Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 5
VERKAMAÐURINN - * Kartöfluleysi og kartöflurækt Það fer ekki dult, að Akureyr- ingar eru svo að segja kartöflulaus- ir. Fjöldi manna hefir ekki séð kartöflur svo mánuðum skiftir, en aðrir hafa neyðst til að horða út- sæðið sitt. Menn treystu því lengi vel, að Grænmetisverzlun ríkisins sæi um, að kartöflur yrðu hét á markaði þá og þegar. En opinberar ráðstafanir hafa brugðist hrapallgea, um öfhin og dreyfingu á kartöflum í vetur; og ættu menn nú að hugleiða, hvort ekki er hægt fyrir Akureyr- inga að vera sjálfum sér nógir að minnsta kosti. Og treysta ekki á forsjá Grænmetisverslunarinnar. Orsakir þess, að hér skortir nú kartöflur, eru fyrst og fremst þær, að ekki er ræktað nægilega mikið í landinu af kartöflum. Síðastliðin tvö ár hefir verið til- finnanlegur uppskerubrestur, sem menn almennt kenna óhagstæðu tíðarfari. Stormar hafa spillt ný- gróðri á vorin og næturfrost hafa sorfið svo að kartöflugrasinu a miðjum sumrum, að gras hefir svo að segja kalfallið í sumum görð- um. En þó hefi eg veitt því athygli hér á Akureyri, að sá raunur er á hve kartöflugras þolir mikið frost, að þó það kalfalli í einum garði, þá sér varla á grasi í öðrum garði, þó samliggjandi séu og mun það stafa af misjöfnum aðbúnaði garð- anna og misgóðu útsæði. En nærri má geta hver uppskerumunur er í slíkum görðum. Það er hægast að kenna tíðarfar- inu um uppskerubrestinn, en þar kemur þó margt fleira til greina. Eg álít að hægt sé að rækta hér nægilega mikið af kartöflum í ekki verra árferði en verið hefir liér undanfarin sumur, ef menn leggja þá rækt við kartöfluræktunina, sem nauðsynleg er, svo jákvæður árang- ur náist. Það vantar ekki kartöflu- land á Akureyri. Á Oddeyrinni eru garðarnir það nærri híbýlum manna, síðan túníin votu tekin undir kartöflugarða, að mönnum er vorkunnarlaust að hirða vel þá garða. En garðarnir á eyrinninægja ekki öllum útbæingum og verður því enn að taka tún undir garða og gefa mönnum þannig kost á að fá garðstæði, sem ekki er mjög langt að sækja. Ef sú vakning skyldi nú verða í kartöfluleysinu, að menn al- mennt hugsi sér að láta það ekki henta hér annað sinn, að svo að segja mestallur bærinn sá kartöflu- laus. Það er ekki vansalaust fyrir Akureyringa að setjast að kartöflu- lausu matborði, marga mánuði ársins. Til ræktunarimiar er hér yfrið land og moldin djúp og frjó. Eg vil af minni fáfræði (þar sem eg er hvorki búfræðingur né bún- aðarráðunautur) drepa hér á það, sem eg álít að Akureyringar þurfi að gera og vinda bráðan bug að. Það er þá fyrst að sjá fyrir útsæð- inu. Svo mun ástatt að mjög lítið er til af útsæði í bænum, enn hefir þó ekkert heyrst um opinberar ráð- t stafanir í því máli. Hér eiga allir bæjarbúar óskift mál og því verð- um við að skora á forráðamenn þessa bæjarfélags, að ráðast nú til bráðra athafna um öflun útsæðis. Það fer að styttast til þess tíma að leggja verður útsæði niður til spír- unar og þessvegna þolir það enga bið að leitað sé fyrir sér hvar hægt er fá kartöflur til útsæðis. Annað er það, að menn þurfa að geta gefið sig fram við einhvern ákveðinn'mann með pantanir sínar ;i útsæði, svo fyrir Hggi sem fyrst, hve þörfin er mikil. Eg vil leyfa mér að benda á, að bærinn hefir haft síðastliðið ár ráðunaut í ræktunarmálum, og væri að sjálfsögðu mjög heppilegt að hann væri nú af bæjarstjórn út- nefndur til að sinna þessum mál- um. Almenningur þarf leiðbeining- ar með, um val útsæðis og meðferð útsæðis, um garðvinnsluna og sér- staklega meðferð áburðarins. Það verður alltaf gagndrýgst að ráðgefandi maður sé til staðar þeg- ar vorvinnan er framkvæmd í görð- unum. Eg hefi veitt því athygli að hjá hverjum er sinn siðurinn við notkun útlenda áburðarins. Að menn séu þannig að þreyfa sig áfram án þekkingar, getur ekki gengið. Það sýnir árangurinn af kartöfluræktinni hér. Nú vil eg skora á menn að leita sér upplýs- inga sem að gagni megi koma.við ræktunina og fylgja því sem best hefir reynst. Ef hver heimilisfaðir á Akureyri sáir einni tunnu á kom- andi vori, þá þarf enginn að kvíða kartöflulausu matborði næsta vet- ur. En menn mega ekki gleyma því, að meðferð kartöflunnar, frá því hún er lögð niður til spírunar og þar til upp er skorið að hausti, er það mikilvæg, að á því vetlur hvort takast má að rækta kartöflur við þau skilyrði, sem hér hafa verið undanfarin sumur. * T. E. Hvers vegna voru breskir hermenn sendir gegn grískum föðurlandsvinum? Máske eftirfarandi staðreyndir. því 1932, hvort ekki væri hægt að geti upplýst það, fyrir hverja fá vextina lækkaða. bretska stjórnin var að vinna þegar hún sendi bretska hermenn til að berjast gegn grískum skæruliðum. 1898 beið Grikkland ósigur fyrir Tyrkjum. Grikkir voru í nauðum staddir í stríðslok og þörfnuðust hjálpar kristinna bræðra. Auðmenn Bretlands og fleiri landa lánuðu þeim fé. Síðar þurftu Grikkir að fá meiri lán. Kjörin voru yfirleitt þau að greiða 7—8% vexti, t. d. með því að út á skulda- bréf með 5% vöxtum voru aðeins borguð 68V2%- - Nefnd var sett, sem gerði Grikkland að raunveru- legri nýlendu, með því að hún hafði valdið til að innheimta toll- ana í höfnum Grikklands, fyrst og fremst Pireus, og taka fyrst sér til handa upp í vexti og afborganir, áður en gríska ríkið fengi nokkuð. Gríska þjóðin varð að þræla fyrir þessum afborgunum og skuldum til bretsku auðjöfranna, borga skuld- irnar mörgum sinnum og skulda þær þó altaf. Hinn bretski Shylock gaf ekkert eftir. Gríska þjóðin sökk dýpra og dýpra í skuldafenið. Eftir síðasta stríð var þjóðarskuld Grikkja orðin yfir 100 miljónir steirlingspunda (yfir 2600 miljónir króna), — og skuldabréfin á þessa upphæð voru seld í London: vext- ir 8%! Þriðjungur allra tekna ríkisins fór í þessar greið.slur. Grikkir borguðu upprunalega skuldina tvisvar og þrisvar sinnum, en helgreipar lánardrottnanna 'krepptuts því fastar að hálsi þjóð- arinnar vegna okurvaxtanna. Þegar Bretland lýsti því. yfir, að það» myndi ekki borga Bandaríkj- unum stríðsskuldirnar, hugðu Grikkir, að nú myndi fást linað á klónum. Lýðveldið gríska impraði nú á Það var rekið upp Rama-kvein í City, f jármálahjarta Lundúna — og fjármáladrottnarnir létu bretsku stjórnina gera sínar öryggisráðstaf- anir. Lýðveldið var afnumið í Grikk- landi, það hafði verið óþægt lánar- drottnunum, — og Georg konung- ur settur til valda af Bretum 1935. Hann sparkaði svo lýðræðisstjórn- inni og gerði Metaxas að einræðis- herra: Og Grikkland byrjaði aftur að borga vextina, þá, sem það hafði ekki getað greitt eftir neyðarárið 1932. Snemma á árinu 1944 sendu bretskir lánardrottnar Grikkja skjal til bretska utanríkismálaráðu- neytisins ti4 þess að áminna það um að láta grísku stjórnina í Kairo gefa fyrirheit um að varðveita rétt lánardrottnanna til tolltekna og innheimtu í Grikklandi: Shylock heimtaði sitt kjötpund af hinni sveltandi þjóð. Bretska utanríkismálaráðneytið lét Papandreou-stjórnina fá hinn kristilega boðskap lánardrottn- anna. Ekki mun hafa staðið á und- irgefninni þar. Bretskt herlið var síðan sent i land til að taka Pireus. Hagsmunir bretsku lánardrottn- anna? 8% skuldabréfin — eru dýr- mætari en blóð bretskra hermanna, svo að ekki sé talað um líf og blóð Grikkja. Aðalfundur Þingstúku Eyjafjarðar verður haldinn í Skjaldborg á föstudag- inn langa (30. þ. m.) kl. 8 e. h. — Fund- arefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stig- veiting. Verkamannafélaé Akureyrarkaupstað- ar heldur fund á morgun í Verklýðshús- inu kl 1.30 e. h. Áríðandi mál á dagskrá. Orustan um Stalingrad. — Bókaútgáfan Rún, Siglu- firði. — Prentverk Odds Björnssonar 1945. . Á meðan frelsi og mannréttindi líða ekki undir lok í heiminum, mun orustan um Stalingrad talin einn þýðingarmesti viðburðíir sög- unnar. En þótt margt hafi verið ritað og rætt um hinar æðisgengnu tilraunir Húnanna til þess að ná þessari hernaðarþýðingarmiklu borg á sitt vald, og hina ötullegu vörn Rússa, ekki einungis her- mannanna úr Rauða hernum held- ur einnig þeirra óteljandi karla og kvenna, sem lögðu lífið í sölurnar til þess að bjarga þjóð sinni og ætt- jörð sinni úr tortímingarklóm naz- istanna, erum við ennþá furðu fá- fróð um allar þær skelfingar, sem borg þessi og verjendur hennar urðu að þola á þessum örlagarík- ustu dögum sögunnar. Það er því gleðiefni að fá í hend- ur bók, sem í stuttu en skýru máli, ásamt mörgum myndum, greinir okkur frá þessum mikla harmleik, en þó verður aldrei hægt í myndum eða línum að fá fullkomlega rétta mynd af orustunni um Stalingrad, eins og hún var í raun og sannleika, en þeim, sem aldrei hafa þolað hin- ar ægilegustu ógnir styrjaldrainnar er það holl hugvekja að láta hug- ann dvelja við það hvaða þýðirtgu orustan við Stalingrad hafði'á gang sögunnar, og um leið fyrir okkur, sem aldrei höfum þurft að taka okkur vopn í hönd, til þess að verja okkar eigin frelsi, okkar eigið land, okkar eigin heimili og ástvini. Ég er illa svikinn ef íslenzk alþýða kann ekki að meta þessa bók að verðleikum. Saga Kommúnistaflokks Ráðst jórnarríkjanna í þýð- ingu Björns Franzsonar. Víkingsprent Rvík 1944. Það var þjóðþrifaverk að gefa ís- lenzkri alþýðu jafn greinargóða heimild um stofnun og þróun Kommúnistaflokksins í Ráðstjórn- arríkjunum. Þekking fólks um þau mál hefir hingað til verið minni en skyldi, en úr þeirri þekkingarvönt- un bætir bók þessi með ágætum. Engin þjóðfélagsleg umbóta- hreyfing hefir farið jafn glæsta sig- urför um heiminn og sósíalisminn, og hefir þó oft verið og er enn við ramman reip að draga. En þvert ofan i allar óskir og spár hinna f jöl- mörgu óvina framþróunarinnar í heiminum hefir hann staðið af sér alla storma, og reynst því traustari, sem meiri vandi var á höndum. Og full ástæða er að ætla að æ fleiri þjóðir bætist í þann hóp, se*m að- hyllist sósíalistiska þjóðfélaðaskip- an, því að með því eina móti verður hægt að tryggja varanlegt réttlæti og frið í heiminum. En til þess að svo geti tekizt verðum við að nema allt, sem numið verður að fenginni reynzlu þeirra, sem ísinn hafa brot- ið á því sviði, varast þau mistök, (Framhald á 6. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.