Hádegisverður, síðdegisverður og kvöldverður. Karlar.................... - 290.00 Konur ................... - 270.00 III. Hádegisverður og kvöldverður. Karlar...... .,............. - 260.00 Konur ....... ........... - 245.00 IV. Hádegisverður. Karlar.................... - 150.00 Konur.................... - 140.00 Sé innifalinn í fæðinu a. m. k. \/4 líter mjólkur til drykkjar daglega, má verðið vera kr. 12.00 hærra en að ofan segir. Sé um að ræða fullt fæði og einni máltíð fleira á dag en segir undir lið I. hér að framan, má verðið vera kr. 30.00 hærra á mánuði. \rerð það, er að ofan greinir, nær til fæðis, sem selt hefir verið frá og með 1. marz 1945. Reykjavík, 16. marz 1945. Verðlagsstjórinn. Ársháfíð Sósíalisfafélags Akureyrar verður í Verkalýðshúsinu í kvöld, 24. mars, kl. 8.30 DAGSKRÁ: 1. Samkoman sett. 2. Kaffidrykkja. 3. Ræða (Sigurður Róbertsson). 4. Skemmtiþáttur. 5. ??? 6. Dans. Aðgöngumiðar eru seldir í Verklýðshúsinu í dag frá kl. 4—7 e. hádegi. — Félagar! Allir á árshátíðina! SKEMMTINEFNDIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.