Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 24.03.1945, Blaðsíða 6
I 6 VERKAMAÐURINN Hæpin „Dag"-vinna Ávarp til Dagur virðist ekki hafa séð sér annað fært en að verja sínum dýr- mæta leiðara í næstsíðasta tölubl., til að ófrægja þá ráðstöfun núver- andi menntamálaráðherra, er hann afnam stjórnmálalega frelsisskerð- ingu nemenda í M. A., sém komið var á af Hriflu-Jónasi á sínum tíma. Fer Dagur mörgum orðum um, að þessi' ráðstöfun ráðherrans sé bein og miður sæmandi árás á nú- verandi skólameistara hlutaðeig- andi skóla, sem hafi barist fyrir því, að svifta nemendur sína þessum rétti, til að koma í veg fyrir að þeir gætu „blandað sér á óviðurkvæmi- legan hátt í hatröm deilumál og róstur bæjarbúa", eins og blaðið orðar það. Því sé það fyrst og fremst skólameistari, en ekki Jónas, sem hafi verið valdur að framgangi þessa ákvæðis. En hvor þeirra hef- ur átt þar meiri hlutdeild í, getur vart orðið aðalatriðið í þessu sam- bandi. Hitt skiptir meira máli, hvað slíkar hömlur þýða í raun og veru, og hvort þær séu æskilegar. Mönnum fær vart blandast hug- ur um, að orðið stjórnmál, og það þótt afmarkað sé við pólitík, er þegar orðið svo víðtækur samnefn- ari allra mannlegra athafna, að tæpast verður þar neitt undan skil- ið. Það hlýtur því að vera næsta mikil goðgá, að ætla að útiloka vissa hópa nær fullþroska einstaklinga frá afsjtiptum af þeim málum, og það því fremur, sem um er að ræða fólk, er leggur stund á bóklegan lærdóm, til aukinnar þekkingar og víðsýni. Slíkt kemur manni aðeins til að ætla, að viðkomandi mál séu í einhverskonar því ásigkomulagi, sem aukin fræðsla og þekking séu í höfuðandstöðu við. Þetta getur líka verið skýringin, með tilliti til ákveðins stjórnmála- ástands, þess, er ríkti í landinu, þeg- ar umrætt ákvæði var lögbundið. Þá var ástandið á sviði stjórnmál- anna með þeim hætti, að ein þyngsta stjórnarandstaðan gat verið fólgin í því, að ,,óheppilega“ marg- ir tækju að hugsa, eins og formaður þáverandi alræðisflokks gaf einu sinni svo skoplega í skyn, við sér- stakt tækifæri. En frá venjulegu sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi, hlýtur málið að horfa þannig við, að opinber stjórnmál, sem öndvegismál hverr- ar siðmenntaðrar þjóðar, verðskuldi íhugun og afskipti sérhvers þjóð- félagsþegns, sem vill þeim eitthvað að mörkum leggja, hvort heldur það er bundið við stéttabaráttu, eða þjóðmálin yfirleitt. Sé hinsveg- ar álitið, að nám við einn eða fleiri skóla, eða félagslegt samneyti nemenda, stofni til óæskilegra áhrifa gegn hagsmunum þjóðarinn- ar, hví bæri þá ekki fremur að grafast fyrir rætur meinsemdanna og endurskoða tilverurétt slíkra menntastofnana? Nei, ástæðan felst ekki í því, í þessu tilfelli. Hafi verið nokkra ástæðu að ræða, mun hún einfald- lega hafa verið sú, að í M. A., eins og fleiri stærri skólum, skapaðist vettvangur víðra og frjálsra lífs- skoðana, í stjórnmálum sem öðru, en slíkur jarðvegur olli þeim vitan- lega nokkrum áhyggjum, sem á sviði opinberra mála álitu Tímann hina einu og sjálfsögðu' heimilis- bilvlíu til sjávar og sveita, og allt gagnstætt hans jskriffinsku þjóð- hættulegt. En að óreyndu ber eigi að gera svo lítið úr dómgreind almennings, að hans vegna sé nauðsynlegt, með tilliti til velfarnaðar, að viðhalda einhliða áróðri og erfðakenningum í stjórnarfarslegum efnum, og múl- binda. þroskaða fræðiiðkendur op- inberra stofnana, meðan þeir eru ungir, með ótruflaða sannfæringu og næmastir fyrir heilbrigðri af- stöðu til þjóðfélaslegra vandamála. Þesskonar getur aldrei verið nauð- synlegt, nema til þess að yfirhylma og vernda vafasaman málstað. En skyldi þá nokkurn þurfa að undra, þótt það komi vel heim við hagsmuni Dags. BÆKUR Framhald af 5. síðu sem alltaf vilja verða þegar byggja verður allt upp frá grunni, en til- einka sér allt, sem verða má til þess að bæta og fegra lífið. Bók þessi er því öllum hollur lestur. Kommún- istaflokkur Ráðstjórnarrikjanna á tvímælalaust einn stærsta þáttinn í því að bjarga mannkyninu frá þeim skelfingarörlögum, sem nazisminn hafði búið því, þ>að er því gleðiefni að eiga sögu hans í jafn aðgengi- legum búningi. Síðasti víkingurinn eftir Johan Bojer. Steindór Sig- urðsson íslenzkaði. Bóka- útgáfa Pálma H. Jónsson- ar. Akureyri, Prentverk Odds Björnssonar, 1945. Eg get ekki látið taakifærið ónot- að til þess að minnast á Síðasta vík- inginn, þótt eg hafi ekki ennþá átt þess kost að sjá hann í sínum nýja, íslenzka búningi. En síðan eg las hann fyrir nokkrum árum á norsku hefi eg oft óskað þess að hann gæti sem fyrst orðið almenningseign ís- lenzkra lesenda. Síðasti víkingurinn er hr.einræktuð sjómannasaga, en um það efni hafa íslendingar enn- þá átt fátt eitt af góðum, sígildum bókmenntum. Eg er illa svikinn ef hann fellur ekki vel i geð íslenzkra lesenda, og þó fyrst og fremst sjó- manna. S. R. Aðalf undur Rauðarkrossdeildar Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA miðvikudaginn 28. mars kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjómin. Meðal allra þeirra hörmunga, er dunið hafa á saklausum borg- urum og börnum, á þessum síð- ustu og verstu tímum, er vart hægt að hugsa sér meiri skelf- ingar en þær, er orðið hafa í Normandí á Frakklandi. Mörg hundruð þúsund manns urðu heimilislaus eftir látlausar loftárásir margra mánaða. — Hrundar borgir og limlest fólk, sjúk og klæðlaus börn, er mynd sú, er blasir við augUm ferða- mannsins, er heimsækir þessar slóðir. Allt líf virðist slokknað, en eftir storma og stórkostleik hinna hrikalegu átaka er nýtt líf farið að bærast á þessum fornu slóðum norrænna víkinga. End- urreisnarstarf er hafið, flótta- menn streyma aftur til sinna fornu heimkynna, þótt rústir einar bíði þeirra.. í öllu Nor- mandí fórust eða slösuðust 400.000 manns í átökum síðasta sumars. Það fólk, sem eftir lifir, berst við hungur, sjúkdóma, klæðleysi. Hjálparstarfsemi er víða hafin, matvæli og fatnaður berst nú til þessara héraða úr mörgum áttum, eri í mörg horn er að líta. Eymdin blasir þó alls staðar við og skortur er á öllu. Vér íslendingar höfum átt því láni að fagna að sleppa við loft- árásir á byggðir og bæi. Vér höf- um sýnt vináttuhug vorn til Rauða Krossins í Finnlandi og Sovétrík junum og til Norð- manna, og danskra flóttamanna með rausnarlegum gjöfum. Vér berum djúpa samúð í brjósti til allra þeirra, er þjást af hörmung- um þessarar styrjaldar. Nokkrum vinum Frakklands hér í bæ hefir komið saman um, að oss íslendingum beri að sýna vinarvott til hinnar miklu frönsku menningarþjóðar með því að taka þátt í endurreisnar- starfi því, sem hafið er þar í landi. Oss hefir komið saman um að leita gjafa til líknar bág- stöddu fólki í Normandí. Vér biðjum um hvers konar fatnað, er geti orðið til skjóls þurfandi fójki á öllum aldri. Allar gjafir eru vel þegnar. Fyrir peninga- gjafir munúm vér kaupa fatnað og senda til einnar borgar í Normandí eða héraðs, þar sem þörfin er mest. Sá staður verður valinn í samráði við frönsku rík- isstjórnina. Yfirstjórn Bandaríkjahers hér á landi hefir góðfúslega lofað að greiða fyrir skjótum flutningi þessarar fyrirhuguðu fatagjafar til ákvörðunarstaðar. Vér skorum því á þjóð vora að sýna samúð sína í verki með sjúku, klæðlitlu og fátæku fólki í Normandí með því að láta gjafir af hendi rakna til þessa bágstadda fólks. Vér höfum myndað sjö marftia nefnd til þess að standa fyrir framkvæmdum og er Pétur Þ. J. Gunnarsson stórkaupmaður for- maður nefndarinnar, en Eiríkur Islendinga Sígurbergsson viðskiptafræðing- úr, ritari og gjaldkeri. Öllum gjöfum má koma á skrifstofu áðurnefnds formanns í Mjóstræti 6, eða í verzunina ,.París“, Hafnarstræti 14. Auk þess hafa dagblöðin lofað að veita peningagjöfum móttöku. í Framkvæmcf'anefnd til hjálpar bág- stöddu fólki i Nrmandí. Reykjavik, 18. febrúar 1945. Pétur Þ. J. Curmarsson, formaður. Eiríkur Sigurbergsson, ritari og gjaldk. Aðalbjörg Sigurðradóttir, frú. Alexander Jóhannesson, prófessor. Jóhann Sæmundsson, yfirlæknir. Kristinn Andrésson, alþingismaður Sigurður Thorlacius, skólastjóri. Agnar Kofoed-Hansen, lögreglustj. Arni Sigurðsson, frikirkjuprestur. Ben. C. Waage, forseti í. S. í. Bjarni Benediktsson, borgarstjóri. Bjarni Jónsson dómkirkjurestur. Einar Olgeirsson, alþingismaður. F. Hallgrimsson, dómprófastur. G. J. Hlíðdal, póst- og símamálastjóri. Har. Guðmundsson, forstjóri. Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri. Helgi Tómasson, yfirlæknir. Hermann Jónasson. Jakob Jónsson, prestur í Hallgr.pr.k. Jóhann Havsteen, framkvstj. Sjálfst.fl. Jóhannes Cunnarsson, biskup. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri. Jón Hj. Sigurðsson, rektor Háskólans. Jón Pálsson. Jón Thorarensen, prestur Nespr.kalli. Kristinn Stefánsson, stórtemplar. Laufey Valdimarsd., form. K. R. F. I. Kjartan Thors. Magnús Thorlacius, form. L. M. F. í. Páll Isolfsson. Pálmi Hanesson, rektor Menntask. Ragnhildur Pétursdóttir, form. Kvenfélagasambands íslands. Sigurður Nordal, prófessor. Sig. Sigurðsson, form. Rauða Kr. Isl. Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Valtýr Stefánsson, form. Blaðamannafélags Islands. Grænar baunir og Makkaroni í kartöfluleysinu! Pöntunarfélag verkalýðsins Hárborðar í miklu úrvali. Pöntunarfélag verkalýðsins Telpudragtir ýmsir litir — ágæt vara Pöntunarfélag verkalýðsins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.