Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.04.1945, Side 1

Verkamaðurinn - 14.04.1945, Side 1
XXVIII. árg. Laugardaginn 14. apríl 1945. 14. tbl. Franklin Delano Roosevell forseti Bandaríkjanna# er dáinn Franklin Delano Roosevelt, for- seti Bandaríkjanna er látinn. Hann andaðist síðdegis í fyrradag að hressingarheimili sínu Warm Springs í Georgíu. Var heilablóð- fall banamein hans. Truman, varamaður Roosevelts, vann forsetaeið í fyrrakvöld og tók við störfum hins látna forseta. Fregnin um lát forsetans kom eins og reiðarslag yfir Bandaríkja- þjóðina, og þar sem hún barst fólki í leikhúsum og samkomuhús- um gengu menn þögulir á brott og öllum skemtunum hætt og aflýst. Þjóðhöfðingjar og stjórnmála- leiðtogar víða um heim hafa tjáð ekkju forsetans og Bandaríkjaþjóð- inni samúð sína í tilefni af hinu sviplega fráfalli forsetans. Churc- hill, forsætisráðherra Bretlands, mintist í morgun hins látna forseta og var mjög hrærður. Stalin, mar- skálkur, sendi Truman skeyti, þar sem hann vottaði honum og Banda- ríkjaþjóðinni dýpstu samúð sína og þjóða Sovétríkjanna. I skeyti sínu kallaði Stalin hinn látna forseta m. a. „mikinn leiðtoga á vettvangi al- þjóðamála“. Meðal þeirra, er sendu samúðarskéyti voru De Gaulle, Sjang Kaj Sjek og Per Albin Han- son. Franklin Delano Roosevelt fagdd- ist 30. jan. 1882 í Hyde Park í New York og var náfrændi Thedor Roosevelt forseta. 18 ára gamall hóf hann nám í Harvardháskóla. Hann tók þá þegar þátt í stjórn- málabaráttu, með því að rísa önd- verður gegn sérréttindum stéttar sinnar, með því að krefjast réttlátr- ar skiftingar á trúnaðarstörfum meðal stúdentanna. 23 ára gamall kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Eleanor. Roosevelt fylgdi demokrötum að málum. Hann var í fyrsta skifti í kjöri við öldungaráðskosningarnar í fylkinu New York árið 1910, og var þá sá fyrsti til að nota bíl í kosn- ingaleiðangur. Roosevelt sigraði. Það var í fyrsta skifti í 10 ár, sem flokkur hans bar sigur úr býtum í þessu fylki. 31 árs að aldri tók hann við ern- bætti aðstoðarflotamálaráðherra. — Gjörbreytti hann á skammri stundu flotanum og áliti almennings á honum. En Roosevelt gengdi þessu mikilvæga trúnaðarstarfi í sjö ár. Tæplega fertugur að aldri veikt- ist Roosevelt af lömunarveikinni og lamaðist þá á báðum fótum niður frá mjöðmum. Þessi erfiðu veik- indi buguðu þó ekki viljaþrek hans og kjark. Um nýársleytið 1929 tók hann við embætti sem fylkisstjóri í Al- bany. 1932 var hann kjörinn forseti Bandaríkjanna og var síðan endur- kosinn 1936 með meiri nmn en dæmi voru til áður við endurkosn- ingu forseta. 1940 var hann kosinn forseti í þriðja sinn og síðastliðið haust hlaut hann enn kosningu eftir harða baráttu og sigraði glæsi- lega. 4 synir þeirra hjóna eru í stríð- inu. Með Franklin Delano Roosevelt er tvímælalaust fallinn í valinn einn glæsilegasti leiðtogi framfara- afla og réttlætis í heiminum. Fregnin um lát forsetans barst hingað í gærmorgun. Fánar blöktu í hálfa stöng á opinberum bygging- um og víðar í Reykjavík í gær og dagblöðin mintust ýtarlega hins (Frh. á.3.síðu). Vínarborg gengin úr greipum nazista Bandaínenn nálgast óðfluga Berlín að vestan. Rússar hafa tekið Königsberg. Stalin marskálkur tilkynti í gær að Rauði herinn hefði tekið Vínar- borg, höfuðborg Austurríkis. Tók Rauði herinn þar 130 þús. fanga og eyðilagði eða tók þarum lOOOþýska skriðdreka. 11 þýskurn skriðdreka- herfylkjum var eytt í orustunni um borgina. Rússar náðu hinni rniklu og fögru ráðhúsbyggingu óskemdri á sitt vald. Rauði fáninn og aust- uríski fáninn blakta nú yfir allri Vínarborg, en hún er ein mikil- vægasta samgöngumiðstöð í Ev- rópu og mesta hafnarborg við Dóná. Hersveitir Breta og Bandaríkja- manna sækja hratt fram til Berlín- ar og hafa lítið orðið varir við skipulagða mótspyrnu, sóttu þær á einum stað fram nær 100 km. á ein- um sólarhring í áttina til Saxelfar. Barist er í Magdeburg, Brunsvick fallin. Hersveitir Bandamanna eru 65 km. frá Dresden og er bilið á Ú TGERDARFÉLAGIÐ: Aðeins herzlumuninn vantarv svo að unnt sé að stofna félagið Augljóst er nú, að Akureyringar í fljótlega, ef vilji er nægur fyrir ætla ekki að láta stofnun útgerðar- hlutafélagsins stranda. Loforð hafa nú fengist um ca. 503 þús. kr. fram- lög en lágmarkið er 540 þús. kr. Vantar nú þessvegna aðeins um 37 þús. kr. svo lágmarkið náist, en af þeirri upphæð leggur Akureyrar- bær fram 25% og KEA 20%, þurfa bæjarbúar því aðeins að leggja fram um 21 þús. kr. til að stofnun félagsins komist í framkvæmd og þarf ekki áð efa, að sú upphæð næst 125.000 tunnur síldar hendi hjá þeim sem fjársterkir eru. 1 ráði er að halda stofnfund fé- lagsins í næstu viku og ættu þeir, sem kynnu að vilja leggja fram hlutafé, að snúa sér hið fyrsta til Helga Pálssonar, svo unt verði að boða þá á stofnfundinn. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram, að mjög er æskilegt að hlutafjársöfnunin gangi svo vel, að farið verði langt fram úr lágmark- inu, sem sett var. Því betri og skjót- ari árangurs má vænta af hinu fyr- irhugaða atvinnufyrirtæki. milli hersveita þeirra þar og Rauða hersins í Slésíu aðeins um 160 km. Bandamenn nálgast óðum Saxelfi fyrir sunnan Hamborg, og kreppa æ meir að hinu innikróaða liði Þjóðverja í Ruhr. Rauði herinn tók Königsberg fyrir nokkrum dögum og tók þar ógrynni af herfangi og fanga í tug- þúsunda tali. Manntjón Þjóðverja í o'rustunum um borgina var geysi- mikið. seldar til Svíþjóðar 7. þ. m. var undirritaður í Stokkhólmi viðskiftasamningur milli íslands og Svíþjóðar. I samningi þessum, sem gildir til marzloka 1946, er m. a. gert ráð fyrir að Svíar veiti útflutnings- leyfi fyrir allmörgum iðnaðar- vörum, þ. á, m. efni til uppsetn- ingar á rafstöðvum, vitabygging- arefni, rafvélum og öðrum raf- magnshlutum, símaefni, báta- mótorum, landbúnaðarvélum, skilvindum, kæliskápum, pappír og pappa, eldspýtum, verkfær- um, trévörum og timburhúsum. Af íslands hálfu er gert ráð fyrir að selja Svíum 125 þúsund tunnur af síld. (Fréttatilkynning frá ríkisstjóminni). SKIP SEKKUR 5 menn farast Nýlega gerðist sá hörmulegi at- burður að l.v. Fjölnir frá Þingeyri fórst í árekstri á hafinu milli ís- lands og Englands. 5 menn af 10 manna áhöfn druknuðu. Þeir sem fórust vöru: Magnvis G. Jóhannsson, matsv., Þingeyri, Guðm. F. Ágústsson, kyndari, Sæ- bóli, Aðalvík, Gísli A. Gíslason, há- seti, Isafirði, Pétur Sigurðsson, kyndari, Hvammi, Dýrafirði og Pálmi Jóhannesson, háseti, ættaður úr Hvolhreppi, allir á atdrinum 20 —30 ára og ókvæntir. L.v. Fjölnir var í fiskflutningum til Englands og var 128 smál. að stærð. Sósíalistar taka upp stríðshanzka Hriflu-Jónasar Því nær sem dregur ósigri nazista, því meir áberandi verður hatur „Framsóknar“blaðanna í garð sósí- alista. Það grípur þau óstjórnlegt æði eins og nautið, er það sér rautt, í hvert sinn er þaú minnast á kommúnista. Nýjasta dæmið eru kosningar á aðalfund KRON. Farast „Degi“ m. a .svo orð: „Fyrir tilstilli kommún- ista eru kosningar þessar orðnar pólitískt æsingamál, og stefna þeir nú að því, að.fá algjör yfirráð í fé- laginu“. Hér skýtur nokkuð skökku við. Á áðalfundi S. 1. S. hér á Ak- ureyri sl. sumar samþyktu sem sé Framsóknarmenn, undir forustu hins útskúfaða Hriflu-Jónasar, stríðsyfirlýsingu á hendur sósíalist- um og „Samvinnan", undir rit- stjórn sama Jónasar, hefir óspart skorað á Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn að koma á sam- starfi „kaupmanna og samvinnu- manna gegn kommúnistum". Til áréttingar “þessu lagði svo þessi heilaga samfylking Framsóknar og Alþýðufl. fram 23 inntökubeiðnir í KRON, á síðustu stundu, eftir að þeir höfðu tapað kosningu á fyrsta deildarfundinum, og voru allar inntökubeiðnirnar frá mönnum á svæði þeirrar deildar, er halda átti í næsta fund á eftir (7. deildar). Með- al innsækjenda voru tveir deildar- stjórar frá stærstu keppinautum KRON í matvöruverslun og tvær kornungar heimasætur úr húsi eins af ráðamönnum S. í. S. Tókst þeim með þessu móti að vinna kosning- una í umræddri deild. Sósíalistar hafa nú tekið upp stríðshanskann, sem Framsóknar- menn, undir forustu Jónasar frá Hriflu, hafa kastað. Má svo fara, að (Framhald á 3. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.